610 likes | 833 Views
Farvindar flónskunnar. Hvernig „óþekkingin“ er að breyta þjóðfélaginu. Svanur Sigurbjörnsson læknir. Þversagnir á tímum upplýsinga.
E N D
Farvindar flónskunnar Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Hvernig „óþekkingin“ er að breyta þjóðfélaginu Svanur Sigurbjörnsson læknir
Þversagnir á tímum upplýsinga Sumt það sem eru hjálækningar og kukl í dag var hefðbundið áður og því hafa sumir áhangendur þess kallað lækna nútímans „óhefðbundna“ og lyf þeirra „eiturbrask“. Þekkingarheiminum er snúið á hvolf! Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Frá alþýðulækningum ... Á 19. öld ríktu fjórir flokkar alþýðulækninga: • Grasalækningar • Andlegar athafnir (særingar, bænir o.fl.) • Andalækningar (miðlar ná í látna lækna) og • Hómeópatía – þá nýtilkomin. • Vísindaleg læknisfræði nær útrýmdi þessu á 20. öldinni, en.. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
... til hjálækninga • Þekkingarfræðileg afstæðishyggja(mitt er satt). • nýaldartrú og náttúrutrú (náttúrulegt = hollt) • hnignun forræðishyggjunnar, • sjálflærdómur, internetið • og ný markaðssetning komu af stað öldu gerviþekkingar og kukls. • Mikil þörf fyrir forvarnir og heilsumenningu • Stór markaður - fótanuddstækin – vísir að meiru. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Hvert var svarið? • Lengi vel var bara horft á og brosað út í annað • Læknar: • Fylltu ekki gapið – lítið í fjölmiðlum. • Gagnrýndu ekki þróunina – passívir • Komu seint inn í forvarnargreinarnar • Lýðheilsustöð seint á ferðinni • Landlæknisembættið beitti sér lítið • Einstaka læknar skrifuðu gagnrýni • Magnús Jóhannsson í heilsupistli í Morgunblaðinu. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Mikilvægar skilgreiningar • Lækningar:Greining og meðferð sem hefur með sannnanlegum hætti með vísindalegri aðferð sýnt fram á martækt gildi sitt til einhvers eða fulls bata einstaklings af sjúkdómi. • Hjálækningar: tilraun til lækninga hjá ófaglærðum eða lærðum í greinum utan hefðbundins háskólalærdóms sem geta haft sannanlega áhrif til aukins bata. Dæmi: Grasalækningar Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Skilgreiningar • „Óhefðbundnar lækningar“:„There is no specific definition for complementary medicines.“ (Joanne Barnes, Br. J. Clin. Pharmacol. 2003)Almennt notað um allt utan hefðbundinna lækninga en það er ekki gagnlegt því að margt af þessu eru alls engar lækningar (kukl og heilsusvindl) en sumt er það (hjálækningar). • Ég legg til að samsetningin Óhefðbundin heilsustarfssemisé notuð í staðinn þegar talað er um allt utan hefðbundinna lækninga. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Skilgreiningar Gervivísindi– fræði sem standast ekki skoðun Kukl- meðferð sem stenst ekki skoðun. Heilsusvindl – vörur, tæki og meðferðir seldar á almennum markaði undir fölsku yfirskyni. T.d. FoodDetective, LiveWave, Ionic Bonds Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Bandalag Íslenskra Græðara (BÍG) ATFÍ – Aromatherapyfélag Íslands CSFÍ -CranioSacral félag Íslands Cranio -félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara FÍHN - Félag íslenskra heilsunuddara FL - Félag lithimnufræðinga Organon - Organon, fagfélag hómópata SMFÍ -Svæðameðferðafélag Íslands SSOVÍ – Samband svæða- og viðbragðsfræðinga. SFÍ - Shiatsufélag Íslands Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
græðaralögin frá 2005 – megin atriðin: • Skráning græðara sem þá aðila sem stunda heilsutengda þjónustu utan heilbrigðisþjónustunnar. • ...byggist fremur á hefð og reynslu en gagnreyndum vísindalegum niðurstöðum. • Frjálst skráningarkerfi – stýrt af BÍG • Skyldur: Ábyrgðartrygging, trúnaðar- og þagnarskylda, skráning upplýsinga um þjónustuna. • Takmarkanir: ekki alvarlega sjúkd., láta lyfjameðferð í friði, vera innan síns sviðs. • Viðurlög: sektir eða fangelsi allt að 3 mánuðum. • Endurskoða eigi síðar en 5 árum eftir gildistöku. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
græðaralögin frá 2005 Græðaralögin eru lög um ábyrgt utanumhald á fögum í heilsutengdri þjónustu, en... • án skyldu til aðildar • án skyldu til þess að fögin sjálf standist faglega skoðun. Í umsögn Heilsugæslunnar um lögin (10.12.04) stóð m.a. “...þeir sem hvorki geta né vilja skrá sig í kerfið eru e.t.v. þeir sem helst þyrftu eftirlits með.” Hvernig á landlæknir að geta samþykkt skel án innhalds? Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Fræðsludagur LFÍ 2011
Hvað með hina? Þessir virðast ekki vera skráðir í BÍG • Læknamiðlar, detox ristilskolarar, sveltispa • Heilarar, stofnfrumuheilun, fjarheilun á FB, NLP • Aðilar með segla og krystala, Alexandertækni • Applied kinesiologar, Bowen nuddarar, • Grasalæknar, Naturópatar • Löng detox gufuböð (dauðsföll í USA), súrt/basískt fæði • Húsmæður með eyrnakerti og fleiri. 1.gr. 2.mgr: „Lögin taka til skráðra græðara og eftir því sem við á annarra græðara, þótt óskráðir séu.‟ Um kírópraktora og osteópata gildir sérstök reglugerð hjá heilbrigðisráðuneytinu. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Kíkjum á sviðið. Það má flokka „óhefðbundna heilsustarfsemi” svona: • Grasalækningar (með mögulega virkum efnum) • jurtir og afurðir þeirra notaðar eftir “uppskriftum”. • Mekanískar greinar (hendur og tæki): • Klassískt nudd, hnykkingar og osteopatía, (nálastungur) • Alls kyns aðferðir útskýrðar með kerfi hugmynda. • lithimnulestur • Einangruð efni • Magnesium • Blanda af ýmsu hér að ofan. • höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, orkulækningar, heilun, miðlar o.s.frv. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Hvað er í gangi? Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Græðarar taka jafnan við öllu sviðinu Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Gleraugnasali slær læknum við með því að lækna fuglaflensuna. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Hið ótrúlega og sönnunarbyrðin “Extraordinary claims need an extraordinary evidence” Sönnunarbyrðin liggur hjá þeim sem kemur með tilgátuna, en ekki gagnrýnandanum! Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Carl Sagan
Hver er í hvaða liði? • Hverjir eru gervivísindamenn og kuklarar? • Hverjir eru vísindamenn og læknar? Okkur kann að þykja þetta augljóst en í augum sumra kuklara eru læknar kuklararnir eða með jafn gildar meðferðir og þeir sjálfir. Í heimi hins opna hugarfars þykir ekki fallegt að segja að einn aðili hafi rétt fyrir sér frekar en annar. (meðvituð eða ómeðvituð afstæðishyggja) Læknir sem leggur út á völl rökræðunnar og leyfir sér að gagnrýna þá óhefðbundnu er fljótt sagður hrokafullur, neikvæður, illviljaður, lokaður o.s.frv. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Útvöskun skila lækninga og kukls • Eftir því sem kukl og kuklarar blandast meira inn í vísindalegt umhverfi og inní í praktík starfsfólks á heilbrigðisstofnunum, verður erfiðara fyrir fólk að vita hvað er hvað, kukl eða lækning. • Það þjónar kuklinu vel að þvæla og útmá mörkin • Skipuleg barátta fyrir þessu er í gangi. • Kuklið notar æ vísindalegra tungutak og útlit. Leikmenn geta ekki greint muninn. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Samkeppni um sannleikann og brauðið • Nú á að sækja brauðið til ríkisins undir flagginu: HEILSUFRELSI og LÆKNINGAFRELSI! Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Frá síðunni www.heilsufrelsi.is
AFNEMA HÖMLUR Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Frá síðunni www.heilsufrelsi.is
INNREIÐ INN Í HIÐ OPINBERA Fræðsludagarheilsugæslunnar 2013 Frá síðunni www.heilsufrelsi.is
Samkeppni um sannleikann og brauðið • Vísindi og lækningar eru í kjarna sínum ekki vinsældakeppni, lýðræðismál eða smekksatriði. • Lífeðlisfræðileg ferli lúta ákveðnum lögmálum sem hafa ekki margar andstæðar skýringar. • Það er því ekki þannig að „allir hafa rétt fyrir sér“ Ef að fagmál ganga undir val fólks í kosningu er hætt við að illa fari og miklu verði sóað á meðan mikilvæg starfsemi líður skort. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Útbreiðsla • Sumt heilbrigðisstarfsfólk hefur hleypt kukli í mikilvægar heilbrigðisstofnanir. • Fæðingardeild LSH. Þar hafa sumar ljósmæður mælt með craniosacral, heilun, hómeópatíu og fleiru. • Einstaka læknar – einn þó sérstaklega. • Háskólafólk sem ver kukl • Dósent við kennaraháskólann – kennir gagnrýna hugsun • Háskólalært fólk sem iðkar kukl sjálfstætt • Einstaka sjúkraþjálfarar • Einstaka hjúkrunarfræðingar Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Vernda neytendalögin okkur? • b. Lög 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, • 3. mgr. 6. gr. Fullyrðingar (sjá eftirfarandi málsgr.) sem fram koma í auglýsingum eða með öðrum hætti þarf fyrirtæki að geta fært sönnur á.]1) • [9. gr. Viðskiptahættir eru villandi ef þeir eru líklegir til að blekkja neytendur eða eru með þeim hætti að neytendum eru veittar rangar upplýsingarí þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Hér er átt við rangar upplýsingar um: • a. eðli vöru eða þjónustu... ("lækning") • b. helstu einkenni vöru eða þjónustu, t.d. notkun, samsetningu eða árangur sem vænta má af notkun hennar, • c. Lög 42/2000 um þjónustukaup, • 4. gr.“Útseld þjónusta, sem veitt er í atvinnuskyni, skal ávallt vera byggð á fagþekkingu” • 9. gr.Seld þjónusta telst gölluð ef: … 3. seljandi þjónustu hefur ekki veitt neytanda upplýsingar sem hann hafði vitneskju um eða hefði mátt hafa vitneskju um og hafa þýðingu fyrir framkvæmd verksins,… 4. þjónustan felur í sér hættu á líkams- eða eignatjóni Ekki slæm lög en framkvæmd þeirra er verulega ábótavant. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Afleiðingar kuklsins • Skemmd á þekkingu í þjóðfélaginu • Haldvillur (óþekking, gerviþekking) sem kostar mikla orku í að leiðrétta. • Sóun á mannauði – okkar dýrmætasta eign. • Hundruð ungs fólks að læra kukl með ærnum tilkostnaði og stundum í 3-4 ára námi. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Annar skaði Auk fyrrgreindra afleiðinga, þá fara miklir fjármunir fólks í kuklið. Fé sem það hefði getað nýtt betur. Er kuklið ekki í lagi ef fólk er ánægt? • Nei, því lyfleysuáhrif þess eru skammvinn • Nei, því það leiðir krafta okkar frá leit að raunverulegum lausnum. Metnaðarleysi í raun. • Nei, því ánægjan getur stundum breyst í heilsufarfslega martröð. • Nei, siðferðislega ekki verjandi. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Fræðsludagur LFÍ 2011
Kuklið almennt - hvað er til ráða? • Frelsiskrafa nútíma þjóðfélaga er andstæð bönnum. Það verður því ekki farið aftur til forræðishyggju. • Halda kukli utan við ríkisgeirann og heilbrigðiskerfið • Hvað með lögin um græðara frá 2005? • Þau setja ákveðin ramma um starfsemi græðara en gefa falskar vonir um sönn gæði þjónustu þeirra. • Ekkert ytra eftirlit er með rammanum. • Afnema á þessi lög • Efla neytendalög til varnar heilsusvindli og styrkja eftirlit Neytendastofu og landlæknis á því. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Úrræði – viðurkenna vandann og: Efla menntun um: • Hugmyndasöguna, vísindaheimspeki og rökfræði • Þekkingarfræði og hvernig má “raunveruleikaprófa” boðnar heilsufarslausnir. • Hvernig starf heilbrigðisstétta fer fram. • Þróun og gerð lyfja og hvenær sé góð ástæða til að nota þau og hvenær ekki. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Fleira til ráða... • Lýðheilsustöð beiti sér fyriri virkri fræðslu almennings um náttúruvísindi. Styðji við skólana. • Efla nýjar heilsutengdar greinar t.d. einkaþjálfun og næringarráðgjöf og fleiri með gildri þekkingu. • Fólk fái heilbrigða útrás fyrir “lækninn” í sér. • Efla menntun blaðamanna um heilbrigðisvísindi. • Siðfræðiráð LÍ hyggst halda málþing handa þeim á næsta ári. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Fleira til ráða... • Lyfsalar – er rétt af þeim að selja allt sem selst, sama hversu mikið kukl það er, svo lengi sem það „skaðar” ekki? • Er „ lífræn vottun” eina gæðakrafan? • Eru meðmælin:„... sem samkvæmtráðum galdramannaþóttu eyða sveppum”nægjanleg til að vara þyki boðlegí apóteki? Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Fóta-Galdur
Úrræði – Virk þátttaka lækna Læknar og hjúkrunarfræðingar verði virkari og sýnilegri í fræðsluhlutverkum um heilsufar. Heilbrigðisstéttir sýni gott fordæmi og taki ekki upp iðkun kukls innan sem utan stofnana. Heilbrigðisstarfsfólk gagnrýni falska þekkingaröflun og verji sannreynda þekkingu og vísindalega aðferð Þegar fólk spyr um óhefðbundnar meðferðir eigum við að nota tækifærið og fræða viðkomandi um málið. Verum virk! Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Fræðsludagur LFÍ 2011
Úrræði – Hópar gegn gervivísindum Raunfélagið - opið félag síða á www.raun.is Upplýst! Vinnuhópur raunvísindafólks og heilbrigðisstarfsmanna www.upplyst.org slatti af góðum greinum komnar þar. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Fræðsludagur LFÍ 2011
Fjölmiðlagrátmúrinn – klagemauer.tv Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Professional útlit en engin nöfn ábyrgðarmanna gefin upp
Fjölmiðlagrátmúrinn • „Útsendingin“ er frá „Stúdíó Eyrarbakka“. Efni: • „Afdrifaríkar aukaverkanir“ – Dauðsföll vöggubarna vegna shaken baby sdr. sögð vera vegna bólusetnina í raun. Ekki láta það henda þig að fara í fangelsi eftir að verða fyrir ásökunum stjórnvalda. • „Bólusetningaþvingun“. Dramatísk þýsk „heimildamynd“ tal- og textasett á íslensku. Sýndar hræðilegar „afleiðingar“ bólusetninga. • „Líffæragjöf – varúð!“. Varað við ætluðu samþykki því að þá sé ekki víst að maður komi heill heim úr sumarfríinu. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Gerviheilsunetið • Net fólks sem heldur fram alls kyns ranghugmyndum um heilbrigðiskerfið, bólusetningar og lyf ásamt því að markaðssetja heilsusvindl, stækkar og stækkar. • Mikið fjármagn virðist vera á bakvið þetta því að það eru kostaðar til dýrar auglýsingar endurtekið og dreyft með sérblöðum í Fréttablaðinu. • Á netinu eru komnar „fræðslumyndir“ teknar upp á „fancy“ máta og virðast styrktar af þýsku fyrirtæki.„Fjölmiðlagrátmúrinn“ er netsjónvarp sem segist færa fólki „hina hliðina“ og „óritskoðaðar fréttir“. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
PH lífsstíll • „Það hefur ALDREI verið auðveldara en núna að jafna sýrustigið í líkamanum. Skoðaðu hvað ZorbMax getur gert fyrir þig. Hægt að fá tíma í test og sjá með eigin augum. Er alltaf með sama símanúmerið: 864 3580“ Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
PH lífsstíll Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Takk fyrir áheyrnina! Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Svanur Sigurbjörnsson læknir
Aukaefni Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Tveir öflugir í baráttunni: James Randi og Baldur Brjánsson • Um 270 manns sóttu fyrirlestur Randis í HÍ síðasta sumar • Randi reyndi hómeópatískt sjálfsvíg án árangurs • Baldur Brjánsson kom upp um svindl handar-skurðlækna á Filipseyjum og Randi gerði hið sama nokkrum árum síðar. • Randi kom upp um kraftaverka-predikara í USA, en samt jókst eftirspurn eftir þeim. • Enginn hefur getað sýnt Randi fram á yfirnáttúrulega hæfileika sína og unnið til 100 milljón dollara verðlaunafés þess sem Randi hefur lofað. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Siðaregla: „Græðari gefur engin loforð um lækningu‟. Af síðu Cranio-félagssins: Guðrún B. Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur og höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari: • „Árangursrík meðferð við ýmiskonar ástandi eða sjúkdómum sem algengir eru hjá fólki á öllum aldri, ekki síst ungabörnum og börnum.Vinna á börnum reynist geysilega árangursrík. Því fyrr sem börn eru meðhöndluð því meiri líkur eru á að takist að hjálpa þeim varanlega.“ • William Sutherland (1900-1960) ... nefndi [höfuðbeina- og spjaldhryggskerfið] frumöndunarkerfi (primary respiratory system). Hann taldi það vera fyrsta kerfið sem myndast í fóstrinu og það síðasta sem deyr. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Álit Heilsugæslunnar: Undirritað af Lúðvíki Ólafssyni lækni. Lögin: „Ráðherra ákveður að fenginni umsögn landlæknis og Bandalags íslenskra græðara hvort fagfélag fær aðild að frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara.‟- Hvers vegna er landlæknir dreginn inn í þetta? Úr áliti Heilsugæslunnar: • „...[Rannsóknir hafa sýnt að fólk bætir líðan sína með því að fá fótsnyrtingu, fara í bíó og fleira]. Næsta stig gæti orðið að kenna slíka starfsemi við lækningar, jafnvel að leita ráðfærslu lækna áður en farið er í bíó kjósi þessir aðilar að kenna starfsemi sína við heilsutengda starfsemi.‟ Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013 Fræðsludagur LFÍ 2011
græðaralögin – umdeildar greinar: Lögin: „Heilbrigðisstofnun er heimilt að koma til móts við óskir sjúklinga sem vilja nýta sér heilsutengda þjónustu græðara þar sé það í samræmi við stefnu stofnunarinnar og ber þá að skrá það í sjúkraskrá sjúklings.‟ - Hvað þýðir þetta? Úr áliti Heilsugæslunnar (Lúðvík Ólafsson undirritaði): • „ Eiga græðarar einhvern sérstakan rétt ... [en aðrir] sem eru tilkippilegir að selja sjúku fólki á stofnunum þjónustu sína? [Þessi þjónusta] á ekki að fá sess sem heilbrigðisþjónusta, ekki frekar en aðstoð vina og ættingja sjúklinga eða ýmissa annarra sem geta látið sjúku fólki líða betur.” Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Kuklarar og geta þeirra Kuklarar geta • Fengið fólk til að brosa og sjá jákvæðu hliðarnar • Skemmt fólki (sbr Þórhallur miðill) en þó aðallega á þeirra eigin kostnað. • Valdið skemmdum á fólki fyrir sakir gáleysis, en þó í góðum ásetningi og tilgangi. • Fengið fólk til að gleyma kvillum sínum og eymslum – en bara um stundarsakir. • Platað fé af fólki. Kuklarar vita þó ekki alltaf að þeir eru að plata. Þeir eru sjálfir plataðir til að plata. • Verið gagnlegir til að lífga upp á tilveruna. Hver vill ekki heyra krassandi sögur? Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Faraldur kukls • Kuklarinn á stofu, einn eða með öðrum • Notar hjálpartæki – mælingartæki sem mæla rugl eða mæla eitthvað sem er svo túlkað út á tún. • Dæmi: FoodDetective til að mæla IgG4 mótefni – fæðuóþol.Fjöldamargir aðilar nota þetta núna og rukka feitt fyrir. • Kuklarinn í búðinni • Yggdrasil – sem er nú verið að selja. • Heilsuhúsið • Grasalyfjaapótek Kolbrúnar • Kuklarinn í heildsölunni – heilsusvindl markaðssett • Fjölmargir aðilar – selja segla og alls kyns heilsudót. • Kuklarinn í skólanum – galdrar burt verki. Skólinn vettvangur kuklhátíðar Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Faraldur kukls • Kuklarinn í heilbrigðiskerfinu • Hjúkrun – aðallega ljósmæður. • Sjúkraþjálun • kuklarinn gegn heilbrigðiskerfinu. • Kuklarinn í fjölmiðlum. • Kuklarinn í rannsóknum – Saga pro. • Kuklarinn í fjölskyldunni • Kuklarinn í skipulögðum samtökum. Bandalag Íslenskra Græðara • Kuklarinn í leikskólanum og kennslubókum. • Kuklarinn á Alþingi – koma því í kerfið. • Kuklarinn á netinu – óþrjótandi uppspretta nýrrar vitfirru daglega. Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013
Heilsugæslan og kukl • „Konan var tekin af tveimur blóðþrýstingslyfjum eftir að Hallgrímur Magnússon gaf henni Mg í æð. Hún kom á stofuna með afar háan blóðþrýsting.“ • „Ég er með MS. Ég hef prufað ýmislegt til að verða betri og fékk m.a. Vetnisperoxíð í æð hjá lækni í Hveragerði.“ • „Ég get ekki fylgt ráðum þínum [læknir] því að ég var greindur með fæðuóþol fyrir öllum mjólkurvörum, hveiti, geri, sykri og fiski“ • „Bólusetning! Ég fer ekki að eitra fyrir barninu mínu! Trúir þú öllu sem lyfjafyrirtækin segja þér?“ Fræðsludagar heilsugæslunnar 2013