140 likes | 249 Views
Talaðu máli þínu. Framhald. Fjas og þvaður - andstæðan við góða ræðu. Frásögnin er mikilvægur hluti mælt máls Ekki eiginlegt samtal heldur, því mælandinn er einn en auðvitað verða að vera áheyrendur til staðar því að án þeirra væri engin saga!
E N D
Talaðu máli þínu Framhald
Fjas og þvaður -andstæðan við góða ræðu • Frásögnin er mikilvægur hluti mælt máls • Ekki eiginlegt samtal heldur, því mælandinn er einn en auðvitað verða að vera áheyrendur til staðar því að án þeirra væri engin saga! • Tilgangurinn með því að segja sögu er mismunandi -
Fjas og þvaður • Fjas einkennist af fullyrðingum, t.d. um landsmál og heimsmál, sem slegið er fram án rökstuðnings. • Sá sem talar vill orka á umhverfið • Útvarpsmaður sem þarf að tala milli laga á það á hættu að hlustendur skipti yfir á aðra rás ef þeim finnst fjasið bragðlaust
Fjas og þvaður • Oft fjasa vinir saman til að halda hópnum saman – fjasa saman yfir hlutum sem menn eru sammála um eða eru sérhæfðir í • Oft er ekki um venjuleg boðskipti að ræða heldur til að eyða þögn og skapa þægilegt andrúmsloft, án þess að nokkur geri þá kröfu að fjasið sé vel heppnað
Fjas og þvaður • Snjall fjasari • velur gjarnan efni sem viðstöddum eru ekki vel kunnug – þá getur hann þóst vita mikið um málefnið og alhæft mikið um það án mótmæla
Dæmi 1 - Útvarpsmaður • Hér er meiriháttar gott lag á leiðinni með engum öðrum en Hauki Morthens. En eins og allir vita hélt Haukur uppi Húmornum í dægurlagabransanum hér á árum áður og gerði að sjálfsögðu garðinn frægan og urðu aðrir að lifa í skugga hans. Hér er Haukur kominn með lagið Bjössi á mjólkurbílnum. Þetta er eitt af þessum pottþéttu lögum sem við hér á stöðinni erum einir um að útvarpa. Og ekki orð um það meir.
Dæmi 2 – Maður í heita pottinum • Þeir eru nú meiri asnarnir í þessari ríkisstjórn að hafa það ekki eins og í Hollandi þar sem þeir skipuðu þriggja manna alræðisnefnd til að ráða bót á efnahagsvandanum. Svo urðu bara allir að hlíta úrskurði nefndarinnar og ekkert andskotans múður eins og alltaf hér, hah. Ef þeir hefðu vit á að gera það sama hér þá væri betur komið. Ég sá um daginn meiriháttar aðferð til að selja fiskinn og lambakjötið, en það fer ekki milli mála að þeir gera allt vitlaust, enda einn þeirra kominn af þjófum fyrir austan. Þú veist hver það er.
Dæmi 3- annar í heita pottinum • Já, það er nú alveg ljóst að þessir uppreisnarmenn í Angóla eru búnir að gjörtapa stríðinu. Eins og allir vita er sykurverð orðið svo lágt á Kúbu að Kastró getur ekki lengur fjármagnað stríð. Það eina sem þeir ættu að gera þessir kallar er að taka málið upp í Afríska þjóðarráðinu og nota svo olíuna til að svínbeygja Suður-Afríku. Og olían á eftir að hækka, vertu viss. Það er alveg ljóst að Írakar og Íranir eru á leið í stríð – þessir andskotar geta aldrei komið sér saman. Nú eigum við að sjálfsögðu að kaupa olíu og safna á tunnur.
Einkenni á fjasi og þvaðri • Fullyrðingu slegið fram án rökstuðnings og án upphafs og endis • Orsakasamhengið því hæpið og öll byggingin laus í sniðum • Þess vegna verða frásagnir sem þessar ekki endurteknar
Hafa í huga vegna áróðursræðunnar á miðvikudag • Vanda málfar – ekkert herru, sko og þú veist.. • Byrja ákveðið með því að ávarpa hópinn • Nota rök máli ykkar til stuðnings • Þakka fyrir ykkur í lokin eða a.m.k. ljúka ræðunni á góðan hátt • Alls ekki byrja á að afsaka ykkur – það eyðir öllum krafti úr ræðunni • Hafa gaman af og ekki taka ykkur of alvarlega! • 2 mínútur eru fljótar að líða – Æfið ykkur og takið tímann.
Hugmyndir að ræðuefni • Má hver sem er gefa blóð? • Á að leyfa frjálsa mætingu? • Á að lækka ökuleyfisaldurinn eða hækka hann eða er hann góður eins og hann er? • Á að lækka vínkaupaaldurinn? • Hafa konur á Íslandi náð fullu jafnrétti? • Eiga Íslendingar að segja sig úr hópi hinna staðföstu þjóða?
Eiga kennarar að fá svipað kaup og alþingismenn? • Á að sekta þá sem ekki flokka heima hjá sér? • Á að leyfa giftingar samkynhneigðra í kirkjum? • Er Bush góður eða slæmur kostur fyrir Íslendinga? En heimsbyggðina alla? • Á að leyfa einkaneyslu og kaup á hassi og marjuana? • Á að leyfa sölu léttvíns í stórmörkuðum?
Á að leyfa dauðarefsingar á Íslandi? • Á að leggja niður landsbyggðina og eingöngu halda uppi byggðakjörnum á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum fyrir utan Stór-Reykjavíkursvæðið? • Á að stytta stúdentsprófið um helming? • Eiga Íslendingar að gerast nýtt fylki í Bandaríkjunum? • Á að banna ketti og hunda algerlega í borginni?