1 / 19

Fiskiþing 2005 Samstarf um umhverfismerki

Fiskiþing 2005 Samstarf um umhverfismerki. Kristján Þórarinsson. Alþjóðlegar leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða. Alþjóðlegar reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða voru samþykktar í Fiskimálanefnd FAO í mars 2005. Þetta er árangur 9 ára starfs!. Þorsteinn Pálsson

hao
Download Presentation

Fiskiþing 2005 Samstarf um umhverfismerki

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fiskiþing 2005Samstarf um umhverfismerki Kristján Þórarinsson

  2. Alþjóðlegar leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða • Alþjóðlegar reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða voru samþykktar í Fiskimálanefnd FAO í mars 2005. • Þetta er árangur 9 ára starfs!

  3. Þorsteinn Pálsson Árni M. Mathiesen Snorri Rúnar Pálmason Kristján Skarphéðinsson Guðrún Eyjólfsdóttir Dóróthea Jóhannsdóttir Stjórn og aðildarfélög Fiskifélags Íslands Pétur Bjarnason Stjórn LÍÚ Kristján Ragnarsson Friðrik J. Arngrímsson Þakkir!

  4. Aðdragandi • Rio 1992, aukið hlutverk félagasamtaka á vettvangi alþjóðastofnana. • Siðareglur FAO um ábyrgð í fiskimálum, 1995. • Lykil-hugtak: Varúðarnálgun við stjórn fiskveiða. • Marine Stewardship Council (MSC) Initiative,1996, Unilever & WWF. • Fleiri aðilar með svipaðar hugmyndir.

  5. Boðskapur MSC Initiative • Stjórnvöldum hefur mistekist að stjórna fiskveiðum • Tími er kominn til að markaðurinn yfirtaki verkefnið • MSC verður miðillinn! • Smásöluaðilar í Bretlandi skuldbindi sig til að selja aðeins MSC-merktan fisk frá og með árinu 2002. • Boðskapnum fálega tekið í sjávarútvegi...

  6. Viðbrögð • Sjávarútvegsráðherrar Norðurlanda stofna til norræns tengslahóps 1996; formaður Johan Williams. • Fulltrúar Íslands: SRP og KÞ. • Verkefni voru að fylgjast með þróun á alþjóðavettvangi og kanna möguleika á að koma á fót norrænu umhverfismerki.

  7. FAO — fyrri umferð • Tillaga tengslahóps að taka málið upp hjá Fiskimálanefnd FAO 1997 (Noregur f.h. Norðurlanda). • Fundur undirnefndar Fiskimálanefndar (feb. 1998) samþykkir að efna til tækniráðstefnu. • Tækniráðstefna í október 1998 (fulltrúar Íslands: KS og KÞ); ekki náðist samstaða. • Reykjavíkurhópurinn (K.Þ. Formaður) vinnur fyrstu drög að viðmiðum í desember 1998. • Fiskimálanefnd FAO í feb. 1999 (KS og KÞ) nær ekki samstöðu um frekari vinnu að málinu, þrátt fyrir nokkurn samhljóm.

  8. Unnið að því að endurvekja málið hjá FAO • Guðrún Eyjólfsdóttir tekur við formennsku í endurskipuðum norrænum samráðshópi 1999. Nýr kraftur færist í starfið. • NEF skipar kríteríuhópinn í upphafi árs 2000 að tillögu samráðshópsins. KÞ formaður. • Hópurinn skilar tillögum til ráðherranna sumarið 2000. Íslenski sjávarútvegsráðherrann fær umboð Norðurlanda til að vinna frekar að málinu. • Tillögur kynntar í WTO og FAO, á ráðstefnum, hjá ESB og víðar.

  9. FAO setur í gírinn • Umboð til starfa frá CoFi, febrúar 2003. • Sérfræðinganefnd FAO undir formennsku KÞ vinnur drög að reglum, október 2003. • Undirnefnd Fiskimálanefndar um viðskipti með fisk, febrúar 2004, samþykkir að halda tækniráðstefnu. • Tækniráðstefna, október 2004 . • Tækniráðstefnu framhaldið í mars 2005. • Fiskimálanefnd FAO samþykkti reglur á fundi sínum í mars 2005.

  10. Erfiður endasprettur—mikil spenna! • Naumur tími • Miklir erfiðleikar vegna þýðinga • Þurfti mikið að útskýra fyrir nýjum fulltrúum o.fl. • Ótti hjá sumum fulltrúum þróunarlanda • Óformlegir fundir/samtöl í tugatali á hverjum degi • Tækniráðstefnan skilaði texta án ágreinings, en þó var ýmsum málum ólokið þegar tímann þraut • Samráð og textavinna yfir helgi. • Vinnu lokið í “friends of chair” hjá Fiskimálanefnd—GE stýrði fundi, KÞ sá um útskýringar.

  11. Breytingar á lokastigum • Áhrif á vistkerfið • Aðkoma svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana • Skýrari kröfur varðandi sjálfbærni • Faggilding aðskilin frá eiganda merkis • Áfrýjunarmál útkljáð hjá vottunaraðila

  12. Vottun • Vottun er ferli þar sem þriðji aðili veitir tryggingu fyrir því að vara, ferli eða þjónusta uppfylli skilgreindar kröfur. • Vottun felur í sér að aðili óháður merkiseiganda staðfesti að merkið standist kröfur. • Til að vottunaraðili geti talist óháður merkiseiganda verður hann að hafa faggildingu frá aðila sem er óháður merkiseiganda. • Athugið að faggildingaraðili stjórnar starfsréttindum vottunaraðila.

  13. Faggilding • Faggildingu er ætlað að tryggja hæfni vottunaraðila til að votta um sjálfbæra nýtingu og/eða til að votta um uppruna afurða. • Sjálfstæð og óháð faggilding einangrar vottunaraðila frá áhrifum eiganda umhverfismerkis og tryggir þannig að í raun sé um að ræða vottun þriðja aðila. • Hafa ber hugfast að eigandi umhverfismerkis hefur beina fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu vottunaraðila.

  14. Faggilding og vottun

  15. Tveir megin hlutar ferlis: Verða að vera aðskildir. Hjáleið => ekki lengur vottun þriðja aðila!

  16. Gagnsemi • Umhverfismerkingar á faglegum forsendum eru jákvæðar fyrir sjávarútveginn • Alþjóðlegar reglur koma í veg fyrir misbeitingu og ringulreið á markaði • Reglur stuðla að samræmi í kröfum • Þeir sem ekki fylgja reglum fá slæma ímynd á markaði • Einokun ólíklegri og kostnaður minni

  17. Notkunarsvið • Umhverfismerki • Vottun án þess að merki sé notað – margir stórir kaupendur hyggjast fara fram á vottun (með eða án merkis) –viðskipti til lengri tíma.

  18. Erfiðleikar í ferlinu • Sameinuðu þjóðirnar hreyfa sig hægt • Málið er flókið í eðli sínu • Tungumálaerfiðleikar – Lost in translation! • Tíð skipti sendifulltrúa – ræða þarf mál frá byrjun í hvert sinn – erfitt að eyða misskilningi

  19. Lærdómur • Norrænt samstarf er gagnlegt • Góð samstaða innan sjávarútvegsins er nauðsynleg • Til árangurs á alþjóðavettvangi þarf að koma að málum frá byrjun • Þátttaka atvinnugreinarinnar í stefnumótun skiptir sköpum

More Related