280 likes | 458 Views
Alþjóðleg viðmið og þverfaglegt samstarf við greiningu sértækra lestrarörðugleika . Jónas G. Halldórsson sálfræðingur. Orsakir námserfiðleika. Almennt skert starf heilans (þroskahömlun) Afmarkaðir veikleikar í taugasálfræðilegu þroskamynstri (sértækir námserfiðleikar) Hreyfihömlun
E N D
Alþjóðleg viðmið og þverfaglegt samstarf við greiningu sértækra lestrarörðugleika . Jónas G. Halldórsson sálfræðingur
Orsakir námserfiðleika • Almennt skert starf heilans (þroskahömlun) • Afmarkaðir veikleikar í taugasálfræðilegu þroskamynstri (sértækir námserfiðleikar) • Hreyfihömlun • Sjón- og heyrnarskerðing • Tilfinningaleg líðan, áhugi, vilji • Tengt ólíkri menningu og málumhverfi • Ónóg kennsla, örvun og umönnun
Sértækir námserfiðleikar • Geta verið í grunngreinum námsins, lestri, skrift, stafsetningu eða stærðfræði • Orsök yfirleitt meðfæddir veikleikar í taugasálfræðilegu þroskamynstri, tengdir erfðum, eðlilegir en óheppilegir • Greind yfirleitt í meðallagi eða þar yfir • Aldur, þroski og æfing vinnur með, en vandinn hverfur yfirleitt ekki alveg
Alþjóðlega viðurkennd flokkunarkerfi og skilgreiningar • DSM-IV Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders. American Psychiatric Association, 1994. • ICD-10 International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems. World Health Organization, 1992.
Íslensk þýðing ICD-10 1996 • Specific developmental disorders of scholastic skills = Sértækir námserfiðleikar = Sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Specific reading disorder = Sértækir lestrarörðugleikar = Sértæk lesröskun
ICD10 F80-F89RASKANIR Á SÁLARÞROSKA • Sértækar tal- og málþroskaraskanir • Sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Sértæk þroskaröskun á hreyfisamhæfingu • Blandnar sértækar þroskaraskanir • Aðrar raskanir á sálarþroska • Ótilgreind röskun á sálarþroska
ICD10 F81.0-F81.9Sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Sértæk lesröskun • Sértæk stöfunarröskun • Sértæk röskun á reiknihæfni • Blandin röskun á námshæfni • Aðrar þroskaraskanir á námshæfni • Þroskaröskun á námshæfni ótilgreind
Algengi og kynjamunur • Sértæk þroskaröskun á námshæfni algengasta tegund námsörðugleika • Sértæk lesröskun algengust sértækra þroskaraskana á námshæfni • Meira en 10% nemenda á Íslandi eigi við sértæka lesröskun að stríða • Algengari meðal pilta en stúlkna (?)
MISMUNAGREINING (a): Sértækar þroskaraskanir á námshæfni útiloka: • Námserfiðleika af völdum tornæmis og þroskahömlunar • Námserfiðleika vegna hreyfihömlunar • Námserfiðleika vegna skertrar sjónar eða heyrnar • Námserfiðleika vegna áunnins heilaskaða eftir slys eða sjúkdóm (t.d. lesstol)
MISMUNAGREINING (b): Sértækar þroskaraskanir á námshæfni útiloka: • Námserfiðleika sem stafa af atferlis- og geðbrigðaröskunum • Slaka námsstöðu vegna ófullnægjandi kennslu, örvunar eða umönnunar • Námserfiðleika vegna ólíks mál- og menningarumhverfis
Mismunagreining • Mismunagreining er nauðsynlegur hluti af greiningarferlinu • Námserfiðleikar af mismunandi toga hafa mismunandi greiningarnúmer innan ICD-10. Með mismunagreiningu er ekki verið að útiloka nemendur frá þjónustu, heldur er verið að benda á mismunandi orsakir, þarfir og horfur
Fylgikvillar (a) • Einkenni ofvirkni og athyglibrests • Hegðunarröskun og aðlögunarvandi • Kvíði og depurð • Frávik í hreyfiþáttum • Frávik í málþroska
Fylgikvillar (b) • Athugun, þar sem kannað er hvort fylgikvillar eru til staðar, er mikilvæg við greiningu á sértækum þroskaröskunum á námshæfni, með hliðsjón af íhlutun
ICD-10 Sértæk lesröskun (a) • Sértæk og afgerandi hömlun við að ná tökum á lestrarfærni, sem ekki skýrist eingöngu út frá greindaraldri, skertri sjón eða ófullnægjandi kennslu • Vandinn getur komið fram í lesskilningi, við að þekkja eða átta sig á orðum, við upplestur, við að vinna verkefni sem krefjast lesturs
ICD-10 Sértæk lesröskun (b) • Stafsetningarerfiðleikar fylgja oft sértækri lesröskun fram á unglingsár, jafnvel þótt framfarir hafi orðið nokkrar í lestri • Oft er saga um frávik í málþroska á foskólaaldri • Vandi tengdur líðan og hegðun er oft til staðar á skólaárum
ICD10 greiningarviðmið • Niðurstaða staðlaðs og rannsakaðs kunnáttuprófs er marktækt lægri en niðurstaða staðlaðs og rannsakaðs greindarprófs • Merki eru um taugasálfræðilega veikleika í þroskamynstri • Ekki eru augljósar aðrar ástæður námserfiðleika en líffræðilegar
Próftæki við ICD-10 greiningu • Staðlað og rannsakað greindarpróf • Stöðluð og rannsökuð kunnáttupróf sem taka mið af ICD-10 greiningarviðmiðum • Taugasálfræðileg prófasöfn og próf sem meta hreyfiþroska og málþroska • Matslistar til að meta atferli, aðlögun og líðan
Af hverju alþjóðlegaviðurkenndarskilgreiningar? (a) • Sameiginlegt álit helstu sérfræðinga, byggt á niðurstöðum vönduðustu rannsókna, endurskoðað reglulega • Forsenda samanburðar rannsókna milli þjóða og innan þeirra. Sérstök rannsóknaviðmið fylgja ICD-10. • Fara ekki út fyrir stöðu þekkingar
Af hverju alþjóðlega viðurkenndar skilgreiningar? (b) • Segja fyrir um íhlutun og rétt til þjónustu bæði hér á landi og erlendis • Leggja áherslu á mismunagreiningu og að finna fylgikvilla • Engin skilgreining er fullkomin, en með íslensku rannsóknastarfi getum við haft áhrif á þróun alþjóðlegra viðmiða
Af hverju þverfagleg nálgun? • Þörf fyrir mismunandi sérfræðiþekkingu og reynslu við greiningu • Þörf fyrir mismunagreiningu og athuga hvort fylgikvillar eru til staðar • Ýmis greiningartæki eru notuð • Þörf fyrir fjölbreytta og sérhæfða íhlutun • Til hagsbóta fyrir nemendur og foreldra
Horfur nemenda með sértækar þroskaraskanir á námshæfni • Betri horfur tengdar vægari og færri taugasálfræðilegum veikleikum, hærri greindarvísitölu og betri aðstæðum heima fyrir • Betri horfur tengdar því að fá greiningu fyrr og viðeigandi íhlutun • Aukin áhættuhegðun hjá þeim sem detta út úr skóla
Vandi (a) • Skortur á samræmdum, faglegum, stöðluðum vinnubrögðum og skilgreindum vinnuferlum við skimun, greiningu og meðferð nemenda • Skortur á þekkingu og sérhæfingu • Ekki samstaða um skilgreiningar • Ekki samstaða um taugafræðilega og taugasálfræðilega nálgun
Vandi (b) • Ekki samstaða um þverfaglegt samstarf • Ekki nægur skilningur á gildi vel staðlaðra og rannsakaðra skimunar-, mats- og próftækja • Borið hefur á hugmyndafræði sem er andsnúin greiningu og meðferð • Varnarstaða og togstreita milli fagstétta
Úrlausn (a) • Alþjóðlega viðurkenndar skilgreiningar, taugasálfræðileg nálgun og þverfaglegt samstarf • Stöðluð og sérhæfð vinnubrögð í skimun, greiningu og íhlutun, og hlutverk og ábyrgð hvers og eins skilgreind • Endurskoðun þjónustuúrræða, þ.m.t. ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta skóla
Úrlausn (b) • Áhersla á stöðlun og rannsóknir á próf- og matstækjum • Þjónusta í stöðugri þróun, sem byggð er á niðurstöðum vandaðra íslenskra og erlendra rannsókna • Samstarf innlendra og erlendra sérfræðinga og stofnana um þróun, fræðslu og rannsóknir