530 likes | 724 Views
Greiningaraðferðir í Lestrarmiðstöð - flokkun á erfiðleikum í lestri og stafsetningu. Rannveig G. Lund, 6. Júní-2000. Ein tegund lestrarerfiðleika sem talin er arfgeng og af líffræðilegum toga hefur fengið þessi heiti: Dyslexía (K og L) Les- og stafsetningarhömlun (K) Torlæsi (K)
E N D
Greiningaraðferðir í Lestrarmiðstöð - flokkun á erfiðleikumí lestri og stafsetningu Rannveig G. Lund, 6. Júní-2000 Rannveig G. Lund, júní, 2000
Ein tegund lestrarerfiðleika sem talin er arfgeng og af líffræðilegum toga hefur fengið þessi heiti: • Dyslexía (K og L) • Les- og stafsetningarhömlun (K) • Torlæsi (K) • Lesblinda, (L) • Orðblinda, (L) • Sértækir lestrar- og stafsetningarerfiðleikar (L) • Sértæk les- og stafsetningarröskun (L) K= kennslufræðilegt hugtak L= læknisfræðilegt hugtak Rannveig G. Lund, júní, 2000
Hér verður notað hugtakið ,,dyslexía”. Í beinni þýðingu merkir hugtakið: Erfiðleikar með orð. Venjulega er átt við rituð orð. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Framangreindur fjöldi hugtaka gefur til kynna: • Að ekki er fullrannsakað, hvers vegna sumir eiga erfitt með að ná tökum á ritmálinu (lestri og stafsetningu). Þess vegna er ekki að fullu ljóst hverjar orsakir eru. • Að togstreita ríkir milli kennslufræðilegra- og læknisfræðilegra viðhorfa. Það á við um einkenni, orsakir, framvindu og greiningaaðferðir. Togstreita er bæði til staðar hérlendis og erlendis. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Togast á innan fagstéttar - læknastéttarinnar- • Árið 1980 lögðu Bresku læknasamtökin (Britsh Medical Association) til við félaga innan vébanda sinna að líta ekki á dyslexíu sem læknisfræðilegt vandamál. • Taugalæknar andmæltu tillögunni (Doyle, 1966) Rannveig G. Lund, júní, 2000
Fagstéttir togast á. Læknisfræði -kennslufræði • 1981 skrifar Critchley, taugalæknir: • Greining á dyslexíu er á ábyrgð læknisfræðinnar. • Sama ár skrifaði Whittaker, skólasálfræðingur í Bretlandi: Dyslexía er ekki læknisfræðilegt mál, við erum með kennslufræðilegt vandamál sem snýst um hvernig á að kenna á áhrifaríkari hátt. • (Doyle, 1996). Rannveig G. Lund, júní, 2000
Togstreita á Íslandi. • Greiningaraðferðir í Lestrarmiðstöð taka mið af kennslufræðilegri sýn og rannsóknum síðustu 25 árin. • ICD-10 - flokkunarviðmið alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO eru annars vegar sniðin að læknisfræðilegri sýn sem á rætur að rekja til síðustu áratuga 19. aldar- hins vegar að nýrri rannsóknarþekkingu. • Margt er sameiginlegt í greiningaraðferðum en einnig talsvert frábrugðið. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Mismunandi skilgreiningar á dyslexíu ná oftast til sömu nemendanna. En ólíkar skilgreiningar geta einnig valdið því að sami nemandi er talinn vera með dyslexíu út frá einni skilgreiningu en ekki annarri. • Heppilegra er í litlu landi að samkomulag sé um, út frá hvaða skilgreiningu á dyslexíu er gengið. • Ef skilgreining skapar einum rétt öðrum fremur, þarf að vera hægt að rökstyðja þann rétt út frá rannsóknaþekkingu, kennslufræðilegri nálgun og út frá lögum og reglugerðum um skólastarf. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Skilgreiningin þarf að fela í sér lýsingu á einkennum, hugsanlegum orsökum og skýra hvað greinir dyslexíu frá annars konar lestrarerfiðleikum. • Þess vegna þarf líka að skilgreina ,,annars konar” lestrarerfiðleika. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Tilgangur skilgreininga er oft sá að tryggja þjónustu og viðeigandi aðgerðir fyrir þá sem eiga við sérstaka erfiðleika að stríða.Með þjónustu er til dæmis átt við sérhæfða kennslu¹til framfara og úrræðum² sem draga úr hömluninni sem sá stendur frammi fyrir í námi sem er með dyslexíu.¹t.d sérkennslu²t.d lengri tíma í prófum, leturstækkunum, notkun segulbands við nám og próftöku. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Lestrarmiðstöð: dyslexía og aðrir lestrar og stafsetningarerfiðleikar. • Einkenni dyslexíu eru umskráningarerfiðleikar á mismunandi stigi. (sjá skilgreiningar, rammi 3 -lestrarerfiðleikar 2-3 og rammar 4,5 og 6, lýsing á umskráningarerfiðleikum). • Þeir sem glíma við umskráningarerfiðleika/ dyslexíu eru nemendur á mismunandi greindarstigum og í mismunandi félagslegum aðstæðum (sjá skilgreiningar, rammi 3, lestrarerfiðleikar 2 og 3). Rannveig G. Lund, júní, 2000
Lestrarmiðstöð: Dyslexía og aðrir lestrar og stafsetningarerfiðleikar • Langvarandi lestrarerfiðleikar geta valdið því að nemandi sem er eingöngu með umskráningarerfiðleika (sjá skilgreiningar, ramma 3, lestrarerfiðleikar 2) snemma á skólagöngu, glími síðar á skólagöngu sinni bæði við umskráningar- og skilningserfiðleika ( sjá skilgreiningar, ramma 3, lestrarerfiðleika 3). Til að fyrirbyggja það, er þverfagleg samvinna heimilis, skóla og sérfræðinga á fræðslumiðstöðvum og skólaskrifstofum nauðsynleg. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Lestrarmiðstöð: Dyslexía og aðrir lestrar og stafsetningarerfiðleikar • Orsakir: Flest rannsóknarök benda til að um varanlega veikleika af líffræðilegum toga í hljóðkerfisferli* sé að ræða. Hljóðkerfisferlið byggir á samspili margra þátta. Gert er ráð fyrir að framtíðarrannsóknir leiði fleiri orsakaþætti í ljós * Grunnþekking á stöfum og hljóðum og lestur eftir hljóðaaðferð reynir á hljóðkerfisferlið. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Fræðileg rannsóknarrök fyrir greiningarstefnu Lestrarmiðstöðvar er m.a að finna hjá: • Felton og Wood, 1992; Fletcher, Francis, Rourke, Shaywitz og Shaywitz, 1992; Fredman og Stevenson, 1988; Hurford o.fl., 1994; Höien og Lundberg, 1991; Maughan, Hagell, Rutter og Yule, 1994; Pennington, Gilger, Olson og De Fries, 1992; Rispens, van Yeren, og van Duijn, 1991; Schuerholz og.fl. 1995; Share, MacGee, McKenzie, Williams, og Silva 1987; Scheywitz, Fletcher, Holahan, 1992; Siegel, 1988,1989, 1992; Stanovich og Siegel, 1994 o.fl. (sjá hjá Blachman 1997). Rannveig G. Lund, júní, 2000
Lestrarmiðstöð:Aðrir lestrarerfiðleikar. • Einkenni: Skilningserfiðleikar (t.d.á ritmál sem hlustað er á), -erfiðleikar koma fram í lesskilningi- ekki í umskráningu (sjá skilgreiningar bls. 1 rammi 3 lestrarerfiðleikar 1). • Orsök: Lítill orðaforði, þröngur reynsluheimur, slök tilfinning fyrir beygingarfræðilegum þáttum málsins • (sjá skilgreiningar, áhrifaþætti á skilning, rammi 10). Rannveig G. Lund, júní, 2000
Lestrarmiðstöð:Aðrir lestrarerfiðleikar • Orsakir annarra lestrarerfiðleika geta tengst einhverju af þessu: • Slakri greind og/eða uppeldisaðstæðum svo sem lítilli örvun, lítilli lestrariðkun, takmarkaðri einbeitingu, rangri námstækni • (sjá skilgreiningar, rammi 3, lestrarerfiðleikar ....1, sjá um áhrifaþætti, rammi 10). • (Stothard, 1996; Turner o.fl. 1996) Rannveig G. Lund, júní, 2000
Læknisfræðileg sýn- ICD-10-sértæk lesröskun • Einkenni eru umskráningarerfiðleikar í lestri og stafsetningu. (sjá skilgreiningar bls. 1, rammar 4,5 og 6) • Orsakir: M.a. varanlegir veikleikar í hljóðkerfisferli ásamt öðrum óþekktum orsökum. • Hverjir fá dyslexíu skv. ICD-10?: Nemendur með góða greind og í góðum félagslegum aðstæðum. Marktækt misræmi þarf að vera milli greindar og lestrargetu (þ.e.lesskilnings/ lestrarnákvæmni annars vegar og greindar hins vegar skv. ICD-10). Rannveig G. Lund, júní, 2000
Læknisfræðileg sýn-ICD-10: Aðrir lestrarörðugleikar(hér er vísað til ICD-10 skilgreiningarinnar). • Einkenni: Geta verið umskráningarerfiðleikar • hjá eftirtöldum: • Hjá þeim sem mælast ekki með marktækt misræmi milli greindar og lestrargetu. • Hjá þeim sem eru félagslega illa settir. • Hjá þeim sem ekki hafa notið kennslu. • Hjá þeim sem eru með hegðunartruflanir. • Orsakir: Lítið misræmi milli lesskilnings-og/ eða lestrarnákvæmi og greindar, erfiðleikar í hegðun og umhverfi. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Læknisfræðileg sýn á dyslexíu-sértæka lesröskun, tengist meðal annars skólasögu 19. aldar en ekki rannsóknum eins og þær eru stundaðar í dag. Flokkun í skóla eftir efnahag og félagslegri stöðu viðgekkst sums staðar í Evrópu á 19. öld.Fátækir og illa gefnir voru t.d. hafðir saman í skóla aðgreint frá öðrum (Simonsen, 1999). • Því var talið eðlilegt að sumir væru illa læsir (heimskir) en óeðlilegt að aðrir væru ekki læsir (J.Pind, 1997). Rannveig G. Lund, júní, 2000
Er hægt að réttlæta dyslexíu eins og litið er á hana í Lestrarmiðstöð út frá þeirri • takmörkuðu fræðilegu þekkingu sem fyrir liggur ? og • skólastefnu menntamálaráðuneytisins? Rannveig G. Lund, júní, 2000
Fræðileg rök Veikleikar í hljóðkerfisferli: • greina nemendur með umskráningarerfiðleika frá þeim sem ná tökum á lestri. Þeir finnast hjá mismunandi vel gefnum einstaklingum. • (sjá heimildir í ramma 14) Rannveig G. Lund, júní, 2000
Rök út frá skólastefnu. • Stefnan í nýrri aðalnámskrá 1999. • 1994. Stefnt að skóla án aðgreiningar - stefnt að því að leggja niður sérdeildir og sérskóla. Allir með - enginn útundan. Íslendingar eru aðilar að Salamancayfirlýsingunni. • Það mætti því ætla að minni þörf en áður sé fyrir að flokka nemendur með greindarprófum í bekki, sérskóla og sérdeildir. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Rök út frá skólastefnu • 1999. • Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. Stefnan er þessi: Börn á öllum greindarstigum og mismunandi félagslegum aðstæðum, eiga fá kennslu við hæfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum og sveigjanlegum kennsluháttum. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Rök út frá skólastefnu Aðalnámskrá, almennur hluti: • …sambærileg og jafngild tækifæri fyrir alla (bls. 16) • Nemendur eiga rétt á viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni (bls.21). Rannveig G. Lund, júní, 2000
Sömu viðhorf til dyslexíu ryðja sér til rúms erlendis. • Dæmi frá 1999: The British Psychological Society (BPS), Division of Educational and Child Psychology setur fram nýja skilgreiningu: Dyslexía er til staðar þegar nákvæmur og þjáll lestur og/eða stafsetning orða þróast á ófullkominn hátt eða með miklum erfiðismunum.Vandinn verður að vera mikill og langvarandi þótt námsaðstæður hafi verið við hæfi. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Afstaða BPS • 1999 framhald • Endurskilgreining miðað við það sem tíðkaðist 1991 þykir nauðsynleg af tvennum ástæðum: • To get away from ,,deficit” practice- that is only accepting a child is dyslexic and drawing on extra teaching resources when their reading age is three or four years behind their intellecutal ability. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Afstaða BPS • 1999 framhald • The secondis to crystallise its meaning as a condition that can affect all children: Black and white, English and multi-lingual speakers; rich and poor, highly intelligent and slow learners. • (Úr Times Educational Supplement, 29. okt,1999 byggt á skýrslu BPS) Rannveig G. Lund, júní, 2000
Það sem áður tíðkaðist (fyrir 9 árum) hjá BPS: • 1991. Division of Educational and Child Psychology of the British Psychological Society (BPS). • Könnun sýndi að 78% af 882 skólasálfræðingum í Bretlandi notuðu greindarmælingu sem viðmið þegar þeir kváðu upp úr um dyslexíu. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Samantekt • Hvað er líkt með greiningarviðmiðum og viðhorfum Lestrarmiðstöðvar og World Health Organization ICD-10 til dyslexíu? • Hvað er ólíkt ? • Getum við fundið eina skilgreiningu sem hægt er að rökstyðja út frá rannsóknarþekkingu og fellur að íslenskri skólastefnu? Rannveig G. Lund, júní, 2000
Það sem er sameiginlegt er með greiningarstefnunum í Lestrarmiðstöð og ICD-10 viðmiðunum. • Ástæður eru líffræðilegar • Áttun, gróf- og fínhreyfingar eru ekki talin sameiginlegt einkenni einstaklinga með dyslexíu og þess vegna eru þessir þættir hvorki inni í skilgreiningum Lestrarmiðstöðvar né ICD-10. • Talið er mikilvægt í báðum skilgreiningum að leggja mat á hljóðkerfisþætti. • Sjónrænir þættir eru ekki álitnir orsakavaldar dyslexíu. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Enginn ágreiningur um að: • Einkennin í lestri og stafsetningu koma fram sem umskráningarerfiðleikar (sjá skilgreiningar, bls. 1, rammar 5 og 6) sem hafa áhrif á lesskilning, leshraða og stafsetningu • (sjá skilgreiningar, ramma 9) Rannveig G. Lund, júní, 2000
Enginn ágreiningur um að • birtingarform er mismunandi eftir aldri. • Á leikskólaaldri: Máltruflanir oft merkjanlegar eða eru undirliggjandi (Catts, 1989, Scarborough, 1990). • Á grunnskólaaldri: Lestrarerfiðleikar hamla mest námi en stafsetningarerfiðleikar líka. • Önnur skólastig: stafsetningarerfiðleikar í íslensku og tungumálum, stundum lestrarerfiðleikar á erlendum málum og jafnvel íslensku. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Ágreiningsmál milli greiningarkerfanna eru þessi: • Hvort skilgreina eigi dyslexíu út frá greind. • Hvort skilgreina eigi dyslexíu út frá félagslegum aðstæðum og tilfiningalegri líðan. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Greind og dyslexíasjónarhorn í Lestrarmiðstöð. • Þrjú börn, 10 ára að aldri eru með umskráningarerfiðleika . • Þau lesa öll eins og börn í 7 ára bekk • greind A er eins og hjá 12 ára barni (sjá næsta ramma - lestrarerfiðleikar 2) • greind B er eins og hjá 10 ára barni(sjá næsta ramma - lestrarerfiðleikar 2). • greind C er eins og hjá 8 ára barni (sjá næsta ramma - lestrarerfiðleikar 3). Rannveig G. Lund, júní, 2000
LestrarmiðstöðEinfalda lestrarlíkaniðHöfundar: Gough og Tunmer, 1986;Dyslexía og aðrir lestrarerfiðleikar Rannveig G. Lund, júní, 2000
Greind og dyslexía - sjónarhorn á greind í Lestrarmiðstöð. • A og B og C hafa öll verið í sama bekk frá upphafi skólagöngu. Þau eru einu börnin í bekknum sem ekki hafa náð tökum á lestri. • Umskráningarerfiðleikar og greining á undirþáttum sýnir veruleg frávik í hljóðkerfisferli hjá öllum þremur. • A og B eiga gott með að skilja þegar námsefnið er útskýrt eða lesið fyrir bekkinn en ekki C. Rannveig G. Lund, júní, 2000
A, B, og C hafa öll þörf fyrir mikla aðstoð. • Skv. aðanámskrá eiga þau öll rétt á námi við hæfi eins og öll önnur börn. • C þarf að læra að lesa eins og A og B í lesefni sem hann hefur forsendur til að skilja. Það vilja foreldrar hans. Hann þarf námsefni sem lagað er að skilningi hans. • Þess vegna getur C tekið framförum í lestri eins og A og B á lesefni sem miðast við skilningsforsendur hans. (Aaron, 1997; Snowling, 1999) Rannveig G. Lund, júní, 2000
Félagslegar og tilfinningalegar aðstæður. Greining á lestri er ekki í tómarúmi. • Það þarf að greina fleira en aðeins lestur. Það er ekki einungis styrkur lestrarerfiðleika heldur einnig aðstæður¹ og persónuleiki² þess sem við erfiðleikana glímir sem hafa áhrif á hve auðvelt/erfitt er að mæta þörfum við hæfi og stuðla að framförum. • ¹Aðstæður heima og í skóla • ²Þættir í persónuleika: Til dæmis baráttuvilji og atferli. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Umhverfi og persónuleiki +/- hafa áhrif á framfarir Rannveig G. Lund, júní, 2000
Félagslegar aðstæður - sjónarhorn á dyslexíu í Lestrarmiðstöð • Dæmi: • 5 af 20 börnum í 10 ára bekk býr við erfiðar heimilisaðstæður. • Þannig er það með A. EN hann er sá eini sem glímir við dyslexíu í merkingunni • umskráningarerfiðleikar (sjá skilgreiningar rammi 3 lestrarerfiðleikar 2) - hin 4 urðu fengu sömu kennslu og urðu læs. Rannveig G. Lund, júní, 2000
,,Áður var t.d. oft talið, að þroskaskerðingu án þekktra orsaka mætti rekja til umhversáhrifa. Slíkar hugmyndir eru mjög á undanhaldi nú á tímum.” • Tryggvi Sigurðsson, mars, 2000. Morgunblaðið. • Dyslexía er ekki þroskaskerðing, heldur þroskafrávik eða þroskaröskun. Eru hugmyndir um umhverfisáhrif ekki á sama hátt, einnig á undanhaldi ? Rannveig G. Lund, júní, 2000
Samvinna Lestramiðstöðvar við aðrar fagstéttir. Dæmi af • 26 nemendum á aldrinum 7-12 ára frá sem komu til greiningar í Lestrarmiðstöð á ákveðnu tímabili. • Af þeim höfðu 25 sérkennslu. Samvinna var við • foreldra, umsjónarkennara,þá sem önnuðust sérkennsluna. • Af þessum 25 nemendur höfðu • 16 farið í sálfræðilega greiningu áður en þeir fóru í greiningu í Lestrarmiðstöð • Sóst var eftir upplýsingum og samvinnu við sálfræðinga með leyfi foreldra. • 1 var vísað af Lestrarmiðstöð í sálfræðilega greiningu. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Af blaðaskrifum mætti ráða að flokkunarkerfi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, ICD-10 á sjúkdómum og andlegum vandkvæðum sé viðurkennt á öllum sviðum sem það tekur á- líka sértækri lesröskun/dyslexíu. • (sjá Tryggvi Sigurðsson, 4. apríl, 2000. Morgunblaðið) Rannveig G. Lund, júní, 2000
Þess vegna var spurt: • Hvaða lönd nota ICD-10 viðmiðin sem opinbera stefnu við að greina sértæka lesröskun? • WHO= svaraði ekki Rannveig G. Lund, júní, 2000
Spurt var: Hvaða lönd nota ICD-10 viðmiðin sem opinbera stefnu í því að greina sértæka lesröskun? • OECD-Peter Evans, Svar: • “I really do not know the answer to your question. ICD-10 has never been mentioned by any OECD country when gathering definitions of disabilities for educational purposes. Perhaps it is used by medical authorities especially in the pre-school and post -school periods”. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Spurt var: Hvaða lönd nota ICD-10 viðmiðin sem opinbera stefnu í því að greina sértæka lesröskun? • Svar Anitu hjá European Agency forDevelopment in Special Needs Education: • ,,Unfortunately, the Agency does not possess such information, and I am sorry to tell you that we do not know where to provide it at the moment”. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Að lokum • Allar skilgreiningar ber að umgangast sem vinnutilgátur, ekki heilagan sannnleik, meðan ekki er meira vitað um lestrarerfiðleika og orsakir þeirra. • Heppilegt er að ná samstöðu um skilgreiningu sem hægt er að rökstyðja út frá íslensku skólakerfi og út frá rannsóknarrökum, skilgreiningu sem skerðir ekki rétt eins til aðstoðar á kostnað annars sem einnig er hjálparþurfi. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Að lokum • Greining er mjög kostnaðarsöm - hún þarf að beinast að því að skoða þá þætti sem flestar rannsóknir sýna að greini börn með lestrarerfiðleika best frá börnum án lestrarerfiðleika. • Ef ekki er um aðstoð við hæfi að ræða innan skólanna virkar greining aðeins sem stimpill og skýring en nýtist síður til framfara. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Að lokum • Besta fyrirkomulag á greiningum á lestri og stafsetningu er að hún haldist náið í hendur við kennslu. • Besta fyrirkomulag er að greiningaraðilinn sé fagmaður innan skólans og vinni annað hvort út frá greiningunni sjálfur eða gefi samkennara/samkennurum ráð um hvað gera skuli. Rannveig G. Lund, júní, 2000
Að lokum • Þetta þýðir að sérkennarar þurfa að hafa stöðluð, áreiðanleg og réttmæt próf til þess að meta með lestur, stafsetningu og fjölmarga undirþætti til þess að skilgreina dyslexíu og aðra lestrarerfiðleika. • Sérkennarar þurfa að koma að gerð þessara prófa, því þeir vita einfaldlega mikið um lestur. Þeir hafa fram til þessa ógjarnan kveðið upp úr um dyslexíu þar sem þeir, líkt og aðrir sérfræðingar á Íslandi, hafa fram til þessa ekki haft nægilega fjölbreytt og áreiðanleg mælitæki. Rannveig G. Lund, júní, 2000