1 / 27

Alþjóðleg viðmið og þverfaglegt samstarf við greiningu sértækra lestrarörðugleika .

Alþjóðleg viðmið og þverfaglegt samstarf við greiningu sértækra lestrarörðugleika . Jónas G. Halldórsson sálfræðingur. Orsakir námserfiðleika. Almennt skert starf heilans (þroskahömlun) Afmarkaðir veikleikar í taugasálfræðilegu þroskamynstri (sértækir námserfiðleikar) Hreyfihömlun

sadah
Download Presentation

Alþjóðleg viðmið og þverfaglegt samstarf við greiningu sértækra lestrarörðugleika .

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Alþjóðleg viðmið og þverfaglegt samstarf við greiningu sértækra lestrarörðugleika . Jónas G. Halldórsson sálfræðingur

  2. Orsakir námserfiðleika • Almennt skert starf heilans (þroskahömlun) • Afmarkaðir veikleikar í taugasálfræðilegu þroskamynstri (sértækir námserfiðleikar) • Hreyfihömlun • Sjón- og heyrnarskerðing • Tilfinningaleg líðan, áhugi, vilji • Tengt ólíkri menningu og málumhverfi • Ónóg kennsla, örvun og umönnun

  3. Sértækir námserfiðleikar • Geta verið í grunngreinum námsins, lestri, skrift, stafsetningu eða stærðfræði • Orsök yfirleitt meðfæddir veikleikar í taugasálfræðilegu þroskamynstri, tengdir erfðum, eðlilegir en óheppilegir • Greind yfirleitt í meðallagi eða þar yfir • Aldur, þroski og æfing vinnur með, en vandinn hverfur yfirleitt ekki alveg

  4. Alþjóðlega viðurkennd flokkunarkerfi og skilgreiningar • DSM-IV Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders. American Psychiatric Association, 1994. • ICD-10 International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems. World Health Organization, 1992.

  5. Íslensk þýðing ICD-10 1996 • Specific developmental disorders of scholastic skills = Sértækir námserfiðleikar = Sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Specific reading disorder = Sértækir lestrarörðugleikar = Sértæk lesröskun

  6. ICD10 F80-F89RASKANIR Á SÁLARÞROSKA • Sértækar tal- og málþroskaraskanir • Sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Sértæk þroskaröskun á hreyfisamhæfingu • Blandnar sértækar þroskaraskanir • Aðrar raskanir á sálarþroska • Ótilgreind röskun á sálarþroska

  7. ICD10 F81.0-F81.9Sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Sértæk lesröskun • Sértæk stöfunarröskun • Sértæk röskun á reiknihæfni • Blandin röskun á námshæfni • Aðrar þroskaraskanir á námshæfni • Þroskaröskun á námshæfni ótilgreind

  8. Algengi og kynjamunur • Sértæk þroskaröskun á námshæfni algengasta tegund námsörðugleika • Sértæk lesröskun algengust sértækra þroskaraskana á námshæfni • Meira en 10% nemenda á Íslandi eigi við sértæka lesröskun að stríða • Algengari meðal pilta en stúlkna (?)

  9. MISMUNAGREINING (a): Sértækar þroskaraskanir á námshæfni útiloka: • Námserfiðleika af völdum tornæmis og þroskahömlunar • Námserfiðleika vegna hreyfihömlunar • Námserfiðleika vegna skertrar sjónar eða heyrnar • Námserfiðleika vegna áunnins heilaskaða eftir slys eða sjúkdóm (t.d. lesstol)

  10. MISMUNAGREINING (b): Sértækar þroskaraskanir á námshæfni útiloka: • Námserfiðleika sem stafa af atferlis- og geðbrigðaröskunum • Slaka námsstöðu vegna ófullnægjandi kennslu, örvunar eða umönnunar • Námserfiðleika vegna ólíks mál- og menningarumhverfis

  11. Mismunagreining • Mismunagreining er nauðsynlegur hluti af greiningarferlinu • Námserfiðleikar af mismunandi toga hafa mismunandi greiningarnúmer innan ICD-10. Með mismunagreiningu er ekki verið að útiloka nemendur frá þjónustu, heldur er verið að benda á mismunandi orsakir, þarfir og horfur

  12. Fylgikvillar (a) • Einkenni ofvirkni og athyglibrests • Hegðunarröskun og aðlögunarvandi • Kvíði og depurð • Frávik í hreyfiþáttum • Frávik í málþroska

  13. Fylgikvillar (b) • Athugun, þar sem kannað er hvort fylgikvillar eru til staðar, er mikilvæg við greiningu á sértækum þroskaröskunum á námshæfni, með hliðsjón af íhlutun

  14. ICD-10 Sértæk lesröskun (a) • Sértæk og afgerandi hömlun við að ná tökum á lestrarfærni, sem ekki skýrist eingöngu út frá greindaraldri, skertri sjón eða ófullnægjandi kennslu • Vandinn getur komið fram í lesskilningi, við að þekkja eða átta sig á orðum, við upplestur, við að vinna verkefni sem krefjast lesturs

  15. ICD-10 Sértæk lesröskun (b) • Stafsetningarerfiðleikar fylgja oft sértækri lesröskun fram á unglingsár, jafnvel þótt framfarir hafi orðið nokkrar í lestri • Oft er saga um frávik í málþroska á foskólaaldri • Vandi tengdur líðan og hegðun er oft til staðar á skólaárum

  16. ICD10 greiningarviðmið • Niðurstaða staðlaðs og rannsakaðs kunnáttuprófs er marktækt lægri en niðurstaða staðlaðs og rannsakaðs greindarprófs • Merki eru um taugasálfræðilega veikleika í þroskamynstri • Ekki eru augljósar aðrar ástæður námserfiðleika en líffræðilegar

  17. Próftæki við ICD-10 greiningu • Staðlað og rannsakað greindarpróf • Stöðluð og rannsökuð kunnáttupróf sem taka mið af ICD-10 greiningarviðmiðum • Taugasálfræðileg prófasöfn og próf sem meta hreyfiþroska og málþroska • Matslistar til að meta atferli, aðlögun og líðan

  18. Af hverju alþjóðlegaviðurkenndarskilgreiningar? (a) • Sameiginlegt álit helstu sérfræðinga, byggt á niðurstöðum vönduðustu rannsókna, endurskoðað reglulega • Forsenda samanburðar rannsókna milli þjóða og innan þeirra. Sérstök rannsóknaviðmið fylgja ICD-10. • Fara ekki út fyrir stöðu þekkingar

  19. Af hverju alþjóðlega viðurkenndar skilgreiningar? (b) • Segja fyrir um íhlutun og rétt til þjónustu bæði hér á landi og erlendis • Leggja áherslu á mismunagreiningu og að finna fylgikvilla • Engin skilgreining er fullkomin, en með íslensku rannsóknastarfi getum við haft áhrif á þróun alþjóðlegra viðmiða

  20. Af hverju þverfagleg nálgun? • Þörf fyrir mismunandi sérfræðiþekkingu og reynslu við greiningu • Þörf fyrir mismunagreiningu og athuga hvort fylgikvillar eru til staðar • Ýmis greiningartæki eru notuð • Þörf fyrir fjölbreytta og sérhæfða íhlutun • Til hagsbóta fyrir nemendur og foreldra

  21. Horfur nemenda með sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Betri horfur tengdar vægari og færri taugasálfræðilegum veikleikum, hærri greindarvísitölu og betri aðstæðum heima fyrir • Betri horfur tengdar því að fá greiningu fyrr og viðeigandi íhlutun • Aukin áhættuhegðun hjá þeim sem detta út úr skóla

  22. Sértæk lesröskuner vangreind hér á landi

  23. Vandi (a) • Skortur á samræmdum, faglegum, stöðluðum vinnubrögðum og skilgreindum vinnuferlum við skimun, greiningu og meðferð nemenda • Skortur á þekkingu og sérhæfingu • Ekki samstaða um skilgreiningar • Ekki samstaða um taugafræðilega og taugasálfræðilega nálgun

  24. Vandi (b) • Ekki samstaða um þverfaglegt samstarf • Ekki nægur skilningur á gildi vel staðlaðra og rannsakaðra skimunar-, mats- og próftækja • Borið hefur á hugmyndafræði sem er andsnúin greiningu og meðferð • Varnarstaða og togstreita milli fagstétta

  25. Úrlausn (a) • Alþjóðlega viðurkenndar skilgreiningar, taugasálfræðileg nálgun og þverfaglegt samstarf • Stöðluð og sérhæfð vinnubrögð í skimun, greiningu og íhlutun, og hlutverk og ábyrgð hvers og eins skilgreind • Endurskoðun þjónustuúrræða, þ.m.t. ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta skóla

  26. Úrlausn (b) • Áhersla á stöðlun og rannsóknir á próf- og matstækjum • Þjónusta í stöðugri þróun, sem byggð er á niðurstöðum vandaðra íslenskra og erlendra rannsókna • Samstarf innlendra og erlendra sérfræðinga og stofnana um þróun, fræðslu og rannsóknir

More Related