80 likes | 257 Views
Fall Granada. Granada – síðasta veldi mára. Alhambra höllin - Sierra Nevada í fjarska. Almohadar hraktir burt frá Spáni um miðja 13. öld (um 1230-1240) eftir ósigurinn við Las Navas de Tolosa 1212 – Mikið blóðbað – 100.000 lágu í valnum, Nasrídar ríktu í Granada um 250 ár í viðbót
E N D
Granada – síðasta veldi mára • Alhambra höllin - Sierra Nevada í fjarska
Almohadar hraktir burt frá Spáni um miðja 13. öld (um 1230-1240) eftir ósigurinn við Las Navas de Tolosa 1212 – Mikið blóðbað – 100.000 lágu í valnum, Nasrídar ríktu í Granada um 250 ár í viðbót • Var viðkvæmt ríki • Sundurlyndi ríkti milli höfðingja í Granada • Ekki sjálfu sér nægt í matvælaframleiðslu • Þungir skattar sem þurfti að greiða Kastilíu • Hvers vegna hélt Granada velli í 250 ár? • Vel varið – fjöldi kastala og varðturna • 10 km bil milli kastala – 14000 varðturnar • Öflugur her Nasrída – 200 riddarar Nasrída= 600 kristnir • Merenídar voru til taks hinumegin við sundið (Gíbraltarsund)
Í upphafi 15. aldar rann veldi Merenída sitt skeið • Ekkert annað öflugt veldi til að styðja mára nema í Egyptalandi – langt að leita • 1469 giftust Isabella frá Kastilíu og Ferdinand frá Aragón og sameinuðu þannig þessi tvö öflugu kristnu ríki því bæði voru arftakar síns ríkis • Þau tóku við völdum 1475 og hófu stríð gegn Granada 1482 sem stóð í 10 ár
Svikarinn Boabdil • Boabdil gerði uppreisn gegn föður sínum, emírnum í Granada, sama ár og árás kristnu konunganna hófst, þ.e. 1482 • Féll í hendur kristinna ári síðar • Fékk emírsnafnbót gegn upplýsingum • Kristnir fengu borgarlykla Granada afhenta 1. janúar 1492
Márar sem veittu viðnám seldir í þrældóm • efnaðir márar gátu keypt frelsi • Boabdil fékk Alpujarras til yfirráða en flutti til Afríku ári síðar • Margir márar kusu að yfirgefa landið líkt og Boabdil • Yfir Granada var settur umburðarlyndur biskup • Hernando de Talavera frá Avila • Skriftaprestur Ísabellu • reyndi að kristna mára í rólegheitunum • Var á móti aðferðum rannsóknaréttarins • Lést 1507
Síðar tók öfgafullur erkibiskup frá Toledo við Granada, - Francisco Ximénes de Cisneros • ofsóknir á hendur márum hófust • Reyndi að kristna mára hratt og örugglega • Lýsti því yfir árið 1500 að allir væru kristnaðir • en márar iðkuðu trú sína í laumi
Márar sendir úr landi • Moriscos hétu kristnaðir márar • Gerðu uppreisn 1568-1570 – uppreisnin barin grimmilega niður • 100.000 – 150.000 márum frá Granada dreift um Kastilíu til að höggva á samtakamátt þeirra • Márar að lokum reknir úr landi í upphafi 17. aldar – 300.000 manns – íbúar á Spáni voru þá um 8millj – nær 4% þjóðarinnar • Mikil blóðtaka og hafði slæm áhrif á efnahagslíf á Spáni