270 likes | 439 Views
Lífeyrissjóður Vestfirðinga Fjárfestingastefna Aðalfundur 20. maí 2014. Björn Snær Guðbrandsson forstöðumaður eignastýringar ÍV. Yfirlit. Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga Eignaflokkar Áhætta Fjárfestingarstefna séreignarinnar. Fjárfestingarstefna.
E N D
Lífeyrissjóður VestfirðingaFjárfestingastefnaAðalfundur 20. maí 2014 Björn Snær Guðbrandsson forstöðumaður eignastýringar ÍV
Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar
Fjárfestingarstefna • Stjórnun verðbréfasafns er í samræmi við fjárfestingarstefnu sem eigandi safnsins setur sér • Rammi lífeyrissjóðanna: Lög nr. .129 frá 1997, VII kafli, 36. gr. og 38. gr. • Stefnan er endurskoðuð á hverju hausti • Vænt ávöxtun og áhætta fer ávallt saman. Því hærri sem vænt ávöxtun er, því meiri áhætta er tekin
Fjárfestingarstefna • Aðrir þættir sem geta haft áhrif á fjárfestingarstefnuna • Siðferðilegir þættir • Ekki fjárfest í fyrirtækjum sem eru í hergagnaframleiðslu – Norski olíusjóðurinn • Umhverfislegir þættir • Ekki fjárfest í fyrirtækjum sem skaða náttúruna • Laun • Erfitt um vik. Hvað á að miða við, hvar á að draga mörkin. Innlend og erlend fyrirtæki • Kannski skilvirkara að hafa áhrif á launastefnu fyrirtækisins í gegnum stjórn þess
Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar
Verðbréf með fastar tekjur • Skuldabréf • Lsj. bóka öll skuldabréf á kaupkröfu og því falla þau undir þennan flokk þótt þau séu virk á markaði með daglegum verðsveiflum, s.s. íbúðabréf • Núvirt í uppgjöri m.v. 3,5% ávöxtunarkröfu. Þ.a. bréf sem keypt eru inn á hærri kröfu fá virðisaukningu en bréf sem bera lægri kröfu fá virðisrýrnun í núvirðingunni • Lsj. sækja því í löng verðtryggð bréf sem bera hærri kröfu en 3,5% • Innlán • Innlán bera að jafnaði fasta vexti
Skuldabréf • Ríkistryggð skuldabréf • Verðtryggð og óverðtryggð ríkisbréf • Fjármögnun ríkissjóðs • Lífeyrissjóðirnir fjármagna ríkissjóð til langs tíma en þrotabúin og erlendir fjárfestar fjármagna ríkissjóð til skamms tíma • Bréf gefin út af Íbúðalánasjóði • Eigendaábyrgð ríkisins • Fjármagnað af lífeyrissjóðum • Fasteignaveðtryggð skuldabréf • Sjóðfélagalán • Fasteignafélög • Stök bréf á stakar eignir
Skuldabréf • Sértryggð skuldabréf • Ábyrgð útgefanda • Tryggð með safni íbúðalána • Virði undirliggjandi íbúðalána meira en virði útgáfunnar, 120% • Íbúðabréf sem lenda í vanskilum kippt úr safninu fyrir önnur sem eru í skilum • Aukið eftirlit. Bankinn sendir vikulega gögn til endurskoðanda sem skilar inn mánaðarlegri skýrslu til FME
Skuldabréf • Lánasjóður sveitarfélaga • Með veð í útsvari sveitarfélaga • Önnur skuldabréf • Rekstur (sveitarfélög/fyrirtæki) • Gjaldfellingarskilmálar • Eiginfjárhlutfall, nýr skuldari, aukin lántaka ofl.
Skuldabréf - Viðbót • Það sem er öfugsnúið með skuldabréf og hrekkir marga er að þegar ávöxtunarkrafa skuldabréfa lækkar þá hækka þau í verði og öfugt • Fyrir lífeyrissjóði sem bóka skuldabréf á kaupkröfu þá er heppilegast að krafan fari ekki mikið niður, sérstaklega ekki niður fyrir 3,5% • Nú er verið að tala um „afnám verðtryggingar“ spurning hvaða áhrif slíkt hefur (ef af verður) á uppgjör lífeyrissjóða
Verðbréf með breytilegar tekjur • Hlutabréf og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða • Ávöxtun ræðst á markaði og er því háð gengi bréfanna hverju sinni • Miðað er við markaðsvirði á uppgjörsdegi eða vegið virði síðustu þriggja mánaða, sé það lægra
Verðbréf með breytilegar tekjur • Verðbréfasjóðir sem fjárfesta í skuldabréfum • Lífeyrissjóðirnir horfa í gegnum slíka sjóði og geta núvirt skuldabréfin í þeim með 3,5% kröfu • Veltuhraði verðbréfasjóða hins vegar meiri en í eignasafni lífeyrissjóða og því lægri meðalkrafa en er í safni lífeyrissjóðanna. • Hlutabréf • Innlend skráð bréf, s.s. Icelandair, Marel, TM o.fl. • Innlend óskráð bréf, s.s. Íslensk verðbréf hf. • Erlend bréf, sérgreint eða í sjóðum
Verðmyndun á markaði • Útgefandi semur við einn eða fleiri markaðsaðila um viðskiptavakt • Setja inn kaup- og sölutilboð á hverjum degi • Fleiri vaktaðilar, því hærri fjárhæðir því dýpri og betri markaðsmyndun • Fjárfestar setja inn kaup- og sölutilboð í gegnum miðlara • Á skipulegum markaði sjást tilboðin og fjárfestar geta því séð hver verðmiðinn er á hverjum tíma. Viðskipti með verðbréf utan markaða eru ósýnileg og því erfitt að átta sig á „réttum“ verðmiða á hverjum tíma. Í stað þess að sjá allt á sama staðnum þarf að heyra í 5-10 aðilum til að fá tilfinningu fyrir verðinu
Verðmyndun á markaði • Eftir því sem fleiri aðilar setja inn kaup- og söluboð því betri verður verðmyndun markaðarins • Það eru miklu færri sem hafa áhuga á að eiga viðskipti utan skipulagðra markaða og því verður verðmyndun alltaf lakari og mikið verðbil á milli kaup- og sölutilboða
Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar
Áhætta • Mæld með sveiflum í ávöxtun – Staðalfrávik • Hlutabréf hafa hærra staðalfrávik en skuldabréf. • Eftir því sem félögum er fjölgað í hlutabréfasafni, því lægra er staðfrávik safnsins. • Eftir því sem minni fylgni er á milli ávöxtunar félaganna, því meiri áhrif til lækkunar staðalfráviks hafa bréfin á safnið • Stutt skuldabréf/víxlar hafa lægra staðalfrávik en bréf með lengri líftíma • Hægt að lækka staðalfrávik safns með því að blanda saman eignaflokkum sem hafa litla fylgni
Áhætta • Til að ná sem hæstri ávöxtun án þess að auka áhættu safnsins of mikið þá er mörgum misáhættusömum eignaflokkum blandað saman • Áhættumælikvarðar byggjast á sögulegum tölfræðigögnum. Það geta alltaf komið upp aðstæður sem trufla þetta s.s. bankahrunið þar sem 95% hlutabréfamarkaðarins hvarf og megnið af skuldabréfum fyrirtækja tapaðist. Áhættuminnstu eignirnar stóðu einar eftir, s.s. ríkisskuldabréf og sértryggð bréf. Innlánin fóru úr því að vera jafnfætis ótryggðum bankabréfum í það að vera ríkistryggð
Áhætta • Specificrisk – Fyrirtækjaáhætta • Hægt að draga verulega úr með því að fjölga eignum í safni • Market risk – Kerfislæg áhætta • Ekki hægt að eyða henni • Hægt að minnka hana m.t.d. að fjárfesta í eignum erlendis en það er ekki hægt að eyða henni
Áhætta • Fjárhagsleg áhætta • Mótaðilaáhætta – Mótaðili stendur ekki við skuldbindingar sínar • Ríki, sveitarfélög, sjóðfélagar, bankar og fyrirtæki • Lausafjáráhætta – Lsj. getur ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna lausafjárskorts • Gera þarf ráð fyrir þekktu sjóðstreymi og jafnframt þarf að vera hægt að bregðast hratt við ófyrirséðu sjóðstreymi
Áhætta • Fjárhagsleg áhætta • Markaðsáhætta – Breyting á markaðsvirði eigna, gengi, krafa, gjaldmiðlar • Horft á verðbréf með breytilegar tekjur • Vaxtaáhætta – Skuldbindingar verðtryggðar og langar • Fjárfest í löngum verðtryggðum bréfum til að mæta þessu en það er ekki hægt að öllu leyti • Gjaldeyrisáhætta – Gengisbreyting krónunnar gagnvart erlendum myntum
Áhætta • Rekstraráhætta • Skapast í starfsemi sjóðsins s.s. mannleg mistök • Gerðir verkferlar • Eftirlit frá endurskoðendum • Eftirlit frá FME • Pólitísk áhætta – Lagabreytingar • Breytt lífeyrisbyrði • Nýir skattar • Breyting á fjárfestingaheimildum • Bann við verðtryggingu
Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar
Samantekt um fjárfestingar 2014 • Erum með yfirvigt í innlendum hlutabréfum. Ávöxtun hlutabréfa er undir væntingum, enn sem komið er • Höfum haldið áfram að færa fjármuni úr ríkistryggðum bréfum yfir í önnur skuldabréf. Kaupum traust skuldabréf og með styttri líftíma en ríkistryggðu bréfin. Dregur úr gengissveiflum safnsins. Kaupum eingöngu bréf sem hafa viðskiptavakt í kauphöllinni • Höfum ekkert getað gert í erlendum bréfum þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir viðskipti
Nánari upplýsingar • Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar • bsg@iv.is • 460 4709 • 822 4709