170 likes | 319 Views
Blóðþrýstingsmælingar. Ráðleggingar um mæliaðferð Samvinnuverkefni klínískra leiðbeininga hjá Landlæknisembættinu, Landspítala - Háskólasjúkrahús i og Hrafnistu. Unnið af: Lindu Hrönn Eggertsdóttur hjúkrunarfræðingi Sigurði Helgasyni lækni
E N D
Blóðþrýstingsmælingar Ráðleggingar um mæliaðferð Samvinnuverkefni klínískra leiðbeininga hjá Landlæknisembættinu, Landspítala-Háskólasjúkrahúsi og Hrafnistu. Unnið af:Lindu Hrönn Eggertsdóttur hjúkrunarfræðingiSigurði Helgasyni lækni Ráðgjafar: Guðmundur Þorgeirsson, Jóhann Á. Sigurðsson og Rafn Benediktsson
Inngangur • Markmið: Bæta gæði mælinga. • Notendur: Allir sem mæla blóðþrýsting. • Ráðleggingar eru aðeins leiðbeinandi og ætti ekki að oftúlka. • Metið aðstæður hverju sinni og mælið blóðþrýsting eins vandlega og aðstæður leyfa.
Inngangur • Greining og eftirlit á háþrýstingi. • Mjög mikilvægt er að vandað sé til mælinga. Forspárgildi niðurstöðu er háð því hve vel er staðið að mælingunni. • Á þessum mælingum byggist m.a: • hvort einstaklingur er greindur með háþrýsting eða ekki • áhættumat fyrir hjarta- og æðasjúkdóma • ráðleggingar um meðferð – breytingu á lífsháttum • breytingar á lyfjameðferð og annarri meðferð.
Yfirlit • Hverjir mæla og hvenær. • Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða. • Hvaða mælar og hvaða stærð af armbandi. • Hvernig er mælt. • Skráning. • Villur í mælingum.
Hverjir mæla og hvenær • Þjálfað heilbrigðisstarfsfólk á að mæla blóðþrýsting þegar ástæða er til mælingar. • þ.e. þegar eitthvert markmið er með mælingunum, ýmist til greiningar eða eftirlits. • Nauðsynlegt er að mælitækni og tækin séu yfirfarin reglulega.* • *Sjá leiðbeiningar framleiðanda • Við heimsóknir til heilbrigðisstarfsmanna á að bjóða blóðþrýstingsmælingar þegar það á við til að: • Meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. • Greina og fylgjast með meðferð við háþrýstingi.
2. Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða • Stöðluð tækni við venjubundnar mælingar: • Mælt í þægilegu og rólegu umhverfi þannig að skjólstæðingur geti slakað á í 3–5 mínutur fyrir mælingu. • Forðast óþarfa áreiti og hafa þögn rétt fyrir og á meðan mælt er. • Gæta þess að föt þrengi ekki að handlegg. • Forðast reykingar/nikótín í 15–30 mínútur og kaffi í a.m.k. eina klukkustund fyrir mælingu. • Friðsæld til baks og kviðar og ekki þjakaður af bráðum kvíða, álagi eða verkjum, ef þess er kostur, þegar mælt er.
2. Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða • Sjúklingur skal sitja uppréttur í þægilegum stól með fætur á gólfi í 3–5 mínútur fyrir mælingu og skal vera í sömu stöðu þegar mælt er. • Hafa á stuðning undir upphandlegg sem á að vera ber upp að öxlum og í hjartahæð (þetta á líka við mælingar í standandi stöðu). • Skjólstæðingur sé sitjandi til að greina háþrýsting og við eftirfylgd. • Skjólstæðingur sé standandi til að greina stöðulágþrýsting.
2. Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða • Hjá þeim sem hafa einkenni er benda til lágþrýstings ætti að meta hvort blóðþrýstingur fellur við að standa upp. Þeim sem einkum er hætt við stöðulágþrýstingi eru aldraðir (>65 ára), sykursjúkir og þeir sem eru í meðferð með blóðþrýstingslækkandi lyfjum. • Mælið blóðþrýsting í liggjandi eða sitjandi stöðu og í standandi stöðu eftir að viðkomandi hefur staðið í 1–5 mínútur. • Fall um 20 mmHg eða meira í slagbilsþrýstingi við að standa upp er talið óeðlilegt.
3. Hvaða mælar og hvaða stærð af armbandi • Notið kvikasilfursmæli eðanýlega stilltan skífumæli (aneroid) eða viðurkenndan rafmagnsmæli. • Skífumæla ætti aðeins að nota ef þeir eru stilltir á 6-12 mánaða fresti. • „Viðurkenndir“ rafmagnsmælar ættu að vera sérstaklega auðkenndir.www.hyp.ac.uk/bhs/blood_pressure_list.htm • Úlnliðs- og fingurmælaætti ekki að nota.
3.Hvaða mælar og hvaða stærð af armbandi • Notið armband af viðeigandi stærð
4. Hvernig er mælt • Finnið púls í olnbogabót og við úlnlið. • Hafið belg í hjartahæð og um 2 sm fyrir ofan olnbogabót. • Gjarnan má láta snúrur snúa upp svo þær sláist ekki í hlustunarpípu. • Horfið hornrétt á kvikasilfurssúlu. • Aukið þrýstinginn hratt í um 20–30 mmHg upp fyrir þann þrýsting sem púls við úlnlið eða í olnbogabót hverfur við. • Setjið hlustpípu yfir púls í olnbogabót • vel má nota bjölluna sem gefur oft minna skrjáf en þindin.
4. Hvernig er mælt • Lækkið þrýsting um 2 mmHg / sekHljóð heyrist fyrst (I Korotkoff) = slagbilsþrýstingur • Lækkið þrýsting um 2 mmHg/ slag • Hljóð hverfur (V Korotkoff) = hlébilsþrýstingur Hvor handlegggur ? Við fyrstu mælingu, mælið blóðþrýsting í báðum handleggjum og notið þann handlegg sem gefur hærri blóðþrýsting við frekari mælingar. • Lofttæmið belg alveg milli mælinga. • Mælið tvisvar með 1–5 mínútna millibili eða endurtakið mælingu í lok viðtals. • Notið meðaltal tveggja mælinga.
5. Skráning • Skráið mælingar þannig að námunda að næsta 2 mmHg. • Skráið hvor handleggur var mældur, líkamsstöðu (sitjandi, standandi eða liggjandi) og hvenær var mælt. • Ef notuð er önnur en venjuleg stærð af armbandi á að skrá það 138/74 hæ -sitj -kl 14:30
6. Villur í mælingum • Tækin – aðferðin: • Stærð armbands röng. • Ekki lofttæmt á milli mælinga. • Rangur handleggur eða líkamsstaða ekki rétt. • Talað á meðan mælt er. • Lofti hleypt of hratt úr belg. • Púls ekki þreifaður fyrir mælingu.
6. Villur í mælingum • Sá mældi/sú mælda: • Kvíði/álag og/eða nýleg kaffi- eða áfengisdrykkja eða reykingar. • Mælt of snemma (án hvíldar). • Full blaðra. • Sá/sú sem mælir: • Metur ekki rétt hljóðin sem heyrast.
6. Villur í mælingum • Algengustu mistök við mælingu eru að nota ranga armbandsstærð, ekki næst hvíld fyrir mælingu, of hratt er tæmt úr blöðru, ekki mældir báðir handleggir og ekki þreifaður púls fyrir mælingu. • Mæling getur verið of há m.a. vegna þess að: • talað er á meðan mælt er. • áfengis eða kaffis var neytt nýlega (innan 3ja klukkustunda). • ekki hvíld fyrir mælingu. • upphandleggur of lágt miðað við hjarta eða enginn stuðningur við hann.
Heimildir • Hypertension: Management of hypertension in adults in primary care. London: NICE National Institute for Clinical Excellence; 2004. Sótt 7. mars 2005 á: www.nice.org.uk/page.aspx?o=217968 • Måttligt förhöjt blodtryck: En systematisk litteraturöversikt. Stockholm: SBU Statens beredning för medicinsk utvärdering; 2004. Sótt 7. mars 2005 á: www.sbu.se/ (og www.sbu.se/www/index.asp?CatID=74&PageID=744) • Williams B, Poulter NR, Brown MJ, Davies M, McInnes GT, Potter JP, Sever PS and Thom S McG. The BHS Guidelines Working Party Guidelines for Management of Hypertension: Report of the Fourth Working Party of the British Hypertension Society, 2004 - BHS IV. Journal of Human Hypertension 2004; 18: 139-185. Sótt 7. mars 2005 á: www.hyp.ac.uk/bhs/Latest_BHS_management_Guidelines.htm • 2004 Canadian Hypertension Education Program recommendations. Canadian Hypertension Education Program; 2004. Sótt 7. mars 2005 á: www.hypertension.ca/recommendations2004_va.html Aðrar heimildir:Beevers G, Lip GYH, O’Brien E. ABC of Hypertension; Blood pressure measurement. Part I –Sphygmomanometry: factors common to all techniques. BMJ 2001; 322: 981 - 985 Beevers G, Lip GYH, O’Brien E. Blood pressure measurement. Part II- Conventional sphygmomanometry: technique of auscultatory blood pressure measurement. BMJ 2001; 322:1043-1047.McAlister FA, Straus SF. Measurement of blood pressure: and evidence based review. BMJ 2001;322:908-911U. Tholl, K. Forstner, and M. Anlauf.Measuring blood pressure: pitfalls and recommendations. Nephrol. Dial. Transplant., April 1, 2004; 19(4): 766 - 770. Gagnlegar heimasíður: www.efnskipti.com www.drbloodpressure.com http://www.hyp.ac.uk/bhs/how_to_measure_blood_pressure.htm