390 likes | 537 Views
2.1 Að vera unglingur. 2. hluti – Réttindi og skyldur. Réttindi og skyldur. Allir þegnar hafa réttindi og skyldur í því samfélagi sem þeir búa í. Dæmi um réttindi sem stjórnvöld ákvarða eru: R éttur til fæðingarorlofs. Réttur til ellilífeyris. Réttur til menntunar. Réttur til að kjósa.
E N D
2.1 Aðveraunglingur 2. hluti – Réttindiogskyldur
Réttindiogskyldur • Allir þegnar hafa réttindi og skyldur í því samfélagi sem þeir búa í. Dæmi um réttindi sem stjórnvöld ákvarða eru: • Réttur til fæðingarorlofs. • Réttur til ellilífeyris. • Réttur til menntunar. • Réttur til að kjósa.
Nokkrarvenjulegarskyldur • Skyldurnar eru líka ákvarðaðar af stjórnvöldum. Dæmi um skyldur: • Það er skylda að vera í skóla. • Að greiða skatta. • Framfærsluskylda foreldra gagnvart börnum.
Nokkrarvenjulegarskyldur • Í lögum er fjallað um hvaða réttindi og skyldur við höfum og okkur ber skylda til að kynna okkur þau. • Hægt er að líta á réttindi sem ákveðin hlunnindi sem fólk hefur en skyldurnar eru kvaðir sem allir verða að taka á sig.
Nokkrarvenjulegarskyldur • Það eru ekki bara stjórnmálamenn sem ákvarða (með lögum) um réttindi og skyldur. Heimilin (foreldrar) setja líka fjöldann allan af reglum sem gilda fyrir heimilismenn. • Búðu til lista yfir t.d. 10 reglur sem þú munt hugsanlega setja þegar þú stofnar þína eigin fjölskyldu/heimili.
Eiginmennogeiginkonur(bls. 61) • Viðhorfskönnun meðal 9. og 10. bekkinga um verkaskiptingu á heimilum (1992). • 37% töldu að konur ættu frekar eða alltaf að sjá um að þvo þvotta. Enginn taldi að karlinn ætti frekar eða alltaf að sjá um að þvo þvotta. • 63% töldu að karlinn ætti frekar eða alltaf að sjá um bílinn en 2% að konan ætti frekar eða alltaf að sjá um hann.
Eiginmennogeiginkonur(bls. 61) • Heldur þú að það hafi orðið einhver breyting á að líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem dæmigerð kvennastörf? Af hverju / af hverju ekki? Rökstyddu svarið.
Eiginmennogeiginkonur(bls. 61) • Hvaða orsakir telur þú vera fyrir að atvinnu-þátttaka kvenna er lægri en atvinnuþátttaka karla á Íslandi?
Skiptingheimilisstarfa(bls. 62) • Fram yfir miðja 20. öld (1950) var mjög skýr munur á hlutverkum kynjanna. Kynbundin verkaskipting: • Hlutverk karla var að framfleyta fjölskyldunni. • Hlutverk kvenna var að sjá um börn og bú.
Skiptingheimilisstarfa(bls. 62) • Karlar hafa ávallt tekið þátt í ákveðnum tegundum starfa sem flokkast í hugum flestra ekki beint sem heimilisstörf, svo sem minniháttar viðgerðum og viðhaldi, snjómokstri og viðhaldi á bílnum. • Það sem myndi flokkast sem dæmigerð heimilis-störf eru eldamennska og þrif. Þessi störf eru oftar en ekki í umsjá kvenna. (Það þýðir eiginlega að konur bera ábyrgð á þessum störfum þó svo að karlinn taki þátt í þeim.)
Skiptingheimilisstarfa(bls. 62) • Hlutverkaspenna:Þegar einstaklingur reynir að leika tvö ósamræmanleg hlutverk samtímis. • Flestar konur á Íslandi eru útivinnandi og atvinnuþátttaka þeirra er með því mesta sem gerist í heiminum nú á dögum. Þeir sem telja að konur eigi einar að bera mestalla ábyrgð á heimilisstörfum eru í raun að segja að konum beri að vinna tvöfalda vinnu á við karla.
Skiptingheimilisstarfa(bls. 62) • Munur á vinnuframlagi karla og kvenna á Íslandi við heimilisstörfin árið 1994 voru 11 klst. á viku. Í breskri könnun frá 2006 kom í ljós að konur þar eyddu að meðaltali 8 klst. meiri tíma í heimilisstörf á viku en karlar. Afleiðing þessa er að konur hafa almennt minni frítíma en karlar.
Skiptingheimilisstarfa(bls. 62-63) • Ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 eru að áliti margra með stærstu fram-faramálum í jafnréttisbaráttu kynjanna hér á landi. • Fæðingarorlof nú er nú 9 mánuðir í stað 6 áður og það skiptist á milli foreldranna. • Þú getur skoðað reglurnar betur hér: http://www.island.is/fjolskyldan/barneignir/faedingar-og-foreldraorlof/
Skiptingheimilisstarfa(bls. 63) • Verkefni: • Því er haldið fram að lög um fæðingarorlof hafi breytt viðhorfum karla til barnauppeldis. Hvernig? Rökstyddu svarið. • Sumir telja að karlar feli sig á bak við vinnumenninguna til að losna undan heimilisstörfum. Hver er þín skoðun á þessari fullyrðingu?
Vinnumenning (karla)(bls. 63) • Erlendar rannsóknir benda til að ætlast sé til þess að karlar í hálaunastörfum hafi mjög langan vinnudag. • Fólk í sumum atvinnugreinum álítur að það þurfi að „fórna“ sér og vinna mjög mikið til að eiga möguleika á stöðuhækkun eða til að halda vinnunni.
Húsfeður(bls. 63) • Til eru karlar sem hafa snúið baki við hlutverk-um og starfa sem heimaverandi húsfeður, sjá um börn og bú meðan makinn (konan) er í hátt launuðu starfi á vinnumarkaðinum.
Verkefni (bls. 64) • Ræðið í hóp punktana sem eru á bls. 64 um heimilisstörf.
Fermingar á 20. öld(bls. 64) • Fermingar voru mikill félagslegur viðburður á síðari hluta 20. aldar og eru hugsanlega enn. • Það eru einkum þrjár ástæður fyrir því af hverju börn sem fermast gera það ekki af trúarlegum sökum. Þessar ástæður eru:
Fermingar á 20. öld(bls. 64) • Fermingin er spennandi atburður og svalar vissri athyglisþörf. Í huga unglinga er fermingin „sögulegur atburður“. • Fermingargjafir skipta verulegu máli, sem og föt þau sem unglingar fá af sama tilefni. • Sumir unglingar láta ferma sig til að þóknast foreldrum sínum en ekki síður öfum og ömmum.
Réttindiogskyldur (bls. 65) • Þú hefur enn ekki náð öllum réttindum og skyldum samkvæmt íslenskum lögum því mörg ákvæði laganna eru aldursbundin. • Allir einstaklingar undir 18 ára aldri eru skilgreindir sem börn samkvæmt íslenskum lögum sem styðjast við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sjálfræði (bls. 66) • Sjálfræðisaldurinn nú er 18 ár. Sjálfræði þýðir að þú ræður yfir eigin peningum, hvar þú vilt vinna og hvar þú vilt búa. • Hægt að svipta fólk sjálfræði ef heilsubrestur eða ofnotkun áfengis eða fíkniefna gerir einstaklinginn ófæran um að ráða persónulegum högum sínum.
Umboðsmaður (bls. 66) • Umboðsmaður barna er skipaður af stjórnvöldum og hann á að gæta sérstaklega að öllum málefnum sem snerta börn og unglinga. • Þú getur skoðað heimasíðu Umboðsmanns barna: http://www.barn.is/barn/adalsida/forsida/
Húsagi (bls. 66) • Kristján VI. Danakonungur gaf út sérstaka tilskipun um húsaga fyrir Íslendinga árið 1746. • Í tilskipunninni var ítarlega kveðið á um barnauppeldi og skyldur og réttindi húsbænda og vinnufólks. Húsbændum var tryggt mikið vald yfir börnum sínum og vinnufólki.
Hvenærmáéghvað (bls. 67) • Þú færð ekki bara réttindi eftir því sem þú eldist heldur líka skyldur. • Sakhæfisaldur er 15 ár en það þýðir að hægt er að refsa þér sem fullorðnum fyrir að brjóta lög.
Hvenærmáéghvað (bls. 67) • Börnum ber að fara eftir lögum og reglum samfélagsins eins og öllum öðrum. Tilgangurinn með því að setja lög og reglur er að skapa betra og öruggara samfélag - fyrir okkur öll. Dæmi: • Umferðarlög. • Almenn hegningarlög. • Barnaverndarlög.
Hvenærmáéghvað (bls. 67) • Grunnskólalög: Þér ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.
Hvenærmáéghvað (bls. 67) • Ólögráða. • Þú ert ólögráða þar til þú nærð 18 ára aldri. • Á vef bókarinnar eða á vefsíðu Umboðsmanns barna færðu nánari upplýsingar um réttindi þín og skyldur.
Tjáningarfrelsi (bls. 68-69) • Hvað má skrifa í skólablaðið eða á Netið? • Þú mátt skrifa það sem þú vilt, en frelsi til að tjá skoðanir sínar felur einnig í sér ábyrgð. Það kallast ærumeiðingar ef þú skrifar eitthvað ljótt um aðra og það er hægt að dæma þig fyrir skrifin eða ummælin.
Ærumeiðingar (bls. 69) • Móðgun – það eru ýmis skammaryrði, uppnefni, háðsyrði og þess háttar. • Aðdróttun – er þegar þú gefur eitthvað í skyn um einstakling sem getur leitt til álitshnekkis. Það er einnig refsivert ef þú berð vísvitandi upp á einhvern sakir sem þú veist að eru ekki réttar. • Þú mátt ekki bera út móðganir eða gefa eitthvað ljótt í skyn um einstaklinga sem þú hefur heyrt hjá öðrum.
Réttindi (bls. 69) • Réttindi sem allt mannkynið ætti að hafa. • Meðal almennra mannréttinda nú er rétturinn til að tjá sig, réttur til frelsis og réttur til jafnræðis. • Frelsisstríðið í Bandaríkjunum (1775-1783) og franska byltingin (1789) voru meðal annars háð til að ná fram almennum mannréttindum.
Réttindi (bls. 69) • Franska byltingin (1789). • Pólitískir fangar voru lokaðir inni í Bastillunni (ríkisfangelsinu í París) og því var hún tákn fyrir kúgun einveldisins í Frakklandi. • Frakkland var gert að lýðveldi árið 1792. Konur áttu mikinn þátt í byltingunni en nutu þó engra pólitískra réttinda (svo sem kosningaréttar).
Stjórnarskrá (bls. 70) • Hugmyndir sem komu fram í frelsisstríði Bandaríkjanna og frönsku byltingunni um mannréttindi voru hafðar til hliðsjónar við mótun Stjórnarskrár Íslands frá árinu 1874. • Mannréttindi víða brotin. Amnesty International (1961) eru alþjóðleg samtök, óháð stjórnmálastefnum, sem berjast gegn mann-réttindabrotum um allan heim.
Mannréttindi (bls. 70) • Í Mannréttinda-yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 er lýsing á mörgum réttindum sem eiga að gilda fyrir allt mannkynið, óháð hörundslit, kynferði, trú, móðurmáli eða uppruna.
Mannréttindi (bls. 70) • Venja er að greina mannréttindi í þrjá flokka: • Fólk á að hafa rétt á að fá grundvallarþörfum sínum fullnægt (sjá mynd á bls. 72). • Fólk á að geta tekið þátt í að stjórna landinu sem það býr í. • Fólk á að hafa frelsi og rétt til að velja. • Á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins (áður Dóms- og kirkjumálaráðuneytis) eru margar krækjur á áhugavert efni, þar með talin mannréttindi.
Aðstýraeiginneyslu (bls. 71) • Kínverski spekingurinn Lao-Tse (6. öld fyrir Krist) hélt því fram að ef þú ættir meira en sjö hluti þá ættu hlutirnir þig. Hvað heldur þú að hann hafi átt við með því? • Þú getur fundið meira um Lao-Tse á Vísindavef Háskóla Íslands: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=773
Abraham Maslow (bls. 71) • Rannsakaði mannlegar þarfir og teiknaði þær upp í píramída. Neðstar eru lægstu grunnþarfirnar og þær æðstu efstar. Í tveimur neðstu þrepum píramídans eru líffræðilegar þarfir sem allir þurfa að fá uppfylltar. • Sjá teikningu á bls. 72.
Barnasáttmálinn (bls. 72) • Árið 1989 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sáttmála um réttindi barna sem nú er staðfestur sem alþjóðalög. • Í sáttmálanum stendur meðal annars að öll börn eigi sama rétt til að lifa og alast upp í friði og öryggi og virðingu fyrir hugsunum sínum og skoðunum.
Kafla 2.1 erlokið • Hér lýkur glósum úr kafla 2.1 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 74.