180 likes | 343 Views
Róttæk samskipti og sjálfshvörf. Flutt á ráðstefnu um samskipti, tjáningu og skapandi hugsun í skólastarfi Háskólanum á Akureyri, 19. apríl 2008 Ensk útgáfa væntanleg undir heitinu „Education and Self-Change“, Cambridge Journal of Education , júní 2008 Kristján Kristjánsson
E N D
Róttæk samskipti og sjálfshvörf Flutt á ráðstefnu um samskipti, tjáningu og skapandi hugsun í skólastarfi Háskólanum á Akureyri, 19. apríl 2008 Ensk útgáfa væntanleg undir heitinu „Education and Self-Change“, Cambridge Journal of Education, júní 2008 Kristján Kristjánsson Prófessor, HA og KHÍ
Eldmóðsstefið Róttæk samskipti í skólastofunni við kennara með eldmóð geta breytt varanlega sjálfssýn nemenda og valdið sjálfshvörfum (radical interaction => radical self-change): • Jaime Escalante í Stand and Deliver • John Keating í Dead Poets Society • Jean Brodie í The Prime of Miss Jean Brodie
Kjarnaspurning mín Hvað greinir sjálfsþroskann í hinni þröngu og kröfuhörðu merkingu – það er sjálfsþroskann sem sjálfshvörf í kjölfar róttækra samskipta í skólastofunni – frá venjulegu persónulegu námi, vexti og þroska? Þurfum fyrst að velta fyrir okkur hugtakinu „sjálf“: Hvert er þetta sjálf sem breytist?
Persónuleiki, skapgerð, sjálf • Persónuleiki = Lyndiseinkunn, geðslag, venjur og hneigðir • Skapgerð (karakter) = Þau persónuleika-einkenni sem lúta rökum og ákvarða siðferðisgildi persónunnar • Sjálf = Þau skapgerðareinkenni sem ljá persónunni samsemd/sjálfskennd (identity). Þrengsta hugtakið af þessum þremur
Aðferð • Skoða sálfræðileg skrif um sjálfshvörf • Beita á þau heimspekilegrigagnrýni • Draga fram menntunarfræðilegt gildi þeirra Bækur eftir: • Kenneth J. Gergen (The Saturated Self, ‘91) • Carol S. Dweck (Self-Theories, ‘99) • William B. Swann (Self-Traps, ‘96)
Gergen: Fræðilegar forsendur • Þekkingarfræðileg afstæðishyggja = enginn hlutlægur veruleiki til • Gegn hugmynd módernismans um skynsamt, heilsteypt, sjálfu sér samkvæmt sjálf sem gengur í gegnum sjálfskreppu í leit að sjálfsþekkingu/-þroska • Í staðinn: Póstmódernískt sjálf („kristalssjálf“)
Gergen: Sjálfskenning • Fyrra stig póstmódernísks sjálfs = leikrænn, kaldhæðinn skilningur, ísull, fjölræna • Síðara stig póstmódernísks sjálfs = gagnrýninn póstmódernismi félagslegra samskipta og virkrar samveru sjálfa þar sem við veljum okkur nærhóp tímabundið => „kristöllun“, sjálf með marga fleti
Gergen: Menntunarfræðilegar ályktanir Á síðara stigi póstmódernísks sjálfs = Kennarar eiga að kenna ungu fólki að „flækja líf sitt“: reyna alls kyns lífsskoðanir og skuldbindingar án þess að ganga fram í þeirri dul að nein þeirra lýsi sönnu eðli sjálfsins (enda er það ekki til). Mestu skiptir að benda ungmennunum á að stofna til margra ákafra, snöggsoðinna sambanda við fólk og hugmyndir
Gergen: Kostir og gallar • Kostur: Dregur upp skýra mynd af þeirri ógn sem steðjar að hugmynd um samkvæmt, trútt mannssjálf á fjölhyggjutímum • Gallar: 1) Hafnar öllum hversdagslegum sjálfshugtökum => langsótt?, 2) Orðaflaumur og skáldamál, 3) Gagnrýni Mead-sinna = Hvernig nær einn hugur sambandi við annan? 4) Skýrir ekki mun sjálfsþroska og sjálfshvarfa
Dweck: Fræðilegar forsendur • Félagsmótun sjálfsins => duldar sjálfskenningar sem við öll berum innra með okkur og móta viðbrögð okkar og skilning • „Eignunarkenningar“ í sálfræði sem gera ráð fyrir að við breytum í ljósi þeirra eiginleika sem við eignum sjálfum okkur: teljum okkur hafa til að bera (með réttu eða röngu)
Dweck = Sjálfskenning • Festukenningarfólk = telur persónueiginleika sína stöðuga og óhagganlega, þráir auðveld viðfangsefni, viðurkenningu, staðfestingu • Vaxtarkenningarfólk= telur eiginleikana sveigjanlega og breytanlega, fagnar áskorunum sem lífið ber á borð fyrir þá, tekur áhættu Skipting (frá þriggja ára aldri) skýr! (þó 15% mitt á milli)
Dweck: Menntunarfræðilegar ályktanir • Hollt er að hrósa – en eingöngu ef hrósið er fyrir viðleitni fremur en hæfni. Ef við hælum börnum fyrir að vera greind eða hæfileikarík – eða sláum innistæðulausa gullhamra – þá innrætum við þeim festukenningu • Láta börn lesa sögur af fólki sem nær árangri vegna erfiðis en ekki vegna meðfæddra hæfileika
Dweck: Kostir og gallar • Kostur: Skýrir hvernig sjálfshugmyndir barna geta auðveldað eða hindrað – jafnvel útilokað – sjálfsþroska og sjálfshvörf í kjölfar samskipta við kennara og aðra uppalendur • Gallar: 1) Ströng tvískipting, 2) „Orðalagstrú“ um hrós, 3) Horft framhjá ákv. staðreyndum um greindar- og persónuleikapróf, 4) Lítil kennslufræði (einkum varðandi festutrúarfólk; hvernig breytist það yfirhöfuð?)
Swann: Fræðilegar forsendur • Eignunarkenning (sjá Dweck) • Sjálfssamræmi sem forsenda sjálfsskilnings • Mead (táknræna samskiptakenningin) • Heider (jafnvægiskenningin) • Hugmyndir sálgreinenda um sjálfsstöðugleika => Mikill bræðslupottur hugmynda!
Swann: Sjálfskenning • Fólk sækist eftir endurgjöf sem styrkir þá sjálfshugmynd sem fólkið hefur, hvort sem sú hugmynd er neikvæð eða jákvæð => jafnvægissjálf - en líka „sjálfsgildrur“ • Sé hróflað við djúprættustu sjálfshugmyndum okkar finnst okkur eins og verið sé að hrinda okkur inn í nýja ógnvekjandi veröld • Skýrir Öskubuskuduld kvenna, þrá eineltisbarna eftir samskiptum við gerendur o.s.frv.
Swann: Menntunarfræðilegar ályktanir • Útiloka sjálfsgildrur => byrgja brunninn áður en barnið dettur í, þ.e. koma í veg fyrir að börn ali með sér neikvæðar sjálfshugmyndir í upphafi • Efla sjálfsálit ungs fólks á tilteknum, af-mörkuðum sviðum með afmörkuðum að-gerðum (t.d. álit nemenda á stærðfræðihæfni sinni)
Swann: Kostir og gallar • Kostur: Skýrir á sannfærandi hátt hvers vegna sjálfshvörf eru jafnörðug og raun ber vitni um. Okkur líður best þegar við hegðum okkur eins og „við erum vön“ og fáum þau viðbrögð sem við höfum vanist • Gallar: 1) Vantar meiri námssálfræði, 2) Skýrir ekki hvers vegna sumir geta samt breyst á róttækan hátt í kjölfar róttækra inngripa
Lokaályktun • Allar sálfræðikenningarnar þrjár hafa kosti en engin skýrir sjálfshvörf til hlítar. Hvað gerist í raun þegar nemandi öðlast nýja sjálfssýn? • Allar kenningarnar einblína á hugmyndir ungmenna um eigið sjálf, ekki hlutlægan sannleika um sjálfið og veruleikann (sbr. Aristóteles) • Tilgáta K.K.: Við sjálfshvörf uppljómast nemendur af sannleika: gert sér grein fyrir því að sjálfshugmyndir þeirra eru ekki aðeins slæmar sálrænt séð heldur ósannar: ekki í samræmi við þá möguleika sem heimurinn býður þeim upp á. (Svar í anda upplýsingar!)