120 likes | 325 Views
Skólar á grænni grein. Umhverfisþing 2005. Sigrún Helgadóttir Kennari og náttúrufræðingur. Sjálfbær þróun og samfélag. Framtíð mannlífs ræðst af: Náttúruvernd: Að menn nýti auðlindir Jarðar þannig að þær fullnægi til frambúðar frumþörfum fólks. Forsenda náttúruverndar er
E N D
Skólar á grænni grein Umhverfisþing 2005 Sigrún Helgadóttir Kennari og náttúrufræðingur
Sjálfbær þróun og samfélag Framtíð mannlífs ræðst af: • Náttúruvernd: Að menn nýti auðlindir Jarðar þannig að þær fullnægi til frambúðar frumþörfum fólks. Forsenda náttúruverndar er • Menntun: Að hæfileikar hvers barns séu styrktir svo að upp vaxi kynslóðir sem byggja lífshætti sína og ákvarðanir á þekkingu, færni og ábyrgðarkennd til að friður og virðing ríki á milli manna og á milli fólks og náttúru.
Umhverfismennt • Viðfangsefni umhverfismenntar eru þekking, gildismat og viðhorf. • Veitir fólki vitund og skilning á tengslum þess við margs konar umhverfi sitt, náttúrulegt, manngert, menningarlegt og félagslegt. • Markmið umhverfismenntar er að fólk hagi sér skynsamlega í umhverfinu.
Fyrr og nú • Áður var umhverfismennt hluti af menningu, uppeldi, fræðslu og störfum. • Umhverfið stöðugt flóknara – lög og reglur um umhverfismál – lýðræðislegur réttur, skyldur og ábyrgð. • Í nútíma þjóðfélagi verður samfélagið, skólarnir, að axla drjúgan hluta af þeirri ábyrgð að fólk læri að haga sér skynsamlega í umhverfinu.
Foundation for Environmental Education FEE • Alþjóðleg samtök, stofnuð 1981. • Halda utan um 5 verkefni til umhverfisverndar, eitt af þeim er: Skólar á grænni grein. • Aðildarfélög frá 41 þjóð í Evrópu, S. og N. Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. • Landvernd aðili fráárinu 2000. • www.fee-international.org
Skólar á grænni grein • Verkefnið þróað 1994 af FEE með stuðningi Evrópuráðsins. • Er ætlað að virkja ungt fólk í sínu nánasta umhverfi í viðfangsefnum að sjálfbærri þróun - í anda Ríó 1992. • www.Eco-schools.org
Skóli sem vill vera með * Skráir sig sem Skóla á grænni grein - og • Hefst handa við að stíga sjöákveðin skref til umhverfisbóta í skólanum. • Stofnar umhverfisráð sem velur skólanum þemu og setur honum ákveðin markmið. • Sækir um Grænfána í fyllingu tímans. • Samþykkt umsókn -> Grænfáni er afhentur við hátíðlega athöfn – til tveggja ára. • Aftur hafist handa – settum markmiðum haldið við og nýjum bætt við.
Skólar á grænni grein á Íslandi • 40 grunnskólar af 182 – (22%) • 16 hafa þegar fengið Grænfánann • 20 leikskólar af 257 – (8%) • 8 fengið Grænfánann • Einn framhaldsskóli af 38 • Fjölbrautarskólinn við Ármúla • Einn háskóli af 8 • Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri
Fjöldi skóla í heiminum • Í loks skólaárs 2004: • 11 000 skólar á grænni grein. • 4000 með fána.
2005-2014 er áratugur Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærar þróunar Sýn og þróun Í menntun til sjálfbærar þróunar felst:- að virða, meta og varðveita þann árangur sem náðst hefur;- að hafa mætur á undrum Jarðar og þjóðum heims;- að búa í heimi þar sem allir hafa næga fæðu til að lifa heilbrigðu og gjöfulu lífi;- að leggja mat á, annast og lagfæra ástand Jarðar okkar;- að skapa góðan, öruggan og réttlátan heim og njóta hans;- að vera ábyrgir borgarar sem rækja rétt sinn og skyldur í samfélagi, þjóðfélagi og heiminum öllum.