1 / 27

Lífeyrissjóður Vestfirðinga Fjárfestingastefna Aðalfundur 20. maí 2014

Lífeyrissjóður Vestfirðinga Fjárfestingastefna Aðalfundur 20. maí 2014. Björn Snær Guðbrandsson forstöðumaður eignastýringar ÍV. Yfirlit. Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga Eignaflokkar Áhætta Fjárfestingarstefna séreignarinnar. Fjárfestingarstefna.

coral
Download Presentation

Lífeyrissjóður Vestfirðinga Fjárfestingastefna Aðalfundur 20. maí 2014

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lífeyrissjóður VestfirðingaFjárfestingastefnaAðalfundur 20. maí 2014 Björn Snær Guðbrandsson forstöðumaður eignastýringar ÍV

  2. Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar

  3. Fjárfestingarstefna • Stjórnun verðbréfasafns er í samræmi við fjárfestingarstefnu sem eigandi safnsins setur sér • Rammi lífeyrissjóðanna: Lög nr. .129 frá 1997, VII kafli, 36. gr. og 38. gr. • Stefnan er endurskoðuð á hverju hausti • Vænt ávöxtun og áhætta fer ávallt saman. Því hærri sem vænt ávöxtun er, því meiri áhætta er tekin

  4. Fjárfestingarstefna • Aðrir þættir sem geta haft áhrif á fjárfestingarstefnuna • Siðferðilegir þættir • Ekki fjárfest í fyrirtækjum sem eru í hergagnaframleiðslu – Norski olíusjóðurinn • Umhverfislegir þættir • Ekki fjárfest í fyrirtækjum sem skaða náttúruna • Laun • Erfitt um vik. Hvað á að miða við, hvar á að draga mörkin. Innlend og erlend fyrirtæki • Kannski skilvirkara að hafa áhrif á launastefnu fyrirtækisins í gegnum stjórn þess

  5. Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 2014

  6. Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar

  7. Verðbréf með fastar tekjur • Skuldabréf • Lsj. bóka öll skuldabréf á kaupkröfu og því falla þau undir þennan flokk þótt þau séu virk á markaði með daglegum verðsveiflum, s.s. íbúðabréf • Núvirt í uppgjöri m.v. 3,5% ávöxtunarkröfu. Þ.a. bréf sem keypt eru inn á hærri kröfu fá virðisaukningu en bréf sem bera lægri kröfu fá virðisrýrnun í núvirðingunni • Lsj. sækja því í löng verðtryggð bréf sem bera hærri kröfu en 3,5% • Innlán • Innlán bera að jafnaði fasta vexti

  8. Skuldabréf • Ríkistryggð skuldabréf • Verðtryggð og óverðtryggð ríkisbréf • Fjármögnun ríkissjóðs • Lífeyrissjóðirnir fjármagna ríkissjóð til langs tíma en þrotabúin og erlendir fjárfestar fjármagna ríkissjóð til skamms tíma • Bréf gefin út af Íbúðalánasjóði • Eigendaábyrgð ríkisins • Fjármagnað af lífeyrissjóðum • Fasteignaveðtryggð skuldabréf • Sjóðfélagalán • Fasteignafélög • Stök bréf á stakar eignir

  9. Skuldabréf • Sértryggð skuldabréf • Ábyrgð útgefanda • Tryggð með safni íbúðalána • Virði undirliggjandi íbúðalána meira en virði útgáfunnar, 120% • Íbúðabréf sem lenda í vanskilum kippt úr safninu fyrir önnur sem eru í skilum • Aukið eftirlit. Bankinn sendir vikulega gögn til endurskoðanda sem skilar inn mánaðarlegri skýrslu til FME

  10. Skuldabréf • Lánasjóður sveitarfélaga • Með veð í útsvari sveitarfélaga • Önnur skuldabréf • Rekstur (sveitarfélög/fyrirtæki) • Gjaldfellingarskilmálar • Eiginfjárhlutfall, nýr skuldari, aukin lántaka ofl.

  11. Skuldabréf - Viðbót • Það sem er öfugsnúið með skuldabréf og hrekkir marga er að þegar ávöxtunarkrafa skuldabréfa lækkar þá hækka þau í verði og öfugt • Fyrir lífeyrissjóði sem bóka skuldabréf á kaupkröfu þá er heppilegast að krafan fari ekki mikið niður, sérstaklega ekki niður fyrir 3,5% • Nú er verið að tala um „afnám verðtryggingar“ spurning hvaða áhrif slíkt hefur (ef af verður) á uppgjör lífeyrissjóða

  12. Verðbréf með breytilegar tekjur • Hlutabréf og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða • Ávöxtun ræðst á markaði og er því háð gengi bréfanna hverju sinni • Miðað er við markaðsvirði á uppgjörsdegi eða vegið virði síðustu þriggja mánaða, sé það lægra

  13. Verðbréf með breytilegar tekjur • Verðbréfasjóðir sem fjárfesta í skuldabréfum • Lífeyrissjóðirnir horfa í gegnum slíka sjóði og geta núvirt skuldabréfin í þeim með 3,5% kröfu • Veltuhraði verðbréfasjóða hins vegar meiri en í eignasafni lífeyrissjóða og því lægri meðalkrafa en er í safni lífeyrissjóðanna. • Hlutabréf • Innlend skráð bréf, s.s. Icelandair, Marel, TM o.fl. • Innlend óskráð bréf, s.s. Íslensk verðbréf hf. • Erlend bréf, sérgreint eða í sjóðum

  14. Verðmyndun á markaði • Útgefandi semur við einn eða fleiri markaðsaðila um viðskiptavakt • Setja inn kaup- og sölutilboð á hverjum degi • Fleiri vaktaðilar, því hærri fjárhæðir því dýpri og betri markaðsmyndun • Fjárfestar setja inn kaup- og sölutilboð í gegnum miðlara • Á skipulegum markaði sjást tilboðin og fjárfestar geta því séð hver verðmiðinn er á hverjum tíma. Viðskipti með verðbréf utan markaða eru ósýnileg og því erfitt að átta sig á „réttum“ verðmiða á hverjum tíma. Í stað þess að sjá allt á sama staðnum þarf að heyra í 5-10 aðilum til að fá tilfinningu fyrir verðinu

  15. Verðmyndun á markaði • Eftir því sem fleiri aðilar setja inn kaup- og söluboð því betri verður verðmyndun markaðarins • Það eru miklu færri sem hafa áhuga á að eiga viðskipti utan skipulagðra markaða og því verður verðmyndun alltaf lakari og mikið verðbil á milli kaup- og sölutilboða

  16. Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar

  17. Áhætta • Mæld með sveiflum í ávöxtun – Staðalfrávik • Hlutabréf hafa hærra staðalfrávik en skuldabréf. • Eftir því sem félögum er fjölgað í hlutabréfasafni, því lægra er staðfrávik safnsins. • Eftir því sem minni fylgni er á milli ávöxtunar félaganna, því meiri áhrif til lækkunar staðalfráviks hafa bréfin á safnið • Stutt skuldabréf/víxlar hafa lægra staðalfrávik en bréf með lengri líftíma • Hægt að lækka staðalfrávik safns með því að blanda saman eignaflokkum sem hafa litla fylgni

  18. Áhætta • Til að ná sem hæstri ávöxtun án þess að auka áhættu safnsins of mikið þá er mörgum misáhættusömum eignaflokkum blandað saman • Áhættumælikvarðar byggjast á sögulegum tölfræðigögnum. Það geta alltaf komið upp aðstæður sem trufla þetta s.s. bankahrunið þar sem 95% hlutabréfamarkaðarins hvarf og megnið af skuldabréfum fyrirtækja tapaðist. Áhættuminnstu eignirnar stóðu einar eftir, s.s. ríkisskuldabréf og sértryggð bréf. Innlánin fóru úr því að vera jafnfætis ótryggðum bankabréfum í það að vera ríkistryggð

  19. Áhætta • Specificrisk – Fyrirtækjaáhætta • Hægt að draga verulega úr með því að fjölga eignum í safni • Market risk – Kerfislæg áhætta • Ekki hægt að eyða henni • Hægt að minnka hana m.t.d. að fjárfesta í eignum erlendis en það er ekki hægt að eyða henni

  20. Áhætta • Fjárhagsleg áhætta • Mótaðilaáhætta – Mótaðili stendur ekki við skuldbindingar sínar • Ríki, sveitarfélög, sjóðfélagar, bankar og fyrirtæki • Lausafjáráhætta – Lsj. getur ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna lausafjárskorts • Gera þarf ráð fyrir þekktu sjóðstreymi og jafnframt þarf að vera hægt að bregðast hratt við ófyrirséðu sjóðstreymi

  21. Áhætta • Fjárhagsleg áhætta • Markaðsáhætta – Breyting á markaðsvirði eigna, gengi, krafa, gjaldmiðlar • Horft á verðbréf með breytilegar tekjur • Vaxtaáhætta – Skuldbindingar verðtryggðar og langar • Fjárfest í löngum verðtryggðum bréfum til að mæta þessu en það er ekki hægt að öllu leyti • Gjaldeyrisáhætta – Gengisbreyting krónunnar gagnvart erlendum myntum

  22. Áhætta • Rekstraráhætta • Skapast í starfsemi sjóðsins s.s. mannleg mistök • Gerðir verkferlar • Eftirlit frá endurskoðendum • Eftirlit frá FME • Pólitísk áhætta – Lagabreytingar • Breytt lífeyrisbyrði • Nýir skattar • Breyting á fjárfestingaheimildum • Bann við verðtryggingu

  23. Yfirlit • Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga • Eignaflokkar • Áhætta • Fjárfestingarstefna séreignarinnar

  24. Fjárfestingarstefna 2014

  25. Samantekt um fjárfestingar 2014 • Erum með yfirvigt í innlendum hlutabréfum. Ávöxtun hlutabréfa er undir væntingum, enn sem komið er • Höfum haldið áfram að færa fjármuni úr ríkistryggðum bréfum yfir í önnur skuldabréf. Kaupum traust skuldabréf og með styttri líftíma en ríkistryggðu bréfin. Dregur úr gengissveiflum safnsins. Kaupum eingöngu bréf sem hafa viðskiptavakt í kauphöllinni • Höfum ekkert getað gert í erlendum bréfum þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir viðskipti

  26. Ávöxtun safns

  27. Nánari upplýsingar • Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar • bsg@iv.is • 460 4709 • 822 4709

More Related