120 likes | 244 Views
Efling sveitarfélaga... ... er svarið ný og aukin verkefni? ... ... og viljum við öflugri sveitarfélög?. Kynningarfundur 11. des. 2003 Reinhard Reynisson. Sameiningar á svæðinu. 1990 - Hrafnagils- Saurbæjar- og Öngulsstaðahreppur í Eyjafjarðarsveit
E N D
Efling sveitarfélaga... ...er svarið ný og aukin verkefni? ...... og viljum við öflugri sveitarfélög? Kynningarfundur 11. des. 2003 Reinhard Reynisson
Sameiningar á svæðinu... • 1990 - Hrafnagils- Saurbæjar- og Öngulsstaðahreppur í Eyjafjarðarsveit • 1991 - Presthóla- og Öxarfjarðarhreppur í Öxarfjarðarhrepp • 1993 - Fjalla- og Öxarfjarðarhreppur í Öxarfjarðarhrepp • 1994 - Sauðanes- og Þórshafnarhreppur í Þórshafnarhrepp • 1998 - Árskógs- og Svarfaðardalshreppur og Dalvíkurkaupstaður í Dalvíkurbyggð • 2000 - Glæsibæjar- Skriðu- og Öxnadalshreppur í Hörgárbyggð • 2002 - Bárðdæla- Háls- Ljósavatns- og Reykdælahreppur í Þingeyjarsveit • 2002 - Reykjahreppur og Húsavíkurkaupstaður í Húsavíkurbæ Fækkað um 13 - úr 33 í 20
Samstarf á svæðinu.....(1) • Eyþing - almenn hagsmunagæsla – pólitískur vettvangur • Héraðsnefnd Þingeyinga - skóla- og félagsþjónustu - menningar- og safnamál - byggingar- og skipulagsmál - málefni fatlaðra Héraðsnefnd Eyjafjarðar - byggingar- og skipulagsmál - málefni framhaldsskólans - menningar- og safnamál
Samstarf á svæðinu.....(2) • Skólaþjónusta (ÚTEY) • Almannavarnir (Þing. & Eyjafjörður) • Sorpsamlag Þingeyinga • Sorpeyðing Eyjafjarðar
Markmið breyttrar sveitarfélagaskipunar • Að treysta sveitarstjórnarstigið og sjálfsforræði byggðarlaga • Að sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði (tveir endar á þessu) • Að sveitarfélögin annist sem mest af nærþjónustu við íbúana • Að sveitarfélögin ráðstafi auknum hlut í opinberum útgjöldum og fái þá til þess eðlilegan hluta tekna hins opinbera
Aðferðafræðin / nálgunin • Skilgreina hlutverk sveitarfélaganna og verkaskiptingu þeirra og framkvæmdavalds ríkisins • Á grundvelli skilgreinds hlutverks sveitarfélaganna að skilgreina stjórnunarlega uppbyggingu þeirra • Endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna þannig að þeir svari skilgreindu hlutverki þeirra • Annars vegar þurfa “eigin tekjustofnar” að breikka og vaxa • Hins vegar þarf “jöfnunarsjóður” að skila hlutverki sínu í anda nafnsins
Möguleg ný verkefni • Málefni fatlaðra • Þjónusta við aldraða, þ.m.t. hjúkrunarheimili • Rekstur heilsugæslu / minni sjúkrahúsa • Umboð fyrir Tryggingastofnun ríkisins • Ýmsar opinberar leyfisveitingar (einfalt kerfi) • Umhverfismál í héraði (þjóðgarðar/friðlönd)
Nýju verkefnin eru.... • fyrst og fremst kostnaðarsamir þjónustumálaflokkar • verkefni sem ríkið er ekkert að standa sig of vel í í dag • þess eðlis að nærstjórnvaldið á erfiðara með að standa gegn kröfum um aukna þjónustu • þess eðlis að lýðfræðilegar breytingar munu á næstu árum valda verulegum vexti í umfangi þeirra og kostnaði
en nýju verkefnin eru líka.... • þannig að þau falla vel að ýmsum þeim rekstri sem sveitarfélögin hafa þegar á hendi / samþætting þjónustu • spennandi því þau gefa hinu lýðkjörna nærstjórnvaldi færi á að skapa “eigið velferðarsamfélag” útfrá eigin verðmætamati • til þess fallin að efla faglegan styrk sveitarfélaganna á ýmsum sviðum
Hvað þarf til? • Aukna og “breikkaða” tekjustofna með raunverulegu svigrúmi til að ákvarða skatta • Öflugan jöfnunarsjóð • Stærri sveitarfélög sem eru forsenda aukinnar fagmennsku í þjónustu og stjórnsýslu þeirra • Virkt samráðs- og samningaferli milli framkvæmdavalds ríkisins og sveitarstjórnarstigsins um “þróun tekjustofna” • Löggjöf og löggjafarvald sem skipar málum með þeim hætti að bæði stig framkvæmdavaldins í landinu geti sinnt verkefnum sínum með eðilegum hætti
Hverju þurfum við að svara? • Viljum við sterkari sveitarfélög og þar með styrkara sveitarstjórnarstig? • Viljum við eina eða fleiri “tegundir” sveitarfélaga í landinu þar sem réttarstaða íbúanna er mismunandi? • Ef við viljum styrkja sveitarstjórnarstigið þurfum við stærri og sterkari sveitarfélög • Ef við viljum eina “tegund” sveitarfélaga til að tryggja jafna réttarstöðu fólksins í landinu þurfum við stærri og sterkari sveitarfélög • Ef við hins vegar teljum núverandi stöðu sveitarstjórnarstigsins ásættanlega þurfum við engu að breyta
Vinnum verkið! • Við – sveitarstjórnarmenn- eigum að fara í verkefnið með opnum huga – af einurð og fullum heilindum • Látum efnislega niðurstöðu úr þeirri vinnu sem framundan er ráða afstöðu okkar til þess hve “stór” sveitarfélögin eiga að vera Á okkar svæði voru þau 33 árið 1990 ... en eru í dag 20 ... en gætu að mínu mati orðið 3 – 5 innan fárra ára Takk fyrir!