230 likes | 370 Views
Gróska og margbreytileiki Ráðstefna FUM – Kennaraháskóla Íslands 22. nóvember 2003. Sólveig Jakobsdóttir Bára Mjöll Jónsdóttir Torfi Hjartarson. Tölvunotkun í landsbyggðarskóla 1998 –2002. NámUST http://namust.khi.is. Efni erindis Markmið, aðferð, niðurstöður. Markmið rannsóknar Tölvumenning
E N D
Gróska og margbreytileikiRáðstefna FUM – Kennaraháskóla Íslands22. nóvember 2003 Sólveig JakobsdóttirBára Mjöll JónsdóttirTorfi Hjartarson Tölvunotkun í landsbyggðarskóla 1998–2002 NámUSThttp://namust.khi.is
Efni erindisMarkmið, aðferð, niðurstöður • Markmið rannsóknar • Tölvumenning • Upplýsingatækni og skólasöfn • Rannsóknin – aðferð • Niðurstöður • Lokaorð
MarkmiðRannsóknarspurningar • Hvernig hefur tölvumenning þróast í landsbyggðarskóla frá 1998 til 2002? • Notkun tölva heima fyrir, nýting tölva og hugbúnaðar í skólanum, viðhorf, félagslegir þættir og fleira. • Er munur eftir kyni, skólastigi og tíma könnunar á tölvufærni, tölvunotkun og viðhorfum nemenda innan skólans? • Hvert hefur verið hlutverk skólasafnsins í þessari þróun og hvernig ætti hlutverk þess að þróast í framtíðinni?
Hlutur skólasafnsinsNokkur athugunarefni • Miðstöð á sviði upplýsingatækni? • Miðstöð yfirleitt? • Sjálfsmynd og ímynd starfsmanns/a • Frumkvæði starfsmanna og stjórnenda • Stuðningur, samvinna og samþætting • Tækjakostur, gagnakostur, húsnæði • Kennsla á safni og kennsla í upplýsingatækni • Tómstundir á safni • Aðsókn og afnot með tilliti til kynja • Aðgengi, umgengni og reglur
AðferðNokkur meginatriði • Þátttakendur úr landsbyggðarskóla um 94% allra nemenda úr 6.–10. bekk 1998 (62) og 5.–10. bekk 2002 (63). 1–2 kennarar/skólastjórnendur hvort ár. • Spurningalistar, sjá http://soljak.khi.is/spurnnem og http://soljak.khi.is/spurnnem/spurnskola.htm - aðallega valspurningar fyrir tölulega úrvinnslu en einnig voru nokkrar opnar spurningar. • Gagnaúrvinnsla: ANOVA (2x2x2), t-próf, kí-kvaðrat, fylgnipróf á tölulegum gögnum, kóðun og flokkun á eigindlegum gögnum. • Hluti af stærri rannsókn úr 14 skólum þar sem nemendur í tölvu- og upplýsingatækni við KHÍ söfnuðu gögnum á Neti meðal sinna eigin nemenda. • Hluti af umfangsmiklu verkefni styrktu af RANNÍS, NámUST-verkefninu (sjá http://namust.khi.is).
Færnimunur milli áraEftir kyni og aldri • Aukning í færni milli áranna 1998 og 2002 (7.6 í 9.5) • Miklu meiri á miðstigi (4,9 í 9,3) en unglingastigi (9,0 í 9,7) • Allra mest hjá stúlkum á miðstigi (3,0 í 8,6)
Breyting á færniSamanburður við aðra skóla 1998 • Nemendur á unglingastigi í skóla L búa yfir meiri færni að meðaltali en nemendur á sama stigi í öðrum skólum (9,0 vs. 7,9) • Á miðstigi búa nemendur í skóla L yfir svipaðri færni og nemendur á sama stigi í öðrum skólum (4,9 vs. 5,3). 2002 • Á unglingastigi virtust nemendur í skóla L búa yfir svipaðri færni og nemendur í öðrum skólum (9,7 vs. 9,8). • Á miðstigi virtust nemendur í skóla L búa yfir meiri færni en nemendur á sama stigi í öðrum skólum (9,3 vs. 7,6). Miðstigi virðist hafa farið fram miðað við aðra skóla en á unglingastigi hafa aðrir skólar sótt í sig veðrið
Viðhorf, sjálfstraustHvað finnst nemendum um eigin færni? Sjálfstraust eykst – stelpur ekki lengur ósammála þvíað þær séu klárar að nota tölvur (talan 3 = hlutlaus).
NotkunarmynsturStelpur og strákar • Dæmigerður nemandi bæði 1998 og 2002 og á báðum skólastigum sagðist hafa notað tölvur fyrir minna en viku í meira en 30 mínútur heima hjá sér, mest til leikja. • Þetta á þó ekki við um stúlkur á miðstigi 1998. Af þeim sögðust aðeins 43% hafa notað tölvur fyrir innan við viku og 80% í minna en 30 mínútur. • 1998 voru líka fleiri piltar en stúlkur sem höfðu notað tölvur lengi (meira en 30 mínútur), 93% vs. 58%. • Stúlknahópurinn á miðstigi 2002 virtist nota tölvur meira með félögum en aðrir hópar, 60% sögðust hafa notað tölvur síðast með a.m.k. einum öðrum og 20% í stærri hópi. • Piltar höfðu meiri tilhneigingu en stúlkur til að hafa notað tölvuleiki og nefndu miklu fleiri tegundur leikja (oft íþrótta- og ofbeldisleiki).
Tölvunotkun heima og í skólaHlutfall þeirra sem segjast nota tölvur í 2+ tíma á viku
Ýmsar tegundir tölvunotkunarMunur eftir kyni, aldursstigi, könnunarári Almenn tölvunotkun og vefnotkun • Meiri 2002 en 1998 • Meiri hjá piltum en stúlkum • Meiri hjá unglingum en miðstigi Nýting á spjalli og tölvupósti • Ámóta mikil 2002 og 1998 á heildina litið • Tölvusamskiptin meiri hjá stúlkum en piltum • Tölvusamskiptin meiri hjá unglingum en miðstigi • Piltar spjalla svipað 1998 og 2002 • Stúlkur spjalla meira 2002 en 1998 • Unglingspiltar og miðstigspiltar nýta tölvupóst ámóta mikið • Unglingsstúlkur nýta póstinn meira en miðstigsstúlkur • Póstnotkun eykst meðal miðstigspilta og unglingsstúlkna
Tölvu- og forritanotkunÍ skólanum og heima fyrir • Tölvunotkun í skóla virtist aukast á milli ára á miðstigi en hafði tilhneigingu til að vera svipuð eða jafnvel aðeins minni á unglingastigi. • Forritaflokkum sem nemendur sögðust nota í skólanum fjölgaði á miðstigi úr 3,5 í 4,9 en fækkaði á unglingastigi úr 6,0 í 3,7. • Forritaflokkum sem nemendur sögðust nota heima fyrir fækkaði meðal pilta milli ára (úr 5,8 í 3,0) en ekki stúlkna (4,1 vs. 4,2).
Tölvuaðgengi nemenda í skólanumStofur, tölvuver og safn • Tölvuaðgengi: 5,8 nemendur á tölvu 2002 (voru færri um tölvu 1998 eða 4,2 en þá var nýlokið endurnýjun á tölvuveri) • 2 byggingar, tölvuver í annarri, tengt skólasafni, bókasafn bæjarins örstutt frá skóla • Eftir skóla hafa nemendur haft frjálsan aðgang að tölvuveri (í endurskoðun), piltar hafa notfært sér það en stúlkur í auknum mæli eftir að boðið var upp á nettengingu
TölvunotkunSvör nemenda við opinni spurningu • Svörin eru yfirleitt stutt og gefa til kynna að tölvur séu langmest nýttar í vélritun (bæði aldursstig) og/eða „tölvufræði“ (unglingastig). • Svo að dæmi sé tekið er í tæpum helmingi allra svara minnst á vélritun (stúlkur nefna vélritun töluvert oftar en piltar, 54 og 62% vs. 13 og 33%).
TölvunotkunDæmi um svör við opinni spurningu • véiritun • Vélritun • Við vélritum • Vélritun • vélritun • við vélritum. • vélritun • Vélritun & netinu • það nota flestir nemendur tölvu bara i vélritun og tölvufræði. • velritun • Við notum tölvuna í Vélritun • e´g nota tölvur ekki mikið í skólanum en ef ég nota þær þá er það helst í tölvufr eða velrtiun • Vélritun...!!! • ekkert bara upplýsingarmennt (vélritun og tölvufræði) • Ekki mjög mikið. En í vélritun • ég nota tölvurnar í skólanum bara í vélritun
Jákvæð skrif (38% stráka á miðstigi og 22% stráka á unglingastigi) Bara góð vel góða hún er góð hun er mjög góð Neikvæð skrif (23% á unglingastigi og 15% stúlkna á miðstigi) Við meigum ekki fara á netið það er asnalegt. Mjög ASNALEGT!!! Ekki skemmtinleg við lærum ekkert og erum bara í vélritun og til hvers er að læra vélritun ef maður kann ekki að komast til að skrifa? (Stelpa á unglingastigi) hún er mjög lítil og ekki kennt mjög vel í henni. Tölvur eru ekki kynntar nógu mikið fyrir okkur...möguleikana sem þær kunna að hafa fyrir okkur. Svo er tölvuverið alls ekki aðgengilegt,lítið opið, oft upptekið og ekki góð vinnuaðstaða og hjálp við margvísleg verkefni. TölvunotkunFleiri dæmi um svör
Kostir tölvunotkunarDæmi um svör nemenda Sýn nemenda virðist mjög bundin við Netið, upplýsingar, samskipti og/eða leiki. Nemendur lýsa langflestir jákvæðu hugarfari og benda sumir á fjölbreytta notkunarmöguleika. • það er hægt að finna næstum allt • Spjallið,Leikir,Hotmail og maður verður að prófa Spjallið!!!! Í alvöru.... • Skoða hollywood sjörnur á yahoo.com ég ætla sjálfur að vera hollywood stjarna • gaman og fróðlegt • Maður getur fundið allar þær upplýsingar sem maður þarf og langar til að fá. Maður getur líka skrifast á á mjög fljótan hátt og verið áfram í góðu sambandi við vini og ættingja sem eru í burtu. • netið. mér finnst það mjö sniðugt fyrir samskipti. svona spjallrásir (t.d. mirc). svo er bara eiginleg allt hægt að gera á netinu. downloada tónlist, það er líka mjög sniðugt. svo er hellingur af skemmtilegum forritum. • getað skoðað ýmsahluti á neitinu:)" • Ef maður þarf að finna e-ð getur maður farið á netið og það hjálpar samskipti við aðra, maður getur farið á spjall og sent e-mail svo líka við nám, það getur verið betra að nota tölvur við nám, svo líka bara ef maður hefur ekkert að gera þá getur maður farið aðeins í tölvuna og leikið sér. • LEIKIRNIR AUÐVITAÐ • hummmm..... bara allt.. þetta er snilldar tæki.......... , hvernig var bara heimurinn..... skiptirikki!!!!!
LokaorðNokkrir punktar • Stelpur og yngri nemendur í sókn • Félagsfræðilegt samhengi skiptir miklu • Margt sem má bæta og efla til muna • Frumkvæði stjórnenda og stuðningur við samvinnu og samþættingu lykilatriði • Frumkvæði safnkennara mikilvægt • Svigrúm og frelsi til tölvunotkunar • Tölvunotkun og greinabundnar þarfir • Tölvunotkun, safnnotkun og sérkennsla • Frekari rannsóknir