1 / 33

Á vígaslóð kalda stríðsins

Á vígaslóð kalda stríðsins. Hernaðarátök 1950 – 1975 Bls. 120-133. Kóreustríðið – Upphafið. Í lok heimsstyrjaldarinnar var Kóreuskaganum skipt í tvennt, á milli Sovétmanna og Bandaríkjamanna um 38 °N

yehuda
Download Presentation

Á vígaslóð kalda stríðsins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Á vígaslóð kalda stríðsins Hernaðarátök 1950 – 1975 Bls. 120-133

  2. Kóreustríðið – Upphafið • Í lok heimsstyrjaldarinnar var Kóreuskaganum skipt í tvennt, á milli Sovétmanna og Bandaríkjamanna um 38°N • Sovétmenn settu á fót kommúnistastjórn í norðurhlutanum en Bandaríkin studdi stjórn hliðholla sér til valda í suðurhlutanum • Undir lok fjórða áratugarins var stjórnmálaástandið í Suður-Kóreu orðið ótryggt, bæði sökum víðtækrar spillingar og eins vegna flóttamannastraums frá Norður-Kóreu • Stjórnvöld í Norður-Kóreu mátu ástandið þannig að nú væri lag að gera innrás og sameina allan skagann í eitt ríki Valdimar Stefánsson 2007

  3. Kóreustríðið – Sókn norðanmanna • Þann 25. júní 1950 réðust Norður-Kóreumenn yfir landamærin inn í Suður-Kóreu • Árásin kom sunnanmönnum gjörsamlega á óvart og þrátt fyrir mikla hernaðaruppbygginu þeirra leit í fyrstu út fyrir að herjum norðanmanna yrði ekki skotaskuld úr því að leggja undir sig skagann á nokkrum vikum • En við borgina Pusan sunnarlega á Kóreuskaganum tókst her Suður-Kóreu að stöðva sóknina með dyggri aðstoð Bandaríkjamanna • Þá var komið að fyrsta viðsnúningi stríðsins Valdimar Stefánsson 2007

  4. Kóreustríðið – Sameinuðu þjóðirnar • Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi árás Norður-Kóreu samhljóða enda tóku Sovétmenn þá engan þátt í störfum þess til að mótmæla því að stjórnin í Taívan héldi sæti Kína í Öryggisráðinu en ekki Alþýðulýðveldið • Bandaríkjamenn notuðu tækifærið og fengu því framgengt að stríðið gegn Norður-Kóreu yrði háð í nafni Sameinuðu þjóðanna • Þrátt fyrir það var herinn að langmestu leyti bandarískur og laut forystu bandarísks hershöfðingja, Doglas MacArthurs en eftir honum var haft síðar að hann hefði aldrei haft neitt samráð við Sameinuðu þjóðirnar Valdimar Stefánsson 2007

  5. Kóreustríðið – Sókn Bandaríkjamanna • Í september 1950 stjórnaði MacArthur innrás af sjó skammt frá Seúl og hafði ógrynni liðs • Þar náðu Bandaríkjamenn fótfestu og hröktu síðan heri andstæðinganna norður yfir landamærin • Erfitt reyndist síðan að stöðva McArthur þegar hann var kominn á stað og hélt her hans áfram inn í Norður-Kóreu og tók að nálgast landamæri Kína • Seint í október 1950 var síðan Kínverjum nóg boðið og skárust þeir þá í leikinn og aftur snerist vígstaðan við Valdimar Stefánsson 2007

  6. Kóreustríðið – Sókn Kínverja • Kínverjar ráku Bandaríkjamenn til baka út úr Norður-Kóreu og það var ekki fyrr en í janúar 1951 sem tókst að stöðva sókn þeirra en þá voru þeir komnir langt inn í Suður-Kóreu • Bandaríkjamönnum tókst síðan að hrekja þá til baka og í apríl 1951 lá víglínan við 38°N • Þaðan hreyfðist hún lítið næstu tvö árin, þrátt fyrir mikið mannfall í báðum liðum, en þá var loks samið um vopnahlé • Vopnahléslínan var þá ákvörðuð við 38°N, þar sem landamærin höfðu legið fyrir stríðið • Friðarsamningar hafa enn ekki verið gerðir og því stendur stríðið enn formlega séð Valdimar Stefánsson 2007

  7. Kóreustríðið – Afleiðingar • Kóreustríðið varð til að skerpa enn frekar andstæðurnar á milli austurs og vesturs • Vesturveldin urðu enn sannfærðari um réttmæti innilokunarstefnunnar og hernaðaruppbyggingar • Bandaríski herinn kom til Íslands vegna þeirrar spennu sem Kóreustríðið olli í alþjóðamálum • Vegna átakanna á Kóreuskaganum blönduðust Bandaríkjamenn m. a. í átök Frakka í Indókína sem átti eftir að reynast þeim dýrkeypt • Norður-Kórea varð smátt og smátt eitt mesta alræðisríki jarðar og stendur í dag án bandamanna með efnahaginn í rúst og viðvarandi hungursneyð Valdimar Stefánsson 2007

  8. Kóreustríðið – Afleiðingar • Í Suður-Kóreu sátu spilltir, hægrisinnaðir forsetar að völdum í skjóli Bandaríkjanna en eftir að kalda stríðinu lauk hefur ástandið þar lagast mikið • Miklar efnahagslegar framfarir hafa orðið þar á síðustu tveimur árutugum og er Suður-Kórea í dag eitt af mestu iðnveldum Asíu • Í Kóreustríðinu tóku Bandaríkjamenn þann kost að láta Japani framleiða stærstan hluta þeirra hergagna og vista sem þurfti á vígvellinum en það hleypti miklum krafti í japanskt efnahagslíf og varð grunnurinn að efnahagsveldi Japana • Það má því segja að Japan einir hafi grætt eitthvað á þessari mannskæðu styrjöld en talið er að allt að tvær milljónir hafi fallið í stríðinu Valdimar Stefánsson 2007

  9. Khrústsjov kemst til valda • Eftir Kóreustríðið slaknaði nokkuð á spennunni í alþjóðamálum • Stalín féll frá árið 1953 og eftir nokkur átök innan kommúnistaflokksins náði Nikíta Khrústsjov undirtökunum í flokknum og varð leiðtogi Sovétríkjanna • Í febrúar 1956 flutti hann leyniræðu á flokksþingi kommúnista þar sem hann gagnrýndi Stalín harkalega fyrir þau fjölmörgu grimmdarverk sem þetta átrúnaðargoð kommúnista hafði framið • Ræðan spurðist fljótt út og ýmsar tilslakanir hins nýja leiðtoga urðu til þess að margir á Vesturlöndum litu Sovétríkin jákvæðari augum Valdimar Stefánsson 2007

  10. Austur-Evrópa í ólgusjó • Í Austur-Evrópu höfðu tilslakanir Khrústsjovs þau áhrif að óeirðir og uppreisnir brutust víða út gegn sovéskum yfirráðum • Skömmu eftir lát Stalíns höfðu orðið óeirðir í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu og brátt kom röðin að öðrum ríkjum • Í júní 1956 brutust út mótmæli í Póllandi sem tókst að brjóta fljótlega á bak aftur en afleiðingar þeirra urðu þær að umbótasinnaðri menn tóku völdin af gömlu stalínistunum • Alvarlegust urðu átökin þó í Ungverjalandi Valdimar Stefánsson 2007

  11. Uppreisnin í Ungverjalandi 1956 • Í Ungverjalandi hafði Imre Nagy orðið forsætisráðherra 1953 en Sovétmönnum þótti hann full frjálslyndur og þvinguðu fram breytingar í afturhaldsátt • Eftir leyniræðu Khrústsjovs óx styrkur andófshreyfinga og miklar óeirðir urðu í landinu í október 1956 • Til að lægja öldurnar var Nagy aftur settur í embætti en jafnframt var trúr Sovétsinni, Janos Kadar, gerður að leiðtoga kommúnistaflokkksins til að hafa hemil á Nagy Valdimar Stefánsson 2007

  12. Uppreisnin í Ungverjalandi 1956 • Kadar tókst þó engan veginn það ætlunarverk sitt að hemja Nagy sem tók þegar til óspilltra málanna • Hann ákvað að leyfa aðra stjórnmálaflokka, boðaði til þingkosninga og hugðist segja Ungverjaland úr Varsjárbandalaginu hið fyrsta • Sovétmönnum var þá nóg boðið og þann 4. nóvember 1956 réðst her þeirra inn í Ungverjaland og uppreisn Ungverja var brotinn á bak aftur í miklu blóðbaði þar sem um tuttugu þúsund manns létu lífið • Kadar varð einvaldur en Nagy var tekinn af lífi árið 1958 Valdimar Stefánsson 2007

  13. Uppreisnin í Ungverjalandi 1956 • Ungverjar áttu alla samúð Vestur-Evrópubúa en ekkert ríki lyfti þó litla fingri þeim til hjálpar enda landið á viðurkenndu áhrifasvæði Sovétríkjanna • En áhrif ungversku uppreisnarinnar urðu þó all nokkur á Vesturlöndum þar sem kommúnistaflokkar þar tóku að skilja sig meira frá Sovétríkjunum • Þar átti leyniræða Khrústsjovs einnig stóran þátt en hún losaði marga vinstrimenn á Vesturlöndum undan gagnrýnislausum átrúnaði á kommúnismann í Sovétríkjunum Valdimar Stefánsson 2007

  14. Spenna í Þýskalandi • Þrátt fyrir nokkra þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eftir valdatöku Khrústsjovs urðu samt sífellt nýir árekstrar á milli þeirra til að viðhalda spennunni • Sovétmenn áttu erfitt með að sætta sig við öflugt Vestur-Þýskaland sem þeir óttuðust að yrði farvegur árásar Vesturveldanna í austurátt • Vestur-Berlín var þeim einnig óþægur ljár í þúfu og að lokum tóku þeir það til bragðs árið 1961 að reisa múr þvert yfir borgina • Hlutverk hans var einkum að hindra fólksflótta frá Austur-Berlín en hann varð fljótt tákn þess alræðis sem hindrar ferðafrelsi þegna sinna Valdimar Stefánsson 2007

  15. Byltingin á Kúbu • Alvarlegasta deila kalda stríðsins og sú sem kom næst því að hrinda af stað gjöreyðingarstyrjöld var Kúbudeilan • Árið 1959 var Fulcencio Batista, spilltum einræðisherra sem sat í skjóli Bandaríkjanna, steypt af stóli af hópi útlaga undir stjórn Fidels Castros og Che Guevara • Stjórn Castros gerðu þegar í stað bandarískar eignir upptækar og þjóðnýttu þær • Bandaríkjamenn brugðust hart við og settu viðskiptabann á Kúbu sem stendur enn Valdimar Stefánsson 2007

  16. Svínaflóainnrásin • Viðskiptabannið varð til þess að byltingastjórnin hölluðu sér að kommúnistum og sneru sér til Sovétmanna um hjálp sem var að sjálfsögðu auðveitt • Andstæðingar Castros flúðu flestir til Suður-Flórida og undirbjuggu þar innrás í Kúbu sem bandaríska leyniþjónustan fjármagnaði og skipulagði • Svínaflóainnrásin var síðan framkvæmd í apríl 1961 en mistókst hrapalega og var brotin endanlega á bak aftur á aðeins þremur dögum • Afleiðingar innrásarinnar urðu síðan þær að Kúba færðist enn nær Sovétríkjunum, bæði pólitískt og einnig hernaðarlega Valdimar Stefánsson 2007

  17. Kúbudeilan – Upphaf • Vígbúnaðarkapphlaupið hafði enn harðnað með komu Kennedys í forsetastól í Bandaríkjunum en stjórn hans lagði m. a. áherslu á aukningu í hefðbundum vopnum • Það var eingöngu á því sviði sem Sovétríkin höfðu einhverja yfirburði yfir Bandaríkin • Allt í kringum Sovétríkin voru hins vegar eldflaugar sem beindust að borgum og hernaðarmannvirkjum og því taldi Khrústsjov tímabært að nýta sér Kúbusamböndin til að jafna spilið Valdimar Stefánsson 2007

  18. Kúbudeilan – Heimur á heljarþröm • Um mitt ár 1962 hófu Sovétmenn að byggja eldflaugaskotpalla fyrir skammdrægar og meðaldrægar eldflaugar á Kúbu • Um haustið sýndu myndir úr njósnavélum að búið var að koma fyrir eldflaugum sem drógu til flestra stærstu borga Bandaríkjanna • Kennedy forseti brá þá á það ráð að setja hafnbann á Kúbu sem bandaríski flotinn skyldi framfylgja • Á Atlantshafi voru þá sovésk flutningaskip með eldflaugar á leið til Kúbu og ef þau sigldu inn fyrir hafnbannslínuna yrðu átök óumflýjanleg Valdimar Stefánsson 2007

  19. Kúbudeilan – Lok og afleiðingar • Fræðimenn eru flestir sammála um að aldrei hafi heimurinn staðið nær gjöreyðingarstyrjöld en þessa októberdaga árið 1962 þegar sovésku flutningaskipin nálguðust hafnbannlínu Bandaríkjanna • Á síðustu stundu tókust samningar og sneru flutningaskipin við gegn loforði Bandaríkjanna um að eldflaugar þeirra í Tyrklandi yrðu teknar niður í stað þeirra á Kúbu • Áróðurslega voru lok Kúbudeilunnar sigur fyrir Bandaríkin en Khrústsjov, sem varð að gefa eftir í deilunni, náði aldrei fyrri styrk og tveimur árum síðar varð hann að segja af sér embætti Valdimar Stefánsson 2007

  20. Kúba – eina kommúnistaríki jarðar • Á fyrstu árunum eftir byltinguna á Kúbu urðu þar miklar framfarir, einkum í mennta og heilbrigðismálum • En eftir því sem árin liðu og tengslin við Sovétríkin styrktust varð einræði Kastros sífellt meira áberandi • Kúba var Sovétmönnum einkar kær, m. a. vegna þess að landið var eitt örfárra kommúnistaríkja þar sem slíku kerfi hafði verið komið á án þess að þeir stæðu þar á bak við • Það er líka að hluta til skýringin á því að stjórnin á Kúbu hefur haldið velli þrátt fyrir að nær allar aðrar kommúnistastjórnir á jörðinni hafi fallið á undanförnum árum Valdimar Stefánsson 2007

  21. Víetnam – Forsagan • Víetnamar hafa um aldaskeið barist gegn erlendum yfirráðum en fram á síðustu aldir voru það einkum Kínverjar sem seildust þar til áhrifa • Um miðja 19. öld lögðu Frakkar hið svokallaða Indókína undir sig og urðu þá Laos, Kambódía og Víetnam franskar nýlendur • Í síðari heimsstyrjöldinni tóku Japanir landið en leyfðu frönsku nýlenduherrunum að halda nokkrum völdum • Það varð til að efla víetnömsku þjóðina til dáða gegn frönskum yfirráðum að heimsstyrjöldinni lokinni Valdimar Stefánsson 2007

  22. Víetnam – tvískipt land • Þjóðernishreyfingin Víetminh, þar sem kommúnistar fóru með völdin, barðist við Japani á stríðsárunum og árið 1945 lýsti Ho Chi Minh, leiðtogi Vietminh, yfir sjálfstæði landsins • En Frakkar voru ákveðnir í því að fá aftur full yfirráð yfir öllum sínum nýlendum og nutu í því stuðnings Breta • Víetminh hafði mestan stuðning í norðurhluta landsins og náði þar völdum en Frakkar fengu hjálp Breta við að hrekja þjóðernissinna frá Saigon og suðurhluta landsins • Þannig var landið í raun tvískipt milli Víetminh og Frakka og átök lágu í loftinu Valdimar Stefánsson 2007

  23. Víetnam – stríðið hefst • Í nóvember 1946 hófust síðan átökin fyrir alvöru þegar franskt herskip gerði skotárás á hafnarborgina Haipong í norðurhluta landsins • Í fyrstu var stuðningur Bandaríkjanna við Frakka lítill en þegar Trumankenningin og innilokunarstefnan voru orðnar hornsteinar utanríkisstefnunnar jókst stuðningurinn sífellt meira • Ný kenning, dómínókenningin, sem tók að láta á sér kræla meðal Bandaríkjamanna upp úr 1950 gerði það svo að verkum að Bandaríkin flæktust enn frekar í stríðsrekstur Frakka í Víetnam Valdimar Stefánsson 2007

  24. Víetnam - dómínókenningin • Dómínókenningin gekk út á það að líkja löndum Suðaustur-Asíu við dómínókubba sem reistir eru upp á rönd • Afstaða kubbanna hvers til annars er þannig háttað að ef einn kubbur fellur þá falla þeir allir • Bandaríkjamenn töldu að pólitísk afstaða landanna í Suðaustur-Asíu hvers til annars stæði á sama máta og dómínókubbarnir • Ef eitt land í Suðaustur-Asíu yrði kommúnismanum að bráð liði ekki á löngu þar til þau yrðu öll leppríki Sovétríkjanna Valdimar Stefánsson 2007

  25. Víetnam – Dien Bien Phu • Frakkar og Víetminh-liðar börðust um yfirráðin yfir Norður-Víetnam í átta ár • Mannfall var nokkuð mikið í liðum beggja og stríðið orðið óvinsælt í Frakklandi þegar herforingjar Frakka ákváðu að lokka Víetminh til úrslitaorrustu snemma árs 1954 • Þeir söfnuðu saman miklu liði í dal nokkrum sem heitir Dien Bien Phu og biðu þar andstæðinga sinna fullvissir um sigur • En andstæðingarnir voru þeim snjallari og komu stórskotaliði fyrir með leynd í hæðum yfir dalnum • Byssur Víetminh komu í veg fyrir að Frakkar kæmu vistum til manna sinna og þannig var franski herinn ofurseldur örlögum sínum Valdimar Stefánsson 2007

  26. Víetnam – Bandaríkin skerast í leikinn • Tveimur mánuðum eftir ósigurinn í Dien Bien Phu lauk stríðinu og þar með frönskum yfirráðum í Víetnam • Í friðarsamningunum var Víetnam skipt í tvennt um 17°N, og varð Ho Chi Minh forseti og leiðtogi Alþýðulýðveldisins í Norður-Víetnam • Í suðri tók frönsk leppstjórn við völdum en í friðarsamningnum var kveðið á um með frjálsar kosningar þar hið fyrsta • En kosningarnar voru aldrei haldnar því nú voru Bandaríkjamenn teknir við hlutverki Frakka og vildu síst að þjóðin fengi að segja hug sinn þar sem öruggt mátti telja að kommúnistar hefðu hlotið yfirgnæfandi fylgi í frjálsum kosningum Valdimar Stefánsson 2007

  27. Víetnam – Ngo Dinh Diem • Markmið Bandaríkjamanna í upphafi var að ríkisstjórn Suður-Víetnam yrði lýðræðislegur fulltrúi almennings og raunverulegur keppinautur Norður-Víetnam um hylli þjóðarinnar • Í því skyni veðjuðu þeir á Ngo Dinh Diem og styrktu hann til valda strax árið 1954 • Diem varð kaþólskur en Frakkar höfðu á árum áður veitt kaþólskum Víetnömum ýmis forréttindi svo trú hans var engan veginn til þess fallinn að þjappa þjóðinni á bak við hann • Með tilstyrk Bandaríkjanna kom Diem í veg fyrir kosningar árið 1956 þar sem ljóst var að kommúnistar myndu bera sigur úr bítum Valdimar Stefánsson 2007

  28. Víetnam – Ngo Dinh Diem • Því lengur sem leið á valdatíð Diems því óvinsælli reyndist stjórn hans og spillinging í kringum hana jókst • Bróðir Diems, Ngo Dinh Nhu, sem stjórnaði öryggislögreglunni og kona hans, madame Nhu, voru sérlega illa þokkuð en dyggur stuðningur Bandaríkjanna við stjórnina gerðu almenningi það torvelt að velta henni úr sessi • Árið 1963 urðu mikil mótmæli gegn stjórninni í Saigon og voru Búddamunkar þar fremstir í flokki • Í kjölfar þeirra gáfust Bandaríkjamenn loksins upp á Diem og eftir að hann hafði neitað því að víkja Nhu úr stjórninni var honum steypt af stóli og herforingjastjórn tók við Valdimar Stefánsson 2007

  29. Víetnam – þjóðfrelsisfylkingin stofnuð • Fljótlega eftir valdatöku Diems tóku að myndast skæruliðahópar í Suður-Víetnam sem börðust gegn stjórnarhernum en Þjóðfrelsisfylking Suður-Víetnam var stofnuð í mars 1958 • Í desember 1960 samþykktu Norður-Víetnamar loks að styðja baráttu þjóðfrelsisfylkingarinnar enda löngu útséð þá um að kosningar yrðu haldnar í Suður-Víetnam • Vopn og búnaður tók að streyma til skæruliðanna sem juku árásir sínar sífellt • Eina mögulega svar Bandaríkjanna var að auka stuðninginn við stjórnina og nú voru svokallaðir hernaðarráðgjafar þeirra farnir að taka þátt í bardögunum Valdimar Stefánsson 2007

  30. Víetnam – stríðið færist norður • Þrátt fyrir aukna aðstoð Bandaríkjanna óx skæruliðum sífellt ásmegin og óánægja almennings með stjórnina fór jafnframt vaxandi • Bandaríkjamenn brugðust við með því að hefja stríð gegn Norður-Víetnam í ágúst 1964 og við það gjörbreyttu átökin um svip • Nú var þetta orðin opinber styrjöld þar sem Bandaríkin og stjórnvöld í Suður-Víetnam börðust gegn Norður-Víetnam og skæruliðasveitum Þjóðfrelsisfylkingarinnar • Þessi styrjöld átti eftir að standa í tæp ellefu ár og kosta að líkindum hátt í milljón mannslíf Valdimar Stefánsson 2007

  31. Víetnam – stríðið í hámarki • Þegar stríðið stóð sem hæst voru yfir 600.000 bandarískir hermenn í Víetnam og loftárásir á borgir í Norður-Víetnam fylgdu nánast daglegri áætlun • Í byrjun árs 1968 hófst Tet-sókn skæruliða gegn flestum borgum Suður-Víetnam og þrátt fyrir að árangurinn yrði ekki mjög áþreifanlegur dugði hann til að sannfæra Bandaríkjamenn um að þetta stríð gætu þeir ekki unnið • Það var einkum vegna fjölmiðlaumfjöllunar í Bandaríkjunum sem stjórnvöld þar sáu sitt óvænna og síðla árs 1968 hófust samningaviðræður stríðandi aðila í París Valdimar Stefánsson 2007

  32. Víetnam – Bandaríkin draga sig í hlé • Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn væru farnir að leita leiða til að sleppa frá þessu stríði án þess að tapa virðingu sinni héldu þeir stríðsrekstrinum áfram í fimm ár enn • Loks í janúar 1973 voru friðarsamningar undirritaðir í París • Þar var gert ráð fyrir brottflutningi alls bandarísks herafla frá landinu og sameiningu þess smám saman • Bandaríkjamenn studdu þó stjórn Suður-Víetnam áfram með hernaðarráðgjöf og vopnabúnaði Valdimar Stefánsson 2007

  33. Víetnam – endalok stríðsins • Á síðustu árum þáttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu bárust átökin til nágrannaríkjanna Laos og Kambódíu • Tveimur árum eftir að friðarsamningarnir höfðu verið undirritaðir lögðu loks Norður-Víetnamar allt landið undir sig en á sama tíma tóku skæruliðasamtök Pol Pots, Rauðu khmerarnir, völdin í Kambódíu • Talið er að khmerarnir hafi myrt hátt í tvær milljónir manna á þeim fjórum árum sem þeir voru við völd en Víetnamar réðust inn í landið í ársbyrjun 1979 og ráku khmerana frá völdum • Friður komst þá loks á í Indókína eftir nærri fjörtíu ára styrjaldarástand Valdimar Stefánsson 2007

More Related