310 likes | 442 Views
Samband íslenskra sveitarfélaga. Haustráðstefna SATS 30. október 2009. Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri. yfirlit erindis. Ytri aðstæður í rekstrarumhverfi sveitarfélaganna Afkoma sveitarfélaga á árinu 2008 Nokkur atriði önnur. Miklar sviptingar á árinu 2008.
E N D
Samband íslenskra sveitarfélaga Haustráðstefna SATS30. október 2009 Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri
yfirlit erindis • Ytri aðstæður í rekstrarumhverfi sveitarfélaganna • Afkoma sveitarfélaga á árinu 2008 • Nokkur atriði önnur
Miklar sviptingar á árinu 2008 • Gengi krónunnar féll framan af árinu og hrundi á seinni hluta þess • Verðbólga fór vaxandi m.a. í kjölfar gengisfalls krónunnar • Atvinnuleysi fór vaxandi á seinni hluta ársins • Byggingaframkvæmdir stöðvuðust að miklu leyti á nokkrum vikum • Almennur lánamarkaður stöðvaðist að verulegu leyti í kjölfar bankahrunsins • Sveitarfélögin brugðust fljótt við
Þróun útsvarstekna, samanburður milli ára • Útsvarsprósenta hækkaði í lok síðasta árs úr 12,98% í 13,10% • Úttekt á séreignasparnaði lífeyrissjóða hefur tímabundin áhrif • Þróun útsvarsstofns milli ára mismunandi milli sveitarfélaga og sveitarfélagaflokka • Á vef sambandsins má sjá yfirlit um mánaðarlega þróun útsvarstekna fyrir hvert sveitarfélag fyrir árin 2008 og 2009
Samanburður á útsvarstekjum fyrstu 8 mánuði 2008 og 2009 (m.kr)
Aðgerðir í efnahagsmálum • Lög um aðgerðir í efnahagsmálum hafði töluverð áhrif fyrir sveitarfélögin • Tryggingargjald hækkaði um 1,66% stig • Ýmsar aðrar aðgerðir • Á næsta ári munu brúttóáhrif hækkunar tryggingagjalds vera nær 2,5 ma. kr. í beinan kostnaðarauka f. sveitarfélögin • Jöfnunarsjóðurinn mun fá rúmar 400 m. kr. í auknar tekjur vegna þessara aðgerða
Hækkun kostnaðar við félagslega þjónustu • Erfiðara ástand í samfélaginu kallar á aukin útgjöld sveitarfélaganna á ýmsum sviðum • Fjárhagsaðstoð • Húsaleigubætur • Samanburður á fyrstu 8 mán. 2008 og 2009 hjá stærstu sveitarfélögunum (með um 80% íbúanna) • Að jafnaði milli 60-70% hækkun milli ára • Allt að tvöföldum útgjalda þar sem mest var
Útlit fyrir næsta ár • Mikið atvinnuleysi • Lágt gengi krónunnar • Verðbólga fer að öllum líkindum lækkandi • Vextir fara vonandi lækkandi • Erfið afkoma í heildina tekið • Viðvarandi ástand en ekki tímabundnir erfiðleikar • Töluverður munur á stöðu einstakra sveitarfélaga • Opnun lánalína við útlönd?
Aðgerðir sveitarfélaga • Sveitarfélögin brugðust skjótt við • Þau settu sér markmið að standa vörð um • Grunnþjónustu • Atvinnuöryggi starfsfólks • Þau hafa leitað leiða til sparnaðar og hagræðingar • Víða voru töluverðir möguleikar á bættri nýtingu fjármuna • Verulegur árangur hefur náðst • Aukin þörf á forgangsröðun verkefna • 95/5% reglan
Þjónustutilskipun ESB • Markmið: • Auðvelda þjónustuveitendum að neyta staðfesturéttar á EES-svæðinu • Tryggja betur frjálst flæði þjónustuviðskipta á innri markaðinum
Afgreiðslutími skiptir máli • Byggingarleyfi falla undir tilskipunina ef um er að ræða húsnæði fyrir þjónustustarfsemi, t.d. hótel, veitingastað, ferðaskrifstofu o.s.frv. • Umsóknir ber að afgreiða innan tiltekins tíma, dráttur getur leitt til þess að umsókn teljist samþykkt! • Ef gögn vantar ber að tilkynna umsækjanda það • Heimilt er að tilkynna einu sinni um töf á afgreiðslu ef sérstakar ástæður leiða til þess
Skyldur sveitarfélaga gagnvart umsækjendum • Umsækjendur eiga rétt á að fá gögn og senda upplýsingar rafrænt. • Óheimilt er að krefja umsækjendur um frumrit skjala frá öðrum stjórnvöldum nema brýnar ástæður liggi að baki • Leyfisgjöld þarf að vera hægt að greiða rafrænt • Ætlast er til að stjórnvöld hafi samvinnu milli landa • Ef þörf er á staðfestingu frá stjórnvaldi í öðru landi kallar sveitarfélagið beint eftir henni
Samvinna ríkis og sveitarfélaga um verkefnið Innleiðing þjónustutilskipunarinnar krefst mikillar samvinnu. Að ýmsu er að hyggja, t.d.: • Tryggja að rétt vef- og netföng verði gefin upp á Ísland.is • Gefa réttar upplýsingar um leyfisveitingaferilinn, helst staðlað eyðublað fyrir öll sveitarfélög á Ísland.is (enska og hugsanlega fleiri erlend tungumál) • Afgreiðsla umsókna verður hjá sveitarfélagi þrátt fyrir atbeina Ísland.is
HugsAnleg áhrif á sveitarfélög Áhrifin velta m.a. á fjölda umsókna erlendra aðila um leyfi sem sveitarfélög veita • Mikil óvissa er um umfangið • Fjarlægðin kann að draga úr áhuga erlendra aðila • Bretar sjá aðallega jákvæð áhrif • Fleiri bjóðendur í útboðum • Fleiri störf vegna útrásar breskra fyrirtækja • Stjórnsýsla verður einfölduð • Rafræn stjórnsýsla sparar útgjöld og tíma fyrir alla