1 / 14

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bókmenntir 1550-1750, bls. 38-46

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bókmenntir 1550-1750, bls. 38-46. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. ÁFRAM UM HALLGRÍM PÉTURSSON. Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar?. Passíusálmarnir eru aðalverk Hallgríms Péturssonar.

thor
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bókmenntir 1550-1750, bls. 38-46

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Bókmenntir 1550-1750, bls. 38-46 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. ÁFRAM UM HALLGRÍM PÉTURSSON

  3. Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar? • Passíusálmarnir eru aðalverk Hallgríms Péturssonar. • Þeir fjalla um pínu og dauða Jesú Krists á krossinum, fylgja sögu guðspjallanna frá því Jesús lýkur kvöldmáltíðinni og fer í grasagarðinn (á skírdag), fram til þess að hann er greftraður. • Um er að ræða 50 sálma sem allir eru mismunandi að lengd. • Skipt er um bragarhátt í hverjum nýjum sálmi.

  4. Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar? • Meginatriði sálmanna er fórnardauði Krists á krossinum sem snýst upp í sigurhátíð. Kristur tekur á sig syndir mannanna og leið opnast fyrir mannkynið í himnaríki. • Í sálmunum byrjar Hallgrímur samtal við sál sína um þennan atburð. Hann byrjar í hverjum sálmi fyrir sig að rekja texta guðspjallanna. • Þá kemur textafræðileg skýring [=pæling]. • Loks endar hver sálmur í bæn eða ákalli.

  5. Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar? • Útleggingin er meginatriði hvers sálms og það er ekki síst hún, ásamt skáldskapnum, sem gefur Passíusálmunum gildi. • Ekki var um einbera endursögn að ræða eins og algengt var í sálmum ortum út af Biblíunni heldur gaf Hallgrímur af sjálfum sér í túlkun sinni á atburðum og orðum Biblíunnar.

  6. Hver var staða sálma á þeim tíma? • Á þeim tíma sem Hallgrímur orti Passíusálmana var komin hefð á mál þeirra og bragarhætti. • Með sálmunum höfðu borist nýir straumar inn í íslenska ljóðlist: • Annars vegar nýir bragarhættir sem felldir voru að íslenskri hefð. • Hins vegar gáfu þeir færi á persónulegri tjáningu.

  7. Hafði Hallgrímur við eitthvað að styðjast? • Rannsóknir hafa sýnt að Hallgrímur studdist við vinsælt guðræknirit í túlkun sinni á píslarsögunni: Eintal sálarinnar eftir þýskan mann að nafni Martin Moller. • Ritið kom út árið 1559 og fjallaði um píslir og dauða Krists. • Hallgrímur beitti í meginatriðum sömu efnisskipan og var í Eintali sálarinnar: • Fyrst kemur ritningin • Síðan spjall við eigin sál; henni sagt hvaða lærdóm megi draga af ritningunni og drottinn lofaður. • Jafnframt eru hliðstæður milli Passíusálmanna og Einræðu sálarinnar hvað varðar efnisatriði, líkingamál og orðfæri.

  8. Hafði Hallgrímur við eitthvað að styðjast? • Það sem skilur á milli Passíusálmanna og Einræðu sálarinnar er að Hallgrímur gefur af sjálfum sér. Hann hefur góðan skilning á mannlegu eðli og það birtist í sálmunum. • Hallgrímur dæmir t.d. ekki illvirki Gyðinga heldur bendir á að slæmir atburðir gerast um allan heim. • Sjá brot úr sálmunum á bls. 39-40.

  9. Hvers vegna orti Hallgrímur Passíusálmana? • Passíusálmarnir eru til í eiginhandriti Hallgríms. • Á eintakinu sem hann sendi Ragnheiði dóttur Brynjólfs biskups þegar hún lá banaleguna sést að hann var búinn að semja sálmana 1659. • Ýmsar getgátur eru um hversu lengi hann hafi verið að semja sálmana. • Þó er vitað að árið 1656 hætti hann að semja sálma eftir Samúelsbók í Gamla testamentinu og byrjaði á Passíusálmunum.

  10. Hvers vegna orti Hallgrímur Passíusálmana? • Ýmsar skýringar eru til á því hvers vegna Hallgímur orti Passíusálmana. • Ein tilgátan gengur út á að hann hafi verið Guði þakklátur fyrir að hafa losnað við Hvalsnesprestakall og fengið nýtt prestakall að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. • Önnur tilgáta gengur út á að Guð hafi viljað refsa honum fyrir ákvæðaskáldskap og svipt hann skáldskapargáfunni um tíma þangað til að hann lofaði yrkja eitthvað Guði til lofs og dýrðar. • Ein skýringin gengur út á að Hallgrímur hafi ort sálmana af því að hann var orðinn holdsveikur. Líklega hafði hann þó lokið við sálmana þegar holdsveikin gerði vart við sig.

  11. Hvers vegna orti Hallgrímur Passíusálmana? • Passíusálmarnir voru prentaðir 1666 og hafa verið prentaðir um 80 sinnum síðan. • Lengi hefur tíðkast að leggja þá á brjóst látinna. • Sjá nokkur fræg erindi úr Passíusálmunum á bls. 40.

  12. Innskotskaflar • Nemendur lesa eftirfarandi innskotskafla: • Um Brynjólf Sveinsson biskup, bls. 41. • Passíusálm nr. 51 á bls. 42. • Sorg á bls. 43.

  13. Fáð`er smók • Í kjölfar landafundanna kynntust Evrópumenn tóbaki. Jón Indíafari mun vera fyrsti Íslendingurinn sem notaði tóbak. • Sjá bls. 44. • Hallgrímur Pétursson prófaði einnig tóbak og orti um það . • Sjá „Tuggutóbak“ og „Píputóbak“ á bls. 44.

  14. Innskotskaflar • Nemendur lesa eftirfarandi innskotskafla í kennslubók: • Stysta kennslukver sem til er um guðfræði á bls. 45. • Um Árna Magnússon á bls. 46. • Nemendur lesa „Um dauðans óvissan tíma“ á bls. 75-79 í Rótum: • Um hvað fjallar kvæðið? • Hver eru formleg einkenni ljóðsins (ljóðstafir, rím, bragliðir, braglínufjöldi)

More Related