170 likes | 414 Views
Svæðisleiðsögunám – Vestfirðir og Dalir. ÞÍA 101 - Íslandssaga, atvinnulíf og þjóðfélag 4. hluti Saga og samfélag 1550-1800. Siðaskipti – galdur- Einokun - Einveldi. Siðaskipti á Íslandi. Átök konungs og kaþólskra:
E N D
Svæðisleiðsögunám – Vestfirðir og Dalir ÞÍA 101 - Íslandssaga, atvinnulíf og þjóðfélag 4. hlutiSaga og samfélag 1550-1800 Siðaskipti – galdur- Einokun - Einveldi
Siðaskipti á Íslandi Átök konungs og kaþólskra: • Biskuparnir Ögmundur Pálsson í Skálholti og Jón Arason á Hólum hafna nýrri kirkjuskipan 1538. Konungur sendir herskip • Ögmundur tekinn fastur og deyr, Gissur Einarsson fyrsti lútherski biskupinn 1541 • Gissur deyr 1548 og Jón Arason endurreisir kaþólskan sið í Skálholtsbiskupsdæmi • Jón Arason og synir hans hálshöggnir í Skálholti haustið 1550 • Daði bóndi í Snóksdal tók hann fastan Sigurður Pétursson 2010
Lútherskur siður Marteinn Lúther og mótmælin Forystumenn á Íslandi Gissur Einarsson biskup Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið Konungsvaldið styrkist: Konungur verður yfirmaður kirkjunnar Yfirtekur klausturjarðir og eignir fyrrum biskupa, um 20% jarðeigna Við siðaskiptin lögðust af: Klaustur Dýrlingar Aflátssala Einlífi presta Í staðinn kom: Iðrun og yfirbót Biblían á móðurmál Giftir prestar Siðaskiptin á íslandi Afleiðingar Sigurður Pétursson 2010
Rétttrúnaður- Guðbrandsbiblía • Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum • Biskup í 56 ár, 1571-1627.Strangur trúmaður. • Guðbrandsbiblía kom út 1584 • Prentverkið gerði íslensku að bókmáli. • Vinsælar bækur • Passíusálmarnir eftir Hallgrím Pétursson. • Vídalínspostilla, húslestrarbók Jóns Vídalíns. • Agi og iðrun. Hertar refsingar, aukinn ótti. • Stóridómur: Refsingar fyrir siðferðisbrot. Sigurður Pétursson 2010
G A L D R A R og Galrdabrennur • Galdrafár í Evrópu • Trúardeilur og trúarofstæki undirrót ofsókna • Djöfullinn leikur lausum hala • Galdrabrennur á Íslandi 1625-1685 = 23 • Þorleifur Kortsson dæmdi alls 9 á bálið, 3 í Trékyllisvík • séra Páll Björnsson í Selárdal, lét brenna 5. • séra Jón Magnússon á Eyri við Skutulsfjörð lét brenna feðga á Kirkjubóli 1656. • Aðeins ein kona brennd á Íslandi fyrir galdur Hvers vegna voru flestir brenndir á Vestfjörðum? Sigurður Pétursson 2010
Einokunarverslunin • Einokunarverslun danskra kaupmanna í gildi á Íslandi 1602-1787 • Hluti af kaupauðgisstefnu danska konungsins • Danska ríkið lítið stórveldi í Evrópu • Konungur vildi styrkja danska verslun og iðnað • Stöðnun í atvinnulífi á Íslandi • Kaupmenn máttu ekki fjárfesta á Íslandi • Verðlag fast: Fiskur lágt metinn, einnig korn • Launverslun mikil 1600 - 1700 Sigurður Pétursson 2010
Erlendir fiskimenn og hvalfangarar • Enskar skútur stunduðu veiðar og verslun • Þorskur og langa. Tóbak fyrir vettlinga • Hollendingar stunduðu veiðar og verslun • Launverslun vestra og eystra • Baskar frá Spáni og Frakklandi: Hvalveiðar • Basknesk orðasöfn • Strandir, Lus Bay (Tálknafjörður) • Íslendingar fóru út í heim • Jón Indíafari sigldi um höfin fimm ... frá Álftafirði og heim aftur Sigurður Pétursson 2010
Spánverjavígin 1615 • Sjórán og strandhögg • Sjóræningjar á Rauðasandi 1579 • Vestmannaeyjum 1614 • Spánverjavígin • Baskneskir hvalfangarar brjóta þrjú skip á Ströndum • Ari Magnússon sýslumaður í Ögri safnar liði • Lætur drepa 30 Baska í Æðey, á Sandeyri og Fjallaskaga • Aðrir komust undan á ensku skipi frá Pateksfirði • Jón lærði Guðmundsson mótmælti aðferðum Ara • Flæmdur burtu af Vestfjörðum • Skrifaði bækur og kvað niður drauga Sigurður Pétursson 2010
Tyrkjaránið 1627 • Sjóræningjar frá Alsír rændu 400 manns í Vestmannaeyjum, Grindavík og Austfjörðum; drápu um 30 • Reiði guðs vegna ósiðsamlegs lífernis? • Hluti af sjóránum og þrælaverslun • Íslendingar varnarlausir • 35 keyptir til baka eftir 9 ár, 27 lifðu • Séra Ólafur Egilsson sendur til Köben • Séra Hallgrímur, kennari í endurmenntun, fellur með Guðríði Símonardóttir,Tyrkja-Guddu Sigurður Pétursson 2010
Skin og skúrir í lífi þjóðar • Harðindi og hörmungar • Harðindi, hafís, mannfellir og hordauði • Vanþróaðir atvinnuvegir – kólnandi veður • Góðæri á tíma Brynjólfs Sveinssonar • Fæddur í Holti. Biskup í Skálholti 1639-1674 • Mikill fiskgengd, hagstæð verslun og gott tíðarfar • Einveldi konungs 1662 • Upplýsingastefnan og umbætur 1700-1800 • Árni Magnússon og handritin • Skúli fógeti og Innréttingarnar Sigurður Pétursson 2010
Jarðabók Árna og Páls • Árni Magnússon og Páll Vídalín létu taka manntalið 1703, og söfnuðu í jarðabók 1702-12 • Sérstakt verkefni á vegum danska konungsins. • Skrifræði og skýrslugerð byrjar með einveldi • Söfnuðu upplýsingum um allar jarðir á landinu, íbúa, eigendur, búfé og hlunnindi • 90% íslenskra bænda voru leiguliðar • Fámenn eignastétt réð öllum embættum og átti helming jarða í einkaeign, sem var 52% jarða • Konungsvaldið vildi efla atvinnuvegi (og auka tekjur sínar af landinu). Landsmenn tortryggir Sigurður Pétursson 2010
Manntalið 1703 • Íslendingar voru 50.358 • Konur 20.581, karlar 16.337, börn 13.440 • Stærsti hópurinn er bændur og fjölskyldur þeirra • Embættismenn 302 eða 0,6% • Vinnuhjú 8.953, eða 17,8% • Þurfamenn og flakkarar 7.800, 15,5% • Áætlun Skúla Magnússonar út frá manntalinu: 70% búa eingöngu við landbúnað 15% styðjast við sjávarútveg auk landbúnaðar 15% styðjast við sjávarútveg fyrst og fremst Sigurður Pétursson 2010
Stóra-bóla 1707: 1/3 Íslendinga dó, um 18.000 manns. Móðuharðindin 1783-85: 10 þúsund manns dóu. Sigurður Pétursson 2010