210 likes | 382 Views
PMT-O meðferð með foreldrum unglinga á Akureyri Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og PMT-O meðferðarðili 26.11.2012. Forsagan að PMT meðferð á Akureyri. Málþing í Brekkuskóla janúar 2005 - Ósk um aukna þjónustu, bæði við foreldra og kennara
E N D
PMT-O meðferð með foreldrum unglinga á Akureyri Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og PMT-O meðferðarðili 26.11.2012
Forsagan að PMT meðferð á Akureyri • Málþing í Brekkuskóla janúar 2005 - Ósk um aukna þjónustu, bæði við foreldra og kennara • Úttekt Valgerðar Magnúsdóttur sálfræðings og tillögur til úrbóta í júlí 2005 • Ákvörðun um innleiðslu PMT – Foreldrafærni og SMT- Skólafærni haustið 2005 (tilboð til skóla) • Fagaðilar hefja PMT meðferðar nám í Hafnarfirði haustið 2005 (félagsráðgjafar)
PMT og SMT aðferðin á AkureyriUmsjónaraðili Skóladeild Akureyrarbæjar
Forsaga PMT-O unglingaverkefnis • Rýmum á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu fækkað . • Fjölkerfameðferð (MST) tekin upp hjá BVS á suðurlandi í febrúar 2008, áhersla á að vinna með unglinginn í sínu umhverfi og foreldrana jafnframt. • Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar gerir athugasemdir og Bæjarstjórn Akureyrar ályktar. • Barnaverndarstofu bregst við og gefur út viljayfirlýsingu um samstarf við nefndina um meðferð fyrir unglinga og foreldra þeirra byggt á PMT. • Samningur á milli Akureyrarbæjar og Barnaverndarstofu um meðferðarúrræðið undirritaður í apríl 2009.
PMT-O meðferð fyrir foreldra unglinga • Tilraunaverkefni til tveggja ára 2009 og samningurinn endurnýjaður 2011 sem þróunarverkefni til tveggja ára. • Barnaverndarstofa leggur verkefninu til fjármagn fyrir einu stöðugildi PMT meðferðarðila, Akureyrarbær leggur til aðstöðu. • Verkefnisstjórn – sú sama og stýrir PMT. • Samstarfsnefnd – þriggja manna, frá Akureyrarbæ, Barnaverndarstofu og frá HA • Áhersla á fagleg vinnubrögð, samstarf og árangur.
PMT- O meðferð fyrir foreldra unglinga Markhópur: • börn og unglingar í umdæmi barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og nágrannasveitarfélaga, • á aldrinum 12- 18 ára, • eiga við hegðunarvanda að stríða , • ekki hefur tekist að vinna með samkvæmt öðrum leiðum og úrræðum barnaverndarlaga.
Margskonar vandi • Erfið samskipti á heimili og í skóla (t.d. ekki farið eftir reglum heima s.s.um útivist, heimanámi ekki sinnt, fjarvistir og skróp, samskiptavandi við nemendur og starfsfólk). • Ofbeldisfull og ógnandi hegðun eða líkamlegt ofbeldi. • Afskipti lögreglu, afbrot eða refsiverð hegðun. • Misnotkun áfengis eða vímuefnanotkun.
Markmið PMT-O meðferðar fyrir foreldra unglinga • Að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu • Breyta neikvæðum samskiptum innan og utan fjölskyldu • Stuðla að jákvæðri skólagöngu/vinnu • Auka þátttöku í jákvæðum tómstundum og félagsstarfi • Að unglingurinn haldi sig frá neyslu áfengis- og vímuefna og afbrotum þegar það á við
Markmið fyrir hvern ungling • Unglingurinn býr á heimili foreldra. • Unglingurinn stundar skóla samkvæmt skólareglum um mætingar eða sækir vinnu. • Unglingurinn kemst ekki í kast við lögin. • Unglingurinn notar ekki vímuefni og misnotar ekki áfengi. • Unglingurinn beitir ekki ógnandi hegðun eða ofbeldi.
PMT-OMeðferð fyrir foreldra unglinga • Starfsmenn eru tveir í 50% starfi, hafa lokið PMT-O meðferðarmenntun, félagsráðgjafar sem hafa reynslu af barnaverndarvinnu. • Vinnutími á dagtíma en einstaka viðtöl utan þess. • Aðgangur að starfsmanni bakvaktar barnaverndar í neyðartilvikum eftir vinnutíma • Unnið með 3 – 4 fjölskyldur á hverjum tíma • Langur meðferðartími, allt upp í 9 mánuði, fast mótaður hegðunarvandi.
Umsóknarferli: • Samvinna við starfsmenn barnaverndar og starfsmenn PMTO fyrir foreldra unglinga við mat á þörf á meðferð. • Starfsmenn barnaverndar upplýsa foreldra um meðferðina. • Einungis starfsmenn barnaverndar geta sótt um. • Inntökuteymi tekur ákvarðir um umsóknir. • Þegar umsókn hefur verið samþykkt eru foreldrar upplýstir um skilyrði fyrir þátttöku og gerður samningur um meðferð við foreldra. • Leitað eftir samþykki unglingsins fyrir meðferðinni (er þó ekki skilyrði).
Skriflegur samningur við foreldra Foreldrar samþykkja að: • taka á móti meðferðaraðila inn á sitt heimili eins oft og þurfa þykir í allt að 9 mánuði, • taka þátt í árangurmælingu á meðferðinni, • veita allar þær upplýsingar sem skipta máli, • aflað verði upplýsinga um barnið og fjölskylduna reglulega frá öllum þeim aðilum sem að málinu koma, • vera í samvinnu við þá aðila sem þurfa þykir sem kom að málum unglingsins, • gerðar verði myndbandsupptökur af einstaka viðtölum.
Framkvæmd meðferðar • PMT-O meðferð með foreldrum (og ungling eftir því sem við á), einu sinni til tvisvar í viku oftast á heimili foreldra. • Símtöl við foreldra á milli viðtala. • Samráðsfundir með öðrum (skóla, barnavernd, tilsjónaraðilar, félagsmiðstöð). • Fjölskyldunni útvegaður tilsjónaraðili eða unglingnum skipaður persónulegur ráðgjafi frá barnverndarnefnd ef þörf krefur. • Unnið með sömu verkfæri og í PMT meðferðinni, aðlöguð að unglingum.
Handleiðsla: • Meðferðaðilar sækja reglululega handleiðslu frá viðurkenndum PMT meðferðaraðilum - Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur og handleiðsla á milli fagaðila. • Vikulegir fundir meðferðaraðila þar sem farið er yfir stöðu hvers máls og markmið sett fyrir næstu viku. • Viðtöl meðferðarðaðila við foreldra tekin upp á myndbönd til að meta færni meðferðaðilans, stuðst við FIMP kerfi (Fidelity of Implentation Rating System) þar sem há FIMP einkunn leiðir til betri útkomu.
Árangursmælingar: Mat á stöðu fjölskyldunnar í upphafi, við lok meðferðar og 12 mánuðum eftir meðferðarlok. Notuð eru gögn tengd árangursmælingum á PMTO aðferðinni á Íslandi. • Spurningalistar (ASEBA) um hegðun og líðan unglings, foreldrar, kennarara, unglingur. • Mat á félagsfærni (SSRS) • Dagleg skráning foreldra, símhringilistar, 3 daga í röð. • Mat foreldra á árangri meðferðinni við lok. Áfangaskýrslur eru gerðar reglulega og kynntar samstarfsnefnd sem fylgist með framvindu meðferðarinnar. Við lok meðferðar skýrsla um framvindu og árangur til Bvn.
Meðferðarmál, samtals 32:Tveir á Stuðla og í tímabundið fóstur en luku síðar meðferð. Tveir í tímabundið fóstur. Einn á BUGL og í varanlegt fóstur, 4 hættu í meðferðinni. Stúlkur: 8 12 ára: 1 14 ára: 2 15 ára: 5 Drengir: 24 12 ára: 2 14 ára: 5 15 ára: 10 16 ára: 7 (tveir 17 ára á meðferðartímanum)
Árangursmælingar (Háskólinn á Ak) Fyrstu 7 málin mæld, of lítið úrtak. Niðurstöður mælitækja ekki samhljóma og ekki samræmi í niðurstöðum þeirra sem mátu vandann. • Dagleg skráning foreldra; dregið úr heildarvanda 6 drengja, aukist hjá einum. • Niðurstöður ASEBA listanna misvísandi; meirihluti forleldra og kennara telja að meðferðin dragi úr heildarvanda, drengirnir sjálfir meta að vandi þeirra hafi aukist (4). • Lítil breyting mældist á listunum Mat á félagsfærni (einungis 2) • Mat á árangri meðferðar; 5 foreldrar töldu að meðferð gagnaðist, tveir hvorki né. Mat að hefjast aftur (Háskólinn á Akureyri).
Upplifun: Foreldrar: Almennt ánægðir og samskiptin jákvæðari á heimilin. Telja sig betur í stakk búna að takast á við erfiða hegðun og að verkfærin nýtist til stuðnings í foreldrahlutverkin. Nefna að þeim finnist þeir meira samstíga í uppeldinu og verkfærin aðstoði við að takast á við vandamál sem áður voru streituvaldandi og kvíðvænleg. Flestir sáttir við meðferðina, margir telja þó að hún hefði nýst enn betur hefði hún hafist fyrr og áður en vandinn varð eins mikill. Barnaverndarstarfsmenn: Gefa jákvæða endurgjöf. Þátttaka foreldra í PMT meðferð hefur í sumum tilvikum haft þau áhrif að létt hefur á annarri barnaverndarvinnu og afskiptum.(Ekki tilkynningar frá lögreglu og skólavandi minnkað)
Það sem hefur reynst erfitt • Tók langan tíma að festa úrræðið í sessi, fá samstarfsaðila til að vísa málum • Fá inn má fyrr – yngri unglinga • Að fá foreldra til að samþykkja myndbands-upptökur, oft foreldrar með kvíða, fælni ofl. • Finna úrræði fyrir unglinga sem ekki geta verið í grunnskóla af einhverjum ástæðum. • Þegar vel hefur gengið - en allt í einu tekur unglingurinn U beygju.
Það sem hefur verið gefandi • Að sjá árangur! Foreldrar telja meðferðina hafa jákvæð áhrif á samskiptin heima, öðlast betri tæki til að takast á við erfiða hegðun og eru öruggari þó hegðun unglingsins sé áfram krefjandi. • Þegar betur er farið að ganga í skóla. • Að fá alla saman sem að unglingum koma til að leita leiða og lausna.
Framhaldið • Óljóst, samningurinn rennur út í sept. 2013 • Breytingar í starfsmannahaldi 1. okt. sl. settu verkefnið í uppnám. Brugðumst við því. • Höfum fagmenntað fimm starfsmenn á Akureyri, einn fagaðili í PMT meðferðarmenntunarnámi í Hafnarfirði núna.