1 / 28

Meginatriði og áherslur í kröfum Félags íslenskra náttúrufræðinga

Meginatriði og áherslur í kröfum Félags íslenskra náttúrufræðinga.

xuan
Download Presentation

Meginatriði og áherslur í kröfum Félags íslenskra náttúrufræðinga

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Meginatriði og áherslur í kröfumFélags íslenskra náttúrufræðinga Kröfugerð FÍN

  2. Meginkrafa félagsins er að menntun og fagleg ábyrgð háskólamanna verði metin sem skyldi með hækkun grunnlauna, þannig að laun ríkisstarfsmanna verði hliðstæð því sem gerist á almennum markaði. Enda eru réttindi á almennum markaði að verða hliðstæð réttindum hjá ríkinu. Kröfugerð FÍN

  3. Lágmarkslaun • Lágmarkslaun náttúrufræðinga með BSc. próf verði kr. 250.000. • Nánar: Í samræmi við laun á almennum markaði. Með þessari kröfu eru 25% félagsmanna undir 275 þúsund krónum eins og á almennum markaði. Kröfugerð FÍN

  4. Gildistími • Nýr kjarasamningur skal taka gildi sama dag og sá gamli fellur úr gildi. • Nýr stofnanasamningur skal taka gildi sama dag og sá gamli fellur úr gildi. • Að kjarasamningur verði laus breytist kaupmáttar- og/eða verðlagsforsendur. • Að miðlægur kjarasamningur verði laus náist ekki endurskoðun stofnanasamninga. Kröfugerð FÍN

  5. Gildistími, frh. • Nánar:Eða annars að stofnanasamningar verði ekki gerðir undir friðarskyldu. Ef hætta er á að miðlægir samningar losna vegna þess að stofnanasamningar nást ekki myndast þrýstingur á forstöðumenn stofnana frá SNR. Nánari útfærsla á rauðum strikum þarf að koma í kjarasamningi. Kröfugerð FÍN

  6. Launatafla • Rammi A verði felldur út • Launatöflu verði breytt í reikniformúlur með einn skilgreindi upphafstölu í hvorum ramma. • Að þrep taki bæði mið af starfsaldri og lífaldri. Kröfugerð FÍN

  7. Launatafla, frh. Nánar: • B rammi, upphafstala með 3% milli launaflokka • C rammi, upphafstala með 4,5% milli launaflokka • Með að taka út hámarkstölu í launaramma erum við að færast nær almenna markaðinum. • Krafa um að launaþrep taki bæði mið af starfsaldri og lífaldri er til að auðvelda flæði félagsmanna milli markaða. Kröfugerð FÍN

  8. Fjármagn til stofnanasamninga • Að aðilar vinni saman að því verkefni að byggja upp matskerfi í stofnanasamningum sem feli í sér tengingu árangurs starfsmanna og markmiða stofnunar. Til þessa verkefnis verði veitt ákveðnu fjármagni. • Nánar: Slíkt verkefni getur t.d. auðveldað framkvæmd árangursstjórnunarsamninga á stofnunum. Þetta felur í sér að koma á árangurstengdu matskerfi í stofnanasamningi sem byggir t.d. á starfslýsingum, starfsþróunaráætlunum og starfsmannviðtölum, fjármögnun matskerfisins og eftirfylgni. Kröfugerð FÍN

  9. Menntun, símenntun ofl. • Álag vegna menntunar, þar með talin símenntun, verði aukið stórlega svo og álag vegna persónubundinna þátta. • Réttur til símenntunar verði aukinn. • Í grein 10.1.1 komi á rétt á að stunda framhaldsnám/símenntun í stað framhaldsnám. Kröfugerð FÍN

  10. Stytting vinnuviku • Vinnuvikan verði stytt í 37,5 stundir að meðtöldum hléum. • Nánar: Sbr. almenna markaðinn. Kröfugerð FÍN

  11. Greiðslur fyrir útköll • Að ákvæði um útköll og greiðslur fyrir þau verði gerð skýrari. • Nánar: Skoða ákvæði um greiðslur þegar útköll skarast og þegar dagvinna hefst út frá því hvort starfsmaður heldur vinnu dagvinnu í framhaldi eða fer heim. Í grein 3.3.3.1 setja inn “sé um einstakt útkall að ræða innan sólarhrings” Kröfugerð FÍN

  12. Frí í stað yfirvinnu • Að ekki sé þak á fjölda daga sem starfsmaður getur tekið út frí í stað yfirvinnu. • Nánar: Grein 2.3.8 verði: Heimilt er starfsmanni með samkomulagi við vinnuveitanda að safna frídögum í stað yfirvinnu, á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar en yfirvinnuálagið er greitt viðnæstu reglulegu útborgun. Hægt er að leita álits samstarfsnefndar þegar slíkar heimildir eru veittar.Síðasti hluti greinarinnar er til að hægt sé að sporna við misnotkun stofnunar. Kröfugerð FÍN

  13. Fæðispeningar • Að hækka fæðispeninga. • Nánar: Skoða upphæð hjá almenna markaðnum Kröfugerð FÍN

  14. Búferlaflutningur • Að kostnaður starfsmanns við búferlaflutning sem til er kominn vegna starfs hans verði bættur. • Nánar. Grein 5.11.1 verði Þurfi starfsmaður sem starfs síns vegna þarf að flytjast búferlum á hann rétt á greiðslu fargjalda sinna og fjölskyldu sinnar og flutningskostnaðar búslóðar. Sama á við ef starfsmaður flytur í kjölfar þess að stofnanir eru sameinaðar eða fluttar. Kröfugerð FÍN

  15. Öryggi á vinnustað • Ef ekki er framfylgt tilmælum/ábendingum VER skulu starfsmenn fá auka launaflokk þar til úrbætur fást. Sama gilir ef öryggisvörður er ekki skipaður. Kröfugerð FÍN

  16. Tryggingar • Ef starfsmaður er á vegum vinnuveitenda utan vinnustaðar gilda sömu ákvæði og um vinnustað mtt slysa, veikinda og bætur fyrir skemmdir á persónulegum munum. Kröfugerð FÍN

  17. Veikindi • Veikindi teljast í stundum en ekki dögum Kröfugerð FÍN

  18. Fjölskyldu og styrktarsjóður • Að aukin verði iðgjöld í fjölskyldu og styrktarsjóð vegna breytinga á lögum um viðmiðunartímabil. • Nánar: Með lengingu viðmiðunartímabils geta þeir sem eiga börn með stuttu millibili fengið mun rýrara fæðingarorlof frá Tryggingastofnun en réttur þeirra var skv. reglugerð 410/1989. Skv. grein 14.1.2 á fjölskyldu- og styrktarsjóður að greiða þennan mun. Kröfugerð FÍN

  19. Orlof • Ef orlof er geymt vegna beiðni stofnunar fyrnist orlofið ekki. Kröfugerð FÍN

  20. Staðgenglar • Viðmiðunartímabil fyrir staðgengla í grein 9.1.1. breytist úr 7 í 5 vinnudaga. Kröfugerð FÍN

  21. Framlag í sjóði FÍN og BHM, orlofs- og desemberuppbót • Aukið verði framlag í Vísindasjóð FÍN, FOS og starfsmenntunarsjóð BHM. • Orlofsuppbót og desemberuppbót verði hækkuð. • Nánar: Fer allt eftir öðrum hækkunum sem nást Kröfugerð FÍN

  22. Réttindamál Auk þeirra atriða sem þegar hefur verið samið um fyrir hönd félagsins gerir félagið kröfur um: • · Að ákvæði í lögum um réttindi ríkisstarfsmanna verði færð inn í kjarasamning. • · Að réttarstaða trúnaðarmanna verði skýrð og aukin. • · Að tryggðir verði fjármunir til þjálfunar/fræðslu trúnaðarmanna • · Að félagsmönnum verði bættur að fullu sá kostnaður sem hlýst af flutningi ríkis-stofnana Kröfugerð FÍN

  23. Réttindamál • Að aðildaskiptalög gildi við samruna/uppskiptingu ríkisstofnana • · Að ákvæði um lágmarkhvíld verði gerð skýrari og aukin. • · Að greitt verði fyrir tímavinnufók iðgjöld í alla sjóði. • · Að tímavinnufólk hafi sama ráðningarrétt og starfsmenn tímabundið ráðnirNánar: Til að koma í veg fyrir misnotkun á grein 1.4. Kröfugerð FÍN

  24. Réttindamál • Að tryggð verði réttarstaða félagsmanna í framhaldsnámiNánar: Bætt verði við yfirlýsingu í kjarasamningi setningunni: Taki stofnun félagsmann FÍN í framhaldsnám skal stofnun gera við hann ráðningarsamning. • Lög félagsins gera nemum kleift að vera félagsmenn. Eðlilegt er að þeir taki laun skv. kjarasamningum félagsins eins og nemar annarra stétta gera. Kröfugerð FÍN

  25. Félagið er reiðubúið að fallast á að um einstaka þætti sem að tilteknir eru hér að ofan sé að einhverju eða öllu leiti samið í stofnanasamningum enda sé þá samið um umgjörð stofanasamninganna, verklag við gerð þeirra og úrræði til að ná þeim fram. Kröfugerð FÍN

  26. Almennur áskilnaður • Félag íslenskra náttúrufræðinga mun leggja fram ítarlegri kröfur um ofangreind atriði og áskilur sér rétt til að leggja fram frekari kröfur meðan á viðræðum stendur Kröfugerð FÍN

  27. Ábending • Að stofnaður verði sjóður sem stofnanir ríkisins geta sótt í til að fjármagna langvarandi veikindi starfsmanna og barna þeirra en slík fjárútlát geta verið mjög erfið fyrir smærri stofnanir. Kröfugerð FÍN

  28. Meginatriði og áherslur í kröfumFélags íslenskra náttúrufræðinga Meginkrafa félagsins er að menntun og fagleg ábyrgð háskólamanna verði metin sem skyldi með hækkun grunnlauna, þannig að laun ríkisstarfsmanna verði hliðstæð því sem gerist á almennum markaði. Enda eru réttindi á almennum markaði að verða hliðstæð réttindum hjá ríkinu. 1.                  Lágmarkslaun Lágmarkslaun náttúrufræðinga með BSc. próf verði kr. 250.000. 2.                  Gildistími Nýr kjarasamningur skal taka gildi sama dag og sá gamli fellur úr gildi. Nýr stofnanasamningur skal taka gildi sama dag og sá gamli fellur úr gildi. Að kjarasamningur verði laus breytist kaupmáttar- og/eða verðlagsforsendur. Að miðlægur kjarasamningur verði laus náist ekki endurskoðun stofnanasamninga. 3.                  LaunataflaRammi A verði felldur út Launatöflu verði breytt í reikniformúlur með einn skilgreindi upphafstölu í hvorum ramma. Að þrep taki bæði mið af starfsaldri og lífaldri. 4.                  Fjármagn til stofnanasamningaAð aðilar vinni saman að því verkefni að byggja upp matskerfi í stofnanasamningum sem feli í sér tengingu árangurs starfsmanna og markmiða stofnunar. Til þessa verkefnis verði veitt ákveðnu fjármagni. 5.                  Menntun, símenntun ofl. Álag vegna menntunar, þar með talin símenntun, verði aukið stórlega svo og álag vegna persónubundinna þátta. Réttur til símenntunar verði aukinn. 6.                  Stytting vinnuviku Vinnuvikan verði stytt í 37,5 stundir að meðtöldum hléum. 7.                  Réttindamál Auk þeirra atriða sem þegar hefur verið samið um fyrir hönd félagsins gerir félagið kröfur um: ·        Að ákvæði í lögum um réttindi ríkisstarfsmanna verði færð inn í kjarasamning. ·        Að réttarstaða trúnaðarmanna verði skýrð og aukin ·        Að tryggðir verði fjármunir til þjálfunar/fræðslu trúnaðarmanna ·        Að aðildaskiptalög gildi við samruna/uppskiptingu ríkisstofnana ·        Að tímavinnufólk hafi sama ráðningarrétt og starfsmenn tímabundið ráðnir Félagið er reiðubúið að fallast á að um einstaka þætti sem að tilteknir eru hér að ofan sé að einhverju eða öllu leiti samið í stofnanasamningum enda sé þá samið um umgjörð stofanasamninganna, verklag við gerð þeirra og úrræði til að ná þeim fram. Almennur áskilnaður Félag íslenskra náttúrufræðinga mun leggja fram ítarlegri kröfur um ofangreind atriði og áskilur sér rétt til að leggja fram frekari kröfur meðan á viðræðum stendur. Kröfugerð FÍN

More Related