250 likes | 506 Views
Vatnið. 1. Ferskvatn (bls. 124 – 140). Vatnið!. Mikilvægasta auðlind jarðar Allt líf byggist á og er háð vatni Búseta og góð lífskjör eru háð aðgangi að vatni: Neysluvatn á heimilum Til ræktunar og matvælaframleiðslu Til iðnaðar. Vatnið - þurrkasvæði.
E N D
Vatnið 1. Ferskvatn (bls. 124 – 140)
Vatnið! • Mikilvægasta auðlind jarðar • Allt líf byggist á og er háð vatni • Búseta og góð lífskjör eru háð aðgangi að vatni: • Neysluvatn á heimilum • Til ræktunar og matvælaframleiðslu • Til iðnaðar Valdimar Stefánsson 2006
Vatnið - þurrkasvæði • Um 35% íbúa í dreifbýli á þurrkasvæðum búa við skort á drykkjarvatni • Um helmingur íbúa hefur ekki vatn til þvotta • Meira en 10 milljónir deyja árlega vegna mengaðs vatns; flest þeirra ungabörn • Átök um vatn fara vaxandi og verða sífellt alvarlegri Valdimar Stefánsson 2006
Níl • Níl er lengsta fljót jarðar og nær vatnasvið hennar frá miðbaug allt norður til Miðjarðarhafs og skiptist milli níu ríkja • Allt samfélagið í Egyptalandi grundvallast á Níl • U.þ.b. 50 milljónir manna búa á svæði sem er að flatarmáli um helmingur Íslands • Nílardalurinn er frjósöm slétta, um 10 til 20 km breið • Nánast allt það svæði er ræktað, náttúrulegt landslag allt horfið Valdimar Stefánsson 2006
Níl • Til að tryggja aðgengi að vatni til áveitna og orkuframleiðslu ákvað egypska ríkisstjórnin að byggja stíflu við Aswân • Aswânstíflan var fullgerð árið 1971 og er 175 m há og tæpir 4 km á lengd • Uppistöðulónið, Nasservatn, er með stærstu manngerðu vötnum heims • Væntingar voru gríðarlegar en áætlanir gengu þó aðeins að hluta til eftir Valdimar Stefánsson 2006
Níl – jákvæðar afleiðingar Aswânstíflunnar • Stækkun á ræktarlandi um þriðjung • Víða hægt að fá þrjár uppskerur á ári í stað einnar áður • Raforkuframleiðsla varð meiri; sér nú milljónum manna fyrir rafmagni • Iðnaður óx hröðum skrefum samfara raforkuframleiðslunni • Samgöngur og öll grunngerð samfélagsins batnaði Valdimar Stefánsson 2006
Níl – neikvæðar afleiðingar Aswânstíflunnar • Þúsundir hirðingja neyddust til að færa sig • Frjósöm eðja berst ekki lengur yfir ræktarlönd neðan stíflunar og bændur verða því að kaupa dýran, tilbúinn áburð • Mjög kostnaðarsamt er að stækka ræktað land • Sardínumið undan ósum árinnar eru horfin; á móti kemur að mikil fiskveiði er í Nasservatni • Óshólmarnir fara minnkandi vegna minni framburðar fljótsins, landið verður æ votlendara • Sjórinn brýst sífellt lengra inn í landið • Sjúkdómar sem berast með vatni hafa breiðst út Valdimar Stefánsson 2006
Vatnshvolf jarðar • Heimshöfin • Ár og stöðuvötn • Vatn bundið í snjó og jöklum • Vatn í jarðvegi og berglögum • Vatnsgufan í lofthjúpnum Valdimar Stefánsson 2006
Hringrás vatnsins í heiminum • Stöðug hringrás frá jörðu til lofthjúps og til jarðar aftur: • Uppgufun frá hafi og stöðuvötnum, einnig öllum lífverum; um hálf milljón km3 árlega • Þéttist í lofthjúpnum og fellur til jarðar sem úrkoma • Drifkraftur þessarar hringrásar er sólarorkan Valdimar Stefánsson 2006
Úrkoman verður að... • Yfirborðsvatni • Ár og stöðuvötn; vatn sem streymir til sjávar • Jarðvatni • Mestur hluti úrkomunnar sígur niður í jarðveginn og nýtist þá plöntum; berst síðan burt með uppgufun • Grunnvatni • Sé úrkoman meiri en svo að plöntur nái að nýta jarðvatnið sígur það enn lengra niður og sest þar til • Yfirborðsvatn og grunnvatn er það sem maðurinn hefur möguleika á að ná til og nýta, t.d. sem neysluvatn og fyrir iðnað Valdimar Stefánsson 2006
Samspil manns og vatnsfalla • Stíflugerð: Áveituframkvæmdir til þess að auka framleiðslu í landbúnaði • Einkum á helstu áveitusvæðum jarðar • Stíflugerð: Raforkuframleiðsla til iðnaðar og heimilisnota • Sbr. Ísland; grundvöllur fyrir meiri fólksfjölda eða meiri velferð • Stíflugerð: til aukinnar ferskvatnsnotkunar • Einkum á helstu þurrkasvæðum jarðar Valdimar Stefánsson 2006
Samspil manns og vatnsfalla • Vatni er veitt á um 17% af akurlendi jarðar • Stærstu áveitusvæðin, með allt að 80% af aðgengilegu vatni til áveitna, eru í A- og S-Asíu, BNA, Rússlandi, Úkraínu og Mið-Asíu. • Þar sem úrkoma er mikil en árstíðabundin er vatni safnað í uppistöðulón til að jafna rennsli ánna yfir árið • Stórar stíflur eru reistar á þurrkasvæðum til þess að bæta aðgengi að ferskvatni Valdimar Stefánsson 2006
Samspil manns og vatnsfalla • Stíflur gjörbreyta lífsskilyrðum fyrir plöntur, dýr og menn • Uppsöfnun sets og næringarefna í lónum getur leitt til þess að setlög og gróður fylli lónið á skömmum tíma • Sölt í áveituvatni safnast fyrir í jarðveginum og geta valdið eyðileggingu hans • Aukin fólksfjöldi vegna áveituframkvæmda leiðir til nýrra vandamála Valdimar Stefánsson 2006
Vatnsflóð • Algengustu náttúruhamfarir í heiminum • Eru oft eðlilegur þáttur í vistkerfum fljóta og viðhalda þannig frjósemi akurlendis • Fyrstu menningarríkin urðu til við slíkar aðstæður og eru enn í dag með þéttbýlustu svæðum jarðar Valdimar Stefánsson 2006
Ástæður vatnsflóða • Mikil rigning • Einkum vegna monsúnrigninga í hitabeltinu • Miklar leysingar • Þar sem snjór safnast fyrir yfir vetrartímann • Eldvirkni undir jökli • Dæmi: Gjálpargosið sem olli Skeiðarárhlaupi 1996 • Búseta mannsins • Skógeyðing, náttúrulegu landslagi umbylt, regn á ekki eins greiða leið í jarðveginn og áður Valdimar Stefánsson 2006
Afleiðingar vatnsflóða • Á síðustu árum hafa afleiðingar flóða farið síversnandi • Eyðing skóga veldur því að vatnið berst hraðar til ánna • Meiri jarðvegur skolast burt og berst til sjávar • Óshólmar fyllast af leðju og taka ekki við eins miklu vatni Valdimar Stefánsson 2006
Aukið þéttbýli – aukin flóðahætta • Malbikaðar götur og húsþök loka yfirborði landsins • Öflug holræsakerfi flytja mikið vatnsmagn á skömmum tíma út í árnar • Brýr og önnur mannvirki við árbakka þrengja árfarvegi • Flóð verða í eldri borgarhlutum þar sem gömul holræsakerfi mynda flöskuháls Valdimar Stefánsson 2006
Stíflur • Raforkuframleiðsla með fallvötnum hófst í lok 19. aldar • Um 18% raforku í heiminum framleidd með vatnsorku (1998) • Á næstu árum er búist við mikilli aukningu í vatnsorkuverum, sérstaklega í Suður – Ameríku, Suður – Asíu og Kína Valdimar Stefánsson 2006
Stíflur • Kostir: • vatn er orka sem mengar ekki • vatn er endurnýjanlegur orkugjafi • Ókostir: • óafturkræf umhverfisáhrif • hætta á hörmungum ef stífla brestur Valdimar Stefánsson 2006
Kárahnjúkastíflan • Afl: 690 MW • Hæð stíflu: 199 m • Stærð lóns: 57 km2 • Rýmd lóns: 2,1 milljarðar m3 Valdimar Stefánsson 2006
Aswânstíflan • Afl: 2100 MW • Hæð stíflu: 175 m • Stærð lóns: 5250 km2 • Rýmd lóns: 135 milljarðar m3 Valdimar Stefánsson 2006
Vatn sem auðlind • Vatn er mikilvægasta neysluvaran í heiminum • Öll búseta mannsins byggist á aðgengi að vatni • Vatnsskortur setur samfélögum takmörk • Um einn milljarður manna í þróunarlöndunum býr við skort á góðu drykkjarvatni Valdimar Stefánsson 2006
Vatnsskorturinn • Framtíðarvandamál mannkyns: • Vaxandi íbúafjöldi • Víða er gengið of ört á grunnvatn, það nær ekki að endurnýja sig, brunnar og borholur þorna • Neysluvatn víða mengað, sjúkdómar breiðast út • Aðgengi að vatni er mjög misskipt í heiminum • Ferskvatnsnotkun hefur vaxið gríðarlega í heiminum undanfarna áratugi • Víða um heim er þegar orðinn alvarlegur vatnsskortur Valdimar Stefánsson 2006
Deilur um vatn • Vatnasvið Nílar skiptist milli níu ríkja • Vatnsskortur í mörgum ríkjum, vaxandi fólksfjöldi og kröfur um meira vatn • Í Miðausturlöndum: • Deilur Ísraelsmanna og nokkurra arabaríkja um takmarkaðar vatnsbirgðir Valdimar Stefánsson 2006
Nytjavatn á Íslandi • Vatnsnotkun á hvern mann á Íslandi með því mesta sem þekkist • Um 1000 rúmmetrar á sek. af vatni streyma upp í lindum og á lindasvæðum á Íslandi: • Mikil lindasvæði eru víða á landinu • Íslenska neysluvatnið er yfirleitt efna- og gerlasnautt • Spár eru um að vatnið gæti orðið okkar helsta útflutningsafurð í framtíðinni Valdimar Stefánsson 2006