240 likes | 404 Views
Danska módelið. Gylfi Arnbjörnsson Hrafnhildur Stefánsdóttir Byggt á upplýsingum frá LO, Dansk metal, CO-Industri , FTF, AC, BUPL, DA, DI . ,, Den danske model “. Náið samband á milli þróunar á vinnumarkaði og þróunar samfélagsins
E N D
Danska módelið Gylfi Arnbjörnsson Hrafnhildur Stefánsdóttir Byggt á upplýsingum frá LO, Dansk metal, CO-Industri, FTF, AC, BUPL, DA, DI
,,Dendanskemodel“ • Náið samband á milli þróunar á vinnumarkaði og þróunar samfélagsins • Pólitískar ákvarðanir leggja grunn að samningum og því verulegur hluti danska módelsins • Samkomulag um þríhliða samstarf frá 1987 leggur grunninn • Danska samningamódelið byggir á að • Verkalýðshreyfing og samtök atvinnurekenda koma með virkum hætti að mótun og eftirfylgni með aðstæðum á vinnumarkaði • Réttindi og skyldur (vinnurétturinn) í samskiptum launafólks og fyrirtækja og samtaka þeirra ákvarðast fyrst og fremst með kjarasamningum • aðeins í undantekningartilfellum fá kjarasamningar almennt gildi með lögum
Þróun danska módelsins í meira en 100 ár • Rammasamningur LO og DA frá 1899 • Félagsdómur og sáttasemjari frá 1908 • Atvinnuleysistryggingar undir stjórn sambandanna – Gent-kerifð – 1907 • Auknar heimildar Sáttasemjara upp úr 1930 sem leiddi til aukinnar miðstýringar samninga • Mótun pólitískra afskipta af deilum sem fara í hnút • Endurnýjun samningamódelsins upp úr 1990 með dreifðari atvinnugreina/geirasamningum – miðstýrð dreifing samninga • Í samhengi við þessa þróun endurnýjun sambandsins á milli aðilanna og pólitíska kerfisins með samkomulaginu um þríhliða viðræður frá 1987 • Aukin krafa frá pólitíska kerfinu að aðilar axli ábyrgð á skilvirkni módelsins, m.a. við innleiðingu alþjóðlegra skuldbindinga (ESB) • Danska módelið komið í vanda vegna fækkandi félagsmönnum og fleiri og fleiri taka laun án þess að hafa kjarasamning sem grunn
Skipulag vinnumarkaðar • Grunnurinn á almenna vinnumarkaðinum er ,,starfið‘‘ líkt og hér • Faglærðir, ófaglærðir og verslunar- og skrifstofumenn • Miklar sameiningar undanfarna áratugi hafa ,,ruglað‘‘ þessu talsvert • Opinberi markaðurinn sögulega með ,,stofnanafélög‘‘ innan FTF, en háskólamenn AC drógu sig út líkt og hér (þó í minna mæli) • Mikið verið um stofnun kartellaá atvinnugreinagrunni sem mynda ramma um samstarf sambandanna í samskiptum við atvinnurekendur • CO-industri, BAT (bygginga- og mannvirkjagerð), OAO (ríki og sveitarfélög), Handelskartelleto.s.fr. • Hafa mismunandi umboð, sterkast hjáCO-Industri en flest samráðs- og samstarfsvettvangur
Danska kjarasamningakerfið • Rammasamningur heildarsamtakanna • Fag- og atvinnugreinasamningar • Nærsamningar (lokalforhandlinger) • Venjur • Fyrirtækjasamningar (ráðningarsamningar og sérsamningar ásamt sérlausnum)
Kjarasamningar Rammasamningur Samstarfssamningur ”Normið" DA LO Atvinnugreina-samband Samband/ stéttarfélag Heildar-kjarasamningur Nærsamningar Venjur Fyrirtæki Launafólk
Kjarnin í danska módelinu er • Samkomulag og heildarkjarasamningar milli aðila vinnumarkaðarins • Samningar milli aðila vinnumarkaðarins í samstarfi viðlöggjafarvaldið • Lausn á deilum er á vegum aðilanna sjálfra Laun og starfsskilyrði ákvarðast af samningsaðilum Dreifðir samningar/nálægð Mikil þátttaka í stéttarfélögum
Samningar á almenna vinnumarkaðinum LO/DA • Dregið hefur úr beinum áhrifum LO og DA með áherslunni á dreifða samninga s.l. áratugi – miðstýrð dreifing (centraliseretdecentralisering) • Gera samkomulag haustið fyrir samningalotu um ramma viðræðna • Tryggja að viðræður fari fram innan tímarammans og að viðræður verði efnislegar með það að markmiði að ná samkomulagi en ekki stefna að átökum • Leggja samningahópum til upplýsingar um laun o.fl. sem grundvöll viðræðna • Koma beint að viðræðum hjá Sáttasemjara • Ef viðræðum er vístað til Sáttasemjara koma fulltrúar frá LO og DA inn í viðræðunefndir til að tryggja víðari viðhorf • Sáttasemjari á náið samráð við LO og DA við mótun miðlunartillögu
Viðræður á almenna markaðinum • Hefð fyrir því að byrja haustið fyrir lok samningstímans (sem er 1. mars) • Gerð rammasamnings LO og DA í október/nóvember • Mótun kröfugerðar af hálfu samningsaðila • Samræming meðal sambanda hvors aðila um sig • LO samböndin ræða um kostnaðarramma og svigrúm m.v. markmið um efnahags- og atvinnumál, verðlag o.fl. • DA samböndin um stöðu einstakra greina og stöðu fyrirtækjaþáttar (lokale forhandlinger) • Í febrúar gera LO og DA með sér samkomulag á grundvelli fyrrgreinds rammasamnings • Að litið sé svo á að samningum hafi verið sagt upp frá og með 1. mars • Að 1. verkfallsboðun hafi átt sér stað • Síðari verkfallsboðun sendir LO vegna sinna sambands um 20. feb. • Setur í raun tímaramma um viðræður með frestunarheimild Sáttasemjara
Viðræður, frh. • Löng hefð fyrir því að CO-Industri og DI klári fyrst • Hafa útflutnings- og samkeppnisgreinarnar og þar með samkeppnisstöðu Danmerkur út á við • Er einnig stærsta samningssviðið • Hafa tíma til loka febrúar • Verður að viðmiðun í öðrum samningum sambandanna • Samningafólk iðnaðarins bera ábyrgð á því að taka tillit til annarra samningssviða úr því þeir leggja línurnar • Dæmi er hækkun lágmarkslaunasamninga (markaðslaunakerfin), en fæstir starfsmanna í iðnaði taka laun samkvæmt þeim • Önnur sambönd geta haft áhrif á rammann • Dæmi eru um að fastlaunasamningar í öðrum greinum hafi orðið hærri í byggingageira og matvælageira • Kann að tengjast mismunandi hefðum fyrir fyrirtækjasamningum í framhaldi af viðræðum eða notkun akkorðskerfa
Viðræður frh. • Afgreiðsla samninganna • Innan verkalýðshreyfingarinnar með atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna (sem starfa eftir viðkomandi samningi) • Hjá atvinnurekendum er það ársfundur, stjórn eða framkvæmdastjórn • Í reynd er það á vettvangi heildarsamtakanna þar sem DI fer með meirihlutavald • Getur valdið ósamstæðri stöðu milli launafólks og atvinnurekenda þar sem ,,beinn‘‘ mótaðili er sammála en samningar samþykktir/felldir af ,,öðrum‘‘ • Ef samningar eru felldir kemur til verkfalls
Hlutverk sáttasemjara • Hefur sérstaka og valdamikla stöðu í samningum á almennum vinnumarkaði • Getur krafist upplýsinga um boðun allra verkfalla eða –banna • Getur kallað inn samninganefndir til viðræðna ef það stefnir í deilur • Getur frestað aðgerðum, sem boðaðar hafa verið • Getur þvingað aðila til að taka aftur upp viðræður um einstaka þætti • Getur þvingað aðila til að bera vitni í Félagsdómi, ef þörf er á að skýra einstaka þætti • Getur af eigin frumkvæði sett fram miðlunartillögu, sem bera að leggja í atkvæðagreiðslu • Getur tengt fleiri samningssvið saman í eina og sömu miðlunartillöguna
Samtenging ólíkra sviða • Samtengingin þýðir að talið er úr einum potti og heildin ræður niðurstöðunni • Markmiðið er að koma í veg fyrir að einstaka hópar geti samið í skjóli breiðrar samstöðu á vinnumarkaði • Var áður þyrnir í augum einstakra hópa, sem vildu fara aðrar leiðir en gátu ekki fellt tillöguna • Í tímaramma viðræðna er öllum gefin kostur á að fá efnislegar viðræður um sín sérmál áður en að til miðlunar kemur • Hefur einnig þýtt að ,,veikir‘‘ hópar hafa fengið betri lausn en þeir hefðu sjálfir getað samið um • Erfitt að fella miðlunartillögu vegna talningu atkvæða • Ef þátttakan er minni en 40% þarf 25% af öllum atkvæðabærum til að fella tillöguna • Þátttaka í atkvæðagreiðslu liggur yfirleitt um 40% þannig að á þetta reynir oft
Samningar á opinbera sviðinu • Kerfið varð til á sjöunda áratugnum og þróað á þeim áttunda • Tekur mið af kjarasamningum á almennum vinnumarkaði • Þó grundvallar munur í að opinbera kerfið er ,,ofan frá og niður‘‘ og er því mun miðstýrðara með veikum fyrirtækjahluta • Ólíkt LO/DA sviðinu þar sem það er enginn rammasamningur (hovedaftale) • Öll sambönd (FTF, AC, LO o.fl.) sem semja við ríkið mynda eina heild, CFU, sem sér um að samræma viðræðurnar • Ekki komið til afskipta Sáttasemjara síðan 1988 • Samkomulag milli heildarsamtakanna um að vinna út frá sama ramma m.t.t. efnahags- atvinnu-, gengis- og verðlagsmála • Á sér grunn í þríhliða samkomulaginu frá 1987 • Miðað er við síðastgildandi samkomulag á almennum vinnumarkaði • Viðræðurnar að því leyti afmarkaðri þar sem hluti viðræðna snýst um að ná saman um hvernig svigrúminu verði skipt milli samningssviða og einstakra sambanda í kartellinu • Setur sérstakan svip á viðræðurnar, þar sem þær eru ekki einungis milli launafólks og atvinnurekenda heldur einnig innbyrðis milli sambanda • Hefur reynst erfitt að breyta sögulegum hlutföllum milli hópa
LaunaþróunartryggingReguleringsordningen • Varð til árið 1984 þegar Danir tóku upp fastgengisstefnu gagnvart þýska markinu – þeirra þjóðarsátt • Hefur verið endurskoðuð nokkrum sinnum síðan, síðast 2006 • Meginregla í launaþróunartryggingunni er að tryggja samræmi í launaþróun á almennum og opinberum vinnumarkaði • Launaskrið á almennum vinnumarkaði skili sér til opinberra starfsmanna • Tryggingin m.v. 80% af þeim mun sem er á launaþróun milli markaðanna og getur verið bæði jákvæð og neikvæð • Miðast við meðaltal árshækkana fyrir fjóra ársfjórðunga hjá opinberum starfsmönnum og almennum vinnumarkaði • Allur almenni markaðurinn er borin saman við ýmist ríki og sveitarfélög • Útreikningur m.v. ákveðna tímatöf til að afla tölfræðigagna og framkvæma samanburðinn • Miðað er við leiðréttingu 1. október hver ár. • Gengið er út frá launavísitölu dönsku hagstofunnar, þar sem launahugtakið ,,allar tekjur pr. unninn tíma‘‘ á fyrrgreindum sviðum
Launaþróunartryggingin frh. • Launaþróunartryggingin hefur tryggt að launaþróunin á opinbera vinnumarkaðinum fylgir að þróuninni á þeim almenna nokkuð vel. Ef launaskrið er á almenna vinnumarkaðinum fer 80% af mismuninum til opinberra starfsmanna • Dæmi: Laun hafa hækkað um 100 kr. á meðan laun opinberra starfsmanna hækka um 70 kr. • 80 % af mismuni hækkanna, þ.e.a.s. 24 kr., bætast við laun opinberra starsmanna við næstu leiðréttingu • Launaþróunartryggingin virkar einnig í hina áttina, þ.e. ef launahækkanir verða meiri á opinbera vinnumarkaðinum en þeim almenna. Þá lækka launin um sem nemur 80 % af mismuninum. • Dæmi: Laun á opinbera vinnumarkaðinum hækka um 100 kr. En um 70 kr. á þeim almenna. • 80 % af mismuni hækkana, þ.e.a.s. 24 kr., dragast frá launum sem neikvæð launaþróunartrygging við næstu leiðréttingu • Síðastliðin ár hefur það gerst að samanburðurinn hefur leitt til lækkunar hjá opinberum starfsmönnum. Öll samtök opinberra starfsmanna hafa talið mikilvægt að láta trygginguna hafa sinn gang því hún skili miklum árangri yfir tíma
Danska módelið í vanda • Fækkandi þátttaka í stéttarfélögum • Sérstaklega á hefðbundnum sviðum iðnaðar og framleiðslu innan LO • Tengist breytingum á A-kassa kerfinu (minni gæði við félagsaðild) • Fjöldi þeirra sem starfa á grundvelli kjarasamninga fer fækkandi • Ekkert kerfi um lágmarksréttindi eða laun • Vandi með félagsleg undirboð verður erfiðari • Samstaða milli LO og DA að við þessu þarf að bregðast, m.a. styrkja trúnaðarmannakerfin og auka aðkomu starfsmanna/félagsmanna • Breytingar á samsetningu vinnumarkaðarins leiðir til þess að greinar með lítilli þátttöku vaxa á meðan greinar með mikilli þátttöku dragast saman • Sterk staða á opinbera markaðinum veikist m.a. með tilkomu einstaklingsmiðaðra launaákvarðana
Frekari upplýsingar um danska módelið! • http://faos.ku.dk/pdf/artikler/ovrige_artikler/2012/FAOS_opl_g_p__konferencen_08_06_12.pdf/ • http://faos.ku.dk/pdf/forskningsnotater/forskningsnotater_2007/fnotat89.pdf/ • http://jir.sagepub.com/content/50/3/513 • http://www.arbejdsretten.dk/media/1088706/314-340.pdf • http://www.ugebreveta4.dk/2008/200832/Baggrundoganalyse/Den_danske_aftalemodel_er_under_pres.aspx • http://www.dlf.org/files/DLF/L%C3%B8n%20og%20job/OK11/Forklaring%20p%C3%A5%20reguleringsordningen.pdf • http://www.bupl.dk/loen__og__vilkaar/loen/generelle_loenstigninger/reguleringsordningen?opendocument • http://faos.ku.dk/pdf/temasider/ok/ok2011/Fakta_Reguleringsordningen_i_det_offentlige_aftalesystem_171110.pdf_copy/ • http://perst.dk/~/media/Servicemenu/OK11/Bilag%20til%20CFU-forliget-dok.ashx • http://www.lo.dk/Tema/TemaArkiv/2011/Kongres2011/~/media/LO/Fokus/Kongres2011/Kongresmaterialer/3237_Den_Danske_Model_LOkongres2011.ashx