380 likes | 764 Views
Jörð og Tungl. Hreyfingar Tungls, fasar, myrkvar, sjávarföll og árstíðir. Stærð og fjarlægð. Meðalfjarlægð Tungls frá Jörðu: 384.400 km Mesta: 409.697 km Minnsta: 356.410 km Massi: 7,4 · 10 22 kg Massi Jarðar: 5,98 · 10 24 kg
E N D
Jörð og Tungl Hreyfingar Tungls, fasar, myrkvar, sjávarföll og árstíðir
Stærð og fjarlægð • Meðalfjarlægð Tungls frá Jörðu: 384.400 km • Mesta: 409.697 km Minnsta: 356.410 km • Massi: 7,4 · 1022 kg Massi Jarðar: 5,98 · 1024 kg • Radíus: 1740 km Radíus Jarðar: 6378 km
Kvartilaskiptin – fasar Tungls • Fasar Tungls breytast þar sem tunglið er á braut um jörðu og afstaðan til sólar breytist. • Helmingur Tunglsins er upplýstur, þann helming sjáum við þar sem sólarljósið endurkastast frá tunglinu. • Sú hlið Tunglsins sem snýr að jörðu er upplýst að einhverju eða öllu leyti, nema þegar Tungl er nýtt, þá snýr upplýsta hliðin frá jörðu.
Tunglið og tíminn • Umferðartími tungls er 27,32 sólarhringir, það er sá tími sem Tunglið fer hring umhverfis jörðu miðað við fastastjörnur. • Tíminn sem það tekur tunglið að snúast einn hring um sjálft sig er líka 27,32 sólarhringar. Þess vegna snýr Tunglið alltaf sömu hlið að Jörðu.
Tími milli þess að Tunglið er í ákveðnum fasa t.d. nýtt tungl er 29,53 sólarhringir, það er umferðartími tungls miðað við sól.
Breytingar • Aðdráttarkraftar milli Jarðar og Tungls valda því að Tunglið fjarlægist Jörðu um 38 mm á ári. • Á sama tíma hægir á snúningi Jarðar, þ.e. Sólarhringurinn lengist um 17 s á ári. Þ.e. 1 s á 60.000 árum eða 1 min á 4 milljón árum. Á tímum risaeðlanna var sólarhringurinn 23 klst.
Myrkvar • Til eru tvenns konar myrkvar: Tunglmyrkvar og Sólmyrkvar • Tunglmyrkvi verður þegar Tunglið fer inn í skugga Jarðar. • Sólmyrkvi verður þegar skuggi Tunglsins fellur á Jörðina.
Myrkvar geta aðeins orðið þegar sól tungl og jörð liggja á beinni línu.En 5° horn milli brautarplans Tungls og brautarplans Jarðar veldur því að myrkvar verða ekki í hverjum mánuði.
Tunglmyrkvar • Tunglmyrkvar koma fram þegar Tungl fer inn í skugga Jarðar og geta verið þrenns konar: • Almyrkvi: Tunglið fer inn í alskugga Jarðar. • Deildarmyrkvi: Tunglið fer að hluta inn í alskugga Jarðar. • Hálfskuggamyrkvi: Tunglið fer aðeins inn í hálfskugga jarðar.
Umbra = alskuggi Total eclipse = almyrkvi Penumbra = Hálfskuggi Partial eclipse = Deildarmyrkvi Penumbral eclipse = Hálfskuggamyrkvi
Sólmyrkvar • Sólmyrkvar verða þegar skuggi Tungls fellur á Jörðu. • Tegund myrkva háð því hversu fjarri Tunglið er og hversu nærri beinni línu hnettirnir eru. • Til þrjár tegundir myrkva: • Almyrkvi • Hringmyrkvi • Deildarmyrkvi
Almyrkvi: Tungl skyggir alveg á sólina. Deildarmyrkvi: Tungl skyggir á sól að hluta. Hringmyrkvi: Skuggi Tungls nær ekki alveg til jarðar.
Hringmyrkvi Við hringmyrkva er Tungl það fjarri Jörðu að það er minna en sólin á himni. Því nær Tunglið ekki alveg að skyggja á sólina.
Þyngdarlögmál Newtons • Milli tveggja massa er aðdráttarkraftur sem er háður stærð massanna og fjarlægðinni á milli þeirra samkvæmt G = þyngdarfastinn = 6,67 · 10-11 Nm2/kg2 Ath: Með vaxandi fjarlægð minnkar krafturinn.
Áhrif þyngdarkrafts • Mismunur á fjarlægðum veldur því að togkrafturinn er mismunandi. • Frá reikistjörnunni séð virðast boltarnir falla mishratt til að henni. • Frá bláu kúlunni séð virðast rauða og gula togast frá þeirri bláu í gagnstæðar áttir.
Sjávarföll • Þyngdarkraftur Tungls er missterkur sitt hvoru megin Jarðar. • Það veldur sjávarföllum. • Öðru megin togast hafið frá Jörðu en hinu megin togar Tunglið Jörðina undan hafinu.
Árstíðir • Árstíðir koma fram þar sem snúningsás jarðar er ekki hornréttur á brautarplanið, hann hallast að eða frá sólu nema við jafndægur. • Snúnigsás jarðar myndar 23,5° horn við lóðlínu á brautarplanið • Norðurpóll jarðar bendir á pólstjörnuna. • Þegar norðurpóll jarðar hallast frá sól þá er vetur á norðurhveli.
Miðbaugur jarðar, hvarfbaugur, og heimsskautsbaugur hafa sérstöðu vegna sólargangs.
Sólin hitar yfirborð jarðar mismikið eftir hve hátt hún er á lofti.
Aðdráttarkraftur tungls á jörðina (sem er ekki alveg kúlulaga) veldur pólveltu.
Pólveltan veldur því að hvaða stjarna er beint í norður breytist með tímanum