190 likes | 414 Views
Streita í starfi íslenskra hjúkrunarfræðinga: Samanburður við kennara og flugfreyjur. Herdís Sveinsdóttir, dósent Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Hólmfríður Gunnarsdóttir, sérfræðingur Vinnueftirliti ríkisins. Inngangur.
E N D
Streita í starfi íslenskra hjúkrunarfræðinga: Samanburður við kennara og flugfreyjur Herdís Sveinsdóttir, dósent Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Hólmfríður Gunnarsdóttir, sérfræðingur Vinnueftirliti ríkisins HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Inngangur • Greint hefur verið frá streitu í starfi hjúkrunarfræðinga í fjölmörgum rannsóknum. • Streitan rakin til vinnuálags, stjórnunarstíla, faglegs ágreinings, tilfinningavinnu tengdri umönnun, skorti á umbun og vaktavinnu. McVicar. 2003. Workplace stress in nursing: A literature review. J Adv Nurs 44:633-642. HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Markmið Meginmarkmið: Að kanna og bera saman líkamlega, andlega og félagslega líðan hjúkrunarfræðinga, flugfreyja og grunnskólakennara og athuga tengsl við vinnuálag og starfsaðstæður Rannsóknaspurning: Hver er streita hjúkrunarfræðinga í samanburði við flugfreyjur og kennara? HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Úrtak og svörun • Allar kvenkyns flugfreyjur (N=371). Svörun var 68.7% (n=255). • 600 kvenna úrtak var tekið úr félagaskrá Fíh yfir starfandi kvenkyns hjúkrunarfræðinga (N=2312). Svörun var 65.7% (n=394). • 600 kvenna úrtak var tekið úr félagaskrá Félags grunnskólakennara yfir starfandi kvenkyns kennara (N=3368). Svörun kennara var 69% (n=406). HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Gagnaöflun Mælitæki rannsóknarinnar var spurningalisti þar sem spurt var eftir þáttum er lúta að almennu heilsufari; veikindum, meðferð og forvörnum; frjóssemisskeiði og blæðingum; lífsstíl; svefn og hvíld; vinnuumhverfi; fjölskylduaðstæðum og áreitni á vinnustað. HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Mæling á streitu • Líðan var metin með því að leggja fyrir lista yfir 38 einkenni og spurt hvort viðkomandi hefði fundið aldrei, stundum, oft eða stöðugt fundir fyrir einkenninu s.l. 12 mánuði • Einkennalistinn var þáttagreindur og greindust 5 þættir (einkennahópar) sem náðu yfir 25 einkennanna: Stoðkerfiseinkenni, Einkenni frá meltingarfærum, Streitu og þreytu Truflun á heyrn og Kvefeinkenni. HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Höfuðverkur Þunglyndi Kvíði eða spenna Síþreyta Skapsveiflur Mikil þreyta eða örmögnun Cronbachs .8081 Mikill sviti eða skjálfti Hiti, hrollur og verkir í öllum líkamanum Tilfinning um yfirlið eða svima Ógleði eða uppköst Tíð þvaglát Streitu og þreytu þáttur HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Áhrifaþættir streitu: vinnuumhverfi 7 almennar spurningar voru notaðar til að skilgreina vinnuumhverfi. Þessar spurningar lutu að • stjórn á vinnuhraða • hvort viðkomandi teldi sig búa við atvinnuöryggi • hversu líkamlega fjölbreytt viðkomandi telur starf sitt vera • hvort viðkomandi reyni meðvitað að minnka líkamlegt álag með því að leita aðstoðar samstarfsmanna eða sjúklinga/nemenda/farþega HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Áhrifaþættir streitu: vinnuumhverfi • hvort aðstaða í starfi bjóði upp á þægilegar vinnustellingar • hversu líkamlega erfitt starfið er • hversu líkamlega úrvinda viðkomandi er að lokinni vinnuvakt Við gagnaúrvinnslu voru þessi þrjú atriði sameinuðu í einn þátt sem kallaðist Líkamlega erfið vinna (Cronbach’s 0.790). HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Niðurstaða • Streita í starfi hjúkrunarfræðinga er minni en hjá kennurum og flugfreyjum • Einkenni almennt eru minni hjá hjúkrunarfræðingum en hjá kennurum og flugfreyjum • Hjúkrunarfræðingar nýta sér samstarfsfólk við störf sín • Hjúkrunarfræðingar líta á starf sitt sem fjölbreytt starf HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Til umhugsunar • Hjúkrunarfræðingurinn sem birtist í þessari rannsókn býr við streitu sem ætti að vera til gangs í starfi, vinnur vel með samstarfsfólki sínu og vinnur fjölbreytilegt starf. HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Til umhugsunar • Er starf hjúkrunarfræðinga eins streituvekjandi og af er látið? • Hverjir eru hinir jákvæðu þættir í starfi hjúkrunarfræðigna? HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD