1 / 11

Upplýsingatækni í samskiptum heimila og skóla

Upplýsingatækni í samskiptum heimila og skóla. Af hverju tölvusamskipti?. Fljótlegra að nota tölvupóst Upplýsingar á vefnum alltaf aðgengilegar Gott aðgengi að upplýsingum og vönduð stöðug upplýsingagjöf frá skóla skapar skólanum betri ímynd Upplýstari og ánægðari foreldrar.

julie
Download Presentation

Upplýsingatækni í samskiptum heimila og skóla

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Upplýsingatækni í samskiptum heimila og skóla

  2. Af hverju tölvusamskipti? • Fljótlegra að nota tölvupóst • Upplýsingar á vefnum alltaf aðgengilegar • Gott aðgengi að upplýsingum og vönduð stöðug upplýsingagjöf frá skóla skapar skólanum betri ímynd • Upplýstari og ánægðari foreldrar

  3. Hvenær á að nota tölvusamskipti? • Helst alltaf, nema... • þegar um trúnaðarmál eða viðkvæm persónuleg mál er að ræða

  4. Til hvers á að nota tölvusamskipti? • Upplýsingar um skólastarfið • Upplýsingar um bekkjarstarfið • Tilkynningar til einstakra foreldra eða foreldrahópa • Hvatningar til foreldra frá skóla • Umræður

  5. Tölvupósturinn - vinnureglur • opna á hverjum degi • svara stutt – aldrei löng bréf • meta hvort svara þarf strax eða bíða • búa til möppur fyrir póstinn í póstforritinu • koma sér upp svarafrösum • vera jákvæður og hvetjandi • skýrt og gagnort í efnislínuna þannig að viðtakandi sjá hvert efnið er

  6. Tölvupóstur er ekki öruggur • Aðrir geta lesið póstinn • Pósturinn getur “óvart” farið á annað/önnur netföng • Ekki er hægt að eyða bréfi sem hefur verið sent að breyta því á nokkurn hátt • Þegar bréf hefur verið sent er það til, óvíst er að viðtakandi eyði því, heldur geymi það í tölvunni – jafnvel sendi það áfram til fleiri aðila eða prenti það út og sýni fleirum • Ekki er 100% öruggt að tölvupósturinn skili sér, frekar en sniglapóstur • Bréfi send í tölvupósti hafa verið gögn í dómsmáli hér á landi • Sumir skipta oft um netföng og ekki er víst að pósturinn skili sér

  7. Skýr, hnitmiðuð skilaboð • Ekki senda löng skeyti. Hafðu textann hnitmiðaðan og skýran, þannig að skilaboðin komist klárlega til skila. Fáir gefa sér tíma til að lesa langan texta í tölvunni. Skeytin eiga að vera svo stutt að ekki þurfi að prenta þau út. • Viðtakandi getur “lesið á milli línanna” og túlkað sjálfur og fengið þannig önnur skilaboð en sendandi hafði ætlast til. Þess vegna þarf textinn að vera skýr og augljós. Varist hálfkveðnar vísur.

  8. Trúnaðarmál á ekki að ræða í tölvupósti • Tölvupóst á ekki að nota til að ræða viðkvæm mál • Aldrei senda trúnaðarmál í tölvupósti – þá er betra að hringja eða hittast augliti til auglitis • Notið ekki tölvupóst til að gefa upplýsingar um einkunnir eða frammistöðu nemenda.

  9. Viðhengi og auglýsingar • Tölvupóstur er einfalt, þægilegt og fljótlegt samskiptaform • Tölvupóstur er ákjósanlegur í almennum samskiptum við einstaka foreldra eða allan foreldrahópinn • Tölvupóstur er fínn í að koma skilaboðum til foreldra • Sendið ekki auglýsingapóst eða ruslpóst á foreldra • Notið viðhengi í miklu hófi og sendið ekki viðhengi þegar þið sendið út á póstlista foreldra. Viðhengi eru stór skjöl sem taka langan tíma í að hlaðast inn í tölvu viðtakanda. Slíkt pirrar fólk. Ekki á að senda viðhengi á einstaka foreldra nema þeir vita af því áður.

  10. Sýnið alltaf kurteisi • Aldrei skrifa bréf í reiði, bíða þar til hún rennur • Ef þú ert í vafa um hvort þú eigir að senda bréfið, ekki senda það. Láttu einhvern eða einhverja lesa það yfi • Ef þú færð ruddalegt eða dónalegt bréf, skaltu svara því kurteislega. Ef þar eru ásakanir eða aðdróttanir er eðlilegt að boða viðkomandi á fund til að ræða málið • Aldrei láta hanka þig á ókurteisi, dónaskap eða ruddaskap • Það sem þú lætur fara frá þér í tölvupósti lýtur sömu lögum og annað ritað mál. Varastu því að láta frá þér fara óhróður um fólk og stofnanir, jafnvel þó þér finnst einhver eiga það skilið!

  11. Vefur skólans • Þarf að vera vel unninn • Uppfæra oft • Á honum verða allar nauðsynlegar upplýsingar um skólann að vera • Setja á hann allt sem sent er heim • Setja inn efni sem dregur fólk að honum (fréttir, myndir) • Jákvæðni • Skiptir miklu máli fyrir ímynd skólans

More Related