220 likes | 529 Views
Ísland á árum fyrri heimsstyrjaldar. 1914 – 1918. Stríð og efnahagsmál. Í fyrri heimsstyrjöldinni voru öll Norðurlöndin hlutlaus frá upphafi til enda Hjá þeim snertu stríðsátökin einkum verslun og viðskipti þar sem erfitt varð um útvegun á ýmsum nauðsynjum
E N D
Ísland á árum fyrri heimsstyrjaldar 1914 – 1918
Stríð og efnahagsmál • Í fyrri heimsstyrjöldinni voru öll Norðurlöndin hlutlaus frá upphafi til enda • Hjá þeim snertu stríðsátökin einkum verslun og viðskipti þar sem erfitt varð um útvegun á ýmsum nauðsynjum • Allur útflutningur ófriðalandanna var háður leyfum og eftirliti en sjálf keyptu þau vörur sem nauðsynlegar voru mjög háu verði • Það leiddi til þess að alþjóðlegt verðlag hækkaði og eftir því sem leið á stríðið reyndi meira á hinn efnahagslega stríðsrekstur, þ. e. hvorir stæðu betur efnahagslega Valdimar Stefánsson 2007
Hafnbann Bandamanna • Alla fyrri heimsstyrjöldina höfðu Bandamenn yfirburði á höfunum en Miðveldin reyndu að hindra siglingar Bandamanna með kafbátahernaði • Bandamenn settu hafnbann á Miðveldin og þar sem Miðveldin áttu ekki mikið land að hafi reyndist það áhrifamikið • Til að stöðva viðskipti Miðveldanna við hlutlaus ríki er lágu að landamærum þeirra var reynt að sjá til þess að hlutlausu ríkin hefðu sem minnst aflögu til að versla með • Þannig vildu Bretar t. d. ekki að íslenskar afurðir sem fluttar voru til Danmerkur færi áfram til Þýskalands Valdimar Stefánsson 2007
Bresk yfirráð á Íslandi • Breski flotinn var alls ráðandi á íslenska hafssvæðinu og verslun við Breta Íslendingum lífsnauðsyn • Þess vegna höfðu Bretar öll ráð Íslendinga í hendi sér án þess að þurfa nokkuð að hernema landið • Bretar gerðu út sendiræðismann til Reykjavíkur, Eric Cable að nafni, sem í raun var yfirmaður landsins meðan stríðið stóð og varð landsstjórnin að lúta vilja hans í einu og öllu • Sem dæmi má nefna að Bretar hleruðu sæsímann og kröfðust þeir þess að öll samskipti landsins við umheiminn færu fram á ensku Valdimar Stefánsson 2007
Stríðsgróði á upphafsárunum • Á upphafsárum stríðsins töldu Íslendingar sig vera að hagnast á stríðinu þar sem útflutningsvörur þeirra, einkum sjávarafurðir, voru á afar góðu verði • Þótt innflutningsvörur hækkuðu líka var það ekki til jafns við útflutningstekjurnar • Allt verðlag í landinu hækkaði og hélt kaupmáttur illa við verðbólguna • Því voru það bændur og útvegsmenn sem nutu stríðsgróðans en ekki almennir launþegar • Gróðinn var þó minni en menn ætluðu þar sem þeir miðuðu á að sama verð yrði á vörum eftir stríð og það var áður en það skall á Valdimar Stefánsson 2007
Áhrif ótakmarkaðs kafbátahernaðar • Í febrúar árið 1917 lýstu Þjóðverjar yfir ótakmörkuðum kafbátahernaði sem fól það í sér að þeir myndu skjóta niður skip frá hlutlausum ríkjum án viðvörunar • Á næstu mánuðum grönduðu Þjóðverjar sjö skipum í förum á milli Bretlands og Íslands • Kafbátahernaðurinn leiddi til þess að farmgjöld og tryggingar hækkuðu upp úr öllu valdi og kom það einkum niður á ódýrum þungavörum, s. s. salti og kolum • Siglingar milli hlutlausra ríkja lömuðust um sinn þar sem hafnbann Breta krafðist þess að komið væri við í Bretlandi í slíkum siglingum og farmurin kannaður þar Valdimar Stefánsson 2007
Viðskiptaþrengingar 1917 • Úrræði Íslendinga við þessum vandræðum var að beina siglingum sem mest vestur um haf en einmitt á þeim tíma gengu Bandaríkin í lið með Bandamönnum og tóku því upp viðskiptahömlur • Urðu útflutningsleyfi því torfengin og miklar tafir á vörusendingum til Íslands • Á vertíðinni 1917 gátu bátar ekki róið vikum saman sökum olíuskorts og verð á kolum og salti gerðu útgerð togaranna óarðbæra en vegna kafbátahættunnar kom naumast til greina að sigla með aflann til Bretlands þar sem gott verð hefði fengist fyrir hann Valdimar Stefánsson 2007
Viðskiptaþrengingar 1917 – 1918 • Haustið 1917 var togurum haldið í landi vegna þess vanda sem á undan er lýst • Því var gengið að boði Frakka um kaup á helmingi togaraflotans, tíu skipum, enda buðu þeir gott verð fyrir skipin • Vegna þessa, svo og vegna kola- og saltsskorts og slæmra gæfta, var fiskafli í lágmarki á fyrri hluta ársins 1918 • Útflutningur dróst saman og innflutningur hækkaði í verði, einkum flutningskostnaður • Útflutningtekjurnar, sem aukist höfðu um fjórðung á árunum 1915 – 1916, voru nú aðeins helmingur þess sem þær höfðu verið fyrir stríð Valdimar Stefánsson 2007
Viðskiptaþrengingar 1917 – 1918 • Stríðsgróðinn í upphafi átakanna hafði nú snúist upp í stríðsþrengingar • Atvinnuleysi varð tilfinnanlegt, sérstaklega í Reykjavík þar sem mikið valt á togaraútgerðinni • Verðbólgan sem í upphafi stríðs var um 20% fór í 40 – 50% og hagstjórninni var ekki beitt til að lækka hana svo forðast mætti enn meiri samdrátt • Landsjóður var rekinn með miklum halla og tekin voru lán frá Danmörku til að vega þar upp á móti en á árunum 1917 – 1918 var skuldasöfnun landsjóðsins fjórum til fimm sinnum meiri en skatttekjur hans Valdimar Stefánsson 2007
Landsverslun • Árið 1917 stofnaði landsjóður sérstakt fyrirtæki, Landsverslun, sem tók að sér útvegun á helstu nauðsynjavörum og stóð fyrir stórum hluta alls innflutnings • Jafnframt versluninni hóf landsjóður útgerð þriggja skipa, þar af eitt til strandsiglinga og leigði álíka mörg • Vörum Landsverslunar var að nokkru dreift til kaupmanna með bundinni smásöluálagningu en annars önnuðust sýslumenn og sveitastjórnir dreifingu varanna • Stundum voru hörgulvörur skammtaðar og aðeins hægt að kaupa þær út á skömmtunarseðla Valdimar Stefánsson 2007
Utanríkisverslunin • Frá árinu 1916 var utanríkisverslun Íslands háð heildarsamningum við Bandamenn og þá einkum Breta • Þannig keyptu Bandamenn mestallan útflutning landsins á umsömdu verði, sumt til að bæta landinu upp hafnbannið • Er leið á stríðið tók opinber stofnun, útflutningsnefnd, að sér nánast allan útflutning í umboðssölu • Voru landsmenn jafnan ósáttir við þau kjör sem þeim buðust og verst kom það sér að hafa samið um verð fyrir útflutninginn 1917 áður en kafbátahernaðurinn hækkaði allan innflutning • Litlar lagfæringar fengust á þeim samningi Valdimar Stefánsson 2007
Utanríkismál Íslands • Samkvæmt heimastjórnarsamningnum fóru Danir með utanríkismál Íslands og áttu því að semja við Bandamenn fyrir Íslands hönd • Bretar kusu hins vegar að semja beint við Íslendinga og kom það Dönum vel því þau viðskipti hefðu getað skaðað viðkvæmt samband þeirra við Þýskaland • Þannig fékk íslenska heimastjórnin ekki aðeins víðtækari viðfangsefni í stríðinu en menn hafði órað fyrir, heldur einnig meira sjálfstæði út á við • Reynsla Íslendinga á stríðsárunum gerðu þá mun hæfari til að taka við fullveldi landsins að hildarleiknum loknum Valdimar Stefánsson 2007
Fyrsta ríkisstjórn Íslands 1916 • Stjórnarskrá Íslands var breytt árið 1915 og voru merkustu breytingarnar þær að nú fengu konur fyrst kosningarétt og einnig var heimilt að fjölga ráðherrum • Eftir kosningar 1916 varð Jón Magnússon fyrsti forsætisráðherra Íslands í ríkisstjórn þriggja ráðherra • Þar sem að á ýmsu hafði gengið í samskiptum Íslands og Danmerkur frá því „uppkastinu“ var hafnað árið 1907 voru ráðamenn sammála um að beina kröftunum að innlendum málum og láta sambandsmálin bíða fram yfir stríðslok hið minnsta Valdimar Stefánsson 2007
Fyrsta ríkisstjórn Íslands 1916 • Vegna stríðsins þurftu íslenskir ráðamenn að standa í ýmsum samningum við Dani um t. d. lánveitingar og skipakaup og var því vænlegra að láta allt sjálfstæðisþref á hilluna um stund • Það var því ekkert útlit fyrir að nokkuð myndi gerast nýtt í sambandsmálum fyrr en eftir að friður kæmist á og önnur mál féllu í fyrri farveg • Ríkisstjórn og Alþingi einbeittu sér að því að leysa þau ófáu vandamál sem Ísland stóð frammi fyrir vegna styrjaldarinnar í Evrópu • En eitt mál átti þó eftir að breyta óvænt stöðunni í sambandsmálunum; fánamálið Valdimar Stefánsson 2007
Fánamálið - Hvítbláinn • Hugmyndir um sérstakan íslenskan fána höfðu komið fram á 19. öld og Einar Benediktsson kom á framfæri tillögu um heiðbláan fána með hvítum krossi • Eftir að heimastjórnin komst á tóku stúdentar og ungmennafélög þennan fána upp sem merki sitt og á Þingvallafundinum 1907 varð hann að tákni sjálfstæðisbaráttunnar • Í tengslum við uppkastið beitti Skúli Thoroddsen sér fyrir því að „hvítbláinn“ yrði gerður að siglingafána Íslands en án árangurs Valdimar Stefánsson 2007
Fánamálið – Íslenskur innanlandsfáni • Innanlands var bláhvíti fáninn notaður án þess að menn hefðu áhyggjur af löggildingu hans þar til árið 1913 að ofurnákvæmur danskur skipherra lagði hald á einn slíkan sem maður hafði haft uppi í árabát innan hafnar • Reglufesta skipherrans olli uppnámi í Reykjavík og þusti fólk til og flaggaði bláhvítum fánum hvar sem þá var hægt að festa • Í framhaldinu krafðist nú Alþingi löglegs fána til innanlandsnota og var það samþykkt árið 1915, reyndar með þeirri breytingu að rauðum krossi var bætt inn í þann hvíta Valdimar Stefánsson 2007
Fánamálið – Krafa um siglingafána • Danski fáninn var áfram siglingafáni Íslendinga en eftir að Eimskipafélag Íslands var stofnað tóku landsmenn að setja það mjög fyrir sig að flagga dönskum fána á alíslenskum kaupskipum • Á stríðsárunum fékk fánamálið nýja og mikilvægari merkingu þegar menn tóku að íhuga hverju danskur siglingafáni gæti valdið ef Danmörku tækist ekki að viðhalda hlutleysi sínu • Sú vernd sem átti að felast í sambandinu við Dani og fáninn var tákn fyrir gæti þá orðið verri en engin Valdimar Stefánsson 2007
Fánamálið – Krafa um siglingafána • Stríðsástandið í Evrópu höfðu svo breytt aðstæðum Íslendinga að nú voru það Bretar en ekki Danir sem höfðu síðasta orðið um stöðu Íslands • Bretum hentaði það betur að semja beint við Íslendinga heldur en í gegnum Danmörku (það hentaði Dönum reyndar einnig betur), en ef sambúð Dana og Breta versnaði þá væri það Bretum fyrirhafnarminnst að umgangast Ísland áfram sem hlutlaust land • En þá mættu íslensk skip ekki sigla undir dönskum fána Valdimar Stefánsson 2007
Óvænt tilboð frá Dönum • Kröfuna um siglingafána kynnti Jón Magnússon fyrir Dönum en fékk engar undirtektir • Alþingi ályktaði síðan einróma um málið sumarið 1917 og Jón hélt málinu gangandi við Dani • Þá fékk hann þau óvæntu svör frá Danmörku að nær væri að hefja nýja samninga um samband landanna í heild heldur en einblína á fánamálið • Jón var svartsýnn á samninga þar sem hann sá ekki að neitt hefði breyst í afstöðu landanna hvors til annars en taldi þó rétt að slá ekki á útrétta hendi • En ýmislegt hafði reyndar breyst í viðhorfum Dana Valdimar Stefánsson 2007
Danskir fjármálahagsmunir á Íslandi • Það sem hafði breytt afstöðu Dana var fyrst og fremst það að sjónarmið danskra fjármálamanna vógu nú þyngra en fyrr • Þeir töldu að efnahagsleg tengsl landanna væru ólíkt mikilvægari en stjórnskipuleg formsatriði sem best væri að ganga frá hið fyrsta • Forystufyrirtæki í dönsku efnahagslífi áttu talsverðra hagsmuna að gæta á Íslandi: tveir helstu bankar þeirra, Mikla norræna ritsímafélagið, Sameinaða gufuskipafélagið og fl. • Danska Austur-Asíufélagið hugði auk þess á virkjunarframkvæmdir í Soginu og vitað er að leiðtogi þess fékk konung til að ýta á danska stjórnmálaflokka að freista nú samninga Valdimar Stefánsson 2007
Sambandslagasamningurinn 1918 • Í júlí 1918 kom samninganefnd Dana til Reykjavíkur og hófust nú samningaviðræður • Þótt mikið bæri á milli í fyrstu gekk brátt saman með þeim hætti að Danir slökuðu til um stjórnarfarsatriði en Íslendingar um hin efnahagslegu • Samningurinn var í formi sambandslaga sem lögtekin voru í báðum löndunum og tóku gildi þann 1. desember 1918 • Sambandslögin voru samþykkt á Alþingi um haustið með 37 atkvæðum gegn tveimur og í þjóðaratkvæðagreiðslu með 90% atkvæða en innan við helmings kjörsókn Valdimar Stefánsson 2007
Ísland fullvalda ríki • Með sambandslögunum breyttist Ísland úr hjálendu í frjálst og fullvalda ríki sem tengt var Danmörku með frjálsu samkomulagi tveggja jafn rétthárra ríkja • Aðeins konungur og framkvæmd samningsins voru sameiginleg ríkjunum • Öll önnur málefni Íslands voru sérmál þess sem það eitt réði yfir en Danir fóru með utanríkismál, landhelgisgæslu og hæstarétt í umboði Íslendinga • Árið 1920 höfðu Íslendingar breytt stjórnarskrá sinni til samræmis við sambandslögin, stofnað hæstarétt og opna fyrsta sendiráð sitt erlendis, í Kaupmannahöfn Valdimar Stefánsson 2007