1 / 25

LISTIR OG SKAPANDI STARF

LISTIR OG SKAPANDI STARF. Aðalnámskrá Listnám – listuppeldi Uppeldisfræði leikskólanna í Reggio Emilia Það eru allir góðir í einhverju Tónlistargreind. Myndsköpun Mikilvægur tjáningarmiðill Skapandi myndmótun eflir sjálfstraust barnsins

zeal
Download Presentation

LISTIR OG SKAPANDI STARF

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. LISTIR OG SKAPANDI STARF Aðalnámskrá Listnám – listuppeldi Uppeldisfræði leikskólanna í Reggio Emilia Það eru allir góðir í einhverju Tónlistargreind

  2. Myndsköpun • Mikilvægur tjáningarmiðill • Skapandi myndmótun eflir sjálfstraust barnsins • Börn eiga auðvelt með að tjá tilfinningar sínar í myndsköpun • Ýta skal undir sjálfstæða myndsköpun en forðast að láta öll börn vinna eins • Kennarinn þarf að vera vakandi fyrir tækifærum í umhverfinu AÐALNÁMSKRÁ

  3. Tónlist • Öll börn eiga að fá ríkuleg tækifæri til að njóta tónlistar og iðka hana • Í tónlistaruppeldi á að stuðla að því að barn þroski með sér • næmi fyrir hljóðum, hreyfingu og hrynjandi • frumkvæði og frjálsa, skapandi tjáningu og túlkun á tónlist

  4. Náttúra og umhverfi • Barn þarf að kynnast fjölbreytileika náttúrunnar og komast í lifandi tengsl við hana og njóta hennar • Opna þarf augu barns fyrir fegurð náttúrunnar og vekja virðingu fyrir henni og ábyrgðarkennd • Reynsla barns af náttúrunni fléttast iðulega inn í leik þess og myndsköpun • Náttúruskoðunarferðir • Skapa þarf tækifæri og aðstöðu til tilrauna og athugana barna

  5. Mikilvægi listiðkunar fyrir þroska barna og áhyggjur af því hve vægi listgreina innan grunnskólakerfisins hefur minnkað? • Þið sem hafið unnið í skólunum síðast liðin ár, eruð þið sammála þessu? LISTNÁM - LISTUPPELDI

  6. Í Aðalnámskrá leikskóla er leikur og skapandi starf viðurkennt sem náms- og þroskaleið • Í leikskóla á að leggja áherslu á skapandi starf og leik barnsins • Helstu námssvið leikskóla eru hreyfing – málrækt – myndsköpun – tónlist – náttúra – umhverfi – menning og samfélag • Listuppeldi efli skapandi og gagnrýna hugsun barna • Börn eru forvitin, áhugasöm og tilbúin að læra • Besta veganestið sem við getum gefið börnum er að viðhalda þessum þáttum!

  7. Reggio Emilia er höfuðborg í héraðinu Romagna á Norður – Ítalíu UPPELDISFRÆÐI LEIKSÓLANNA Í REGGIO EMILIA

  8. Ítölsku mömmurnar höfðu fengið sig fullsaddar af valdníðslu og einræði Mússolínis • Stofnuðu leikskóla þar sem lýðræðið var haft í hávegum og einblínt á einstaklinginn, frelsi og mannkærleika • Fengu liðsinni frá sálfræðingnum Loris Malaguzzi • Mótaði stefnu sem byggði á hugsjónum kvennanna • Malaguzzi starfaði í leikskólanum sem sálfræðingur og handleiðari til dauðadags 1993

  9. Árið 1963 yfirtók borgin rekstur leikskólanna sem áður var í höndum kirkjunnar • Yfir 90% barna njóta leikskólanna • Leikskólarnir eru aldursskiptir • 0 – 3 ára • 3 – 6 ára • Aldursskipt er innan leikskólanna, eftir deildum • 3 deildir í skóla og 30 börn á deild • Vel útbúnar myndlistastofur • Á hverri deild er herbergi fyrir skapandi starf • 2 leikskólakennarar með hverja deild • Allt starfsfólk tekur þátt í uppeldisstarfinu

  10. Starfsfólk fær 3 tíma á viku fyrir framhaldssmenntun • Á leikskólum eldri barnanna eru myndlistarkennarar til að leiðbeina í myndlistarstofunum • Mikið lagt upp úr samvinnu við foreldra sem ber að taka þátt í starfinu • Fjáröflun • Skemmtanir • Viðhald

  11. Sjón er mikilvæg – mikilvægt er að þjálfa hana meðan börnin eru ung. Með því að vekja athygli þeirra á umhverfinu • Sjónin er ekki bara til að sjá – Hægt er að nýta hana til að fá börnin til að hugsa með vissum hætti, ígrunda, gagnrýna og skoða hlutina á annan hátt • Það er skylda við barnið að þroska sjónina svo það geti notið lífsins – Því ekkert þroskast af sjálfu sér • Það þarf að vekja upp forvitni barnsins til að það fái löngun til að skoða umhverfið í kringum sig og verði næmara á umhverfið HUGMYNDAFRÆÐI

  12. Ef augað er ekki næmt verður barnið ekki forvitið – Hefur ekki löngun né vilja • Þeim mun betur sem barnið tekur eftir því mun líklegra er að það eigi auðveldara með að tala – hugsa – skilja og ekki síst með að skapa • Mikil tengsl eru á milli skilningarvitanna og hugarstarfsins – hvort um sig stuðlar að þroska hins • Samband augna og handar er mikilvægt bæði fyrir athöfn og hugsun

  13. Efla þarf með barninu hæfni til að grandskoða hlutina meðal annars að börnin fái að snerta hlutina • Mikilvægt er fyrir andlegan þroska barnanna að skynja með öllum líkamanum • Skoða og skilja það er það sem Reggio Emilia hefur helst að leiðarljósi • Í Reggio Emili verðu mynd að orðum, sögum, vísum, samtölum og orðmyndunum

  14. Leikskólarnir eru þekktir fyrir augljósan árangur í skapandi tjáningu barnanna • Í myndum barnanna má sjá vitsmunalegan þroska, tilfinningalegt innsæi og hlutlæga hugsun • Það er vitsmunalegur þroski barnsins sem ræður því hvað barnið athugar og hversu vel • Barnið þarf alla þá uppörvun sem hægt er að veita því • Þegar barnið sér eitthvað nýtt er mikilvægt að það sé hvatt til að túlka sem frjálsast reynslu sína • Fullorðna fólkið er hvatt til að trufla ekki

  15. Starfsfólkið er meðvitað um fræðin og er sjálfu sér samkvæmt í starfinu • Notuð orð – hugtakaskilningur – lýsingarorð- fantaserað og búin til ævintýri • Notast við segulbandstæki til að vinna með hljóð • Teknar ljósmyndir, skyggnur skoðaðar, smásjár notaðar • Spurt spurninga • Þau teikna, mála og hreyfa sig í tengslum við efnið sem er skoðað • Barnið og verkefnið eru eitt

  16. Verkefni eru tekin fyrir í þemaformi • Byrjað er á grunninum – börnunum sjálfum • Á fyrsta ári skoða þau sjálf sig til að geta skilið umhverfið • Á hverju ári er tekið fyrir þemað ég sjálfur líkaminn minn – grunninum að sjálfsmynd þeirra • Þau upplifa sig sjálf með því að skoða það sem er þeim allra næst • Notast við spegla

  17. “ hafi barnið ekki fyrir framan sig þraut, sem þarf að leysa, getur fróðleikurinn orðið rangur, hann kemst ekki til skila. Til þess að barn geti tekið við fróðleik verður að fylgja spurning sem tengist honum” Loris Malaguzzi

  18. Hvar er einstaklingurinn sterkastur? • Ef okkur tekst að koma auga á sterku hliðar barnsins treystir það sér líka frekar í önnur verkefni • Tala þarf við börn á jafnréttisgrundvelli • Barnið þarf að finna að því sé treyst • Aðferðir Reggio Emilia henta líka á heimilum • Foreldrar eiga að leyfa börnunum að hafa eitthvað um sín mál að segja og taka tillit til óska þeirra • Það þarf að ala börn upp í að hugsa og taka ákvarðanir ÞAÐ ERU ALLIR GÓÐIR Í EINHVERJU

  19. Þú ert tónvís ef þú hefur verulega gaman af tónlist • Í okkar menningu er ekki lögð mikil áhersla á tónlistargreind • Í nútímasamfélagi er ekki ætlast til að allir séu tónvísir eins og ætlast er til að allir geti lesið og skrifað • Þú tekur ekki próf í tónlist sem þú þarft að standast til að flytjast á milli bekkja TÓNLISTARGREIND

  20. Tónvísir • Einleikarar • Rokkstjörnur • Djassleikarar • Rapparar • Dægurlagasöngvarar • Ekki ætlast til að aðrir þroski tónlistargreind sína nema til að hlusta á tónlist á tónleikum, í sjónvarpi, útvarpi eða leika tónlist heima • Tónlist leikur mikilvægt hlutverk í mörgum samfélögum • Tónlist var lykillinn að því að flytja þekkingu frá einni kynslóð til annarrar

  21. Hlustaðu á eins fjölbreytta tónlist og þú getur • Hlustaðu á tónlist víðs vegar að úr heiminum • Syngdu með fjölskyldu þinni og vinum • Farðu í tónlistarleiki með fjölskyldunni og vinum • Hlustaðu á lifandi tónlist hvenær sem tækifæri gefst • Taktu þátt í tónlistarstarfi í skólanum LEIÐIR TIL AÐ EFLA TÓNLISTARGREIND

  22. 7. Búðu til hLEIÐIR TIL AÐ EFLA TÓNLISTARGREIND 8. Hljóðfæri úr hlutum sem eru í kringum þig heima 9. Lærðu að lesa tónlist 10. Komdu tónlist á framfæri í skólanum þínum 11. Ef aðstæður leyfa, skaltu sækja einkatíma til að læra á uppáhaldshljóðfærið þitt 12. Veittu tónlistinni í umhverfi þínu meiri athygli 13. Semdu lag eða tónverk 14. Stofnaðu hljómsveit

  23. Málvís - Skoðaðu texta lags ef þú ert málvís • Rökvís - Finndu stærðfræði í tónlistinni • Myndvís - Teiknaðu, málaðu eða mótaðu það sem þú heyrir • Hreyfivís – Hreyfðu þig eftir tónlistinni • Félagsvís – Prófaðu að flytja tónlist með öðrum • Sjálfsvís – Veldu þér ólíkar tengundir af tónlist til að hlusta á • Umhverfisvís – Hlustaðu eftir hljómum í tónlistinni sem minna þig á hljóð náttúrunnar Hvað ef tónlistin fær ekki góðan hljómgrunn hjá þér?

  24. Málvísi – Tengdu stafsetningu og orðaforða við tónlist • Rökvísi – Tengdu stærðfræði við tónlist • Myndvísi – Spilaðu ólíka geisladiska og athugaðu hvers konar huglægar myndir, tilfinningar eða hugmyndir skjóta upp kollinum á meðan þú hlustar • Hreyfivísi – Hreyfðu þig eftir tónlist • Félagsvísi – Notaðu tónlist til að nálgast fólk • Sjálfsvísi – Hlustaðu á tónlist sem þú hélst áður mikið upp á • Umhverfisvísi – Hlustaðu eftir músík í náttúrunni Hvað ef þú ert meistari í tónvísi?

  25. Starfsgreinar – Hvernig nýtist tónvísi • Hljóðeðlisfræðingur Tónmenntakennari • Tónskáld Framleiðandi • Kórstjóri Söngvari • Hljómsveitarstjóri Lagasmiður • Plötusnúður Hljóðmaður • Þjóðlagafræðingur Upptökustjóri • Hljóðfærasmiður Hljóðversstjóri • Semja auglýsingastef Hljóðhönnuður • Textahöfundur Tónlistarstjóri • Útsetjari Afritari LÍTTU TIL FRAMTÍÐARINNAR

More Related