150 likes | 193 Views
Heilsuskólinn okkar. Nemar Kennaraháskóla Íslands Velkomin á fyrirlesturinn:. Fyrirlesari: Ásgerður Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og íþróttakennari Rekur einnig Heilsuskóla fyrir börn asgg@visir.is - 691 41 61. Hreyfing og næring fyrir börn.
E N D
Heilsuskólinn okkar Nemar Kennaraháskóla ÍslandsVelkomin á fyrirlesturinn: Fyrirlesari: Ásgerður Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og íþróttakennari Rekur einnig Heilsuskóla fyrir börn asgg@visir.is - 691 41 61 Hreyfing og næring fyrir börn © 2003 Efni þetta má eigi nota né afrita í heild eða að hluta til nema með skriflegu leyfi höfundar. Ásgerður Guðmundsdóttir.
Hver er lykillinn að heilbrigðu líferni ? • Hlúa að sjálfum sér og sínum • Forgangsraða hlutunum • Reglubundin hreyfing • Hlusta á aðvörunarbjöllur líkamans • Hollt mataræði • Nægur svefn
Hlúa að sjálfum sér og sínum • Lifum á tímum tækni og hraða • Tölvuvæddur umheimur • Bíllinn • Sjónvarpið • Síminn • Heimsendingarþjónusta • Peningar
Forgangsraða hlutunum • Nám • Fjölskyldan • Vinna • Tómstundir Jafnvægi milli heimilis og vinnu mikilvægt
Reglubundin hreyfing • Hvað gerum VIÐ fyrir okkur? • Hvað gerum VIÐ fyrir börnin? • Hvað gera BÖRNIN fyrir sig? Eiga börn sér drauma?
Hlusta á aðvörunarbjöllur líkamans • Hraði í þjóðfélaginu • Þrýstingur • Nauðsyn • Löngun Hvað gerist hjá barninu ef….?
Andlegt: Þreyta Áhugaleysi Þunglyndi Vanlíðan Líkamlegt: Einhæft langvarandi álag getur skaðað börn Bein og liðamót geta skaðast Meiðsl geta komið fram á vaxtalínum(t.d. tognanir) Hvað gæti gerst -ef hreyfing/þjálfun er of mikil! • Félagslegt: • Þrýstingur
Andlegt: Þreyta Áhugaleysi Löngun í “ruslfæði” Þunglyndi Vanlíðan Líkamlegt: Stirðleiki Grófhreyfingar Bagaleg holning Lítið þol Þyngdaraukning Hvað gæti gerst -ef hreyfing/þjálfun er of lítil! • Félagslegt: • Þrýstingur • Stríðni • Einelti
Af hverju reglubundin hreyfing nauðsynleg ! • Eykur þrótt • Eykur sjálfsímynd • Eykur vellíðan • Eykur félagsanda • Eykur ábyrgðartilfinningu • Eykur skipulag • Eykur forvarnir • Góð fyrirmynd
Hvernig hreyfing • Liðleikaþjálfun • Ekki einblína á keppni • Mikilvægast er að sýna umhyggju • Ekki meistaraflokkur • Kyssa á meiddið • Skella plástri á, þó að það þurfi ekki • Líka fyrir stóra stráka
Léleg og næringarsnauð fæða skaðleg fyrir heilsu og þroska Ef sleppt er morgunmat: tengist lágum blóðsykri þreyta slappleiki einbeitingarskortur eirðarleysi tilhneiging til að borða meiri “ruslfæði” Hollur matur skiptir máli fyrir árangur í námi starfi og íþróttum Eykur áhrif á útlit, líðan og afkastagetu Mataræði Sterk tengsl milli bætts námsárangurs og morgunverðarneyslu.
Nægur svefn • Hvíld • Svefnþörf skólabarna er yfirleitt 10 klst. • Mikilvægt fyrir börn að vera vel útsofin. Annars hætt við að námið fari fyrir ofan garð og neðan og að morgnarnir fari í eilíft stríð við þreytt barn. • Svefninn veitir hvíld og endurnýjar orku,
50-60% feitra barna eru einnig of feit sem fullorðnir einstaklingar Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem hreyfa sig reglubundið og borða holla fæðu strax í æsku, eru líklegri en aðrir til að stunda heilbrigðara líferni á fullorðinsárum.
Forvarnir • Efla fræðslu um mikilvægi hreyfingar • Efla fræðslu um mikilvægi heilsuræktar • Efla fræðslu um mikilvægi heilsuverndar • Efla fræðslu um mikilvægi hollrar fæðu • Auka fræðslu um hlutverk líkamans • Efla starf íþróttahreyfingarinnar • Gera íþróttastarf fjölbreyttara þannig að það uppfylli þarfir fleiri einstaklinga og dragi þannig úr brottfalli barna og unglinga úr íþróttum.
Heilsuskólinn okkar Heilsuboðorðin 10 • Borða hollan og góðan mat 6 sinnum yfir daginn • Hreyfa sig reglubundið – stunda einhverja íþrótt • Hafa nammidag einu sinni í viku • Hafa tölvudag einu sinni í viku • Vera dugleg og samviskusöm við lærdóminn • Vera góð og kurteis við náungann • Bera virðingu fyrir sjálfum sér • Bursta tennurnar a.m.k. 2 sinnum yfir daginn • Vera ávallt hirðusöm og snyrtileg • Fara snemma að sofa á kvöldin