140 likes | 432 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bókmenntir 1550-1750, bls. 38-46. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. ÁFRAM UM HALLGRÍM PÉTURSSON. Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar?. Passíusálmarnir eru aðalverk Hallgríms Péturssonar.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Bókmenntir 1550-1750, bls. 38-46 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar? • Passíusálmarnir eru aðalverk Hallgríms Péturssonar. • Þeir fjalla um pínu og dauða Jesú Krists á krossinum, fylgja sögu guðspjallanna frá því Jesús lýkur kvöldmáltíðinni og fer í grasagarðinn (á skírdag), fram til þess að hann er greftraður. • Um er að ræða 50 sálma sem allir eru mismunandi að lengd. • Skipt er um bragarhátt í hverjum nýjum sálmi.
Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar? • Meginatriði sálmanna er fórnardauði Krists á krossinum sem snýst upp í sigurhátíð. Kristur tekur á sig syndir mannanna og leið opnast fyrir mannkynið í himnaríki. • Í sálmunum byrjar Hallgrímur samtal við sál sína um þennan atburð. Hann byrjar í hverjum sálmi fyrir sig að rekja texta guðspjallanna. • Þá kemur textafræðileg skýring [=pæling]. • Loks endar hver sálmur í bæn eða ákalli.
Hvað eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar? • Útleggingin er meginatriði hvers sálms og það er ekki síst hún, ásamt skáldskapnum, sem gefur Passíusálmunum gildi. • Ekki var um einbera endursögn að ræða eins og algengt var í sálmum ortum út af Biblíunni heldur gaf Hallgrímur af sjálfum sér í túlkun sinni á atburðum og orðum Biblíunnar.
Hver var staða sálma á þeim tíma? • Á þeim tíma sem Hallgrímur orti Passíusálmana var komin hefð á mál þeirra og bragarhætti. • Með sálmunum höfðu borist nýir straumar inn í íslenska ljóðlist: • Annars vegar nýir bragarhættir sem felldir voru að íslenskri hefð. • Hins vegar gáfu þeir færi á persónulegri tjáningu.
Hafði Hallgrímur við eitthvað að styðjast? • Rannsóknir hafa sýnt að Hallgrímur studdist við vinsælt guðræknirit í túlkun sinni á píslarsögunni: Eintal sálarinnar eftir þýskan mann að nafni Martin Moller. • Ritið kom út árið 1559 og fjallaði um píslir og dauða Krists. • Hallgrímur beitti í meginatriðum sömu efnisskipan og var í Eintali sálarinnar: • Fyrst kemur ritningin • Síðan spjall við eigin sál; henni sagt hvaða lærdóm megi draga af ritningunni og drottinn lofaður. • Jafnframt eru hliðstæður milli Passíusálmanna og Einræðu sálarinnar hvað varðar efnisatriði, líkingamál og orðfæri.
Hafði Hallgrímur við eitthvað að styðjast? • Það sem skilur á milli Passíusálmanna og Einræðu sálarinnar er að Hallgrímur gefur af sjálfum sér. Hann hefur góðan skilning á mannlegu eðli og það birtist í sálmunum. • Hallgrímur dæmir t.d. ekki illvirki Gyðinga heldur bendir á að slæmir atburðir gerast um allan heim. • Sjá brot úr sálmunum á bls. 39-40.
Hvers vegna orti Hallgrímur Passíusálmana? • Passíusálmarnir eru til í eiginhandriti Hallgríms. • Á eintakinu sem hann sendi Ragnheiði dóttur Brynjólfs biskups þegar hún lá banaleguna sést að hann var búinn að semja sálmana 1659. • Ýmsar getgátur eru um hversu lengi hann hafi verið að semja sálmana. • Þó er vitað að árið 1656 hætti hann að semja sálma eftir Samúelsbók í Gamla testamentinu og byrjaði á Passíusálmunum.
Hvers vegna orti Hallgrímur Passíusálmana? • Ýmsar skýringar eru til á því hvers vegna Hallgímur orti Passíusálmana. • Ein tilgátan gengur út á að hann hafi verið Guði þakklátur fyrir að hafa losnað við Hvalsnesprestakall og fengið nýtt prestakall að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. • Önnur tilgáta gengur út á að Guð hafi viljað refsa honum fyrir ákvæðaskáldskap og svipt hann skáldskapargáfunni um tíma þangað til að hann lofaði yrkja eitthvað Guði til lofs og dýrðar. • Ein skýringin gengur út á að Hallgrímur hafi ort sálmana af því að hann var orðinn holdsveikur. Líklega hafði hann þó lokið við sálmana þegar holdsveikin gerði vart við sig.
Hvers vegna orti Hallgrímur Passíusálmana? • Passíusálmarnir voru prentaðir 1666 og hafa verið prentaðir um 80 sinnum síðan. • Lengi hefur tíðkast að leggja þá á brjóst látinna. • Sjá nokkur fræg erindi úr Passíusálmunum á bls. 40.
Innskotskaflar • Nemendur lesa eftirfarandi innskotskafla: • Um Brynjólf Sveinsson biskup, bls. 41. • Passíusálm nr. 51 á bls. 42. • Sorg á bls. 43.
Fáð`er smók • Í kjölfar landafundanna kynntust Evrópumenn tóbaki. Jón Indíafari mun vera fyrsti Íslendingurinn sem notaði tóbak. • Sjá bls. 44. • Hallgrímur Pétursson prófaði einnig tóbak og orti um það . • Sjá „Tuggutóbak“ og „Píputóbak“ á bls. 44.
Innskotskaflar • Nemendur lesa eftirfarandi innskotskafla í kennslubók: • Stysta kennslukver sem til er um guðfræði á bls. 45. • Um Árna Magnússon á bls. 46. • Nemendur lesa „Um dauðans óvissan tíma“ á bls. 75-79 í Rótum: • Um hvað fjallar kvæðið? • Hver eru formleg einkenni ljóðsins (ljóðstafir, rím, bragliðir, braglínufjöldi)