310 likes | 584 Views
Vatnið. 2. Saltvatn (bls. 141 – 153). „Bláa reikistjarnan“. Jörðin er eina reikistjarnan þar sem vatn er að finna í verulegu magni og í öllum þremur hömum sínum Hafið þekur tæp 71% af yfirborði jarðar
E N D
Vatnið 2. Saltvatn (bls. 141 – 153)
„Bláa reikistjarnan“ • Jörðin er eina reikistjarnan þar sem vatn er að finna í verulegu magni og í öllum þremur hömum sínum • Hafið þekur tæp 71% af yfirborði jarðar • Hafið leikur aðalhlutverkið í mismunandi loftslagi jarðar þar sem samspil uppgufunar, hafstrauma og vinda stjórnar öllu loftslagi á jörðinni • Höfin binda auk þess mikinn hluta þess koltvíoxíðs sem verður til við bruna olíu, kola og fleiri efna Valdimar Stefánsson 2006
Landhæðarrit • Sýnir hvernig yfirborð jarðar skiptist í hálendi og láglendi og hvernig hafdýpi er háttað • Ritið er þannig gert að allt svæði í tiltekinni hæð frá sjávarborði er sett inn á einfalt línurit þar sem hlutfallslegt magn (%) svæðis er sett á x-ás og hæð frá sjávarborði á y-ás • Höf þekja meirihluta yfirborðs á nær öllum breiddargráðum; aðeins á Suðurskautslandinu og nærri 60° norðlægrar breiddar er meira þurrlendi en höf Valdimar Stefánsson 2006
Landhæðarrit • Mesta hæð yfir sjó er á tindi Everests: 8848 m • Mesta dýpt undir sjávarmáli er í Maríana-djúpálnum: 11040 m • Meðalhæð meginlanda yfir sjó er 875 m • Meðaldýpt úthafanna er 3800 m • Út frá meginlöndunum teygir sig oftast lítið eitt hallandi landgrunn niður á um 200 m dýpi Valdimar Stefánsson 2006
Landgrunn • Landgrunnið er aðeins 6 – 7 % af flatarmáli hafsbotnsins, en samt það svæði sem hefur mesta efnahagslega þýðingu • Meira en 90% þeirrar fæðu sem við sækjum í höfin kemur af landgrunninu • Flest hráefni sem unnin eru af hafsbotni, s. s. olía, gas og málmar koma einnig af landgrunninu Valdimar Stefánsson 2006
Úthafsbotn • Yfir 30% af jarðskorpunni er úthafsbotn, þykkur leirbotn, sem liggur á milli 4000 – 6000 m dýpi • Úthafsbotninn er minnst þekkta svæði jarðar og stór hluti þess hefur aldrei kannaður • Um 2000 fisktegundir og margfalt fleiri hryggleysingjar hafa náð að aðlagast þeim þrýstingi, kulda og myrkri sem það ríkir Valdimar Stefánsson 2006
Hafstraumar • Vatnið í heimshöfunum er á stöðugri hreyfingu vegna áhrifa uppgufunar, vinda, snúnings jarðar og togs sólar og tungls • Misjafnt hitastig sjávar er grundvöllur allra hafstrauma • Kaldur sjór er eðlisþyngri en heitur sjór og leitar því undir hann á sama heitt og kalt loft leitar undir heitt • Heitir hafstraumar frá svæðum nærri miðbaug og kaldir straumar frá pólunum Valdimar Stefánsson 2006
Sjávarföll • Tæplega tvisvar á sólarhring hækkar og lækkar yfirborð sjávar (flóð og fjara) • Þyngdarkraftur tunglsins togar til yfirborð sjávar á þeim hluta jarðar sem snýr að því og veldur þannig flóði þar • Hinn hluti jarðar er lengst frá tungli og því er þyngdarkraftur tunglsins minnstur þar og yfirborð sjávar leitar þar frá tungli • Fjara er þá á þeim stöðum sem eru á milli Valdimar Stefánsson 2006
Sjávarföll á stórstraumi að sumri Valdimar Stefánsson 2006
Kóralrif • Rifin byggjast upp úr kalkskeljum sem kóraldýr hafa utan um líkama sinn • Þau myndast einnig að einhverju leyti fyrir tilverknað annarra lífvera • Rifin eru mjög frjósöm og hringrás næringaefna er hröð • Rifin eru nú í hættu vegna stórvirkra veiðiaðferða, ásóknar ferðamanna og mengunar Valdimar Stefánsson 2006
Kóralrif • Dæmi um veiðiaðferðir eru notkun sprengiefna til að hrekja fisk í net og einnig mikil notkun botnvörpu sem skefur kóralinn af botninum • Dæmi um mengun er gríðarlegt magn skordýraeiturs frá plantekrum sem berst út í Karabíska hafið og hefur nú stórskemmt yfir 90% kóralrifja við strönd Costa Rica Valdimar Stefánsson 2006
Fenjaskógar • Fenjaskógar eru gróðursamfélög við strendur í hitabeltinu og breiða sig yfir svæði sem fara á kaf í flóði • Fenjaskógar eru í hættu vegna þess að viður úr þeim er eftirsóknarverður og auk þess er þeim rutt burt til að rýma fyrir ræktunarlandi • Stórum svæðum hefur einnig verið spillt með olíumengun Valdimar Stefánsson 2006
Fenjaskógar og kóralrif • Eyðing fenjaskóga hefur einnig áhrif á kóralrifin • Landeyðingin veldur því að meira berst af seti til sjávar en áður • Þegar fenjaskógum er eytt síast setið ekki lengur úr vatninu heldur berst út í rifin og kæfir kóralinn Valdimar Stefánsson 2006
Hafið sem fæðuauðlind • Mikilvægasta fæðan sem við sækjum í hafið er fiskur; í ferskum fiski er nánast allt sem við þörfnumst úr fæðu • Frá því um 1950 og fram yfir 1970 jukust fiskveiðar í heiminum úr 20 milljón tonnum í 65 milljón tonn • Í dag berjast menn við að koma í veg fyrir samdrátt í fiskveiðum og fiskeldi verður sífellt mikilvægari þáttur fiskneyslunnar Valdimar Stefánsson 2006
Fiskveiðistjórnun • Frá 6. áratug síðustu aldar tóku stöðugt fleiri strandríki sér aukna lögsögu yfir hafinu umhverfis þau • Segja má að 1974 sé síðasta árið sem alþjóðlegar fiskveiðar voru frjálsar • Ísland var í fararbroddi strandþjóða heimsins með útfærslu sinni á efnahagslögsögunni í 50 sjómílur 1972 og í 200 sjómílur 1975 • Við lok 20. aldar voru mestu fiskveiðiþjóðir heims (flestar þær fjölmennustu) Kína, Indland, BNA, Rússland, Japan, Perú og Chile Valdimar Stefánsson 2006
Nútíma fiskveiðar – sjálfbær þróun? • Nútímatækni við fiskveiðar hefur hámarkað afkastagetu stórra fiskiskipa • Þau eru í raun orðin að verksmiðjum sem framleiða afurðir úr hafinu jafnóðum og þær eru veiddar • Fiskur sem auðlind er skilgreind sem hálfendurnýjanleg og því nauðsynlegt að fylgt sé stefnu sjálfbærrar þróunar í nýtingu þessarar auðlindar en mikið vantar á að sú sé raunin í dag Valdimar Stefánsson 2006
Ofveiði • Ofveiði hefur þegar spillt mörgum mikilvægum fiskimiðum heimsins: • Norðursjór; síld, þorskur, makríll • Perú; ansjósur • Nýfundnaland; þorskur • Barentshaf; þorskur • Íslandsmið; síld Valdimar Stefánsson 2006
Þorskafli við Ísland og tillegg gangna frá Grænlandi Valdimar Stefánsson 2006
Nýting fæðu úr hafinu • Samkvæmt ótilgreindum útreikningum eiga höfin að geta séð meirihluta jarðarbúa fyrir nauðsynlegum næringarefnum, einkum próteini • Því fer þó fjarri að afrakstrinum sé skipt á réttlátan hátt; ekki einu sinni á hagkvæman hátt • Um fjórðungur heimsaflans fer í dýrafóður handa iðnríkjunum en einungis mjög lítill hluti sjávarafla heimsins kemur í hlut þróunarríkja Valdimar Stefánsson 2006
Önnur auðæfi hafsins • Olíu á hafsbotni var farið að nýta í Norðursjó á 7. áratug 20. aldar og hefur sú vinnsla breytt miklu fyrir efnahag þeirra ríkja sem þar koma nærri • Gera má ráð fyrir því að á komandi árum, með hækkandi olíuverði, munu menn taka að nýta olíulindir á hafsbotni í enn meira mæli en nú er gert • Einnig er málmvinnsla af hafsbotni orðinn fýsilegur kostur og er þá einkum horft til hinna svo kölluðu manganhnyðlinga sem víða finnast í miklum mæli Valdimar Stefánsson 2006
Eignaréttur á auðæfum hafsins • Enn hafa ríki heims ekki komið sér saman um endanleg yfirráð ríkja yfir heimshöfunum • Mikið hefur þó áunnist undanfarin 50 ár • Alþjóðlegi hafréttarsáttmálinn sem er einn viðamesti alþjóðasamningur sem gerður hefur verið var samþykktur árið 1982 en það var ekki fyrr en tólf árum síðar að nægilega mörg ríki höfðu undiritað hann til þess að hann öðlaðist gildi Valdimar Stefánsson 2006
Hafréttarsáttmálinn • Hafréttarsáttmálinn kveður á um nýtingu hafsins og hafsbotnsins • Mikilvægustu ákvæði hans eru að strandríki skulu hafa 12 sjómílna landhelgi og 200 sjómílna efnahagslögsögu • Svæði utan efnahagslögsögu strandríkja telst alþjóðlegt hafsvæði, sameign mannkyns og er stjórnað af alþjóðlegri stofnun Valdimar Stefánsson 2006
Hafréttarsáttmálinn - landhelgin • Samkvæmt sáttmálanum telst landhelgi vera það hafsvæði sem strandríki hafa full og óskoruð réttindi yfir (fullveldisrétt) • Innan landhelginnar telst bæði haf og andrúmsloft eign strandríkisins • Öll lög strandríkisins gilda innan landhelginnar en þeim er þó skylt að veita skipum og flugvélum umferðarrétt • Landhelgi Íslands er 12 sjómílur Valdimar Stefánsson 2006
Hafréttarsáttmálinn - efnahagslögsagan • Samkvæmt hafréttarsáttmálanum telst efnahagslögsaga vera svæði þar sem strandríkið hefur einkarétt á nýtingu auðlinda • Einnig getur strandríkið sett reglur til að koma í veg fyrir mengun hafsins og jafnvel bannað umferð stórra olíuskipa • Að öðru leyti gilda lög strandríkisins ekki innan efnahagslögsögunnar • Efnahagslögsaga Íslands er 200 sjómílur Valdimar Stefánsson 2006
Útfærsla landhelgi og veiðilögsögu • Landhelgin • 1952: 4 sjómílur • 1958: 12 sjómílur • Efnahagslögsagan • 1972: 50 sjómílur • 1975: 200 sjómílur Valdimar Stefánsson 2006
Mengun hafsins • Með aukinni tækni og umferð um höfin hefur hættan á stórum mengunarslysum margfaldast frá því sem áður var • Einkum eru innhöf, eins og Eystrasaltið og Miðjarðarhafið, í mikilli hættu • Sífellt meiri úrgangur berst með ám til hafsins og stórar olíuhreinsistöðvar hleypa hundruðum þúsunda tonna af olíu í hafið árlega Valdimar Stefánsson 2006
Rín öðlast nýtt líf • Stórfljótið Rín í Evrópu er gott dæmi um að það er hægt að snúa við þróuninni í mengunarmálum • Árið 1970 var fljótið steindautt vegna mengunar, orðið stórhættulegt að synda í því og einungis 27 af um 150 dýrategundum tórðu enn í því • Um 50 milljónir manna bjuggu við ánna og um fimmtungur af iðnframleiðslu heimsin var staðsett á bökkum árinnar Valdimar Stefánsson 2006
Rín öðlast nýtt líf • Í dag eru um 130 dýrategundir í ánni og óhætt að synda í henni að vild • Vatnið er vel hæft til drykkjar • Losun brennisteins og þungmálma hefur minnkað um 90% • Kostnaður vegna þessara framkvæmda er talinn nema um 2000 milljörðum króna Valdimar Stefánsson 2006