70 likes | 324 Views
Eldgos. Eftir Björk 7bekk Þistlar. Eldgos í Eyjarfjöllum. Áhrif eldgosa á samfélagið geta verið af margvíslegum toga. Þar sem að um 30% af flatarmáli Íslands eru eldvirk svæði, er þessi tegund hamfara okkur nátengdari en flestum öðrum þjóðum þessa heims.
E N D
Eldgos Eftir Björk 7bekk Þistlar
Eldgos í Eyjarfjöllum • Áhrif eldgosa á samfélagið geta verið af margvíslegum toga. Þar sem að um 30% af flatarmáli Íslands eru eldvirk svæði, er þessi tegund hamfara okkur nátengdari en flestum öðrum þjóðum þessa heims.
Eyjafjallajökull er eins og ílöng keila í laginu sem toppurinn hefur verið skorin ofan af. Í stað toppsins er þar uppi ísfylltur stór gígur eða lítil askja,umkringd af hæstu tindum jökulsins, Hámundi og Goðasteini. Úr gígnum fellur einn stór skriðjökull fram að norðan og ber hann nafnið Gígjökull.
Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls.Einungis er vitað um tvö gos á sögulegum tíma í Eyjafjallajökli. það fyrra varð árið 1612 og er þess getið í Skarðsannál sem segir svo " Sprakk fram Eyjafjallajökull austur allt í sjó; kom þar upp eldur; hann sást nær alstaðar fyrir norðan land." Eyjarfjallajökull
Eldgos braust út á Heimaey í Vestmannaeyjum laust fyrir klukkan tvö aðfaranótt 23. janúar 1973.Hófst strax mikið hraunrennsli og gaus á mörgum gígum samtímis. Eldgos í Heimaey
Enginn týndi lífi í hamförunum.Með ótrúlega skjótum hætti var mikill hluti Vestmannaeyinga kominn á þremur klukkustundum af stað til lands. Heimaey
Eyðileggingin varð hins vegar mikil áður en yfir lauk en gosið í Heimaey stóð í 155 daga; því lauk 3. júlí. Það myndaði um ferkílómetra hraun á landi og 2,3 ferkílómetra á sjó, auk Eldfellsins sem reis 220 metra hátt. Heimaey