130 likes | 295 Views
Íslenskur fjármálamarkaður. Ástand og horfur á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Vilhjálmur Bjarnason. Aðstæður í umheiminum. Fjárlagahalli í Bandríkjunum Stríðsrekstur í Írak. Mjög hátt olíverð. Órói á gjaldeyrismörkuðum. USD hefur fallið gagnvart EUR, 0,84 =>0,68
E N D
Íslenskur fjármálamarkaður Ástand og horfur á Íslandi í alþjóðlegu samhengi Vilhjálmur Bjarnason
Aðstæður í umheiminum • Fjárlagahalli í Bandríkjunum • Stríðsrekstur í Írak. • Mjög hátt olíverð. • Órói á gjaldeyrismörkuðum. • USD hefur fallið gagnvart EUR, 0,84 =>0,68 • USD og JPY haldast í hendur. • EUR og CHF haldast í hendur. • Viðskiptahalli Bandaríkjana gagnvart útlöndum. • Jafn mikill og samanlagður afgangur allra annarra landa. • Alþýðulýðveldið Kína,Japan og Taivan fjármagna hallann.
Mikið framboð á lánsfé • Þrátt fyrir fjárlagahalla í Bandríkjunum, eru vextir fremur lágir. • Erlendir fjárfestar fjárfesta í Bandaríkjunum. • Í kjölfar mikils lánsfjár á mörkuðum, fór fram útsala á húsnæðislánum. • Undirmálslán subprime • Notaðir til að búa til afleiður, vafninga. • Afföll meiri en gert var ráð fyrir í upphafi.
Askar hafa afskrifað 800 milljónir króna + 800 milljónir króna síðarMorgunblaðið 24. janúar 2008 • Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, segir að fjárfestingarbankinn standi sterkum fótum þrátt fyrir óróann á fjármálamörkuðum. Bankinn eigi engin skráð hlutabréf á markaði, og því komi lækkanir þar ekki við Askar, en hins vegar sé mjög erfitt fyrir öll fjárfestingarfélög að nálgast fjármagn. Askar hafi fengið að kynnast því líkt og sambærileg félög. • Askar Capital hefur tekið sér stöðu í erlendum skulda-bréfavafningum, einkum í Bandaríkjunum, og að sögn Tryggva þurfti bankinn að afskrifa um 800 milljónir króna vegna þeirra bréfa á síðasta ári. • Telur Tryggvi að afskrifa þurfi álíka mikið til viðbótar en þessar afskriftir séu ekki það miklar að þær ógni bankanum. Á móti afskriftunum komi hagnaður af öðrum rekstri en endanleg niðurstaða síðasta árs liggi ekki fyrir. • Upphaflegar upplýsingar voru um aðeins 100 milljóna afskrift.
Aðstæður á Íslandi • Einkavæðing íslenkra banka 1998. • Greiður aðagangur íslenskra banka að erlendu lánsfé. • Aukin Útlánageta íslenskra banka. • Húsnæðislán banka. • Innlennd útlán vaxið úr 262 milljörðum í 3.824 milljarða auk erlendra útlána sem eru nú 2.852 milljarðar. • Gengisóvissa • Erlendar skuldabréfaútgáfur og vaxtamunarviðskipti. • Framkvæmdum á Kárahnjúkum og á Reyðarfirði er lokið. • Samdráttur í þorskafla og erfiðleikar í atvinnulífi á landsbyggðinni. • Hjarðhegðun fjárfesta. • Óraunhæfar hækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði fyrri hluta síðasta árs. • Gengi á SPRON hlutabréfum fallið úr 18,6 í 6,7.
Staða ríkissjóðs og vaxtastefna Seðlabanka • Afgangur í rekstri ríkissjóðs á líðnum árum. • Nægur afgangur? • Erlend staða Seðlabanka 163 milljarðar • Erlendar skuldir íslenskra banka 6.184 milljarðar. • Hver er geta Seðalbanka til að vera banki til þrautavara? • Stjórntæki Seðlabankans hefur verið vextir með seinfæri miðlun og möguleika á vaxtamunarviðskiptum.
Ábendingar erlendis frá • Matsfyrirtæki hafa breytt lánshæfismati úr stöðugu í neikvætt. • Erlend matsfyrirtæki og bankar hafa bent á gagnkvæm eignatengsl í íslenskum fyrirtækjum. • Kaupþing – Exista – Sparisjóðirnir • Hagnaður SPRON að mestu leyti tilkominn vegna verðhækkanna á hlutabréfum í Exista.
Kaupþing banki kaupir NIBCTilkynning • Kaupþing banki hf. („Kaupþing”) hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í hollenska bankanum, NIBC Holding BV („NIBC”) fyrir um það bil 2.985 milljónir evra. • Starfsemi NIBC fellur einkar vel að starfsemi Kaupþings hvort heldur sem litið er til landfræðilegrar dreifingar, vöruframboðs eða fyrirtækjamenningar. • Kaupverðið er 2.985 milljónir evra, sem svarar til 12,7 x hagnaðar NIBC síðustu tólf mánuði (að 30. júní 2007) og 1,5 x eigin fjár NIBC þann 30. júní 2007. • Kaupþing gerir ráð fyrir að yfirtakan muni auka hagnað á hlut á árinu 2008.
Kaupþing banki kaupir NIBCTilkynning Fjármögnun: • Kaupþing greiðir seljanda hluta af kaupverðinu með útgáfu 110 milljóna nýrra hluta á genginu 115,375 sænskar krónur á hlut, samtals að verðmæti 1.360 milljónir evra. Seljandi verður næst stærsti hluthafinn í Kaupþingi. Í samræmi við almenna viðskiptavenju verður seljanda óheimilt að selja alla hlutina í 12 mánuði (e. lock-up period) frá lokafrágangi kaupanna auk þess sem seljanda verður óheimilt að selja um það bil 48 milljónir hluta í 24 mánuði. • Gengi á hlutabréfum Kaupþings hf er nú SEK 73. • 1.625 milljónir evra verða greiddar í reiðufé af handbæru fé, með útgáfu víkjandi skuldabréfa (e. Tier 1) og afrakstri útgáfu á 40 milljónum nýrra hluta sem boðnir verða hluthöfum í forgangsréttarútboði. Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboðið fari fram snemma á næsta ári.
Fjárfestingar hina stóru! • REI • Vinnubrögð allra aðila varðandi áform og aðferðafræði REI vekur spurningar um hæfni. • Á hvaða verði var Orkuveita Suðurnesja hf keypt? • Geta veitugjöld staðið undir fjárfestingunni? • Var verið að kaupa aðgang að auðlind í almannaeign • FL Group • Þegar eignir félagsins voru skoðaðar kom í ljós að ekki var allt sem skyldi. • AMR-American Airlines, Finnair, Bang & Olufsen, Commerzbank. • Óvissa um óskráðar eignir.
SkuldatryggingarálagÍslandsálag vegna óvissu? • Kjör íslenkra banka hafa verið mjög hagstæð, álag um 0,20% á libor. • Fréttir berast af 2,5% - 4,6% skuldatryggingarálagi. • Óvissa vegna frágangs á kaupum Kaupsþings hf á hollenska NIBC bankanum. • Er komið sérstakt Íslandsálag? • Lítið fjármálafyrirtæki, Askar Captital með 1.600 milljónir í tap vegna undirmálslána. • Gnúpur hf þurrkast út vegna verðfalls á eignum. • FL Group hf hefur verið með mikil töp í sínum fjárfestingum og mjög miklar afborganir á þessu ári. • Yfirlýsingar um mjög mikla fjárfestingargetu FL Group í sumar og í haust!
Hvað ber framtíðin í skauti sér? • Það eru miklir óvissutímar á næstu mánuðum. • Það er erfitt fyrir hlutabréf að keppa við háa stýrivexti Seðlabankans. • Hvaða upplýsingar koma fram í ársupp-gjörum fyrtækja á næstu vikum? • Samdráttur í þorksafla hefur leitt til uppsagna en hvað kemur í staðinn? • Í raun er andstaða við atvinnuupp-byggingu í framleiðslugreinum. • Við sjáum forsmekkinn að afturhvarfi til 19du aldar í húsakaupum á Laugarveginum.