10 likes | 147 Views
Skrifað til að gleyma Rannsókn á gleymsku í sjálfsæviskrifum. Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna þátt gleymsku í sjálfsævi - sögulegum skrifum og hvernig hið gleymda getur birst í slíkum verkum og er jafnvel órjúfanlegur hluti af því að rifja upp og tjá fortíðina .
E N D
Skrifaðtilaðgleyma Rannsókn á gleymsku í sjálfsæviskrifum Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna þátt gleymsku í sjálfsævi-sögulegum skrifum og hvernig hið gleymda getur birst í slíkum verkum og er jafnvel órjúfanlegur hluti af því að rifja upp og tjá fortíðina. Rannsóknin mun meðal annars koma að eftirfarandi þáttum: Gleymska sem þáttur minnisins – kenningar um náin tengsl minnis, gleymsku og skrifa. Skrifum við til að varðveita fortíðina eða til að gleyma henni? Gleymni í texta – könnun á eyðum, leiðréttingum, rangfærslum í textum. Er gleymska ‘sýnileg’ í skrifum? Gleymska og tráma – kenningar um tráma og vitnisburði, pólitískar víddir minnis og gleymsku. Megum við gleyma? Virginia Woolf (2002) segir svo frá þegar hún lýsir sínum fyrstu minningum: „Hér eru þá mínar fyrstu minningar. En sem frásögn af ævi minni eru þær að sjálfsögðu villandi, því að það sem maður man ekki er jafn mikilvægt; jafnvel mikilvægara.” (Woolf, 83) Í nýlegu sjálfsævisögulegu verki, Nothing to be frightened of (2008), gengur Julian Barnes jafnvel lengra í umfjöllun sinni um áreiðanleika minnisins: „Við tölum um minningar okkar, en kannski ættum við að tala meira um ‘gleymningar’ okkar, jafnvel þó að það sé erfiðara – og órökrænt – verk.” (38) Blurburger, Forgotten (2008) Hugmyndir um flókna stöðu minnisins eru grunnur hugsunar sem er ráðandi í mörgum sjálfævisögulegum verkum sem efast um möguleika sjálfsævisögulegra skrifa til að tjá fortíðina, ævi, sjálf – hvort sem slíkar efasemdir eru undir áhrifum sálgreiningar, módernískra efasemda um hefðbundin frásagnarform eða póstmódernískra/ póststrúktúralískra hugmynda um samband okkar við heiminn utan texta. Hjálpartæki minnisins – notkun ljósmynda, dagbóka o.fl. til að vinna bug á óminninu. Getur tækni af ýmsum toga fangað fortíðina eða tekið við af minninu? Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í Íslensku- og menningardeild, gunnth@hi.is