1 / 32

Módernisminn og borgin

Módernisminn og borgin. Þróun borgarsamfélags á 19. og 20. öld. Módernisminn. Módernismi er hugtak sem lýsir alls kyns menningarhræringum sem tengjast umbyltingu vestrænna samfélaga á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20.

tacey
Download Presentation

Módernisminn og borgin

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Módernisminn og borgin Þróun borgarsamfélags á 19. og 20. öld

  2. Módernisminn Módernismi er hugtak sem lýsir alls kyns menningarhræringum sem tengjast umbyltingu vestrænna samfélaga á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Hugtakið nær yfir fjölda endurbótahreyfinga sem fram koma á þessum tíma á sviði myndlistar, arkítektúrs, tónlistar, bókmennta og kvikmynda Borgvæðingin er líklega stærsta einstaka einkenni módernismans Valdimar Stefánsson 2006

  3. Borgir • Borg er miðpunktur verslunar, viðskipta, samskipta, menntunar, menningar, afþreyingar og þjónustu • Í borgum má finna átök andstæðra hugmynda en líka sköpun og örar breytingar • Í borgum má einnig finna þrengsli, eril, afbrot og ofbeldi Valdimar Stefánsson 2006

  4. Borgvæðing – þjóðflutningar okkar tíma • Á fjórða árþúsundi f. Kr. urðu til borgir í Mesópótamíu með um og yfir 50.000 íbúa. • Um svipað leyti eða nokkru síðar einnig í Egyptalandi • Árið 1850 voru aðeins fjórar borgir á jörðinni með meira en eina milljón íbúa • Árið 2001 voru um 340 borgir með meira en milljón íbúa Valdimar Stefánsson 2006

  5. Borgvæðing – þjóðflutningar okkar tíma • Vöxtur borga í Evrópu og N.-Ameríku verður fyrst verulega hraður á 19. öld samfara iðnvæðingu • Iðnbyltingin gjörbreytti samfélagsgerðinni: • Fólksflutningar úr sveitum til þéttbýlis • Ný atvinnutækifæri í iðnaði • Ör vöxtur borga Valdimar Stefánsson 2006

  6. Borgir á miðöldum • Borgir miðalda byggðust oft í brekku upp frá vík eða fljóti • Oftast voru þær umluktar borgarmúrum til varnar árásum óvina • Miðaldaborgir voru óskipulagðar, gatnakerfi óreglulegt en jafnan torg í miðbænum og væri einhver aðalgata opnaðist hún út á torgið • Á endurreisnartímanum tóku menn að reisa borgir samkvæmt rómverskri forskrift Valdimar Stefánsson 2006

  7. Christopher Wren • Mikill hluti miðborgar London eyðilagðist í miklum bruna árið 1666 • Stjörnufræðingurinn og byggingameistarinn Cristopher Wren teiknaði þá upp nýja miðborg þar sem hin konunglega kauphöll yrði miðpunktur borgarinnar og þaðan áttu að liggja stórfengleg breiðstræti til allra átta • Þótt hugmyndir Wrens yrðu ekki að veruleika eru þær eigi að síður fyrsti vísirinn að nútíma borgarskipulagi sem varð ríkjandi í Evrópu tveimur til þremur öldum síðar Valdimar Stefánsson 2006

  8. Heimsvaldastefnan • Þótt grundvöllur borgarsamfélagsins sé tvímælalaust iðnbyltingin er ljóst að heimsvaldastefna stórvelda Evrópu undir lok 19. aldar mótaði mjög ásýnd stórborganna • Mikill auður og völd safnaðist saman í höfuðborgum álfunnar og jafnframt fengu menn þar nasasjón af framandi menningu hinna undirokuðu þjóða • Munur á borgarlífi og dreifbýlismenningu fór vaxandi og iðnframleiðsla tók stórstígum framförum Valdimar Stefánsson 2006

  9. Upphaf módernismans • Erfitt er að tímasetja upphaf módernismans nákvæmlega en ljóst að tímabilið frá aldamótunum 1900 og fram um 1930 er blómaskeið hreyfingarinnar • Rætur hans liggja í stórborgarmenningunni og greina má þær allt aftur til miðbiks 19. aldar • Meginborgir módernismans á 20. öld voru stórborgirnar París, Vín, Berlín, Mílanó, Barcelóna, London, Chicaco og New York Valdimar Stefánsson 2006

  10. Rætur módernismans • Almennt eru rætur módernismans raktar til frönsku borgarskáldanna Charles Baudelaires og Gustaves Flauberts sem voru hvað mest áberandi upp úr miðri 19. öld • Í skrifum þeirra fer lítið fyrir aðdáun á undrum tækninnar og framförum nútímans en áherslan er meiri á sundrungu, nafnleysi og skuggahliðum stórborganna • Sumum fannst sem samband manns við náttúruna væri að rofna samfara vaxandi borgarmenningu Valdimar Stefánsson 2006

  11. Iðnaðarborgir • Ástæðuna fyrir dökkri sýn á borgarmenninguna á 20. öld má að mestu leyti rekja til iðnaðarborganna • Iðnaðarborgir tóku að setja svip sinn á landslagið á Mið-Englandi, N-Frakklandi, á Ruhrsvæðinu í Þýskalandi, á N-Ítalíu og austast í Bandaríkjunum á 19. öld • Nýr hópur borgarbúa, iðnverkamenn, bjuggu við þröngan kost og bágborin lífskjör, loftmengun, skort á hreinu vatni og lélegt fráveitukerfi Valdimar Stefánsson 2006

  12. Einkenni módernismans • Þegar kemur fram á 20. öld eru lífsgæði millistéttanna í stórborgunum í hröðum vexti • Þá tekur að koma fram bjartari sýn á borgarlífið og eru fútúristarnir skýrasta dæmi þess • Einnig koma fram arkítektar sem telja að húsagerðarlistin eigi að taka þátt í að breyta samfélaginu en ekki vera eingöngu bundin í hefðir fortíðarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  13. Einkenni módernismans • Módernisminn í arkítektúr kom m. a. upp sem andsvar við skreytistíl 19. aldar • Hætt var við að líkja eftir klassískum tíma og allt flúr og skraut var talið óþarft • Ný efni, eins og steypa, gler og stál varð ríkjandi og farið var að fjöldaframleiða byggingareiningar • Segja má að byggingarstíll módernismans hafi þannig í flestu sagt skilið við hefðir 19. aldar Valdimar Stefánsson 2006

  14. Einkenni módernismans • Róttækasta viðhorfið sem upp kom í byrjun 20. aldar var að hreinasti arkítektúrinn væri sá sem einungis væri til á teikniborðinu • Það að reisa húsið og leyfa fólki að búa í því væri í raun spilling á arkítektúrnum • Þetta svipar til yfirlýsingagerðar framúrstefnunnar þar sem yfirlýsingin er að hluta til umfjöllun um ímyndað listform rétt eins og teikning arkítektsins af byggingu sem hann ekki vill láta reisa Valdimar Stefánsson 2006

  15. Borgvæðing • Flutningur fólks úr dreifbýlinu til borganna eru mestu fólksflutningar síðari tíma • Árið 1900 bjó 10% mannkyns í borgum • Árið 2000 bjó 50% mannkyns í borgum • Á tímabilinu 1850-1950 fjölgaði fólki í iðnríkjum sem bjó í bæjum (>5000 manns) um 30% • Á tímabilinu 1900-1950 fjölgaði fólki í iðnríkjum sem bjó í stórborgum (>100.000 manns) um 250% • Borgvæðingin er komin lengst í iðnríkjunum en verulega hefur dregið úr vexti borga þar Valdimar Stefánsson 2006

  16. Stórborgin þróast • Nokkrar áhrifamiklar hugmyndir mótuðu mjög uppbyggingu og skipulag í nútímaborgum, s. s. aðskilnaður heimilis og vinnu og einnig áherslan á samgöngukerfi • Hugmyndir í húsagerðarlist sem hömpuðu mjög nýjungum og tilraunum í formi og uppbyggingu voru einkum áberandi við tvær menntastofnanir: Vkhutemas í Moskvu og Bauhaus í Þýskalandi Valdimar Stefánsson 2006

  17. Bauhaus • Nám við Bauhausskólann var í upphafi álitið þjálfun fyrir listamenn, arkitekta og handverksmenn en síðar tók arkitektúrinn yfir flest svið skólans • Listamenn eins og Paul Klee og Vassily Kandinsky og aðrir listamenn kenndu þó áfram við stofnunina • Bauhausskólinn hefur lengi verið kenndur við svo kallaðan fúnksjónalisma í arkitektúr sem leggur áherslu á einfaldan stíl og nytsemi Valdimar Stefánsson 2006

  18. Einkalíf • Með iðnbyltingunni hófst sú þróun að heimilið væri aðskilið vinnustaðnum en áður höfðu nær allir stundað vinnu sína inn á heimili sínu • Þannig höfðu bændur ætíð reist hús sín sem næst vinnu sinni og einnig höfðu iðnaðarmenn haft vinnuaðstöðu á heimilinu, innan um fjölskylduna • En með stórborgum 20. aldar breyttist það og því fóru samgöngur innan borga að skipta miklu máli Valdimar Stefánsson 2006

  19. Einkalíf • Með skýrri aðgreiningu á vinnustöðum og heimilum fylgdi einnig skipting dagsins í vinnu og frístundir og því lengra sem leið á 20. öldina jukust frístundirnar • Eftir því sem heimavinnandi fólki fækkaði jókst krafan um einkalíf • Hugmyndin um einkalíf var nánast óþekkt í landbúnaðarsamfélaginu en í borginni varð krafan sú að hver og einn átti rétt á að lifa sínu eigin lífi utan vinnutímans Valdimar Stefánsson 2006

  20. Stórborgir og listir • Við gjörbreyttar samfélags- og menningaraðstæður þeirra sem fluttu til borganna varð til gjörbreytt tjáning • Án klafa hinna aldalöngu hefða varð til svigrúm í menningarlífinu fyrir nýja gerð hljóma, ný myndefni og nýjan skilning á tungumálinu • Þessi skil eiga sér stað í öllum listgreinum þar sem upp kom krafa um nýjar skilgreiningar á eðli og inntaki lista Valdimar Stefánsson 2006

  21. Stórborgir og listir • Breski menningarfræðingurinn Raymond Williams (1921 – 1988) hefur í rannsóknum sínum greint fimm meginminni í listum sem hann telur einkenna yfirfærsluna yfir í stórborgina • Að hans mati felst hugtakið módernismi að einhverju leyti í öllum þessum minnum þótt upphaf módernismans sé reyndar að hans áliti eldra en stórborgarmenningin Valdimar Stefánsson 2006

  22. Fimm listaminni í stórborginni • Fyrsta minni Raymonds Williams er stórborgin sem tákn fyrir mannhafið, aragrúa af ókunnugu fólki • Annað minnið, nátengt því fyrsta, er hinn einmana og einangraði einstaklingur stórborgarinnar • Þannig tengjast þessi andstæðu hugtök, margmennið og einmanaleikinn í listtjáningu stórborgarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  23. Fimm listaminni í stórborginni • Þriðja minnið er skuggahliðar stórborgarinnar, sem framan af kallast á við heilbrigði sveitalífsins • Fjöldi íslenskra skáldsagna 20. aldar fjallar um saklaus ungmenni úr sveit sem falla ofan í ræsi stórborgarinnar Reykjavík, svo dæmi sé tekið • Vinsældir glæpasagna í borgarmenningunni er eins konar viðbragð við hinum myrka heimi, þar sem flett er ofan af ráðabruggi vondra manna Valdimar Stefánsson 2006

  24. Fimm listaminni í stórborginni • Fjórða minnið er í andstöðu við fyrstu tvö minnin því það snýst um að með fjöldanum myndist samstaða og samkennd • Þetta er fyrst og fremst stjórnmálalegt minni þar sem fjöldahreyfingar 19. og einkum 20. aldar sóttu fylgi sitt einkum til stórborga • Múgurinn varð þannig skæðasta vopn verkalýðshreyfingarinnar og stóð fyrir róttæka samstöðu fjöldans Valdimar Stefánsson 2006

  25. Fimm listaminni í stórborginni • Fimmta og síðasta minni Raymonds Williams er sveitasæla innan borgarinnar • Í þessu felst hálfgerður flótti undan ys og þys stórborgarinnar en einnig áhersla á fjölbreytni hennar og margbreytileika • Central Park í New York er þekkt dæmi um tilbúna sveitasælu í stórborg þótt hann sé raunar einnig orðinn þekkt dæmi um skuggahliðar borgarinnar (þriðja minnið) þar sem venjulegt fólk hættir sér ekki í garðinn eftir að dimma tekur Valdimar Stefánsson 2006

  26. Breytt sjónarhorn á borgina • Fyrir tíma iðnbyltingar er það áberandi í lýsingum ritverka á borgum að þeim er gerð skil utanfrá; lýst heildstætt • Eitt einkenna módernismans er það að borgin er alltumlykjandi, listamaðurinn er orðinn hluti hennar og getur ekki staðið utan við hana • Skáldið Ezra Pound sagði að einföld frásögn nægði til að lýsa smábæ en til að lýsa stórborg þyrfti margs konar frásagnarmáta Valdimar Stefánsson 2006

  27. Módernismi í íslenskum bókmenntum • Á þriðja áratug 20. aldar komu út tvær bækur eftir unga íslenska höfunda • Árið 1924 gaf Þórbergur Þórðarson út bókina Bréf til Láru og tveimur árum síðar kom Vefarinn mikli frá Kasmír, eftir Halldór Kilian Laxness, fyrir almennings sjónir • Þessar tvær bækur, svo ólíkar sem þær þó eru, hafa þótt skýrasta dæmið um innreið nútímans í íslenskar bókmenntir Valdimar Stefánsson 2006

  28. Módernismi í íslenskum bókmenntum • Þrátt fyrir þennan snemmbæra nútíma hafa bókmenntafræðingar bent á að módernismi verði ekki raunverulegt afl í íslenskri skáldsagnagerð fyrr en fjörtíu árum síðar • Þá er gjarnan miðað við útkomu bókarinnar Tómas Jónsson metsölubók, eftir Guðberg Bergsson • Í kjölfar þeirrar bókar taka höfundar eins og Thor Vilhjálmsson, Þorsteinn frá Hamri, Svava Jakobsdóttir og fleiri að semja annars konar skáldskap en tíðkast hafðist Valdimar Stefánsson 2006

  29. Módernismi í íslenskum bókmenntum • Enn má þó lengja biðtímann eftir borgarskáldskap Evrópu á Íslandi • Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson hefur til dæmis lýst því yfir að fyrstu íslensku borgarsögurnar séu ekki ritaðar fyrr en menn af hans kynslóð taka að rita sín verk • Þá fyrst birtist okkur borgarumhverfið sem eðlilegt umhverfi mannsins án þess að þurfa að bera sig sífellt saman við hið heilbrigða íslenska dreifbýli Valdimar Stefánsson 2006

  30. Módernismi í íslenskum bókmenntum • Módernismi í ljóðagerð heldur innreið sína í íslenskt bókmenntalíf seinna en víðast hvar annars staðar í Evrópu • Þar kann að vera að sú aldagamla hefð sem hér ríkti, svo og þáttur ljóðskálda í sjálfstæðisbaráttunni, hafi valdið nokkru um • Ef til vill var íslensk ljóðagerð sett á hærri stall hér en annars staðar í álfunni Valdimar Stefánsson 2006

  31. Módernismi í íslenskum bókmenntum • Það er ekki fyrr en á árum síðari heimsstyrjaldar sem íslensk skáld tóku að beita nýjum aðferðum í ljóðagerð að einhverju marki • Mikill styrr stóð um þessar breytingar og blönduðust þær svipuðum deilum um myndlist á sama tíma • Þau ljóðskáld sem mest beittu sér fyrir formbreytingum hafa verið nefnd atómskáldin og list þeirra atómljóð Valdimar Stefánsson 2006

  32. Módernismi í íslenskum bókmenntum • Þau skáld sem nefnd voru atómskáld voru Einar Bragi, Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, Jón úr Vör og Sigfús Daðason • Formbyltingin sem þessi skáld stóðu fyrir var þó ekki eins róttæk og mörgum sýndist á þeim tíma sem deilurnar um þær stóðu sem hæst • Þótt skáldin hafi hafnað ríminu í flestum tilfellum, þá voru ljóð þeirra flest stuðluð og regluleg í kveðanda Valdimar Stefánsson 2006

More Related