90 likes | 246 Views
Raunfærnimat í garðyrkju. Guðríður Helgadóttir Forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ. Raunfærnimat – hvað er það?. Mat á þeirri reynslu sem einstaklingur hefur aflað sér á einhverju sviði á vinnumarkaði
E N D
Raunfærnimat í garðyrkju Guðríður Helgadóttir Forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ
Raunfærnimat – hvað er það? • Mat á þeirri reynslu sem einstaklingur hefur aflað sér á einhverju sviði á vinnumarkaði • Að loknu raunfærnimati fær einstaklingur lista yfir þá áfanga sem hann þarf að bæta við sig til að ljúka námi í viðkomandi fagi • Mikil reynsla getur stytt skóladvöl verulega
Raunfærnimat – fyrir hverja? • Sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem hafa ílengst í viðkomandi faggrein en hafa litla eða enga formlega menntun í faginu • Hafa ekki stundað nám á framhaldsskólastigi af ýmsum ástæðum
Raunfærnimat – hvernig? • Framkvæmd raunfærnimats er þannig: • Þeir sem uppfylla forkröfur raunfærnimats mæta á kynningarfund um raunfærnimat í viðkomandi faggrein • Námsráðgjafi fer yfir starfsreynslu og fyrra nám viðkomandi • Umsækjandi svarar spurningalista (sjálfsmat) um fagið • Viðtal við matsaðila þar sem farið er yfir þekkingu viðkomandi í faginu
Raunfærnimat - niðurstaða • Að loknu matsviðtali fær einstaklingurinn lista yfir þá áfanga sem hann þarf að bæta við sig og þá áfanga sem hann fær metna í námi • Milli 60-70% þeirra sem hafa farið í gegnum raunfærnimat hafa skilað sér í nám
Raunfærnimat í ylrækt og garðplöntuframleiðslu • Stýrihópur fyrir raunfærnimat í ylrækt og garðplöntuframleiðslu: • Sveinn Sæland (fyrir ylrækt) • Vernharður Gunnarsson (fyrir garðplöntuframleiðslu) • Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu við LbhÍ • Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ • Iðunn Kjartansdóttir, námsráðgjafi hjá Iðunni, fræðslusetri
Forkröfur fyrir raunfærnimat í garðyrkju • Þeir sem vilja fara í raunfærnimat í garðyrkju þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur: • Vera orðnir 25 ára gamlir • Hafa sannanlega starfað í faginu í að minnsta kosti 4 ár (48 mánuði) • Hafa brennandi löngun til að bæta við þekkingu sína og ljúka formlegu námi í faginu
Raunfærnimat – hvenær? • Undirbúningsvinna langt komin • Stefnt að því að auglýsa raunfærnimat í ylrækt og garðplöntuframleiðslu upp úr áramótum • Gert ráð fyrir 15 manna hópi í upphafi • Nemendur geti hafið nám í Garðyrkjuskólanum haustið 2014