420 likes | 648 Views
Að orða hugsun s ína. Steingerður Steinarsd óttir. Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. (Móðir mín Vogar 1921). Sk áldskapurinn og víman Fr á aldaöðli hafa menn tengt skáldskapinn við einhvers kona vímu eða guðlegan innblástur.
E N D
Að orða hugsun sína Steingerður Steinarsdóttir
Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. (Móðir mín Vogar 1921)
Skáldskapurinn og víman Frá aldaöðli hafa menn tengt skáldskapinn við einhvers kona vímu eða guðlegan innblástur. Óðinn tældi Gunnlöðu og stal af henni Suttungamiðinum sem gerði hann að skáldi. En sagt var að sá mjöður svifi kröftuglega á þá sem af honum supu. Í Íslendingasögunum sitja menn iðulega við drykkju þegar kvæði og drápur verða til.
Bæði Grikkir og Rómverjar tengdu skáldskapinn við drykkjuskap og Díonýsos og Bakkus voru gjarnan blótaðir áður en skáldgáfan náði tökum á mönnum. Þjóðsögur herma að gríska harmleikjaskáldið Eskílos (Aískhylos) hafi samið öll sín leikrit í ölvímu. Aristóteles taldi að skáldin hefðu hæfileika til að verða frá sér numin og Rómverjar kölluðu skáldgáfuna sem hið ljúfa æði eða amabilis insania.
Hinar innri sjónir Í forngrískum sögnum voru skáldin oft blind. Demódókus sem segir frá í Odysseifskviðu Hómers var blindur. Kannski er þess vegna talið að Hómer sjálfur hafi verið blindur. Skáldin þurftu ekki á sjóninni að halda því þau höfðu innri sjónir sem þau höfðu þegið að gjöf frá Appólon. Platón telur að skáldið sé léttfætt vera, fleyg og helg og það getur ekki ort fyrr en það er orðið frá sér numið og vitstola. Hlutverk skálda var að túlka einhvers konar sammannlegan sannleika og vera tengiliður milli fornra og nýrra tíma.
Spádómar og kraftaskáld Völuspá er lögð í munn völvu sem er alvitur um fortíðina en sér einnig fram í tímann. Hún syngur um það sem verið hefur og verður. Hér á landi var lengi ríkjandi sú trú að til væru kraftaskáld sem gátu kveðið þá sem gerðu þeim illt yfir móðuna miklu. Níðvísur áttu menn einnig bágt með að þola og segja má að nágrannar Bólu-Hjálmars hafi haft nokkra ástæðu til að hugsa illa til hans því níðvísur hans um Akrahrepp hafa lifað með þjóðinni þótt engin muni nú lengur tilefni þeirra.
Línulaga Frásögn 1. Upphaf 2. Miðja 3. Endir
Laumuspil í leyniþjónustunni I. Upphaf: Sagan hefst á því að dómsmálaráðherrra finnst myrtur á skrifstofu nýstofnaðrar leyniþjónustu á vegum ráðuneytisins. • Fyrsti kafli: Jóna Jóns. hreingerningakona kemur inn á skrifstofu leyniþjónustunnar til að þrífa. b) Líki dómsmálaráðherra hefur verið troðið undir skrifborðið og skrifborðsstóllinn færður vandlega að því.
c) Lýsing á hvernig Jóna þrífur allt í kringum líkið án þess að sjá það en þegar hún tekur fram skrifborðstólinn fellur dómsmálaráðherra að fótum hennar. Kaflinn endar á skerandi veini sem berst um bygginguna og bergmálar á tómum göngunum.
II. Miðja: Meginmál sögunnar segir frá rannsókn málsins. Af hálfu lögreglunnar er hún í höndum Sigfinns rannsóknarlögreglumanns. Sigfinnur er drykkfellt karlrembusvín og alls ekki með á nótunum. Það er því undir rannsóknarblaðamanninum Kristínu Hersveinsdóttur komið að leysa þetta flókna mál en hún hefur myndað tengsl við undirheima borgarinnar. Á eftir þessu fylgir svo nánari sundurgreining á hverjum kafla fyrir sig og hvernig rannsókninni vindur fram.
III. Endirinn er svo nokkrir æsispenanndi lokakaflar þar sem Kristín þarf að takast á við Olgu Federovu, lettneskan mafíuforingja sem er ákveðinn í að hasla sér völl hér á landi og hefur þegar náð umtalsverðum ítökum í nokkrum stórum fyrirtækjum. Þessar sterku konur mætast í mögnuðu lokauppgjöri sem endar með því að önnur liggur í valnum.
Ritgerðir byggja mikið til á sama formi. 1. Inngangur. 2. Meginmál. • Niðurlag.
Beinagrind af ritgerð Ritgerð um gildi Íslendingasagna • Inngangur • Sögulegur bakgrunnur sagnanna, höfundar og ritungartími. • Efnisyrðing: Íslendingasögur eru klassískar heimsbókmenntir sem hafa skírskotun enn í dag.
2. Meginmál • Umfjöllun um bókfestu- og sagnfestukenningarnar. Íslendingasögurnar á miðöldum og fleira. Þáttur þeirra í að móta sjálfsmynd þjóðarinnar. 3. Niðurlag a) Skoðað hvernig Íslendingasögurnar hafa haft áhrif á ýmsa rithöfunda, kvikmyndagerðamenn og fleira. Gildi þeirra fyrir nútímamanninn skoðað.
1. Um hvað ætla ég að fjalla? 2. Hvað er áhugaverðast við það sem ég hef að segja? 3. Hvaða hughrifum vil ég ná fram hjá þeim sem frásögnin er ætluð? 4. Hvernig er best að gera það?
Almennt gildir að eftir að höfundur hefur mótað skýrt í huganum það sem hann ætlar að fjalla um, búið til efnisyrðingu þá raðar hann öðrum atriðum á eftir henni í röð eftir mikilvægi. Það sem er áhugaverðast eða mikilvægast fyrir framvindu sögunnar kemur fyrst síðan það sem síðra er og í lokin er frásögnin hnýtt saman og hnykkt á þeim útgangspunkti sem byrjað var með í upphafi.
II. Munnleg frásögn Munnleg frásögn byggir að mörgu leyti á sömu lögmálum og rituð frásögn. Helsti munurinn er sá að í munnlegri frásögn getur sögumaður auðgað söguna með því að breyta um raddblæ, nota líkamstjáningu og svipbrigði til að auka áhrif ýmissa atburða og með því hreinlega að leika persónur og atburði.
Í munnlegri frásögn er enn mikilvægara að halda góðu skipulagi en í ritaðri. Til að mynda er mjög ruglingslegt þegar saga hleypur fram og aftur í tíma. Í rituðu máli er slíkt oft gert en þá getur lesandinn flett til baka og glöggvað sig á því sem ekki er skýrt. Það er ekki hægt í munnlegri frásögn þannig að sögumaður verður að halda vel utan um ytri uppbyggingu frásagnarinnar og passa að hvorki skeiki í tíma eða rúmi.
Hvernig skynjum við? Skilningarvitin eru fimm. • Sjón 2. Heyrn 3. Bragð 4. Lykt 5. Tilfinning
Með notkun myndmáls er verið að höfða til skilningarvitanna og með að vekja eins mörg þeirra og hægt er því áhrifameiri verður textinn. Við höfum öll tilhneigingu til að lýsa fyrst og fremst því sem við sjáum en gleymum að hljóð, lykt, bragð eða tilfinning geta vakið upp viðbrögð engu að síður en það sem augað sér.
Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum Halla kerlingfetar fljótt framan eftir göngum.
Myndmál Bein mynd Bein mynd er það kallað þegar dregin er upp bein mynd úr raunveruleikanum án þess að notað sé einhvers konar viðmið, viðlíking eða tilraun til endursköpunar. Handan við Okið er hafið grátt, heiðarfugl stefnir í suðurátt. (Á Rauðsgili e. Jón Helgason)
Líking Líking er fólgin í því að einhverju er líkt við eitthvað annað. Lesandinn verður þá að þekkja til þess fyrirbæris sem líkt er við og geta séð hann fyrir sér. sólin var hjá mér, eins og grannvaxin kona í gulum skóm. (Tíminn og vatnið e. Stein Steinarr)
Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar. Sorg e. Jóhann Sigurjónsson Fuglar sem flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, • hurfu í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. (Heimþrá e. Jóhann Sigurjónsson)
Svo er um okkar ást í milli sem hús standi hallt í brekku, svigni súlur, sjatni veggur, sé vanviðað völdum bæði. (Úr Bryngerðarljóðum)
Myndhverfing Myndhverfing er ekki ósvipuð líkingu nema tengiorðið er fallið brott. Í stað þess að segja að sumir dagar séu eins og hús er fullyrt að sumir dagar séu hús, að ljósið vaki stillt í stjakans hvítu hönd eða ljóðið vængjaður fugl.
Gleðin er fífill í garði manns og ljóð sem vaknar á vörum hans. (Þorsteinn Valdimarsson) Ást er föstum áþekk tind Ást er veik sem bóla, Ást er fædd og alin blind, Ást sér gegnum hóla. (Steingrímur Thorsteinson)
Persónugerving Persónugerving er það kallað þegar alls kyns raunveruleg fyrirbæri eða hugtök er gefið líf og þau látin birtast eins og gerendur eða persónur með eigin skapgerðareinkenni, hæfileika og útlit.
Ljósið loftin fyllir og loftin verða blá Vorið tánum tyllir tindana á. (Þorsteinn Gíslason)
Shakespeare There is a tide in the affairs of men, Which taken at the flood leads on to fortune, Omitted, all the voyage of their life Is bound in shallows and in miseries Upon such a sea are we now afloat, We must take the current when it serves Or lose our ventures. • Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin ljós drúpir hin vota engjarós. (Á Rauðsgili e. Jón Helgason)
Endurtekning Endurtekning er stílbragð sem getur gefist vel en það er vandmeðfarið. Ekki má ofnota endurtekna orðið. Stundum verða sífelldar endurtekningar eins frekar til marks um orðafæð höfundar en stílleikni hans.
Vappar ósyndur ungi á bakka með augun blikandi af þrá - en sumir þora ei til þess að hlakka sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu sem guð þeim sendir menn gera kvíðann að hlíf, og kvíða oft því sem aldrei hendir, og enda í kvíða sitt líf. (Vikivaki e. Guðmund Kamban)
Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir, vonin hverja vökunótt Vonarljósin kyndir. (Vonin e. Pál Ólafsson)
Mér fannst mjög fallegt í London. Þar voru fallegar byggingar, falleg föt í búðunum og fallegir garðar. Mér fannst líka mjög gaman að vera þar, gaman að ganga um, gaman að fara í búðirnar og gaman skemmta sér þar.
Kvöld Á grunnsævi kvölds flæðir gullinn straumur um þéttriðin net nakinna trjánna og fyllir þau ljóskvikum fiskum. Bráðum kemur rökkrið undir brúnum seglum og vitjar um aflann.
Nokkur dæmi um myndmál í óbundnum texta. Vani er vani og enginn getur einfaldlega fleygt honum út um gluggann. Hins vegar er hægt að lokka hann niður stigann, þrep fyrir þrep. (Mark Twain) Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að hittast. (Heimsljós e. Halldór Laxness)
The night is a jet black lake. A person could sink down and disappear without a trace. No wonder he never fought back. Her weapons are invisible, and she would never admit to even carrying them much less putting them to use. (Jest of God Margaret Laurence)
Kreppan er eins og vindurinn. Enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. (Ásgeir Ásgeirsson) ,Maður er langa ævi að hrapa, hrapa og lengst niðri í botninum er tjara, tjörudíki þar sem litlar mýs byltast og krafsa í seigri eðjunni, með örlitlum smágerðum fótum og berjast við dauðann. (Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns e. Ásta Sigurðardóttur)0000
Þegar um það bil tíu minútur voru liðnar af kennslustundinni var bankað á dyr kennslustofunnar. Siggi kíkti inn og gekk síðan í sæti sitt. Hann dró skólatöskuna á eftir sér og á leið framhjá borði Gunnu rakst hún í borðfótinn svo af hlaust nokkur skarkali. Siggi flýtti sér að setjast og taka upp kennslubókina og fór að fletta í henni.
Varla voru liðnar nema tíu mínútur af tímanum þegar barið var að dyrum í kennslustofunni. Halla kennari kallaði: Kom inn. Siggi stakk úfnum rauðhausnum í gættina. Afsakaðu hvað ég er seinn, sagði hann feimnislega. Hann smeygði sér inn og gekk niðurlútur af stað í átt að borðinu sínu. Hann dró þunga töskuna á eftir sér en þegar hann ætlaði að kippa henni upp á öxlina rakst hún í borðfótinn á borði Gunnu.
Af þessu hlaust mikill skarkali og Siggi eldroðnaði. Hann flýtti sér að setjast og þorði varla að líta upp en teygði sig í kennslubókina í töskunni. Um leið og bókin var komin á borðið grúfði Siggi sig yfir hana og fletti í henni sem mest hann mátti. Það var engu líkara en líf lægi við að hann fyndi kaflann sem verið var að fara í.