1 / 35

Byggðastefna eður ei

Byggðastefna eður ei. Meðmælendur byggðastefnu: Edda Gunnarsdóttir og Arnheiður Fanney Magnúsdóttir. Þjóðfélagsþróun. Bændasamfélag til 1880 Vaxandi íbúafjöldi Krafa um breytta atvinnu- og búsetuhætti Vélvæðing Sjávarútvegur Þéttbýlismyndun við strendur landsins.

ted
Download Presentation

Byggðastefna eður ei

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Byggðastefna eður ei Meðmælendur byggðastefnu: Edda Gunnarsdóttir og Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

  2. Þjóðfélagsþróun • Bændasamfélag til 1880 • Vaxandi íbúafjöldi • Krafa um breytta atvinnu- og búsetuhætti • Vélvæðing • Sjávarútvegur • Þéttbýlismyndun við strendur landsins

  3. (Heimild: Hagstofa Íslands 2005)

  4. Kenning Grigg (1980) • Ef fólksfjöldi vex umfram þann mannafla sem nauðsynlegur er til að hagnýta náttúruauðlindirnar sem eru nýttar • þá skapast aðstæður og ástand sem einkennist af fólksflutningi úr landbúnaðarhéruðum til þéttbýlis • Viðleitni til þess að auka framleiðslu í öðrum greinum en landbúnaði eykst

  5. Hlutfall íbúa á Íslandi í þéttbýli með fleiri en 200 íbúa á breytilegum tímum Ár 1890 1981 2003 12% 89% 93% (Heimild: Gísli Ágúst Gunnlaugsson 1993 og Hagstofa Íslands 2005)

  6. Aðfluttir umfram brottflutta á eftirtöldum svæðum árin 2000 og 2004

  7. Kenning Zelinsky (1971) Tengsl helstu mynstra búferlaflutninga við þróun þjóðfélaga frá landbúnaðarþjóðfélagi til iðnríkis og síðar til upplýsingaþjóðfélags

  8. Kenning Zelynsky frh. • Landbúnaðarþjóðfélag: • Búferlaflutningar mestir milli sveita • Iðnaðarsamfélag: • Flutningar úr sveit í borg ríkjandi einkenni • Upplýsingaþjóðfélag: • Vaxandi flutningur milli þéttbýlisstaða

  9. Vísbendingar út frá Zelynsky • Þróun síðustu áratuga bendir til þess að: • Það dragi úr flutningum frá dreifbýli til borga. • Aukinn flutningur frá stærri borgum til smærra þéttbýlis og sveita sem eru í þægilegri nálægð við borgirnar. • Orsakir þessa benda til: • Versnandi lífskilyrða í stórborgum • Nýsköpunar í atvinnulífi utan stórborgarasvæða • Hugarfarsbreytinga almennings til dæmis hvað varðar fjölskylduvænt umhverfi og umhverfishyggju. (Heimild: Stefán Ólafsson 1997)

  10. Orsakalíkan Gunnar Myrdal (1957) Staðsetning nýs fyrirtækis Aukinn fjöldi starfa fólks á svæði Bætt grunngerð fyrir atvinnulíf og íbúa Hópunarhagkvæmni Aukið framboð á hæfu vinnuafli Auknar skattatekjur sveitafélaga Baktengsl/framtengsl (Aðföng og afurðir) Aukin eftirspurn eftir vöru og þjónustu á svæðinu Aukið fjármagn í sveitafélaginu Vöxtur í framleiðslu fyrir markað svæðisins

  11. Gunnar Myrdal (1957) frh. • Sjálfnærandi hringrás • Ef fyrirtæki hættir á markaði koma neikvæð forskeyti fyrir fram alla reiti

  12. Flutningskostnaður, von Thünen • Tengslin milli markaðar, framleiðslu og fjarlægðar • Hvernig fyrirtæki og atvinnugreinar velja sér staðsetningu eftir: • verði landsins • flutningskostnaði aðfanga og afurða • Ergo: Mikilvægi samgangna

  13. Bættar samgöngur • Skilyrðið til að mynda stærðarhagkvæmni og breiddarhagræði á svæði

  14. Bættar samgöngur frh. • Krugman (1991): um tengsl launamunar, flutningskostnaðar og byggðaþróunar • þar sem flutningskostnaður er lægri er hlutfall íbúa svæðisins hærra • Ergo: aukinn möguleiki á stærðahagkvæmni og breiddarhagræði vegna aukinnar eftirspurnar og viðskipta

  15. Byggðstefna eður ei • Í stefnu stjórnvalda eiga opinberar aðgerðir að miða að því byggja upp sterka byggðakjarna sem bjóða upp á fjölbreytta atvinnu, menntun, velferðarþjónustu og góð búsetuskilyrði. • Hlutverk Byggðastofnunar er í meginatriðum að styrkja byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni. • Hún setur fram stefnumarkandi áætlun ríkisstjórnarinnar í byggðamálum á hverjum tíma um jöfnun búsetu- og atvinnuskilyrða í landinu.

  16. Norðurslóðaáætlun • Ísland samkvæmt lögum bundið lagasetningum frá Evrópusambandi • Markmið að stuðla að samræmdri þróun á Evrópska efnahagssvæðinu • Samningi ætlað að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi milli svæða

  17. Norðurslóðaáætlun frh. • Norðurslóðaáætlunin (e.Northern Periphery Programme (NPP)), er ein af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins • Byggðastofnun umsjónaraðili • NPP ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum á norðlægum slóðum í Evrópu

  18. Íslendingar aðilar að áætluninni árið 2002 og leggur til hennar 25 milljónir á ári, þar til henni lýkur árið 2006.

  19. Norðurslóðaáætlun frh. • Forgangsverkefni 1: Efling á samgöngu- og fjarskiptamálum • Samgöngur og vegakerfi • Fjarskipti og aðgang að upplýsingaþjóðfélaginu • Forgangsverkefni 2: Styrkja atvinnuþróun og vistvæna nýtingu náttúruauðlinda • Sjálfbær nýting á náttúru og náttúruauðlindum • Nýsköpun og mannauðsþróun • Forgangsverkefni 3: Stuðla að jákvæðri samfélagsþróun • Uppbygging innviða og almannagæða, áætlanir um nýjar aðferðir til að sporna við íbúafækkun og búferlaflutningum frá svæðinu. • Stjórnun almannagæða og svæðisbundið skipulag

  20. Vaxtakjarnar Francois Perroux • Faðir vaxtakjarnakenningarinnar. • Í grundvallardráttum að staðsetja vaxtarhvetjandi starfsemi á ákveðin svæði sem smitar út frá sér til nærliggjandi svæða með margfeldisáhrifum. • Samgöngubætur eru forsenda slíkra aðgerða til að tryggja árangur, auk þess að • stækka bakland svæðisins og mynda seguláhrif þjónustukjarnans.

  21. Kvóti er náttúruvernd • Allt til 1980: • Stækkun landhelginnar í 200 mílur 1975 • Versnandi ástand nytjastofna, of mörg skip • Lægra afurðaverð og of mikil sókn • Sem leiddu af sér kvótakerfi • Settur á í áföngum til 1990 • Nú: kvóti eltir stærðahagkvæmni og breiddarhagræði á kostnað byggðalaga

  22. Byggðaaðgerðir • Niðurgreiðsla á orku til heimilisnota • Stuðningur við framhaldsnám • Stuðningur við atvinnuvegina: lán Byggðastofnunar til rekstrar og uppbyggingar á landsbyggðinni. • Jöfnunarsjóður sveitafélaga • Byggðatengdur fiskikvóti (varakvóti) • Atvinnuþróunarfélögin • Jöfnun flutningaskostnaðar á öllum olíuvörum til innanalandsnotkunar og sementi • Flutningur ríkisfyrirtækja út á land

  23. Aðgerða þörf • Styrkja innviði • Nýtt hlutverk og nýjar atvinnugreinar fyrir þéttbýli á landsbyggð • Nýta auðlindir og tækifæri svæðisins • Virkja sögu og menningu • Nýsköpun • Efling menntunar

  24. Sérhæfing • Að efla og styrkja staðbundna framleiðsluþætti • land • vinnuafl • fjármagn, • auðlindir • framtak íbúa Ergo: ýtir undir það að ná hlutfallslegum yfirburðum í viðkomandi þætti...

  25. Sérhæfing frh. • Fjöldi starfa, sem og afleiddra eykst • Jákvæðara viðhorf íbúa • Efling byggðar og búsetu

  26. Upprisa Vestfjarða • Vaxtarsamningur á sviði: • Íbúaþróunar • Atvinnu • Mennta- og menningarmála • Ferðaþjónustu

  27. Upprisa Vestfjarða frh. • Framtíðarsýn • Fjölgun íbúa um 0,5% á ári til ársins 2020. (árið 2005=7.698 íbúar, árið 2020=8.300 íbúar) • Byggt á fjölskylduvænu samfélagi • Ísafjörður verði byggðakjarni vestfjarða

  28. Upprisa Vestfjarða frh. • Markmið framkvæmdaferilsins: • Stuðla að uppbyggingu og vexti klasa og tengslaneta á sviði sjávarútvegs • matvæla • mennta-og rannsókna • menningar-og ferðaþjónustu.

  29. Upprisa Vestfjarða frh. • Sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti veita 20 milljón króna styrk í vaxtarsamning árið 2005 • Styrkur til að efla rannsóknir og þróunarstarfsemi í sjávarútvegi

  30. Upprisa Vestfjarða frh. • Íslandsbanki flytur símaskiptiborð til Ísafjarðar • Starfsmannafjöldi úr 9 í 20 manns • Trú á staðbundnum vinnumarkaði og tækniþekkingu

  31. Hvaða gildi hefur það að halda öllu landinu í byggð? • Frjálst val um búsetu • Nýting auðlinda og fjárfestinga á þessum svæðum • Verndun menningararfleifðar og aðgangur að náttúru landsins • Ferðamennska • Hluti almannagæða

  32. Engin landsbyggð? • Offjölgun á suð-vestur horni landsins • Aukið atvinnuleysi • Skortur á landrými • Hærra fasteignaverð • Einsleit menning • Enginn landbúnaður né ferðaþjónusta • Flest neysluvara innflutt • Sjávarútvegi sniðinn þröngur stakkur • Sterkir innviðir höfuðborgarsvæðis bresta

  33. Niðurstaða • Byggðastefna er forsenda byggðar í landinu bæði á höfuðborgarsvæði og landsbyggð • Tryggir fjölbreytt samfélag • Umvefur svæðisbundin einkenni og auðlindir • Skapar forsendur fyrir efnahagslegri hringrás á landsvísu • Til að skapa góða afkomu þarf að eyða til uppbyggingar • Fjárfestum til að mynda arð, félagslegan og efnahagslegan • Félagslegir drifkraftar: bjartsýni, lífsvilji, þrjóska, að færa afkomendum arf, föðurlandsást

  34. Niðurstaða • Ný tegund af sveitamanni að birtast, nýsveitarmaður • Þéttbýlismaður sem vill stundum hverfa frá erli og skapa sér annað heimili eða athvarf fjarri vinnustað. • Byggð þéttist, aukin neysla á landi og vörum • Byggðastefna og borgarstefna í eina sæng • Byggðastefna myndar betri tækifæri og lífsafkomu fyrir afkomendur okkar.

  35. Náttúran verður auðvitað ekki falleg nema í samanburði við eitthvað annað. Ef ekki er til nema sveit er náttúran ekki falleg. ,,Óspillt náttúra” er því aðeins falleg nú á dögum að hún sé borin saman við borgir þángað sem menn hafa flúið af því sveitin veitti þeim ónóga lífsafkomu; og búa þar nú við vaxandi óhægindi, sumstaðar einsog í víti (Halldór K. Laxness)

More Related