220 likes | 482 Views
Ármiðaldir Miðaldir frá 500 - 1500. Upphaf kristinnar Evrópu Kafli II.1. Klofningur Rómaveldis. http://www.eduplace.com/kids/socsci/ca/books/bkf3/imaps/AC_15_491_division/AC_15_491_division.html. Þjóðflutningar. Miðaldir miðast við fall Vestrómverska ríkisins 476 e.Kr.
E N D
ÁrmiðaldirMiðaldir frá 500 - 1500 Upphaf kristinnar Evrópu Kafli II.1
Klofningur Rómaveldis http://www.eduplace.com/kids/socsci/ca/books/bkf3/imaps/AC_15_491_division/AC_15_491_division.html
Þjóðflutningar • Miðaldir miðast við fall Vestrómverska ríkisins 476 e.Kr. • Á mótum forn- og miðaldar er einkum tvennt sem einkennir Evrópusöguna: • Þjóðflutningar • Útbreiðsla kristninnar Þjóðflutningatíminn miðast við 375 – 500. sjá kort á bls. 82
Frankar • Það tók langan tíma að koma á fastri ríkjaskipan í Evrópu. • Ríki Franka í Gallíu varð öflugast evrópskra ríkja. • Í tíð Karlamagnúsar (vígður keisari af páfanum árið 800) varð Frankaríkið stærst. • Með honum fluttist veraldlegt vald í Evrópu norður yfir Alpana en trúarlegt vald og ritmenning hélst áfram við Miðjarðarhaf.
Kaþólska • Kristni var gerð ríkistrú í Rómaveldi árið 392 • Biskupinn í Róm varð smám saman valdamestur biskupa og var farið að kalla þær kirkjudeildir sem lutu vilja hans kaþólska (almenna) kirkju. • Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var einn áhrifamesti kenningasmiður kaþólsku kirkjunnar. • Í riti hans Um Guðsríki var lagður grundvöllur undir klausturlifnað – draga sig frá skarkala heimsins • Ágústínus: Ríki mannanna koma og fara en ríki guðs er eilíft • Biskupsstólar náðu yfir ákveðið landsvæði. Þar var m.a. skipulagt trúboð, safnaðarstarf og skólar starfræktir. • Dómkirkjur voru oft glæsilegustu byggingar biskupsstólsins.
Tíund • Tíund var tekin upp til að standa undir kostnaði við kirkjustarfið. • Greiða tíunda hluta uppskerunnar til kirkjunnar • Tíundin skiptist í fjóra jafna hluta: • einn rann til biskups, • annar til prests, • þriðji til að standa undir rekstri og kirkjubyggingu, og • fjórði rann svo til fátækra.
II.2. Landbúnaður og lénskerfi • Lénsveldi • Landbúnaður undirstaða lífsins á miðöldum • Bændur borguðu landeiganda hluta af uppskerunni. Einnig til aðals, konungs og kirkju. • 9 af 10 íbúum bjuggu í sveitum – borgum hafði hnignað frá tímum Rómaveldis • Hvaða leiðir höfðu landeigendur til að hafa fé af bændum?
Landeigandi átti oft spildurnar og meira land fyrir utan þessar spildur. Oft besta landið. Fékk bændur til að vinna á sínu landi. Kvaðavinna. Tók síðan leigu af bændum fyrir spildurnar í kringum þorpið. Tók síðan gjald af bændum fyrir að mala kornið þeirra í myllunni eða fyrir að flytja kornið á markað. Landspildur sem þorpsbúar skipta á milli sín. þorp
Framfarir í landbúnaði á miðöldum • Plógur úr járni tekinn í notkun í Evrópu • Hestaskeifur og aktygi • Myllan • vatnsmylla og síðar vindmylla • Sparaði vinnu kvenna við að mala korn • Tekið upp þrívangskerfi • Akurlendinu skipt í þrennt • 1. HVEITI, 2. ÖNNUR KORNTEGUND, 3. HVÍLT • Þannig fékkst uppskera af 2/3 landsins á hverju ári • Hafði mikil áhrif á N-Evrópu – • Veraldlegt vald færðist frá Miðjarðarhafslöndum • Fólksfjölgun • Hvernig var kerfið áður?
Lénskerfi • Skipulag það sem þróaðist milli höfðingja og bænda kallast lénskerfi • Góssið=jarðeignin var grunneining samfélagsins • Höfðingi eða landeigandi yfir bændum en var aftur á móti háður öðrum höfðingja sem lánaði honum landið (lén) • Í staðinn hét höfðinginn hinum tryggð sína og liðveislu í stríði • Konungurinn var efstur í goggunarröðinni og veitti hershöfðingjum sínum og ættmennum landsvæði.
Lénskerfi • Komst á í einni eða annarri mynd í allri Evrópu • Komst ekki á á harðbýlli svæðum t.d. Íslandi – þess vegna var hærra hlutfall sjálfseignarbænda þar • Þar mynduðust ekki sveitaþorp
II.3. Býsansríkið • Rómaveldi féll 476 við innrás Austgota– komu frá Rússlandi og Úkraínu • Austrómverska ríkið stóð þó í 1000 ár í viðbót og var síðar kallað Býzans eftir höfuðborginni við Bospórussund (Istanbúl í Tyrklandi) • Borgin hafði verið kölluð Konstantínópel hjá Rómverjum • Kölluð Mikligarður hjá Íslendingum
Bysans • Bysans var mesta borg hins kristna heims á miðöldum • Var höfuðborg Austrómverska ríkisins sem var arftaki Rómaveldis • Keisarar Rómaveldis færðu hásæti sitt frá Róm til Konstantínópel, þ.e. Bysans • Þetta ríki – Austrómverska ríkið stóð til um 1500
Bysans • Sjá stærð ríkisins á korti á bls. 91 • Bysans (Mikligarður) getið í miðaldahandritum íslenskum – kemur t.d. Fyrir í Grettissögu – Víkingar sigldu þangað eftir ám í Rússlandi og Úkraínu og störfuðu fyrir keisarann- voru þá kallaðir Væringjar
Keisarinn í Býsans (Miklagarði) • Var yfirmaður kirkjunnar eins og keisarar Rómaveldis höfðu verið á síðustu öldum þess • Trúardeilur – má tilbiðja íkona? • Trúarlegar myndir eyðilagðar í kirkjum • Að lokum ákveðið að mætti tilbiðja íkona • Austrómverska kirkjan þekkt fyrir íkona
Skipting kirkjunnar • Vestrómverska kirkjan – tungumálið latína • Austrómverska kirkjan – tungumálið gríska • oft kölluð rétttrúnaðarkirkjan á íslensku eða grísk-kaþólska kirkjan en ortodox á erlendum málum • Páfinn í Róm og Patríarkinn í Býsans kepptust um völdin • Slavneskar þjóðir kristnaðar frá Bysans • ´Rússar, Serbar, Búlgarar
Kyrilliskt letur • Í Austrómversku kirkjunni er notað kyrilliskt letur • Er ættað frá grísku letri • Знакі алфавітаў на кірылічнай аснове • Guð er miskunnsamur • Króatíska: Bog je milost • Serbneska: Бог је Мерцифул
Aðskilnaður á 11. öld • Fullur aðskilnaður Austrómversku- og Vestrómversku kirkjunnar átti sér stað á 11. öld • Krossferðir kaþólskra riddara hófust skömmu síðar • Bysans fellur þegar Tyrkir sem höfðu tekið Islamstrú taka yfir 1453