70 likes | 337 Views
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I. 1.b. Fimm hefðir í eigindlegum rannsóknum Rannveig Traustadóttir. Lífssögurannsóknir (Biographical Study) (Creswell, 1998). Beinast að einstaklingi og reynslu hennar/hans Gagna er aflað með viðtölum eða rituðum heimildum
E N D
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I 1.b. Fimm hefðir í eigindlegum rannsóknum Rannveig Traustadóttir
Lífssögurannsóknir (Biographical Study)(Creswell, 1998) • Beinast að einstaklingi og reynslu hennar/hans • Gagna er aflað með viðtölum eða rituðum heimildum • Mismunandi tegundir lífssögurannsókna: • Æfisaga (biography) • Sjálfsæfisaga (autobiography) • Lífssaga (life history) • Munnmælasögur (oral history)
Fyrirbærafræðilegar rannsóknir(Phenomenological Study)(Creswell, 1998) • Rannsóknir sem beinast að (daglegri) lifaðri reynslu og hvaða merkingu fyrirbæri, hugtök eða atburðir hafa í lífi fólks • Gagna yfirleitt aflað með viðtölum • Leit að kjarnanum í þeirri merkingu sem reynslan hefur • Rannsakandinn setur sínar fyrirframhugmundir og reynslu í sviga til að geta skilið reynslu og sjónarhorn þátttakenda
Grunduð kenning(Grounded Theory Study)(Creswell 1998) • Markmiðið er að þróa eða uppgötva kenningar • Ekki byrja rannsókn með kenningum heldur skulu kenningar vera grundaðar í rannsóknargögnum • Gagnasöfnun oftast með viðtölum • Skipuleg gagnagreining fer fram samhliða gagnasöfnun • Kerfisbundin, skipuleg tækni við gagnagreiningu, m.a. sífelldur samanburður • Efnislegar kenningar og formlegar kenningar
Etnógrafía (Ethnography)(Creswell, 1998) • Er lýsing ogtúlkun á menningarheimi/kima, félagslegum hópi eða félagskerfi • Rannsókn á lífsháttum, atferli, tungumáli og samskiptum hóps sem deilir ákveðinni menningu – beinist að merkingu þessara þátta • Gagnasöfnun með langdvölum á vettvangi (þátttökuathuganir, viðtöl/samtöl, ýmsir gripir) • Reynt er að gefa heildræna mynd af menningarsamfélögum eða félagslegum hópum, sem felur í sér bæði sjónarhorn þátttakenda og túlkun rannsakandans
Tilviksrannsókn (Case Study)(Creswell, 1998) • Ýtarleg rannsókn á afmörkuðu kerfi eða tilviki (eða tilvikum) • Tilvikið er afmarkað í tíma eða rúmi, t.d. atburður, einstaklingur, stofnun, þjónustuúrræði • Margar uppsprettur og tegundir gagna • Tilvikið er yfirleitt sett í félagslegt, sögulegt eða efnahagslegt samhengi • Einstakt, dæmigert eða mörg tilvik