390 likes | 1.21k Views
Félagsfræði, einstaklingur og samfélag. 1. Kafli: Um félagsfræði og skyldar greinar. Félagsfræðilegur hugsunarháttur. Ekki hægt að lýsa samfélaginu nema með því að rannsaka alla þætti þess á vísindalegan og kerfisbundinn hátt. Félagsfræðilegur hugsunarháttur.
E N D
Félagsfræði, einstaklingur og samfélag 1. Kafli: Um félagsfræði og skyldar greinar
Félagsfræðilegur hugsunarháttur • Ekki hægt að lýsa samfélaginu nema með því að rannsaka alla þætti þess á vísindalegan og kerfisbundinn hátt.
Félagsfræðilegur hugsunarháttur • Markmið félagsvísindagreina er að gefa eins fjölbreytta lýsingu og hægt er á samfélögum og fólkinu sem býr í þeim.
Félagsfræðilegt sjónarhorn • Félagsfræðingar reyna að setja sig inn í þær félagslegu og menningarlegu aðstæður sem fólk býr við á hverjum stað. • Það er þetta sem átt er við með félagsfræðilegu sjónarhorni.
Þróun félagsvísindagreina • Drifkrafturinn í þróunn félagsvísindagreina um miðja 19. öld byggðist aðallega á samspili þriggja þátta í samfélagsþróuninni. • Þessir þættir voru:
Drifkraftur í þróun félagsvísindagreina 1. Félagsleg umbylting í Evrópu: • Gífurleg fólksfjölgun • Milklir þjóðfluttningar • Bændasamfélagið liðaðist í sundur • Iðnbylting • Lýstu iðnbyltingunni og áhrifum hennar á samfélagið (bls. 13).
Drifkraftur í þróun félagsvísindagreina • Félagsleg umbylting í Evrópu - frh. • Hugmyndir um lýðræði og mannréttindi: bandarísku og frönsku byltingarnar.
Drifkraftur í þróun félagsvísindagreina 2. Heimsvaldastefnan og þróun hennar. • Nýar nýlendur í Afríku og Asíu opnuðu augu Evrópubúa fyrir öðrum menningarheimum.
Drifkraftur í þróun félagsvísindagreina • Heimsvaldastefna:Iðnríki lögðu undir sig lönd í Afríku, Asíu og víðar. • Iðnríki fluttu út fullunna vöru og auðmagn, en aðrir heimshlutar voru hráefnisútflytjendur.
Drifkrafturinn.... 3. Framgangur náttúruvísindanna. • Aðferðafræði náttúruvísinda byggðust á óhlutdrægni og kerfisbundnum rannsóknum. • Veitti mönnum mikla og nýja þekkingu. • Aðferðirnar teknar upp í félasvísindum.
Hvað er félagsfræði? • Fræðileg athugun á mannlegu samfélagi og félagslegri hegðun. • Nánast allt sem fólk tekur sér fyrir hendur er umfjöllunarefni félagsfræðinga.
Hvað er félagsfræði Félagsfræði er kölluð fræðigreinin um samfélagið. Hún fjallar fyrst og fremst um: • Stöður • Hlutverk • Samskipti í hópum • Félagsleg festi
Félagsleg festi (social institution) • Samstæðu eða hóp af reglum (viðmiðum) og hlutverkum sem stýra hegðun og gera hana sams konar frá einstaklingi til einstaklins. • Reglur og hlutverk haldast oft óbreytt í langan tíma.
Félagsleg festi Dæmi um félagsleg festi eru: • Hjónabönd • Skólinn (menntakerfið) • Trúarbrögð
Listin að vera tortrygginn • Félagsfræðilegar rannsóknir hafa oft leitt í ljós að það sem virðist satt og rétt á yfirborðinu reynist oft rangt þegar öllu er á botninn hvolft.
Listin að vera tortrygginn Dæmi: lög • Hverjir búa til lög? • Hvaða hagsmuni er verið að tryggja? • Er öllum lögum framfylgt jafnnákvæmlega?
Félagsfræðilegur skilningur • Átt við gagnrýna hugsun gagnvart öllum yfirlýsingum sem fela í sér ,,að sjálfsögðu” svör. • Dæmi: sjá bls. 17
Félagsfræðilegur skilningur • Sjónarhorn félagsfræðinnar felst í að kafa undir yfirborðið og skoða einstaklinginn í víðu samhengi. • Félagsfræðin skyggnist á bak við tjöldin.
Makrórannsóknir: Á 19. öldinni var algengt að fræðimenn rannsökuðu allt samfélagið í heild sinni. Míkrórannsóknir: Samfélagið ,,bútað” niður í minni rannsóknareiningar. Afmörkuðum þáttum samfélagsins lýst. Stórt og smátt (bls. 17)
Helstu greinar innan félagsfræði • Sjá bls. 19
Frumkvöðlar félagsfræðinnar • August Comte (1798-1857) • Karl Marx (1818-1883) • Herbert Spencer (1820-1903) • Emile Durkheim (1858-1917) • Max Weber (1864-1920) • Talcott Parson (1902-1979)
August Comte • Kynnti hugmyndina um að nota aðferðafræði náttúruvísinda við rannsóknir á samfélaginu. • Rannsakaði hvað héldi samfélögum saman og hvað sundraði þeim
August Comte • Nefndi nýju fræðigreinina félagsfræði og er því kallaður faðir félagsfræðinnar. • Fólk átti að taka virkan þátt í að breyta aðstæðum sínum. • Þekking nauðsynleg til að geta breytt samfélaginu.
Karl Marx • Vildi að fólk tæki virkan þátt í að breyta aðstæðum sínum. • Stéttaátök eru helsti drifkraftur samfélagsins. • Átök milli þeirra sem ættu eitthvað (valdastétt) og þeirra sem ættu ekkert (öreiganna)
Herbert Spencer • Samfélagskenningar hans byggðu á þróunarkenningu Darwins. • Hafði ofturtrú á þróun samfélaga. • Líkti samfélaginu við lifandi lífveru. • Kom fram með hugmyndina um ,,að hinir hæfustu myndu lifa”.
Emile Durkheim • Algjör frumkvöðull í aðferðafræði félagsvísinda (sjá Sjálfsvígið). • Leit á samfélagið sem lífveru samsetta úr mörgum ólíkum pörtum. • Óróleiki eða átök bentu til að samfélagið væri sjúkt.
Max Weber • Hafði svipaðar kenningar og Karl Marx. • Taldi að trúarbrögðin hefðu mest að segja um breytingar á samfélaginu. • Kapítalisminn sprottinn upp úr mótmælendatrú.
Talcott Parson • Mjög mikilvægur í þróun hugtaka í félagsvísindum. • Leit á samfélagið sem lífveru (eins og Spencer og Durkheim). • Vildi vita hvernig samfélagið virkaði. • Innleiddi hugtök eins og viðmið, hlutverk og félagsmótun
Maðurinn er... bls 23 • Við erum líffræðileg, sálfræðileg, félagsleg og samfélagsleg fyrirbæri því allir þessir þættir virka samtímis á líf okkar.
Sannleikurinn er breytilegur • Það sem þykir góð og gild vísindi í dag – þurfa ekki að vera það á morgun. • Vísindi geta ekki gefið svör við öllum spurningum – hver er t.d. tilgangur lífsins?
Í upphafi skyldi endinn skoða • Félagsfræðingar spyrja spurninga sem krefjast rannsókna og svörin leiða vonandi til betri skilnings á samfélaginu. • Við gerð rannsókna verða félagsfræðingar að hafa eftirfarandi í huga:
Félagsfræðilegar rannsóknir (bls.26) • Hlutleysi • Beyta öðru sjónarhorni en því sem felst í skoðunum almennings – því þær eru oftar en ekki rangar. • Skilgreining hugtakaþ
Er félagsfræðin vísindagrein? • Frumkvöðlarnir litu á félagsfræði sem vísindi. • Hvað eru vísindi?
Hvað eru vísindi? • Vísindi eru kerfisbundnar rannsóknir, greining gagna, fræðileg hugsun ásamt rökföstu og gagnýnu mati á röksemdafærslum og niðurstöðum með því markmiði að þróa þekkingu innan ákveðins sviðs.
Er félagsfræðin vísindagrein? • Að rannsaka fólk er gjörólíkt því að rannsaka grjót – hver er munurinn?
Hagnýtt gildi félagsfræðinnar • Félagsfræðin hjálpar okkur að skoða heiminn út frá mörgum ólíkum sjónarhornum. • Dregur úr fordómum
Hagnýtt gildi félagsfræðinnar • Félagsfræðin hjálpar okkur að meta afleiðingar eða dæma áhrif ákveðinna pólitískra framkvæmda.
Hagnýtt gildi félagsfræðinnar • Félagsfræðin eykur sjálfsvitund fólks. Því meira sem við vitum um þætti sem stýra hegðun – því auðveldara er að hafa áhrif á umhverfið.
Hér líkur glósum úr kafla 1. Nú áttu bara eftir að svara hugtökunum og spurningunum á bls. 29.