1 / 10

Lilja Mósesdóttir

Launamunur kynjanna: ástæður, framtíðarhorfur og aðgerðir. Lilja Mósesdóttir Erindi haldið á fundi RIKK og kvennahreyfingarinnar á Grand hótel 17. apríl 2007. Skilgreiningar.

dugan
Download Presentation

Lilja Mósesdóttir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Launamunur kynjanna: ástæður, framtíðarhorfur og aðgerðir Lilja Mósesdóttir Erindi haldið á fundi RIKK og kvennahreyfingarinnar á Grand hótel 17. apríl 2007

  2. Skilgreiningar • Launamunur kynjanna(unadjusted gender pay gap) er sá munur sem er á meðallaunum karla og kvenna á hverja klst. reiknað sem hlutfall af meðallaunum karla á klst (skilgreining ESB). • 1430 - 1032 = 398/1430 = 0,278 * 100 = 28% • 1430 - 1032 = 398/1032 = 0,386 * 100 = 39% • Kynbundinn launamunur(adjusted gender pay gap) er sá munur sem eftir stendur, þegar búið er að “leiðrétta” laun einstaklinga fyrir mismunandi einstaklingsbundin einkenni og starfsstétt. • Kynbundinn launamun er talinn skýrast af mismunun á grundvelli kynferðis. • Skv. Capacent var kynbundinn launamunur (tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma) 15,7% árið 2006.

  3. Launamisrétti • Sjónarhorn femínista og jafnréttislöggjafarinnar á launamisrétti: • mismunandi laun fyrir sömu vinnu • mismunandi laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf • Mismunandi laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf: • staðalímyndir – störf sem krefjast “kvenlegra” eiginleika lægra launuð • veikari samningsstaða kvenna - einn atvinnurekandi, fjölskylduábyrgð • Taka þarf tillit til þess að kyn hefur áhrif á meðallaun í ákveðnum starfsstéttum sem hefðbundnar aðferðir við að reikna út kynbundinn launamunur gera ekki.

  4. Kynbundinn launamunur • Ítarleg starfaflokkun minnkar kynbundinn launamun, þar sem ekki er tekið tillit til þess að mörg hefðbundin kvennastörf eru vanmetin til launa miðað við jafnverðmæt og sambærilega karlastörf. • Tæknar og sérmenntað starfsfólk (3) • rafmagnstæknar, byggingartæknar, vélstjóra, flugumferðarstjórar, landbúnaðarráðunautar - tannfræðingar, sjúkraliðar, fóstrur, þroskaþjálfar, bókarar • Þjónustu- og verslunarfólk (5) • ráðskonur, starfsfólk við barnagæslu, snyrtifræðingar, afgreiðslufólk - brunaverðir, lögreglumenn, fangaverðir og húsverðir

  5. Launamunur kynjanna 2004(meðallaun á klst/mánuði) *2002 ** 2003 Heimild: Framkvæmdastjórn ESB 2006; Hagstofa Noregs 2006; Hagstofa Íslands 2005

  6. Ástæður mikils launamunar • Ástæður fyrir miklum launamun kynjanna á Íslandi í samanburði við önnur lönd: • tæknilegar ástæður • gögn um ríkisgeirann og mikilvæga atvinnustarfsemi vantar • hátt hlutfall starfandi kvenna • fleiri konur í láglaunastörfum • vanmat á hefðbundnum “kvennastörfum” • launamunur mestur meðal starfsstétta sem eru mjög kynskiptar • einstaklingssamningar og launaleynd • Launamunur meiri þar sem einstaklingssamningar eru algengir • launaleynd kemur í veg fyrir frjálsa samkeppni á vinnumarkaði þar sem fyrirtæki og launafólk hafa ekki sömu upplýsingarnar • veik jafnréttislöggjöf

  7. Starfsstéttir Launamunur karla og kvenna (regluleg laun á mánuði) árið 2003* * Upplýsingar vantar um Noreg Heimild: Hagstofurnar á Norðurlöndunum

  8. Guðbjörg A. Jónsdóttir og fl. (2006)

  9. Framtíðarhorfur ? • Vísbendingar um að þróunin verði neikvæð: • 1. Aukin menntun kvenna þýðir að fleiri konur komast í stjórnunarstöður, þar sem launadreifingin er mikil og fer vaxandi. • Launamunur kynjanna eykst því störf kvenna yfirleitt neðarlega í launadreifingu stjórnenda. • 2. Skv. Capacent, þá hefur munurinn á milli hæstu og lægstu launa aukist meira meðal kvenna en karla frá 1994. • Ávinningur þeirra kvenna sem hafa klifraða upp launastigann hefur að einhverju leyti verði verið eytt af konum sem hafa dottið niður launastigann.

  10. Aðgerða þörf • 1. Gera tillögu nefndar undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur um endurskoðun á núverandi jafnréttislöggjöf að lögum. • 2. Færa laun í hefðbundnum kvennastörfum til samræmis við laun í hefðbundnum karlastörfum. • Samfélagslegur kostnaður mikill vegna tíðra verkfalla og flótta menntaðs vinnuafls úr störfum sem tengjast umönnun og kennslu • 3. Setja töluleg markmið hvað varðar að minnka launamun kynjanna næstu 5 árin.

More Related