1 / 17

Foreldrar barna með ADHD:Líf og líðan fjölskyldna

Foreldrar barna með ADHD:Líf og líðan fjölskyldna. „ ég er búin að leggja það mikið í þennan krakka að ég ætla ekki að fara að gefast upp núna á síðustu metrunum “. Rannsóknin. Rannsóknin hófst í febrúar ´08 og lauk í maí ´08 Úrtak fengið í samvinnu við ADHD samtökin

deion
Download Presentation

Foreldrar barna með ADHD:Líf og líðan fjölskyldna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Foreldrar barna með ADHD:Líf og líðan fjölskyldna „ég er búin að leggja það mikið í þennan krakka að ég ætla ekki að fara að gefast upp núna á síðustu metrunum“

  2. Rannsóknin • Rannsóknin hófst í febrúar ´08 og lauk í maí ´08 • Úrtak fengið í samvinnu við ADHD samtökin • Rúmlega þrjátíu foreldrar sem buðu sig fram til þátttöku. • Mismunandi hjúskaparstaða og fjölskylduform tekið til greina við val á endanlegu úrtaki • Tekin átta opin viðtöl við mæður barna og unglinga með ADHD greiningu.

  3. Markmið rannsóknar • Fá innsýn í líf og líðan foreldra barna með ADHD og að kynnast upplifun þeirra af að eiga barn með hegðunarröskun • Hvaða áhrif hefur ADHD á fjölskylduna og virkni hennar • Hvernig foreldrarnir upplifðu félagslega stöðu fjölskyldunnar

  4. Upplifun foreldra Álag vegna hegðunarerfiðleika Álag tengt svefni Álag tengt námserfiðleikum Álag vegna fjárhags fjölskyldunnar Félagsleg staða Félagsleg einangrun Stuðningur frá umhverfinu Samskipti Milli foreldra Milli foreldra og barns/barna Milli systkina Samskipti við skóla og aðrar stofnanir Framtíðarsýn Þemu

  5. Álag • Allar mæðurnar höfuð upplifað mikið álag tengt röskunum barna þeirra • Fjórir viðmælenda okkar og þrír makar eru sjálfir greindir með ADHD • Sjálfsásökun, vonleysi, reiði, togstreita og þreyta

  6. ...það er alveg rosaleg vinna og hún er allan sólarhringinn, þetta er ekkert bara vinna frá átta til fjögur eða eitthvað svoleiðis... það er náttúrlega næturnar og annað...

  7. Álag • Misvísandi upplýsingar um uppeldi • Svefnerfiðleikar og kvíði • Barátta í sambandi við heimavinnu • Áhrif á fjárhag fjölskyldunnar • Vegna vinnutaps • Sértæk úrræði kostnaðarsöm

  8. ... ef þú gefur barninu þínu töflur, þú veist, þá er það niðurgreitt en ef þú notar einhverja aðra aðferð þá situr þú bara uppi með þann kostnað...

  9. Félagsleg staða • Félagsleg einangrun • Erfitt að fara með barnið í heimsóknir • Erfitt að fá vini og ættingja í heimsókn • Stuðningur frá umhverfi • Lítið stuðningsnet • Fordómar

  10. Samskipti • Milli foreldra • Takmarkaður tími til að rækta sambandið • Búa sér til aðstæður og tíma til að vera hjón ... það er nú alveg ótrúlegt að við skulum ennþá vera gift sko, maður var alltaf alveg bara í uppnámi og reiður og bara einhvern veginn öll samskipti gengu út á það að vera að skammast og stressaður og áhyggjur...

  11. Samskipti • Milli foreldra og barna • Leiðbeina og handstýra öllu • Í hlutverki sáttasemjara • Vanda sig í samskiptum ...maður segir ekkert við þau, heyrðu viltu fara út í búð og kaupa fyrir mig, maður þarf að segja æi nú vantar mig þetta, myndir þú ekki vilja fara út í búð fyrir mig... það er díll á móti díl, rosalega mikið...

  12. Samskipti • Milli systkina • Önnur börn á heimilinu: - fá ekki þá athygli sem þau þurfa - óttast systkini sitt - þróuðu sjálf með sér neikvæða hegðun • Við skóla og aðrar stofnanir • Berjast fyrir þjónustu og úrræðum • Alltaf á byrjunarreit • Sumir viðmælendur hafa átt gott samstarf við skóla

  13. Framtíðarsýn • Áhyggjur foreldra af framtíðinni • Börnum með ADHD reynist oft erfitt að vega og meta afleiðingar gjörða sinna • Foreldrarnir reyna að stýra lífi barna sinna

  14. ...ég vil reyna að kenna henni sem fyrst að taka afleiðingum af því sem maður gerir, og geta verið búin að læra það áður en hún hefur tækifæri á því að taka STÓRAR ákvarðanir... þannig að það er svona framtíðarsýnin fyrir hana... vona það allavega en maður veit aldrei, maður getur náttúrulega aldrei haldið í hendurnar á þeim...

  15. Umræða • Ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar • Klára heimanámið á skólatíma • Skólafélagsráðgjafi tengiliður foreldra við skóla • Heimasíða með ráðgjöf og umræðu um ADHD • Virkja nánasta umhverfi • Tryggja aðgang að góðum og traustum upplýsingum

  16. Umræða • Virkja foreldra ennfrekar til þátttöku í þróun úrræða • Foreldrar barna með ADHD misleitur hópur • Breytingar í umræðu um ADHD - Mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur - Áhersla á styrkleika fremur en veikleika

  17. Takk fyrir okkur

More Related