1 / 34

Félagsfræði, einstaklingur og samfélag

Félagsfræði, einstaklingur og samfélag. Kafli 4: Menning. Hvað er menning?. Stóra tilvitnunarbókin: Menning er ekki annað en það sem gefur lífinu gildi, ómenning er allt það sem rýrir gildi lífsins. Menning er því hversdagslegasta fyrirbæri í heimi og fjölbreytt eftir því. Páll Skúlason.

issac
Download Presentation

Félagsfræði, einstaklingur og samfélag

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Félagsfræði, einstaklingur og samfélag Kafli 4: Menning FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  2. Hvað er menning? Stóra tilvitnunarbókin: • Menning er ekki annað en það sem gefur lífinu gildi, ómenning er allt það sem rýrir gildi lífsins. Menning er því hversdagslegasta fyrirbæri í heimi og fjölbreytt eftir því. Páll Skúlason FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  3. Hvað er menning? • Fyrsta grein stjórnarskár hvers siðmenntaðs þjóðfélags ætti að vera: Leyfið fólkinu að vera ólíkt hvert öðru. David Grayson FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  4. Hvað er menning? • Við verðum að horfast í augu við þær staðreyndir að hin séríslenska menning er afskaplega sérkennileg blanda, gerð úr kínverskum taóisma, íslenskum sviðum, súrsuðum hrútspungum, einstaklingshyggju, gamaldags marxisma og nútímalegu engilsaxnesku poppi. Gunnar Dal – Að elska er að lifa FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  5. Hvað er menning? • Sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags. Þróun menningar byggist á hæfni mannsins til að læra, beita þekkingu til að bregðast við breyttum aðstæðum og miðla þekkingunni til komandi kynslóða. Það kemur m.a. fram í verkmenningu, þar sem t.d. klæði og híbýli koma í stað náttúrulegrar hæfni til að standast kulda, trúarbrögðum, siðum, hugmyndum, listum, menntum og tungumáli. Íslenska Alfræðiorðabókin. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  6. Hvað er menning? • Skrifið niður á ca. 1 síðu hvað þið teljið menningu vera. Þið getið notað bækur, ykkur sjálf og tölvuslóðir til að komast að sannleikanum. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  7. Hvað er menning? • Slóðir sem gæti verið vert að athuga: www.byrja.is www.ha.is www.leit.is FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  8. Hvað er menning? • Slóðir sem gæti verið vert er að athuga: www.yahoo.com www.altavista.digital.com www.dejanews.com www.academicinfo.net www.altculture.com www.eb.com www.studyweb.com FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  9. Menning • Öll hegðun og færni sem við lærum og er sameiginleg íbúum samfélagsins kallast menning. • Hún er leiðarvísir fyrir fólk og segir til um hvernig lífið í samfélaginu er. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  10. Menning • Menning er lærð og lýsir lifnaðarháttum íbúa samfélagsins. • Menning lærist við þátttöku í samfélaginu. • Menning breytist stöðugt. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  11. Menning • Allir læra helstu viðmið og gildi samfélagsins sem þeir alast upp í, sama hvort þeir eru frá Brasilíu, Japan eða Íslandi. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  12. Menning Menning er flókið samspil milli þekkingar, trúarbragða, lista, viðmiða og annarrar færni sem einstaklingur hefur tileinkað sér sem þátttakandi í samfélaginu. Edward Taylor (1871) FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  13. Menning • Það sem Taylor átti við var að munur milli ólíkra hópa sé ekki meðfæddur. Hóparnir eru ólíkir af því að þeir þurfa að læra að bjarga sér á mismunandi hátt í sínu náttúrulega umhverfi. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  14. Umhugsunarefnium menningu • Ef hægt er að segja að menning sé ,,allt sem er lært” og fólk sem býr á sama svæði lærir nokkurn vegnin það sama – eru þá ekki allir eins? FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  15. Umhugsunarefnium menningu • Flestir eiga í erfiðleikum með að sjá eigin menningu – af hverju? FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  16. Umhugsunarefnium menningu • Svar: Vegna þess að fólk telur eigin lifnaðarhætti eðlilega og augljósa. Okkur hættir til að taka eigin siði og venjur sem sjálfgefna og erum því ,,blind” gagnvart eigin menningu. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  17. Eðlilegt er menningarlegt • Veruleikinn mótast af menningu og með félagsmótun er okkur kennd menning samfélagsins, gildi og viðmið. Þannig skoðum við heiminn með gleraugum þeirrar menningar sem við erum alin upp við. Engir tveir eru mótaðir alveg eins, og íslensk félagsmótun er öðruvísi en grænlensk eða bresk. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  18. Menning • Skilgreining: Í menningu felast allar hugmyndir, viðmið, tákn, gildi og færni sem fólk hefur fengið frá eldri kynslóðum og sem það reynir að koma áfram til skila, oft í nokkuð breyttri mynd, til komandi kynslóða. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  19. Hlutlæg og efnisleg menning • Hlutlæg eða efnisleg menning: Allt sem er áþreifanlegt í menningunni, t.d. hús og bílar. • Huglæg menning: Allt sem er ekki áþreifanlegt í menningunni, t.d. siðir, venjur, trú o.fl. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  20. Menningarkimi • Menningarkimi er hópur fólks sem hegðar sér að einhverju eða öllu leyti meðvitað öðruvísi en meirihluti íbúa samfélagsins. • Getur þú nefnt dæmi um menningarkima? FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  21. Menningarkimi • Meðlimir sem tilheyra menningarkima hafa búið sér til eigin gildi og viðmið sem eru ólík ríkjandi gildum og viðmiðum í samfélaginu. • Menningarkimar myndast oft í tengslum við búsetu, aldur eða þjóðarbrot. Dæmi: Unglingamenning og innflytjendur. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  22. Menning og kynþáttur • Á síðustu öld var algengt að flokka fólk eftir fjórum kynþáttum. • Talið var að hver kynþáttur hefði ákveðin persónueinkenni. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  23. Menning og kynþáttur Kynþáttaflokkunin er úrelt í dag. Ástæður: • Blöndun milli kynþátta hefur alltaf verið mikil þannig að mörkin á milli þeirra eru meira eða minna tilviljanakennd. • Það er meiri munur innan kynþátta en á milli þeirra. Flokkunin var byggð á menningarlegum fordómum en ekki vísindalegum vinnubrögðum. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  24. Kynþáttafordómar • Kynþáttafordómar: Allar hugmyndir um að munur milli fólks stýrist af kynþætti. • Í þeim felst meðal annars sú trú að þjóðflokkar hafi mismunandi persónubundna eiginleika sem séu meðfæddir og að einn kynþáttur sé öllum öðrum æðri. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  25. Kynþáttafordómar • Athuga vel dæmin í bókinni (bls. 92), sérstaklega um greindarpróf svartra og hvítra barna í Bandaríkjunum. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  26. Orsakir fordóma og mismununar • Fólk hefur tilhneigingu til að geðjast betur að einstaklingum sem líkjast því sjálfu. • Fordómar lærast af foreldrum, vinum og eigin menningu. • Fjölmiðlar geta stuðlað að fordómum. Kannast þú við einhver dæmi um slíkt? FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  27. Orsakir fordóma... • Samfélagið getur ýtt undir fordóma. • Ákveðnir hópar í samfélaginu eru oft gerðir að blórabögglum. • Athuga vel hugtakið frávarp. Þegar fólk kennir öðrum um eigin vandamál. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  28. Hvernig er hægt að draga úr eða uppræta fordóma? • Aukin samskipti milli hópa - hefur bæði kosti og galla. Hvaða? • Viðhorfsbreyting – áróðursherferðir. Hvernig? FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  29. Hvernig er hægt að draga úr eða uppræta fordóma? • Lagasetning – gengur vel. • Baráttusamtök – Marthin Luther King. • Þekkir þú til einhverra baráttusamtaka sem hafa það á stefnuskrá sinni að draga úr fordómum? FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  30. Einstaklingur og menning • Hvernig verður fólk sem fer á mis við menningu? Er það mennskt? • Börn sem alin eru upp í einangrun (bls. 94-5). • Sagan um Jenny FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  31. Villt börn Villt börn eru einstaklingar sem fara á mis við mannlegt uppeldi: • Vegna einangrunar og alvarlegrar vanrækslu. • Vegna þess að þau hafa verið í umsjá dýra en ekki manna. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  32. Einstaklingur og menning • Lærdómurinn er sá að þeir einir verða mennskir sem alast upp meðal manna. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  33. Spurningar • Svaraðu öllum hugtökunum og spurningunum aftast í kafla 4 (bls. 97-98). • Kennarinn gefur þér upplýsingar um hvaða spurningum þú eigir að senda honum. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

  34. Kafli 4. Menning Hér lýkur glósum úr kaflanum. FEL 103. Kafli 4 - Menning.

More Related