90 likes | 230 Views
Forsendur Friedmans. Aðeins einstaklingar geta borið ábyrgð. Viðskiptalífið ber ekki ábyrgð. Og strangt til tekið bera fyrirtæki ekki félagslega ábyrgð heldur stjórnendur þeirra. Enska orðið „business“ er tvírætt: Fyrirtæki eða viðskiptalíf. Stjórnandi fyrirtækis.
E N D
Forsendur Friedmans • Aðeins einstaklingar geta borið ábyrgð. • Viðskiptalífið ber ekki ábyrgð. Og strangt til tekið bera fyrirtæki ekki félagslega ábyrgð heldur stjórnendur þeirra. • Enska orðið „business“ er tvírætt: Fyrirtæki eða viðskiptalíf.
Stjórnandi fyrirtækis • Ber ábyrgð gagnvart eigendum fyrirtækisins. • Ber ekki ábyrgð gagnvart samfélaginu að öðru leyti en því að hlutverka hans er að tryggja að starfsemin sé innan ramma laga og siðvenju.
Skattlagning • Ef fyrirtæki axla félagslega ábyrgð þá hvílir hún á herðum stjórnenda. • Stjórnendurnir axla slíka ábyrgð sem stjórnendur, ekki einvörðungu sem einstakir þjóðfélagsþegnar. • Ef um raunverulega félagslega ábyrgð er að ræða þarf stjórnandinn stundum að vinna gegn hagsmunum fyrirtækisins. • Stjórnandinn ver því fjármunum annarra (t.d. hluthafa, starfsmanna eða neytenda) í þágu heildarinnar.
Skattlagning • Þar sem stjórnandinn ver fjármunum annarra í þágu heildarinnar (í félagsleg málefni) er hann í raun að taka sér hlutverk þess sem skattleggur. • Stjórnandinn er því sjálfskipaður opinber embættismaður. • Skattlagning stjórnandans brýtur grundvallarboðorð lýðræðissamfélaga („No taxation without representation.“). • Það er ólýðræðislegt að eigna fyrirtækjum félagslega ábyrgð aðra en þá að auka hagnað sinn.
Sérfræðiþekking • Stjórnandi fyrirtækis er sérfræðingur í því hvernig eigi að reka fyrirtæki. • Hann hefur ekki þá sérþekkingu á verðbólgu, velferðarmálum, skattamálum o.þ.h. sem nauðsynleg er til að réttlætanlegt sé að hann hlutist til um slík mál.
Hliðstæða • Verkalýðsleiðtogar eiga að huga að hagsmuum skjólstæðinga sinna, þeir eiga ekki að starfa í þágu viðameiri félagslegra markmiða.
„Sósíalíska“ sjónarmiðið • Pólitískar leiðir, ekki markaðslegar, eru þær réttu til að dreifa gæðum í þjóðfélaginu. • Stjórnendur og aðrir fulltrúar eigenda eða hópa eiga að starfa í þágu stærri heildar.
Opinber embættismaður? • Hver sá sem fær vald til að dreifa gæðum sem eru ekki hans/hennar eigin verður um leið valdsmaður, opinber embættismaður.
Hræsni • Að láta eins og framlög til góðra málefna sem í raun nýtast fyrirtækinu séu til marks um félagslega ábyrgð er hræsni.