100 likes | 231 Views
Ráðstefna 6. júní 2006: Einfaldara og betra regluverk í þágu atvinnulífs og almennings Halldór Grönvold, aðstoðaframkvæmdastjóri ASÍ. Vandað og skilvirkt regluverk er allra hagur. Samráð er þáttur í góðum löggjafarháttum. Um hvað er samstaða?.
E N D
Ráðstefna 6. júní 2006: Einfaldara og betra regluverk í þágu atvinnulífs og almennings Halldór Grönvold, aðstoðaframkvæmdastjóri ASÍ Vandað og skilvirkt regluverk er allra hagur Samráð er þáttur í góðum löggjafarháttum
Um hvað er samstaða? • Löggjöf á að byggja á skýrum og þekktum markmiðum sem sett eru fram í reglunum sjálfum • Löggjöf á að vera vönduð í framsetningu og skilgreina með skýrum og markvissum hætti réttindi og skyldur þeirra sem hún beinist að • Löggjöf á að vera þannig að sem einfaldast/augljósast sé hvernig á að framkvæma hana og fylgja eftir • Löggjöf á að geyma viðurlög sem fela í sér varnaðaráhrif og möguleika til að beita þeim ef þörf krefur
Regluverkið: Magn og gæði • Mikilvægt er að greina með skýrum hætti á milli: • Magns – fjölda reglna af ýmsu tagi • Gæða þeirra reglna sem settar eru • Markmiðið getur hvorki verið að hafa reglurnar sem fæstar eða flestar heldur • Að regluverkið uppfylli sem best þau markmið sem því er ætlað að ná
Magn/fjöldi reglna • Mikill fjöldi reglna þarf ekkert að segja til um gæði reglusetningarinnar • Er fjöldi reglna sem skarast og skapa óþarfa kostnað (fyrir samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga) og gerir alla framkvæmd ómarkvissa og óskilvirka? • Lítill fjöldi/fækkun reglna þarf heldur ekkert að segja til um gæði reglusetningar • Er skortur á löggjöf og reglum sem varða réttindi og jafnræði einstaklinga og fyrirtækja? • Krafan um minni reglusetningu endurspeglar oft hugmyndir um að auka frjálsræði og draga úr skyldum fyrirtækja á kostnað réttinda og verndar launafólks og einstaklinganna
Gæði löggjafar og regluverksins • Um hvað snýst opinber reglusetning? • Er verið að tryggja réttindi, möguleika og jafnræði einstaklinga og fyrirtækja • Skortir reglur á alþjóðavísu og hér á landi varðandi: • Réttindi neytenda? • Réttindi launafólks? • Jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja? • Pólitískum spurningum verður ekki svarað út frá tæknilegum forsendum • Í stað þess að tala um magn, á gagnrýnin þá ekki frekar að beinast að skorti á gæðum reglna hvað varðar skýrleika, samhengi við annað regluverk og kerfisbundna kynningu/innleiðingu?
Verkefnin framundan • Kerfisbundið mat á áhrifum mögulegrar löggjafar og reglna er af hinu góða svo framarlega sem það byggir á: • að meta efnahagsleg, félagsleg og umhverfis áhrif reglusetningar á jafnræðisgrunni • að samstaða sé um þær forsendur sem matið byggir á og hvaða viðmið eigi að leggja til grundvallar • Slíkt mat mætti jafnframt nota við mat á gildandi löggjöf og reglum og mögulegum úrbótum
Samráð er mikilvægt þáttur í góðum löggjafarháttum • Grundvöllur sáttar um forsendur og viðmið varðandi mat á nýjum opinberum reglum og endurmat á núgildandi reglum er að víðtækt samráð verði haft við skipulagða hagsmuni í samfélaginu. • Mikilvægt að viðhaft sé markvisst, raunverulegt samráð við þá aðila “sem málið varðar” • Hér hafa verkalýðshreyfingin og aðilar vinnumarkaðarins lykilhlutverki að gegna vegna stöðu sinnar í samfélaginu • Grænbókar – hvítbókar aðferðin?
Svör við nokkrum álitaefnum • Hverjir eru algengustu annmarkar hins opinbera regluverks? Varast ber alhæfingar, en nefna má: • Óskýr markmið • Óljósar skyldur og réttindi þeirra sem reglurnar beinast að • Óljós eða skortur á viðurlögum vegna brota á reglunum • Stjórnsýslan fylgir ekki eftir af nægilegri festu • Vantar forsendur til að framkvæma • Óvissa um raunverulegan vilja löggjafans
Leiðir til úrbóta • Lagafrumvörp komi fyrr fram: • Lengri tími gefist til samráðs og það verður markvissara • Meginefni viðeigandi reglugerða fylgi - ef kostur er • Löggjöf hafi skýra framsetningu: • Sett verði almenn viðmið um gerð og efni lagafrumvarpa • Skoða sérstaklega kynningu á nýrri löggjöf/reglum: • Hvar - hvernig – gagnvart hverjum? • Sett verði fram tímasett áætlun um endurskoðun núgildandi regluverks eftir ráðuneytum og/eða málaflokkun • Skilgreint markmið að auka markvissa framkvæmd á viðkomandi sviði
Að lokum • Siða- og starfsreglur sem fyrirtæki setja sér geta almennt ekki komið í stað opinberrar reglusetningar • Hins vegar geta slíkar siða- og verklagsreglur verið mikilvægur þáttur þegar kemur að eftirliti með framkvæmd opinberra reglana • Viðurkennd gæðakerfi og verklagsreglur geta að hluta til komið í staðin fyrir opinbert eftirlit • Kostnaðarmat vegna opinberrar reglusetningar er mjög vandmeðfarið: • Hver er raunverulegur kostnaður? • Hver er raunverulegur arður/hagnaður? • Einstaklinga – atvinnulífs – samfélagsins alls • Hver er kostnaðurinn við að hafa engar reglur