100 likes | 251 Views
Launamunur kynjanna: ástæður, framtíðarhorfur og aðgerðir. Lilja Mósesdóttir Erindi haldið á fundi RIKK og kvennahreyfingarinnar á Grand hótel 17. apríl 2007. Skilgreiningar.
E N D
Launamunur kynjanna: ástæður, framtíðarhorfur og aðgerðir Lilja Mósesdóttir Erindi haldið á fundi RIKK og kvennahreyfingarinnar á Grand hótel 17. apríl 2007
Skilgreiningar • Launamunur kynjanna(unadjusted gender pay gap) er sá munur sem er á meðallaunum karla og kvenna á hverja klst. reiknað sem hlutfall af meðallaunum karla á klst (skilgreining ESB). • 1430 - 1032 = 398/1430 = 0,278 * 100 = 28% • 1430 - 1032 = 398/1032 = 0,386 * 100 = 39% • Kynbundinn launamunur(adjusted gender pay gap) er sá munur sem eftir stendur, þegar búið er að “leiðrétta” laun einstaklinga fyrir mismunandi einstaklingsbundin einkenni og starfsstétt. • Kynbundinn launamun er talinn skýrast af mismunun á grundvelli kynferðis. • Skv. Capacent var kynbundinn launamunur (tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma) 15,7% árið 2006.
Launamisrétti • Sjónarhorn femínista og jafnréttislöggjafarinnar á launamisrétti: • mismunandi laun fyrir sömu vinnu • mismunandi laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf • Mismunandi laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf: • staðalímyndir – störf sem krefjast “kvenlegra” eiginleika lægra launuð • veikari samningsstaða kvenna - einn atvinnurekandi, fjölskylduábyrgð • Taka þarf tillit til þess að kyn hefur áhrif á meðallaun í ákveðnum starfsstéttum sem hefðbundnar aðferðir við að reikna út kynbundinn launamunur gera ekki.
Kynbundinn launamunur • Ítarleg starfaflokkun minnkar kynbundinn launamun, þar sem ekki er tekið tillit til þess að mörg hefðbundin kvennastörf eru vanmetin til launa miðað við jafnverðmæt og sambærilega karlastörf. • Tæknar og sérmenntað starfsfólk (3) • rafmagnstæknar, byggingartæknar, vélstjóra, flugumferðarstjórar, landbúnaðarráðunautar - tannfræðingar, sjúkraliðar, fóstrur, þroskaþjálfar, bókarar • Þjónustu- og verslunarfólk (5) • ráðskonur, starfsfólk við barnagæslu, snyrtifræðingar, afgreiðslufólk - brunaverðir, lögreglumenn, fangaverðir og húsverðir
Launamunur kynjanna 2004(meðallaun á klst/mánuði) *2002 ** 2003 Heimild: Framkvæmdastjórn ESB 2006; Hagstofa Noregs 2006; Hagstofa Íslands 2005
Ástæður mikils launamunar • Ástæður fyrir miklum launamun kynjanna á Íslandi í samanburði við önnur lönd: • tæknilegar ástæður • gögn um ríkisgeirann og mikilvæga atvinnustarfsemi vantar • hátt hlutfall starfandi kvenna • fleiri konur í láglaunastörfum • vanmat á hefðbundnum “kvennastörfum” • launamunur mestur meðal starfsstétta sem eru mjög kynskiptar • einstaklingssamningar og launaleynd • Launamunur meiri þar sem einstaklingssamningar eru algengir • launaleynd kemur í veg fyrir frjálsa samkeppni á vinnumarkaði þar sem fyrirtæki og launafólk hafa ekki sömu upplýsingarnar • veik jafnréttislöggjöf
Starfsstéttir Launamunur karla og kvenna (regluleg laun á mánuði) árið 2003* * Upplýsingar vantar um Noreg Heimild: Hagstofurnar á Norðurlöndunum
Framtíðarhorfur ? • Vísbendingar um að þróunin verði neikvæð: • 1. Aukin menntun kvenna þýðir að fleiri konur komast í stjórnunarstöður, þar sem launadreifingin er mikil og fer vaxandi. • Launamunur kynjanna eykst því störf kvenna yfirleitt neðarlega í launadreifingu stjórnenda. • 2. Skv. Capacent, þá hefur munurinn á milli hæstu og lægstu launa aukist meira meðal kvenna en karla frá 1994. • Ávinningur þeirra kvenna sem hafa klifraða upp launastigann hefur að einhverju leyti verði verið eytt af konum sem hafa dottið niður launastigann.
Aðgerða þörf • 1. Gera tillögu nefndar undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur um endurskoðun á núverandi jafnréttislöggjöf að lögum. • 2. Færa laun í hefðbundnum kvennastörfum til samræmis við laun í hefðbundnum karlastörfum. • Samfélagslegur kostnaður mikill vegna tíðra verkfalla og flótta menntaðs vinnuafls úr störfum sem tengjast umönnun og kennslu • 3. Setja töluleg markmið hvað varðar að minnka launamun kynjanna næstu 5 árin.