60 likes | 199 Views
Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Garðar Vilhjálmsson Gæðastjóri MK. Af hverju gæðakerfi?. Rekstur á stórum skóla er flókinn, í mörg horn að líta – krafa um yfirsýn stjórnenda
E N D
Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu Garðar Vilhjálmsson Gæðastjóri MK
Af hverju gæðakerfi? • Rekstur á stórum skóla er flókinn, í mörg horn að líta – krafa um yfirsýn stjórnenda • Lög og reglur gera ráð fyrir gagnsæjum ferlum þar sem réttindi og skyldur starfsmanna og nemenda þurfa að vera skýr • Mikið unnið með því að forðast að vera stöðugt að finna upp hjólið; geta farið beint í reglur og fyrirmæli, gátlista og stöðuð form
Af hverju ISO 9008? • Ábyrgð stjórnenda skilgreind • Stjórnun auðlinda skilgreind • Framköllun vöru skilgreind • Mælingar, greiningar og umbætur skilgreindar • Krafa um skjalfesta gæðahandbók og virka skjalastýringu • „Skrifum það sem við gerum og gerum það sem við skrifum“
Hvernig virkar þá kerfið? • Stefnuskjöl sem vísa veginn • Verklagsreglur (oft með flæðiritum) sem gefa heildarmynd af viðkomandi verkþætti • Vinnulýsingar og leiðbeiningaskjölsem útfæra á ítarlegri hátt einstaka aðgerðir innan viðkomandi verkþáttar • Gátlistar sem eru hjálpartæki við endanlega framkvæmd, formfesta staðlaða afurð
Ávinningur • Þjónusta við viðskiptavini stofnunarinnar; nemendur hefur batnað mikið; stöðlun á þjónustustigi • Starfsmenn geta gengið í ný verkefni innan stofnunarinnar • Einstök verk krefjast ekki klukkutíma undirbúningsfundar og yfirferðar – það er farið beint í verkin á grundvelli fyrirliggjandi skjala • Fagmennska í framkvæmd stað handahófskenndra og stundum persónubundinna ákvarðana
Yfirfærsla • Allir hafa verkferla og allir hafa afurðir, vöru eða þjónustu • Að færa í letur reglur og verkferla sparar tíma (fjármuni), eykur öryggi og bætir þjónustu • Reglulegt eftirlit; rýni á verkferlum og afurðum tryggir gæði; umbótastarf verður hluti af menningu stofnunarinnar