E N D
Andorra! • Andorra er smáríki sem liggur á milli Frakklands og Spánar. Höfuðborg þess er Andorra la Vella. Landið er aðeins 468 km2 að flatarmáli, meira en 200 sinnum minna en Ísland . Andorra er fjalllent, enda er landið í miðjum Pýreneafjöllunum. Vetur eru snjóþungir, en sumur eru yfirleitt mild.
Staðsetning Andorra Hérna er kort af andorra og staðsettning landsins
Andorra • Höfuðborg landsins smáa heitir Andorra la Vella og þar búa um 23.000 manns eða um 35% allra íbúa landsins • Langflestir íbúanna eru rómversk-kaþólskrar trúar • Gjaldmiðill landsins er Evra • Þjóðarlénið (t.d. .is á íslandi ) er .ad
Íbúar landsins • Íbúar Andorra eru um 70.550 .Þar af eru 43% Spánverjar, 33% Andorramenn, 11% Portúgalar, 7% Frakkar og 6% af öðrum þjóðernum. Katalónska er opinbert tungumál en önnur tungumál, aðallega spænska, franska og portúgalska, eru einnig töluð
Saga Landsins • Frá árinu 1278 var Andorra undir sameiginlegri stjórn franskra og spænskra leiðtoga. Árið 1993 breyttist stjórnskipanin; Andorra fékk sérstaka stjórnarskrá og varð að þingbundnu lýðræðisríki. Landið hefur samt enn tvo prinsa, forseta Frakklands og biskupinn af Seo de Urgel á Spáni, þótt pólitískt vald þeirra í landinu sé takmarkað. • Franski prinsinn er Nicolas Sarkozy en sá Spænski er Joan Enric Vives i Sicilia
Samskipti Andorramanna • Lengi vel var Andorra mjög einangrað og hafði svo til engin samskipti við önnur ríki, að undanskyldum nágrannaríkjunum Frakklandi og Spáni. Nú er landið aftur á móti orðið vinsæll ferðamannastaður og tekjur af ferðamennsku nema um 80% af vergri landsframleiðslu
Fáni Andorra og merki þess Fáni Andorra. Á skjaldarmerkinu standa orðin 'virtus unita fortior' sem í lauslegri þýðingu merkja 'dyggðin er meiri ef hún er sameinuð'. Litir fánans eru komnir úr þeim franska (rautt og blátt) og þeim spænska (rautt og gult) og var hann tekinn i notkun árið 1866.