160 likes | 329 Views
Námsmat: Álitamál og hugtök. Hvað er námsmat og hver er tilgangur þess?. Höfum við sameiginlegan skilning á því hvað felst í námsmati? Hver eru helstu „ námsmatsverkin “ ? Hversu stór þáttur í starfi kennara er tengdur námsmati?.
E N D
Hvað er námsmat og hver er tilgangur þess? • Höfum við sameiginlegan skilning á því hvað felst í námsmati? • Hver eru helstu „námsmatsverkin“? • Hversu stór þáttur í starfi kennara er tengdur námsmati?
Allt skipulegt, formlegt, opinbert námsmat, s.s. próf, kannanir, skipulegar athuganir, skráning á árangri, formlegur vitnisburður. Samofið allri kennslu. Kennari fylgist með nemanda í dagsins önn. Allt mat sem ekki er formgert með e-m hætti. Námsmatshugtakið • Námsmat er öll öflun upplýsinga um nám nemenda og miðlun þeirra til nemenda eða annarra Óformlegt námsmat – formlegt námsmat
Ákvæði Aðalnámskrár 2004 Tilgangur námsmats er að kanna að hve miklu leyti nemendur hafa tileinkað sér markmið aðalnámskrár (skólanámskrár) í viðkomandi grein. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun skóla. Umfang þess skal þó að jafnaði vera í samræmi við umfang kennslu í viðkomandi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati og þeir meta úrlausnir nemenda.
Námsmat hefur margþættan tilgang Námshvatning – aðhald Upplýsingar til nemenda, foreldra, annarra Vísbendingar til kennara Greina og meta nám eða kennslu Gæðaeftirlit Gera tilgang námsins ljósari Val og flokkun á fólki
Önnur sjónarmið um tilgang námsmats (hin dulda námskrá) • Búa nemendur undir lífsbaráttuna • Halda aga • Umbuna eða refsa? • Styrkja vald kennarans? • Ógnun? • Eyða tíma!?
Hvers vegna vefst námsmat svo mikið fyrir okkur ? • ... er flókið • það er afdrifaríkt • fyrir þróun sjálfsmyndar • fyrir starfsval og starfsframa • ... reynir mjög á sanngirni og réttlætiskennd • ... tengist ólíkum viðhorfum • ... tengist fordómum okkar • ... manneskjan er ótraust mælitæki!
Bakgrunnur: Gróska, gerjun, deilur Námsmatsumræðan Bandaríkin: Stöðluð próf eða óhefðbundið námsmat(sjá grein IS) England: Stöðluð próf eða leiðsagnarmat Hér á landi Próf (samræmd próf) og / eða aðrar námsmatsaðferðir; símat, námsmöppur (ganga undir ýmsum nöfnum), einstaklingsmiðað námsmat
Gagnrýni á ofnotkun skriflegra prófa • Einhæfni – reyna á fáa færniþætti – prófa fá markmið • Henta ekki jafnt öllum nemendum • Firring – skrifleg próf eru einangrað skólafyrirbæri • Prófgerð er vandi: Mikið af óvönduðum prófum í umferð Þessi umræða er oft tengt gagnrýni á einkunnir! Vönduð próf hljóta að eiga fullan rétt á sér!
Ótal heiti og hugtök • Leiðsagnarmat (Formative Assessment) • „Rauntengt“ námsmat (Authentic Assessment) námsmat • Óhefðbundið námsmat (Alternative Assessment) • Frammistöðumat (Performance-based Assessment eða Performance Assessment) • Portfolio Assessment: Námsmöppur, verkmöppur, sýnismöppur Sjá góða lýsingu á emTech-vefsetrinu • Önnur hugtök sem oft eru notuð: Differentiated Assessment (einstaklingsmiðað námsmat), Multidimensional eða Multiple Assessment (margþætt námsmat), Holistic Assessment (heildstætt námsmat), Informative Assessment, Classroom Assessment
Hugtök tengd tilgangi námsmats Greinandi mat:Til að greina námserfiðleika (Diagnostic Assessment) Stöðumat:Hvar stendur nemandinn? (Placement Assessment) Leiðsagnarmat:Til að bæta námið (Formative Assessment) Heildarmat (yfirlitsmat):Til að meta námsárangur þegar kennslu er lokið (Summative Evaluation)
Í brennidepli nú: Leiðsagnarmat • Kjarninn í leiðsagnarmati er að nemandinn fái (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf, leiðsögn) • Haft er fyrir satt að fjöldi rannsókna sýni fram á þýðingu vandaðs leiðsagnarmats til að bæta námsárangur • Nemendur sem standa höllum fæti virðast njóta sérstaklega góðs af leiðsagnarmati • Sjálfsmat er mikilvægur þáttur í leiðsagnarmati en meginatriði er að nemendur skilji til hvers er af þeim ætlast (skilja markmiðin) (Black og Wiliam 1998: Inside the Black Box)
Vandi • Vandi að ræða námsmat í framhaldsskólum • Lítið sem ekkert er vitað (örugg vitneskja) um hvernig námsmati er háttað í framhaldsskólum hér á landi! • Raunar er sáralítið vitað um kennsluhætti í framhaldsskólann yfirleitt!!! • Þó þetta: • Athugun Rósu M. Grétarsdóttur og Sigurbjargar Einarsdóttur á námsmati í þremur framhaldsskólum (MH, MA og FG) • Rannsókn Rósu á viðhorfum íslenskukennara til námsmats • Rannsókn Ragnheiðar Hermannsdóttur á viðhorfum nemenda til námsmats
Mikilvægar spurningar? • Hvernig er námsmati í framhaldsskólum yfirleitt háttað? • Eru námsmatsaðferðirnar að skila góðum árangri? • Eru þetta bestu aðferðir sem völ er á? • Er vel staðið að námsmati? Hvað þarf helst að bæta eða þróa? Hvaða leiðir koma helst til greina við að bæta námsmat? • Hvernig ber að skilja ákvæði aðalnámskrár? Á hvaða námsmatsaðferðir ber að leggja áherslu samkvæmt námskránni? • Á hverju á að byggja þróun námsmats?
Helstu námsmatsaðferðir • Skipulegar athuganir • Mat á frammistöðu • Greining og mat á verkefnum / úrlausnum • Námsmöppur / sýnismöppur („Portfolio“) • Dagbækur, leiðarbækur • Sjálfstæð verkefni • Sjálfsmat nemenda • Jafningjamat • Umræður – viðtöl • Viðhorfakannanir • Próf og kannanir • Óhefðbundin próf • Námshátíðir, upp-skeruhátíðir (Celebration of Learning)
Heimildir um námsmat á Netinu • Kennsluaðferðavefurinn • Námsmatsvefur Guðrúnar Pétursdóttur • Ástralski PEEL vefurinn: • Best Practices