220 likes | 497 Views
Heimsstyrjöldin fyrri. Aðdragandi. Þjóðernishyggja 19. aldar. Þýskaland sameinast (1871) undir forystu Prússa Frakkland og Austurríki töldu sér ógnað Prússar (Bismarck) í stríð gegn þeim og Dönum til að ná undir sig héruðum sem hann vildi fá í hið sameinaða Þýskaland
E N D
Heimsstyrjöldin fyrri Aðdragandi
Þjóðernishyggja 19. aldar • Þýskaland sameinast (1871) undir forystu Prússa • Frakkland og Austurríki töldu sér ógnað • Prússar (Bismarck) í stríð gegn þeim og Dönum til að ná undir sig héruðum sem hann vildi fá í hið sameinaða Þýskaland • Frakkar biðu auðmýkjandi ósigur • þurftu að láta Elsass og Lothringen héruðin af hendi • Þýska keisaradæmið stofnað í framhaldi
Þýska keisaradæmið • Vilhjálmur Prússakonungur valinn keisari • Bismarck varð ríkiskanslari (forsætisráðherra) • Þjóðverjar stoltir af því að þýski stórveldisdraumurinn var orðinn að veruleika • Þjóðverjar vildu fá hlut í nýlenduauði annarra Evrópuríkja og tóku nú aukinn þátt í kapphlaupinu um nýlendur
Hernaðarkapphlaup fyrir 1914 • Evrópuveldin kepptu um nýlenduyfirráð, markaði og völd á alþjóðavettvangi • Hervæðing og hernaðarhyggja • Frakkar í hefndarhug eftir tap Elsass og Lothringen • Tyrkjaveldi í upplausn – höfðu ekki sinnt lýðræðisþróun og iðnvæðingu líkt og Evrópuríkin
Rússland og Austurríska keisaradæmið reyndu að ná völdum á Balkanskaga í stað Tyrkja sem voru að tapa ítökum sínum þar • Eitt Balkanskagaríkið hafði stóra drauma líka... • Serbar vildu stofna stórríki Serba á skaganum • Margir serbar, slóvenar, múslimar og króatar bjuggu innan landamæra Austurríska keisaradæmisins • Evrópuveldin lengdu herskyldu og juku útgjöld til hergagnaframleiðslu • Iðnvædd samfélög gátu framleitt mikið magn vopna • Heræfingar og sýningar eins og um þjóðhátíð væri að ræða
Stjórnvöld Evrópuríkjanna gerðu sér grein fyrir kostum ágengrar þjóðernis og hernaðarhyggju: • skyggja á vandamál heima fyrir svo sem fátækt og takmarkanir á lýðræði • Í nýstofnuðu Þýskalandi var áherslan á hernað gífurleg • 1% þjóðarinnar var í senn undir vopnum • herskylda í 2-3 ár hið minnsta • Ítalir reyndu að fylgja í fótspor Þjóðverja • 5 ára herskylda
Bretland og Bandaríkin einu löndin sem ekki komu á herskyldu • Áróður þjóðernissinna gífurlegur • áróður í skólum og í dagblöðum sem fengu nú aukna útbreiðslu vegna aukins læsis • Frakkar hafa verið í fararbroddi menningarþjóða og vísað öðrum veginn. Það felst enginn oflátungsháttur í að segja að aðrir hafi litið á þjóðina sem menninguna holdi klædda. (...) Á öldum áður voru Frakkar nefndir hermenn guðs; hvað sem því líður tilheyra þeir framvarðarsveit mannkyns. (...)Frakkar eru fremstir Evrópuþjóða og þeirra bíður glæstari framtíð en nokkurra annarra í álfunni. • Herinn og flotinn bera Þýskaland tryggilega uppi ekki síður en Atlas heiminn í fornöld. Þýskaland er frjálst og voldugt og mun standa um aldur og ævi. Megi það dafna í friði og farsæld undir stjórn Vilhjálms 2. og verða sigursælt ef til stríðs kemur (...) Lokaátökin um heimsyfirráðin standa nú fyrir dyrum. Enn er ekki ljóst hvort úrslitin ráðast í friðsamlegri samkeppni eða vopnin verða látin tala. Hvernig sem fer má enginn liggja á liði sínu; hverja taug þarf að þenja til hins ítrasta og berjast þarft til síðasta blóðdropa...
Morð aldarinnar • 28. júní 1914 var Franz Ferdinand ríkiserfingi austurríska keisaradæmisins skotinn þegar hann ók um götur Sarajevo. • Ungur Bosníu-Serbi vildi grafa undan veldi Austurríkismanna.
Heimsstyrjöldin fyrri hefst • Herskáir stjórnmálamenn og hershöfðingjar í Austurríska keisaradæminu voru fljótir að skella skuldinni á Serbíustjórn • Sáu tækifæri til að þagga niður í Serbum og sjálfstæðiskröfum slavnesku þjóðanna á Balkanskaga • Mánuði eftir morðið örlagaríka lýsti Austurríki-Ungverjaland yfir stríði á hendur Serbíu
Ný hertækni • Ný hertækni: jarðsprengjur, tundurdufl, risafallbyssur, eiturgas, flugvélar, kafbátar og skriðdrekar. • Skotgrafahernaður einkennandi • Konur gengu í margvísleg störf karlmanna s.s. í verksmiðjum
Áróður BNA BNA Bretland
Uppdráttur af skotgröf Stuttur myndbútur frá skotgrafhernaði í Heimsstyrjöldinni fyrri
Miðveldin: Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland (Austurríska keisaradæmið), Tyrkjaveldi og Búlgaría. • Bandamenn: Bretar, Frakkar, Rússar, Belgar, Serbar o.f.l Þjóðir á Balkanskaga, síðar Ítalir, Bandaríkin, Ástralía og Kanada. Japanir o.fl. studdu einnig Bandamenn • Það sem Bandamenn höfðu fram yfir Miðveldin: • Meiri efnahagsmáttur • Fleiri hermenn undir vopnum • Yfirburðir á heimshöfum • Yfirburðir í öðrum heimsálfum (nýlendur)
Þegar Þjóðverjar hófu að beita kafbátum af fullum þunga hófu Bandaríkjamenn þátttöku í stríðinu (vorið 1917) Hvers vegna? • Bandamenn unnu sigur og samið var um vopnahlé þann 11. 11. Kl. 11 árið 1918. • Eftir fjögurra ára stríð: • Um 10 milljónir hermanna létust • Helmingi fleiri voru særðir • Barist var á Vesturvígstöðvum, Austurvígstöðvum, Suðurvígstöðvum, Mið-Austurlöndum, Afríku og á hafi
Bandaríkin verða mesta efnahagsveldi heims • Mikil eftirspurn eftir bandarískum vörum í heimsstyrjöldinni fyrri því í Evrópu var lítið annað framleitt en hergögn • Versalasamningarnir • Dæmi um það hvernig ekki á að semja um frið! • Buðu upp á áframhaldandi óánægju og hatur milli þjóða sem leiddi til Heimsstyrjaldarinnar Síðari • Heimsstyrjöldin fyrri plægði akur fyrir kommúnisma, fasisma og nasisma
Austurríski keisarinn hrökklaðist frá völdum í byrjun nóvember 1918. Ríkið skiptist upp í fjögur ríki: Austurríki, Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Pólland • Keisaranum (Zarinn) í Rússlandi var steypt af stóli 1917 og bolsévikar tóku völdin - • Konungdæmi Serba, Króata og Slóvena stofnað sem varð síðar að Júgóslavíu • Bretar og Frakkar fengu yfirráð yfir löndum araba í Austurlöndum nær • Finnland hlaut sjálfstæði frá Rússum sem og Eystrasaltslöndin