1 / 16

INNILEIKIR LEIKFIMI DANS HVÍLD

HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI. INNILEIKIR LEIKFIMI DANS HVÍLD. Kynning á gögnum. Heilsuleikskólinn Skólatröð Skólastofuleikfimi á snældu Æfingakerfi sem nefnast L.T.B. eða líkamsvitund, tengsl og boðskipti. Heilsubók.

ami
Download Presentation

INNILEIKIR LEIKFIMI DANS HVÍLD

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI INNILEIKIR LEIKFIMI DANS HVÍLD HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  2. Kynning á gögnum • Heilsuleikskólinn Skólatröð • Skólastofuleikfimi á snældu • Æfingakerfi sem nefnast L.T.B. eða líkamsvitund, tengsl og boðskipti HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  3. Heilsubók • Áhersla er lögð á hreyfingu til að auka hreyfifærni og styrkja sjálfsmynd barnanna. • Hafðar eru reglubundnar hreyfistundir í sal tvisvar í viku. • Mikil hreyfing í útivist sem er lágmark ein stund á dag hjá hverju barni. • Hreyfingin í frjálsum tíma í sal. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  4. Heilsubók frh • Farið í gönguferðir og heimsóknir á opið íþróttasvæði. • Bókin hefur að geyma almennar upplýsingar um barnið, hæð, þyngd, heilsufar, næringu, svefn, félagslega færni, hreyfingu og listsköpun. • Henni fylgir disklingur með skráningarformum. Skráð er tvisvar eða þrisvar á ári. • Sérstakur matseðill fyrir nónhressingu. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  5. Bók um barnið • Við upphaf skólagöngu stofna bók sem safnað er í á meðan barnið er í leikskólanum • Mæla hæð og þyngd í upphafi og einu sinni til tvisvar á ári eftir það. Varð breyting? • Skrá matarvenjur í upphafi og einu sinni á ári eftir það. Hvað hefur breyst? • Safna í bókina öðru því sem tekur breytingum eftir aldri og þroska t.d. myndum og teikningum. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  6. Aðalnámskrá • Börn hafa ríka þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Í leikskóla ber því að leggja áherslu á hreyfingu barna og hreyfiuppeldi. Öll hreyfing stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Leikir, sem reyna á líkamann, veita barni útrás. • Börn eru sífellt á hreyfingu og þau fara fljótt að tjá sig með hreyfingu. Hreyfing hefur áhrif á heilsu, snerpu og þol. Barn skynjar líkama sinn og nær smám saman betri stjórn á hreyfingum sínum. Í hreyfileikjum öðlast barn skilning á styrk sínum og getu og sjálfstraust þess vex. Samhæfing hreyfinga, jafnvægi og öryggi barnsins eykst. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  7. Hreyfileikir inni • Í hreyfileikjum öðlast börn að öllu jöfnu jákvæða afstöðu til líkamsæfinga og efla skilning á líkama sínum, styrk og getu. Við það vex og styrkist sjálfstraust þeirra og vellíðan. • Í hreyfileikjum læra börnin að virða leikreglur, fara að fyrirmælum og meta aðstæður. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  8. Leikir í heimastofu • Í skipulögðum leikjum vinna börnin saman í hóp, t.d. að skríða, klifra, hoppa, henda, grípa, hlaupa og sparka. • Gott er að nota þau húsgögn sem til staðar eru og fara undir, yfir, fyrir framan og fyrir aftan. • Auk þessa eru látbragðsleikir, að herma eftir snjókorni, laufblaði, vindinum o.s.frv. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  9. Leikfimi • Gott er að byggja upp þrjú til fjögur kerfi sem hægt er að grípa fram til skiptis. • þá er hægt að hafa í huga þau leikfimiáhöld sem leikskólinn býr yfir og vinna út frá því rými sem til staðar er. • Með því að fara í hring- og hlaupaleiki er jafnframt verið að leggja inn hjá börnunum ýmis stöðuhugtök, þau átta sig á rými, fjarlægðum og áttum. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  10. Leikfimi frh • Blöðrur svífa skemmtilega og reyna á margþætta hreyfingu, sérstaklega hjá yngri börnunum. • Í stöðvaleikfimi eru notuð margskonar tæki s.s. jafnvægisslá, hringir, sippubönd, boltar, baunapokar, gjarðir, kaðlar, rimlar, keilur og fleira. • Hlaupaleikir reyna verulega á þrótt barnanna og úthald, örva hjartslátt þeirra og blóðrás. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  11. Hvíld / slökun • Hvíld og slökun í lok hreyfileikja gefur börnunum góða tilfinningu fyrir líkama sínum. • Þannig upplifa börnin t.d. muninn á spennu og slökun. • Með því að enda leikfimitímann alltaf á slökun komast börnin í rólegt og gott ástand og eftir leikfimina eru þau vel tilbúin í næsta verkefni. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  12. Dans • Dans er ákveðið hreyfiform sem getur hentað vel þeim sem ekki flokkast með hreyfigreind. • Öll notkun tónlistar er mjög mikilvæg, hvort sem um er að ræða spuna, látbragðsleiki eða dans. • Dansinn höfðar meira til þeirra sem flokkast með tóngreind (musical intelligence). • Tónlistin og takturinn kalla fram innri þörf fyrir ákveðna hreyfingu. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  13. Dans frh Í leikskólum er hægt að dansa með ýmsum hætti: • Slá upp balli. • Skipuleggja formlega danstíma. • Flétta dansinn inn í leikfimikerfið. • Marsera inni og úti. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  14. Hvíld og svefn • Nægjanlegur svefn og hvíld er mikilvægur öllum börnum til þess að þau geti viðhaldið andlegri og líkamlegri heilsu og til þess að geta tekist á við lífið og leikinn. • Svefn- og hvíldartímar eru nauðsynlegir í leikskólum til þess að tryggja andlega og líkamlega vellíðan barnanna. • Hegðun barna, heilsufar og lífsþróttur mótast mjög af því hve vel og reglulega þau sofa og hvílast. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  15. Hvíld og svefn frh • Svefnvana og þreytt börn verða oft lystarlaus, viðkvæm, vanstillt og mótþróagjörn. • Kennaranum ber að leggja rækt við þessar viðkvæmu svefn- og hvíldarstundir og gera þær að góðum og friðsælum stundum fyrir barnið. • Margir nota sérstaka sefandi tónlist. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

  16. Hvíld og svefn frh • Farið er eftir óskum og tilsögn foreldra varðandi svefnvenjur barnsins. • Í hvíldartímum sem ekki eru ætlaðir til svefns er sögulestur góður ef börnin sætta sig við að liggja og hlusta. • Mjög gott er að segja börnunum sögur, þjóðsögur og ævintýri, og viðhalda um leið þeirri gömlu menningu. HOLO febr 2002 Sigrún Jónsdóttir

More Related