140 likes | 262 Views
Stöðugleikasáttmálinn. Staða og horfur 21. október 2009 Fundur SA. Meginmarkmið stöðugleikasáttmálans 25.6. Endurreisn efnahagslífsins Skilyrði fyrir aukinni fjárfestingu innlendra og erlendra aðila Styrkja stöðu heimila og verja undirstöður velferðarkerfisins
E N D
Stöðugleikasáttmálinn Staða og horfur 21. október 2009 Fundur SA
Meginmarkmið stöðugleikasáttmálans 25.6. • Endurreisn efnahagslífsins • Skilyrði fyrir aukinni fjárfestingu innlendra og erlendra aðila • Styrkja stöðu heimila og verja undirstöður velferðarkerfisins • Aðferðin: Fjárfestingar og sköpun nýrra starfa ná okkur út úr kreppunni
Meira um hugmyndafræðina • Friður á vinnumarkaði. • Launahækkunum seinkað en samningur efndur. • Markvissar aðgerðir til að eyða halla ríkissjóðs. • Gata greidd fyrir stórfjárfestingar í atvinnulífinu • Hjálpað til með opinberar fjárfestingar • Almennar fjárfestingar örvaðar með lækkun vaxta • Endurkoma á alþjóðlega fjármagnsmarkaði með aðstoð AGS og Norðurlanda, endurreisn banka í samvinnu við erlenda kröfuhafa og afnám gjaldeyrishafta • Forsendur skapaðar fyrir hækkun gengis krónunnar • Bætt staða lántakenda og skuldsettra heimila • Sjávarútvegur fái starfsfrið
Ríkisfjármál • Í júní: Aðlögunarþörf 2009 – 2011 áætluð 119 milljarðar. Skattahækkanir ekki yfir 45% eða 54 milljarðar • Skattahækkanir 2009 skila 12 milljörðum 2009 en hátt í 30 milljörðum 2010 (þar af 24 mia vegna tryggingagjalds og vörugjalda) • Aðlögunarþörf hefur aukist í 144 milljarða (45% eru 65 mia) • Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2010 er miðað við meiri skattahækkanir en rúmast innan 3 ára tímabilsins • Orku- og auðlindagjöld 16 mia. VSK 8 mia. Annað 2,5 mia. Samtals 26,5 mia. • Tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur eiga að hækka um tæpa 40 mia miðað við fyrrihluta 2009. • Heildarhækkun skatta 2009 og 2010 um 90 mia.
Ríkisfjármál • Aðlögunarþörf sífellt að breytast • Skoðum tímabilið 2009 - 2011 • Áformaður halli á frumjöfnuði í % af VLF • AGS nóv 2008 14,8% • Fmr júní 2009 9,4% • Fmr júlí 2009 5,6% • Frumvarp okt 2009 7,4% • Áformaður halli á heildarjöfnuði í % af VLF • AGS nóv 2008 31,3% • Fmr júní 2009 23,7% • Frumvarp okt 2009 19,4%
Ríkisfjármál • Aðlögunarþörf sífellt að breytast • Skoðum áform milli árana 2009 og 2010 • Bati á frumjöfnuði í % af VLF • AGS nóv 2008 3,3% • Fmr júní 2009 5,5% • Fmr júlí 2009 6,4% • Frumvarp okt 2010 6,9%
Fjárfestingar • Hagvöxtur forsenda skattahækkana • Fjárfestingar forsenda hagvaxtar 2010 • Allar fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og orkuframleiðslu eru stopp vegna áforma um orku- og umhverfisskatta. • Allar slíkar fjárfestingar vegna uppbyggingar á Suðurnesjum eru líka stopp vegna ákvörðunar umhverfisráðherra • A.m.k. þriðjungur af áformaðri fjárfestingu í atvinnulífinu er í uppnámi (3% - 4% af VLF)
Fjárfestingar • Almennar fjárfestingar í atvinnulífinu eru stopp vegna hárra vaxta. • Stóru fjárfestingarnar eru fyrir erlent lánsfé • Fjárfestingar í sjávarútvegi í uppnámi vegna sífelldra yfirlýsinga um innköllun aflaheimilda • Samdráttur á árinu 2010 ekki 2% heldur a.m.k. 6% • Kreppa – Taka 2 í augsýn
Gjaldeyrishöft • Gengi hækkar ekki með höftum • Innstreymi aðeins til greiðslu kostnaðar og afborgana og vaxta af lánum • Enginn vill skipta í krónur ótilneyddur • Verðlagið hækkar við þetta lága gengi • Launaskrið fer af stað í útflutningsgreinum • Smám saman ná neysluvísitalan og launavísitalan gengisvísitölunni • Tveggja stafa verðbólga næstu 4-5 árin
Afnám gjaldeyrishafta • Undirbúa vel t.d. með tilboði um skuldabréf í evrum. • AGS og Norðurlandalán hjálpa • Gengi gæti lækkað en í stuttan tíma • Þegar hækkunarferill hefst vinnur markaðurinn með krónunnioghúnkemurtilbaka • Neysluvísitala hækkar ekki – lækkun hugsanleg • Minni launahækkanir • Lægri verðbólga
Vaxtalækkun nauðsyn • Atvinnulífið æpir á vaxtalækkun • Fyrirtæki læst á íslenska fjármagnsmarkaðnum með íslenska krónu • Fyrirtæki þola ekki að skulda við þetta vaxtastig • Fjárfestingar verða í lágmarki við svo háa vexti • Vextir áttu að hafa lækkað um 3% milli júní og nóvember
Sjávarútvegur • Ákvæði í stjórnarsáttmála um innköllun aflaheimilda leiðir til almennra gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtækja • Reynt var að koma málinu í farveg sl. vor með nefndaskipan • Sífelldar yfirlýsingar framámanna valda uppnámi vegna fjárfestinga og samskipta við banka • Skýrar yfirlýsingar formanna stjórnarflokkana nauðsynlegar til að koma á starfsfriði í greininni
Endurreisn bankanna • Fór í eins góðan farveg og hægt var að búast við. • Opnar betur möguleika á tengingum við alþjóðlega fjármagnsmarkaði á nýjan leik. • Fjármálakerfið endurreist á heilbrigðari grunni en áður
Samantekt • 27. október er síðasti dagurinn til að ákveða um framlengingu samninga SA/ASÍ • Raunveruleg hætta á að samningar losni • Reynum hvað við getum til að ná saman • Við verðum að fá trú á að fjárfestingarnar fari í gang, gjaldeyrishöftin hverfi og vextir lækki. • Sjávarútvegurinn verður að fá starfsfrið • Vandann í ríkisfjármálum verður að leysa á trúverðugan hátt í samræmi við stöðugleikasáttmálann