170 likes | 335 Views
Ingvar Sigurgeirsson: Spjall við kennara Árskóla 15. janúar 2008 Nokkur dæmi um fjölbreytt námsmat. Mikil gróska í námsmati. Námsmatsumræðan Bandaríkin: Stöðluð próf eða óhefðbundið námsmat (gerjun og deilur) England: Stöðluð próf eða leiðsagnarmat
E N D
Ingvar Sigurgeirsson: Spjall við kennara Árskóla 15. janúar 2008Nokkur dæmi um fjölbreytt námsmat
Mikil gróska í námsmati Námsmatsumræðan Bandaríkin: Stöðluð próf eðaóhefðbundið námsmat (gerjun og deilur) England: Stöðluð próf eða leiðsagnarmat Hér á landi: Próf (samræmd próf) eða óhefðbundið námsmat, námsmöppur (ganga undir ýmsum nöfnum), óhefðbundin próf, einstaklingsmiðað námsmat, leiðsagnarmat
Leiðsagnarmat (e. formative assessment) • Kjarninn í leiðsagnarmati er að nemandinn fái (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf) • Því er haldið fram að fjöldi rannsókna sýni fram á þýðingu vandaðs leiðsagnarmats til að bæta námsárangur • Nemendur sem standa höllum fæti í námi virðast njóta sérstaklega góðs af leiðsagnarmati • Sjálfsmat er mikilvægur þáttur í leiðsagnarmati en meginatriði er að nemendur skilji til hvers er af þeim ætlast (skilja markmiðin) Black og Wiliam 1998: Inside the Black Box
Lykilhlutverk sjálfsmatsins Hvernig stend ég mig? Hvað get ég munað og hvernig fæ ég betur skilið? Er ég að læra eins og mér hentar best? Hvað þarf ég að gera til að bæta mig? Hvar er ég sterkur og hverjir eru veikleikar mínir? Hvernig veit ég hvort vinna mín sé góð? Hver eru markmiðin mín? Að hvaða atriðum þarf ég að einbeita mér við upprifjun? Hvað fær mig virkilega til að hugsa? Hvernig fer ég að því að ná árangri og taka framförum? Gagnlegt kver um leiðsagnarmat:Self-assessment
Kennslufræði leiðsagnarmats • Útskýra markmið fyrir nemendum • Beita markvissum spurningum • Leiðbeinandi endurgjöf • Virkja nemendur (sjálfsmat, jafningjamat) • Skipuleggja jafningjakennslu (Wiliam 2007: Changing Classroom Practice )
Margir skólar hér á landi eru og hafa verið að vinna skipulega að þróun námsmats: • Vesturbæjarskóli • Grunnskólinn í Borgarnesi • Laugalækjarskóli • Ölduselsskóli • Salaskóli • Ingunnarskóli og Norðlingaskóli • Hrafnagilsskóli • Langholtsskóli • Víkurskóli • Vogaskóli • ... og margir fleiri
Hvað hafa kennarar helst verið að skoða í tengslum við námsmat? Námsmöppur (portfolio, sbr. Laugalækjarskóli og Ölduselsskóli) • Ýmis heiti: Verkmöppur, ferilmöppur, safnmöppur, sýnismöppur, verkefnamöppur, gullakistur, námsjóður (Norðlingaskóli) • Áríðandi er að hafa í huga að námsmöppur geta verið í ólíku formi
Hvað hafa kennarar helst verið að skoða í tengslum við námsmat? Óhefðbundin próf: • Svindlpróf • Heimapróf / próf þar sem nemendur mega nota hjálpargögn • Munnleg próf, dæmi • Nemendur fá að gera endurteknar tilraunir við sama próf / sömu próf: Prófavikur (Salaskóli) • Einstaklingsmiðuð próf (Salaskóli) • Samvinnupróf (Salaskóli)
Hvað hafa kennarar helst verið að skoða í tengslum við námsmat? Reglulegar athuganir (gátlistar, matslistar), dæmi • Hrafnagilskóli (virkni) • Ingunnarskóli (list- og verkgreinar) • Norðlingaskóli (mat á námi í smiðjum) Sjá sýnishorn á þessari slóð: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namsmat/matsbanki/Welcome.htm
Hvað hafa kennarar helst verið að skoða í tengslum við námsmat? Nemendasamtöl, dæmi úr Norðlingaskóla
Hvað hafa kennarar helst verið að skoða í tengslum við námsmat? Sjálfsmat – jafningjamat – foreldramat • Dæmi úr grunnskólanum á Kópaskeri (1987) • Sjálfsmat í hópvinnu (dæmi úr Hrafnagilsskóla)
Hvað hafa kennarar helst verið að skoða í tengslum við námsmat? Vitnisburður, einkunnarform, umsagnarform • Viðmiðanir fyrir einkunnir (dæmi úr Hrafnagilsskóla)
Helstu námsmatsaðferðir • Skipulegar athuganir • Mat á frammistöðu • Greining og mat á verkefnum / úrlausnum • Námsmöppur / sýnismöppur („Portfolio“) • Dagbækur, leiðarbækur • Sjálfstæð verkefni • Sjálfsmat nemenda • Jafningjamat • Umræður – viðtöl • Viðhorfakannanir • Próf og kannanir • Óhefðbundin próf • Námshátíðir, upp-skeruhátíðir (Celebration of Learning)
Heimildir um námsmat á Netinu • Kennsluaðferðavefurinn • Námsmatsvefur Guðrúnar Pétursdóttur • Ástralski PEEL vefurinn: • Best Practices
Samantekt: Áherslur í námsmati • Einstaklingsmiðun • Matið nær til allra flokka markmiða (fjölbreytni) • Matið er stöðugt og reynt er að flétta það með eðlilegum hætti inn í námið • Námsmatsverkefnin sjálf hafi kennslufræðilegt gildi • Matið nær jafnt til aðferða / vinnubragða og afurða (úrlausna) • Reynt er að byggja er á fjölþættum gögnum og sjónarhornum • Áhersla á stöðuga og uppbyggjandi endurgjöf (leiðsögn) • Áhersla á virka þátttöku nemenda, sjálfsmat, jafningjamat
Ákvæði aðalnámskrár • Hver eru ákvæði aðalnámskrár um námsmat? • Erum við sammála þessum ákvæðum? • Höfum við hrint þeim í framkvæmd?
Aðalnámskrá grunnskóla 2006 • … augljóst að matsaðferðir verða að vera fjölbreytilegar • Þess er enginn kostur að meta námsgengi og framfarir eingöngu með prófum og öðrum formlegum aðferðum. • … meta verður alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni og láta þá vega í samræmi við áherslur í náminu. • Námsmat þarf … að fara fram jafnt og þétt á námstímanum. • Kennarar þurfa að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim